Morgunblaðið - 26.11.2000, Síða 30

Morgunblaðið - 26.11.2000, Síða 30
MORGUNBLAÐIÐ 30 B SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000 f .. • Sem blað í eldi brann ég Steinn Steinarr, málverk eftir Þorvald Skúlason. „Ofvitinn og englapfkan“, eins og Vilmundur landlæknir kallaði Stein og Ásthiidi, en myndin er tekin fyrir utan hús hans, Ingólfsstræti 14. JPV-FORLAG hefur gefíð út bókina Steinn Steinarr - leit að ævi skálds eftir Gylfa Gröndal, og segir í kynningu að þar sé að fínna ýmsar nýjar upp- lýsingar um Stein. STEINN Steinarr er tví- mælalaust eitt mesta ljóð- skáld tuttugustu aldar, og hver ný kynslóð dáist að skáldskap hans. Snemma urðu til þjóðsögur um hann, og hann naut ekki mikillar virðingar í lifanda lífi. En hver var hann í raun og veru? Gylfi Gröndal rithöfundur reynir að svara þeirri spumingu í fyrstu sam- felldu og viðamiklu ævisögu skálds- ins sem rituð hefur verið. Honum hefur orðið vel ágengt í öflun nýrra heimilda, svo að margt mun koma aðdáendum Steins Steinars á óvart varðandi líf hans og list. Morgun- blaðið hefur fengið leyfi til að birta nokkur kaflabrot úr bókinni. Án takmarks og tilgangs Það hefur rignt fram eftir gróandi vordegi, en skyndilega rofar til og sólstafir falla á Austurstræti iðandi af mannlífi. Strætisvagnar standa kringum Lækjartorg gulbrúnir að lit með bleikum þverröndum. Hurð- ir þeirra lokast með háum skelli áð- ur en þeir leggja af stað; það er hluti af ys og þys daglegs lífs í Reykjavík; vélarhljóð og umferðargnýr samfara fótataki manna með athafnasemi í andlitsdráttum. Heimsstyrjöldinni síðari er lokið; ferðafrelsi ríkir á ný, velsæld og bjartsýni. Hið nýja Island eftir- stríðsáranna blómstrar á meðan Evrópa er í rúst og sleikir blóðug sár sín. Hvílík mótsögn! Einn maður sker sig úr fjöldanum; honum liggur ekk- ert á; erill og amstur hversdagslífs- ins kemur honum ekki við. Þetta er Steinn Steinarr skáld sem orti: Hæ! Eg er maðurinn, hinn eilífi maður án takmarksogtilgangs. Hann er ekki mikill á velli, lítill vexti og grannur, höfuðið óvenju stórt miðað við búkinn, ljóst hárið þykkt og liðað. Brúnn rykfrakki hans er fráhnepptur og jakkafötin .-virðast allt of stór. Hann gengur slyttislega, enda er vinstri hönd hans visin og öll hlið líkamans þeim megin afllítil. Leið hans liggur að vanda inn á Hressingarskálann sem er stærsta og vinsælasta kaffihús bæjarins. Al- menningur sækir það en jafnframt hittast þar daglega skáld, listmálar- ar og ýmiss konar menningarvitar. ... Og tilsvör Steins eru ekki síður orðin sígild, eins og til dæmis eftir- farandi saga sem Agnar Þórðarson, bókavörður á Landsbókasafninu og ^verðandi skáldsagnahöfundur, og leikritaskáld á þessum árum, heyrði Berg Pálsson segja. Eitt sinn voru þeir Steinn og Bergur samskipa prófessor Jóni Helgasyni á feijunni frá Malmö yfir til Kaupmannahafn- ar. Jón Helgason sat lengi uppi á þiljum og ræddi við gamla konu, en Steinn var á vappi í kringum þau. Þeir þekktust lítið, svo að Jóni tók áð Ieiðast þetta ráp í manninum og spurði önugur: „Hvers vegna eruð þér að hlera samtal okkar?