Morgunblaðið - 26.11.2000, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000 B 31
---------------------------------f
Teikning af Steini eftir Örlyg Sigurðsson: „Andi hans var eins og iúmskt
eðaivín," skrifar Örlygur, „í skörðum og hankabrotnum kaffibolla".
dór Friðriksson rithöfund sem hann
hugðist birta í framhaldi sjálfsævi-
sögu sinnar Ofan jarðar og neðan.
Hún var hins vegar felld úr bókinni
ásamt öðrum kafla um Steindór
skáld Sigurðsson, en prentuð sem
handrit í níu eintökum - góðu heilli,
því að um er að ræða eina allra
bestu lýsingu á Steini frá þeim tíma
þegar kjör hans voru hvað bágust.
Theódór bjó um áratugaskeið í
Þinghólsstræti 28 í s.k. suðurstofu
uppi á loftinu. Inn af stofunni var
gengið í litla hliðarkompu sem
stundum var leigð út. Stofan var fá-
tæklega búin húsgögnum en þarna
inni var legubekkur sem vinir og
kunningjar fengu að liggja á.
Það fór vel á með Steini Steinari
og Theódór Friðrikssyni eftir að
þeir kynntust fyrst, og Steinn leitaði
oft skjóls hjá honum á bekknum
góða, þegar hann átti ekki víst ann-
að athvarf. Hann gisti þó sjaldan
margar nætur í senn, fyrr en haust-
ið 1938, en þá fór hann þess á leit að
fá litla hliðarherbergið inn af stof-
unni á leigu yfir veturinn.
Theodóri tókst að koma því í
kring að Steinn fengi herbergið leigt
íyrir 15 krónur á mánuði. Engin
húsgögn fylgdu kompunni nema af-
lóga rúmskrifli sem Theódór taldi að
ekki væri hægt að bjargast við til
lengdar. Steinn kvaðst hins vegar
ekki þurfa önnur húsgögn en rúm,
og garmurinn sá arna nægði sér;
mestu máli skipti að fá herbergið.
Síðan flutti hann inn „þegjandi og
hljóðalaust“ eins og Theódór orðar
það, „án þess að hafa nokkurn skap-
aðan hlut meðferðis nema leppana
sem hann bar utan á sér“. „Þú verð-
ur að hafa eitthvað ofan á þér, mað-
ur,“ sagði Theódór eftir að skáldið
hafði sofið þarna fyrstu nóttina. „Og
þú verður að útvega þér peru í
lamparæksnið í kompunni."
Skjólið sem hann þarfnaðist
„Viltu ekki koma með mér í Skjól-
ið, Steinn?" „Jújú. Vonandi er ekki
stormasamt þar.“ „Ekki nema verið
sé að rífast um stjórnmál og bók-
menntir.“ „Mér líst vel á það.“
Hversdagslegt samtal á borð við
þetta í Austurstræti milli Steins
Steinars og eins af bestu vinum
hans, Guðmundar Sigurðssonar,
varð upphaf nýs kapítula í lífi
skáldsins. „Við ráðum svo litlu,“
sagði Einar Benediktsson eitt sinn.
„Þú ert á gangi úti á götu. Allt í einu
mætir þú manni, spjallar við hann
stundarkorn - og líf þitt er gjör-
breytt eftir það.“
Skjólið kallaðist lítið heimili í Ing-
ólfsstræti 6 og síðar á Laufásvegi 2,
en þar bjó Þorbjörg Björnsdóttir,
sem starfaði með Guðmundi Sig-
urðssyni í Landsbanka Islands, en
hjá henni voru oft systur hennar,
Ingibjörg - og Ásthildur Bjöms-
dóttir sem átti eftir að verða eigin-
kona Steins og veita honum það
skjól sem hann þarfnaðist.
Foreldrar systranna voru séra
Björn Stefánsson og Guðrún Sigríð-
ur Ólafsdóttir. Ásthildur útskrifað-
ist frá Menntskólanum á Akureyri
árið 1937. Hún var að leita sér að
fastri vinnu í Reykjavík og hafði sótt
einkatíma í vélritun til þess að eiga
betri möguleika á að fá starf á skrif-
stofu.