“ „Vegna þess,“ svaraði Steinn, „að mér þykir alltaf svo gaman að heyra kerlingar tala saman.“ ... Ási í Bæ kemur á Skálann, sægarpur, trúbador og hefur nýlega sent frá sér fyrstu skáldsögu sína, Breytilega átt. „Nei, er ekki hreppstjórinn í Vestmannaeyjum kominn,“ segir Steinn. „Hvað er að frétta af menn- ingunni þar?“ )rAllt gott,“ svarar Ási galvaskur. „Þar starfar kirkjukór og þar starfar blandaður kór og þar starfar lúðrasveit - og þar er meira að segja rekið apótek! En getur at- ómskáldið sagt mér hvað sé að frétta af menningunni í Reykjavík í samanburði við París?“ Steinn verð- ur hvumsa og segir sína frægu setn- ingu: „Hvaða læti eru þetta?“ Nokkru síðar sitja þeir Ási í Bæ og Stefán Hörður að sumbli hjá kunn- ingja sínum vestur í bæ; þeir leika á hljóðfæri, syngja og eru glaðir. Þá birtist Steinn Steinarr og er vel fagnað. Hann er að vanda meinhæð- inn og heldur áfram að tönnlast á hreppstjóraheitinu við Ása, því að hann veit að honum er ekki vel við það. „Og hvað segir nú hreppstjórinn í Vestmannaeyjum?“ spyr Steinn og glottir við tönn. „Hann segir allt gott,“ svarar Ási, staðráðinn í að gjalda Steini rauðan belg fyrir gráan. „Hann varð afla- kóngur á handfærum á síðustu ver- tíð og hefur áreiðanlega aflað meiri gjaldeyris í þjóðarbúið en þú.“ Steini sárna þessi ummæli; hann umtumast og eys úr skálum reiði sinnar yfir Ása; telur það hámark ósvífni og svívirðu að halda því fram að hann hafi ekki lagt neitt af mörk- um til þjóðarinnar. „Ég sem hef lagt allt af mörkum,“ segir hann. „Ég sem hef fórnað öllu. Og hver getur á þessari stundu met- ið þau verðmæti svo að vit sé í?“ Ási er orðinn góðglaður og lætur ekki skammaræðu skáldsins reita sig til reiði. Hann hlær hjartanlega og við það eykst bræði Steins; hann rís á fætur ijóður í vöngum og segir: „Vill ekki þessi mikli aflakóngur bara gefa mér á kjaftinn með þessum skakhnúum sinum?“ „Steinn var með lamaðan handlegg, ég með lé- lega löpp, svo þannig hallaðist ekki á með okkur,“ sagði Asi í Bæ, þegar hann rifiaði upp þetta atvik löngu siðar. „Osköpin enduðu með því að sú staða kom upp að annar hvor varð að víkja og skáldið heimtaði að sjálfsögðu að mér yrði varpað á dyr. Húsráðandi var góðvinur Steins, hins vegar átti aflakóngurinn vín- fongin og það hefur trúlega riðið baggamuninn. Skáldið varð að víkja. Orðin sem dembt var yfir húsráð- anda voru þeygi fógur.“ Daginn eftir þykir Ása í Bæ miður að hafa fallið í ónáð hjá skáldinu með léttúðarhjali. Hann er í vafa um hvort hann eigi að voga sér inn á Skálann, en lætur samt slag standa. Steiiin Steinarr situr á sínum stað, og þegar Ási ætlar að byija að friðmælast við hann, brosir skáldið út að eyrum og segir glaðhlakka- lega: „Nei, góðan daginn! Hvernig Iitist hreppstjóranum á að við reyndum að komast yfir svosem einn lítinn pela af koníaki?