Hún átti sjálf að útvega sér texta
til að æfa sig á og valdi ljóð, sem hún
rakst á í Rauðum pennum 1937 og
þótti fallegt. Það hét Vor og var eftir
Stein Steinarr:
Tveir gulbrúnir fúglar fiugu yfir bláhvíta
auðnina.
Tvö örlítil titrandi blóm teygðu rauðgul
höfuð sín upp úr svartri moldinni.
Tvö folleit, fátækleg böm
leiddust út hijóstruga ströndina
og hvísluðu í feiminni undrun
út í flöktandi ljósið: Vor, vor!
Ásthildi þótti að vonum einkenni-
legt eftir á að hyggja og eins konar
fyrirboði þess sem verða vildi, að
hún skyldi velja ljóð eftir Stein
Steinarr til að æfa sig í
vélritunartímunum. Það var gest-
kvæmt hjá þeim systrum, svo að
nafngiftin Skjólið var engan veginn
út í hött. Menn voru ekki jafn
bundnir við vinnu á kreppuárunum
og síðar varð; fólk gaf sér tíma til
heimsókna. Meðal tíðra gesta í Ing-
ólfsstræti 6 voru Jón Þórarinsson
tónskáld, Andrés Björnsson út-
varpsstjóri, Sigurður listmálari Sig-
urðsson og Friðfinnur Ólafsson bíó-
stjóri, en þeir voru allir skólabræður
Ásthildar.
„Það var mikið talað um pólitík,"
sagði hún í viðtali við Elísabetu Jök-
ulsdóttur skáldkonu. „Flestir voru
vinstrisinnaðir. Það voru ekki marg-
ir sem voru æstir kommúnistar en
menn rifust ansi mikið. Pólitíkin
skipti meira máli á þessum viðsjár-
verðu tímum. Svo var mikið talað
um bækur, nýjar bækur. Þá var
Laxness að gera allt vitlaust. Það
voru allir hrifnir af honum í mínum
hópi, þótt hann ætti ekki alls staðar
upp á pallborðið ... Ég held að eng-
um hafi dottið í hug þá að hann ætti
eftir að fá Nóbelsverðlaunin. Það
var of fjarlægt. En Laxness var allt-
af mjög fínn. Uppdubbaður. Og
hann heillaði kvenfólk. Ég talaði
aldrei neitt við hann þá. Hann talaði
bara við Vilmund."
Svo gerist það einn stinnings-
hvassan vetrardag árið 1938 að Guð-
mundur Sigurðsson kemur í Skjólið
ásamt Steini Steinari - og þau Ást-
hildur verða við fyrstu sýn heilluð
hvort af öðru. „Ég get ekki sagt,
hvað það var sérstaklega, sem laðaði
mig að honum,“ sagði Ásthildur,
„nema það hafi verið hvernig hann
Ljósmynd/Sigurður Guðmundsson,
Þjóðminjasafn
Steinn Steinarr
talaði, bæði röddin og hvernig hann
komst að orði. Hugsunarháttur hans
var gerólíkur því, sem aðrir tömdu
sér. Að kynnast Steini er eini við-
burðurinn, sem nokkurn tíma hefur
komið fyrir mig í þessu lífi. Og síðan
er ég gerbreytt. Það, sem gerðist
áður, er fyrir mér eins og draumur."
Þau voru saman öllum stundum:
„Við gengum mikið út í Örfirisey til
að horfa á hafið og sólarlagið. Svo
fórum við í bíó. Það var Nýja bíó og
Gamla bíó. Þetta voru mest róman-
tískar ástamyndir, sem voru sýndar,
en það var bara svo gaman að fara í
bíó. Við héldumst alltaf í hendur í
myrkrinu. Það var fastur siður þá ...
Við gengum líka út í Hljómskála-
garð á daginn. Það var mikið gengið
þar þá. Ég hef aldrei komið þar síð-
an.“
Steinn fyrirmyndin
að Ólafí Kárasyni?
Steinn kom oft í Skjólið á kvöldin
og las stundum upp með sinni þýðu
og fallegu rödd úr bókum Laxness
jafnóðum og þær birtust almenn-
ingi. Á þessum árum var Ljósvíking-
urinn að koma út eitt bindi í senn:...
„Við urðum persónunum nákunnug,
eins og lifandi fólki,“ sagði Ásthild-
ur, og þegar Steinn las úr Höll sum-
arlandsins, kallaði Vilmundur land-
læknir skötuhjúin „aldrei annað en
ofvitann og englapíkuna".
Hér er um aðra skemmtilega til-
viljun að ræða, því að Steinn mun
óbeint hafa orðið þess valdandi að
Laxness skrifaði Ljósvíkinginn. Það
var Vilmundur landlæknir sem
benti Halldóri á dagbækur alþýðu-
skáldsins Magnúsar Hjaltasonar
sem höfðu borist handritadeild
Landsbókasafns Islands við Hverf-
isgötu; hann hafði meira að segja
strikað dauft með blýanti á spáss-
íumar til hægðarauka fyrir Halldór,
því að dagbækurnar eru í mörgum
bindum.
Á meðan Laxness var enn að at-
huga þennan nýstárlega efnivið og
velta fyrir sér hvort hann ætti að
Kristín Tómasdóttir, ung að ár-
um. Hún gekk Steini í móður
stað og honum þótti vænna um
en nokkra aðra manneskju.
notfæra sér hann í nýtt skáldverk,
hittast þeir Vilmundur í Ingólfs-
stræti. Halldór er í æstu skapi; hann
var nýkominn úr Unuhúsi, hafði lent
í orðaskaki við Stein Steinarr og
óskapast reiðinnar býsn yfir letilífi
ýmissa skálda, til dæmis Steins og
þessa vestfirska alþýðuskálds,
Magnúsar Hjaltasonar Magnússon-
ar.
Þá segir Vilmundur við hann: „Nú
sé ég hvað úr þessu er að verða. Þú
átt að skrifa bók um skáld allra
tíma, eins og þú skrifaðir bók um
bónda allra tíma, Bjart í Sumarhús-
um.“
„Þegar Steinn fór að bera sig eftir
mér settu allir sig upp á móti því,“
sagði Ásthildur. „Hann þótti ekki
nógu fínn. Það var aðallega fátæktin
sem fór fyrir brjóstið á fólki. Ég lét
þetta því miður hafa áhrif á mig - og
samband okkar rofnaði um tíma.“
Nótt örvæntingar
Staða Steins í samfélaginu var
eins og hann lýsti sjálfur: „Ég var
soltinn og klæðlaus og orti í Alþýðu-
blaðið, /og allur heimurinn íyrirleit
blaðið og mig.“ Hann hlaut því að
verða fyrir vonbrigðum í ástamál-
um, og Theódór Friðriksson segir
frá einu slíku atviki: „Það var ekki
mjög miklu síðar en rauða peran
kom í kompuna hans, að hann kom
heim þéttfullur. Klukkan var þá að
ganga þrjú eftir miðnætti, og voru
allir sestir að í húsinu. Steinn var í
vondu skapi, bæði hryggur og reið-
ur, og langaði mjög til að skeyta
skapi sínu á einhverju. Ég bað hann
öllum góðum bænum að hafa hægt
um sig, þar sem fólk væri í fasta
svefni. Ég skildi það á honum, að
einhver ósköp hefðu á gengið í
heldri manns húsi út af ástmey
hans. Hann þóttist hafa brotið allt
og bramlað eins og heljarmenni,
sem ekkert hefði við ráðist. Ég
komst í besta skap af því að hlusta á
lýsingar hans á aðförum sínum, þeg-
ar á hann kom berserksgangurinn.