“ Ása líst ljómandi vel á það. Þeir rölta upp á Lindargötu, fá sér koníak, halda síð- an út í Hljómskálagarð og sitja þar yfir pelanum liðlangan daginn í himnesku veðri. „Við höfðum aldrei talast við tveir einir,“ skrifar Ási í Bæ, „og kom nú í Ijós að hann var allur annar maður í einrúmi. í huga mér lýsir enn af þessum degi. Skáldið opnaði hjarta sitt, sagði frá bemsku sinni og æsku, frá fólkinu sem hann ólst upp með, frá bókunum, ljóðinu, listinni, ræddi um undarlegt líf mannsins á jörðinni, örlögin og dauðann ... Þarna kynntist ég Steini fyrst og fann að bakvið skrápinn var ekki að- eins mikið skáld heldur mikil mann- vera og góður drengur. En það hafði reynt á mikla skapsmuni að lifa lengst af við fyrirlitningu og jafnvel hatur samfélagsins. En á þessum degi bar hann ekki kala í brjósti til eins eða neins heldur miklu fremur og þrátt fyrir allt ást til lífsins..." Ég er hérna, nöldrið mitt „Ó, voðinn sjálfur! Hvílík hörm- ung og særing er að sjá vesalings drenginn!" Kristín Tómasdóttir ráðskona í Miklagarði er skelfingu lostin þegar hún fær í hendur sex ára gamalt sveitarbam árið 1914, Aðalstein Kristmundsson. Hann hefur verið illilega vanræktur; er horaður og skítugur og brenndur að neðan. Hún þrífur hann hátt og lágt, hlúir að honum mjúkum höndum, setur hann að svo búnu fyrir ofan sig í rúmið sitt og breiðir ofan á hann dúnsæng. Slíku atlæti og hlýju hafði drengurinn ekki kynnst fyrr. „Fóstran Kristín var völva heimil- isins,“ skrifaði Jóhannes úr Kötlum, „trölltrygg fomkona“ - og Steini þótti ekki jafnvænt um nokkra manneskju og hana. „Hvar er fóstra mín?“ spurði hann á sama hátt og önnur börn spyrja um móður sína. „Eg er hérna, nöldrið mitt,“ svar- aði hún. Tilsvör Kristínar vom kjamyrt og einarðleg eins og Steinn Steinarr rifjaði upp síðar í drögum að út- varpserindi sem reyndar var aldrei flutt. „... Ég hafði hugsað mér að tala um menninguna, þetta dular- fulla orð, sem alls staðar skýtur upp kollinum nú til dags. Þetta orð var lítið notað í minni sveit fyrir vestan. Ég var orðinn 9 eða 10 ára, þegar ég heyrði það fyrst. Það var að kvöldi dags um miðjan vetur í versta veðri. Pósturinn var kominn að sunnan yf- ir sjö fjöll og hafði legið úti. Fóstri minn bjó svo vel, að hann gat gefið honum hofmannsdropa út í kaffið, og brátt vom allir komnir í sólskins- skap. Þá heyrði ég af póstsins vör- um þetta undarlega orð menning. Ekki veit ég í hvaða sambandi hann notaði þetta undarlega orð, og vissi ekki, hvað það þýddi, og sá engin önnur úrræði en að spyrja fóstm mína, sem allan vanda gat leyst. Gamla konan hugsaði sig um litla stund og mælti svo: „Það er rímorð. Það er rímorð, drengur minn, sem þeir nota fyrir sunnan til þess að ríma á móti þrenningunni. Þrenn- ing, menning - og þar hefur þú það.“ Mér leiðist myrkrið Árið 1920 verður sú breyting á heimilishögum í Miklagarði að þangað kemur ung stúlka, Steinunn Jakobína Guðmundsdóttir. Hún verður eiginkona Steingríms bónda Samúelssonar; þau eignast sjö börn og ala upp tvo fóstursyni auk Steins. Einhveiju sinni fara hjónin í heimsókn til nágranna sinna í sveit- inni, en Kristín gamla gætir bús og barna á meðan. Á bænum er töku- drengur, Þórir Valgeir Jakobsson, kallaður Geiri. Hann er bráður í lund og viðkvæmur; honum sinnast við önnur börn á bænum, reiðist óskaplega og segir: „Ég fer út og drep mig!“ „O, voðinn sjálfur," hróp- ar Kristín upp yfir sig, en þetta var orðtak hennar þegar eitthvað illt bar að höndum. „Nú er drengurinn hlaupinn út og ætlar að farga sér.