En er hann vildi koma allri sökinni á
stúlkuna, tók ég svari hennar, enda
gat ég ekki annað skilið af frásögn
hans, en allt hefði það verið afbrýði í
honum sjálfum, sem komið hefði
honum út úr jafnvæginu. Hann hafði
svo mikla tilburði, að ég hélt hann
mundi rífa klæði sín eins og Gyðing-
ar forðum, hann ýmist las bölbænis-
við nafn djöfulsins eða grét af sár-
sauka og söknuði. Hann var lengi al-
veg eirðarlaus og ekki gat hann
hugsað til þess að setjast að í komp-
unni sinni, heldur bað hann mig um
það að mega halla sér út af á bekkn-
um, og sagði ég honum það velkom-
ið. Þegar hann tók ögn að stillast,
þuldi hann sárar harmatölur, og
kvað hann sér ekki fært að lifa leng-
ur við tryggðarof kvenna. Ég tók
undir það með honum og sagði, að
vafalaust væri rétt af honum að fyr-
irfara sér. En þá varð hann reiður,
barði frá sér með hnefunum og aftók'
með öllu að farga lífi sínu. Svo reið-
ur var hann nú elskunni sinni, að
hann hafði í hótunum að sparka dug-
lega í rassinn á henni, ef hún kæmi
til hans þama upp á loftið. Ég bað
hann gæta sín. Þó að um eitthvað
væri að sakast, sem ég væri ekki
viss um, þá skyldi hann muna það,
að hann væri ekki við eina fjölina
felldur sjálfur í þessum málum, og
svo væri lítið vit í því að sparka frá
sér góðri stúlku, ef hún leitaði til
hans með bljúgum hug. En annað
kvað ég hann geta gert, þegar af
honum væri runnið, en það væri að
yrkja til hennar gott kvæði undir
nýjum hætti.
Steinn vai-ð nú smám saman ró- -
legri, og þegar hann loks sofnaði,
varð hann góðlegur á svip, enda er
hann jafnan fegurri í svefni en vöku.
Daginn eftir kom ástmey hans í
rökkrinu. Hann tók þá móti henni án
þess að gefa henni spark, og vissi ég
ekki annað en vel færi þá á með
þeim - um tíma.“ Nokkru síðar sá
Theódór Chaplinsvísuna, módel
1939, og var sannfærður um að þar
væri komið kvæðið, sem hann ráð-
lagði Steini að yrkja - til að sigrast á
sársauka sínum og vonbrigðum í
ástamálum:
Svo loks, það lengi man ég,
litla stúlku fann ég,
sem blað í eldi brann ég
og beiska reynslu hlaut
Það er margt, sem maður kannar, og
margt, sem auðnan bannar.
Og það var einnig annar,
sem ylsins hennar naut.
Þó samir síst að gráta
né syrgja fram úr máta,
þótt einhver telputáta
sé tveimur mönnum góð.
Og upp skal hugann herða
og hugsa á ný til ferða,
hvers virði, sem þau verða
þín vitlaust kveðnu ljóð.
Þótt lágr sé lífs míns hagur
og langt sé runninn dagur,
og stáss né stoltar bragur
ei stafi honum frá:
Eitt sinn upp skal rísa
m£nöfugtl«eðnavísa
og fólksins leiðir lýsa
lengra en augun sjá.
Rósa Ingólfsdóttir er
yfir sig hrifin
Rósa Ingólfsdóttir er mjög hrifin af Karin Herzog
súrefniskremunum og segir að þau henti sér af-
skaplega vel. „Þessi frábæru krem samræmast al-
veg mínum lífsstíl en ég leitast við að nálgast upp-
runann sem mest. Ég er með blandaða húð en er
heldur betur búin að finna lausn á því með Vita-A-
Kombi 2 og 3. Þau vinna vel á þurrki í húð og líka
bólum. Eins er mjög gott að bera þau á húðina
þegar maður er þreyttur, því þau eru endurnær-
andi. Ég nota kremin alltaf undir farða og þá helst
hann vel á allan daginn. Með fullri virðingu fyrir
öðrum merkjum þá er ég á þeirri skoðun, að Karin
Herzog vörurnar séu húðsnyrtivörur framtíðarinn-
ar.“
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Switzerland
Rósa Ingólfsdóttir
...ferskir vindar í umhirðu húðar
ji