“ Af þessu tilefni yrkir Steinn vísu, og er það ein fyrsta stakan eftir hann sem fleyg varð í Saurbænum: Sjáiði drenginn, hann stekkur af stað og Steinunn í boði; hörmung og særing, að hugsa sér það oghelvítisvoði! Bömin áttu sér tryggan stað þar sem Kristín gamla var. Ævinlega svaf eitthvert þeirra fyrir ofan hana. Hún var kjarkmikil og æðrulaus í öllu sínu örlagaríka lífi. „Það þýðir ekki að deila við himnafóðurinn," sagði hún, „hver verður að bera það sem hann ákvarðar.“ Löngum sat hún á rúmi sínu með prjóna, reri í gráðið og raulaði fyrir munni sér sömu vísuna aftur og aft- ur með háttbundnu hljóðfalli: Marga stund er maðurinn meins við bundinn parta. Getur undir glaðri kinn grátið stundum hjarta. Kristín Tómasdóttir náði háum aldri og var blind síðustu æviárin. Hún lést 25. nóvember 1948 á 95. aldursári. Nokkrum árum áður heimsótti Steinn Steinarr hana ásamt konu sinni, Ásthildi Björnsdóttur, en fjöl- skyldan var þá flutt að Heinabergi á Skarðsströnd. Orðaskipti Steins og Kristínar gömlu urðu meðal annars eitthvað á þessa leið: „Ert þetta þú, Alli minn?“ „Já, það er ég, fóstra.“ „Erum við ein hér inni?“ „Já, það er enginn hér í stofunni nema við tvö.“ „Þá langar mig til að trúa þér fyr- ir dálitlu." „Og hvað er það, fóstra mín?“ „Mér leiðist myrkrið.“ Gat ekki verið fátækari Að loknum bernskuárum í Saur- bænum stundaði Steinn nám í Núps- skóla við Dýrafjörð einn vetur, en hélt brátt til Reykjavíkur, gerðist kaþólskur en varð kommúnisti á kreppuárunum. Þegar hér er komið sögu hefur hann gefið út tvær Ijóða- bækur, Rauður loginn brann 1934 og Ljóð 1937: „Fundum okkar Steins Steinars bar fyrst saman í sölum Ríkisútvarpsins í Reykjavík. Ég beið þar á biðstofunni eftir því, að á mig væri kallað til að lesa upp ofurlítinn sögukafla. Þá var öðrum manni vísað þangað inn í stofuna. Ekkert fannst mér stórfenglegt við þennan mann. Hann var á stærð við fermingardreng, holdþunnur og vis- inn. Hann var mjög fátæklega klæddur og hirðuleysislega, skór hans opnir og skakkir. Hann settist andspænis mér og fletti nokkrum blöðum. Svo yrti hann á mig og minnti mig á það, að ég ætti að fara að hljóðnemanum á undan honum. Hann nefndi nafn sitt einarðlega, en dálítið hart og höstuglega. Ég kann- aðist svo sem við Stein Steinarr, hafði heyrt hann lesa nokkur frum- samin ljóð í útvarpið, og lesið hafði ég kvæði eftir hann í blöðum og tím- aritum. Svo að þetta var þá Steinn Steinarr. Ég sá þess enn eitt dæmi að gáfur manna fara ekki eftir holdafari og líkamsvexti. Ég fór að virða manninn betur fyrir mér. Já, já, ekki mundi hann bera mikla virð- ingu fyrir mannfólkinu - svona yfir- leitt. Þegar ég hafði lokið mínum lestri, hitti ég Helga Hjörvar, skrif- stofumann útvarpsráðs. Ég spurði hann eftir Steini, hvort hann mundi vera mjög fátækur. Helgi sagði að menn mundu ekki geta verið öllu fá- tækari að veraldarauði. En efni væri í honum til að verða gott skáld, og færi slíkt ekki eftir auði, fötum eða vaxtarlagi." Þannig hefst frásögn eftir Theó-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.