Morgunblaðið - 05.12.2000, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.12.2000, Qupperneq 2
2 D ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ Slóvenar höfðu kortlagt leik- kerfi íslands ALLT annað var að sjá til íslensku landsliðsstúlknanna þegar þær mættu stöllum sínum frá Slóveníu í síðari leik liðanna á sunnudag- inn en því miður dugði það aðeins fram undir lok fyrri hálfleiks. Eftir tólf marka tap á föstudeginum ætluðu þær íslensku ekki að láta valta yfir sig aftur og héldu jöfnu en sprungu á limminu eftir hlé og töpuðu 27:17. mark. Þá fóru gestirnir frá Slóven- íu í gang og juku forskotið jafnt og þétt. Island náði aðeins að skora tvö mörk á fyrstu fimmtán mínút- unum á móti sex frá Slóvenum, sem bættu um betur með því skora úr níu af ellefu síðustu sóknum sín- gins og í fyrri leiknum léku ís- Stefán Stefánsson skrifar lensku stúlkurnar 5+1-vörn með Dagnýju Skúladóttur fremsta en í þetta sinnið var baráttan mun betri enda náðu þær slóvensku aldrei að stinga af. Mikill kraftur var einnig í sóknarleiknum en íslensku skytt- urnar áttu þó mjög erfitt uppdrátt- ar gegn hávaxinni og stæðilegri vörn Slóveníu, sem spiluði vörn sína aftarlega. Það fór því svo að ísland náði með frábærri baráttu að jafna í 9:9 þegar tæpar fjórar mínútur voru til leikhlés. En mikil orka fór í það og Slóvenar skoruðu næstu þrjú mörk fyrir leikhlé. Eftir hlé fékk ísland mörg tæki- færi til að minnka muninn en slóv- enski markvörður reyndist þeim erfiður ljár í þúfu og eftir níu mín- útur hafði hvort lið skorað eitt Greinilegt var að Slóvenar höfðu kortlagt íslenska liðið vandlega og vissu oft alveg jafn mikið um leik- kerfi þess. Fyrir vikið áttu ís- lensku stúlkurnar í mesta basli með að komast í gegnum slóvensku vörnina eða að skjóta framhjá henni. Hinsvegar eiga stúlkurnar hrós skilið fyrir baráttuna í fyrri hálfleik. Skytturnar Nína Björns- dóttir og Ragnheiður Stephensen máttu sín lítils en gerðu þó margar atlögur að slóvensku vörninni. As- dís Sigurðardóttir gerði góða hluti þegar hún braust óhikað inn úr horninu og á línunni lét Inga Fríða Tryggvadóttir hafa mikið fyrir sér. „Vissi ná- kvæmlega hvemig ísland spilaði“ „VIÐ vissum eftir fyrri leikinn að við værum betra liðið og því tókum því að- eins rólegar,“ sagði Tone Tiselja, þjálfari sióvenska landsliðsins, eftir leikinn. „Fyrri hálfleikurinn hjá okkur í dag var nokkuð slakari en f leiknum á föstudaginn en við vorum engum að síður vel undir- búin, bæði með tækni og líkamlegan styrk. En ég verð að taka fram að við höfðum miklar upplýsingar um íslenska liðið því við tókum upp á myndband báða leiki þess við Sviss fyrir skömmu. Þess vegna vorum við vel undirbúin og vissum nákvæmlega hvern- ig íslenska liðið spilaði og öll þess kerfi. Eg er því mjög sáttur við frammi- stöðu okkar í leikjunum en ég er nýlega tekin við lið- inu og það er margar nýjar stúlkur í liðinu. Við spiluð- um við tíkraínu, Makedóníu og Króatíu nýlega og unn- um alla þá leiki. Samt var fyrri leikurinn við ísland á föstudaginn sá besti sem við höfum spilað,“ bætti þjálfarinn við og taldi ís- lenska liðið ágætt en varla átt von um sigur. „Það er erfitt að segja hvað helst vantar hjá fslenska liðinu. Það spilar skipulega og hefur góða tækni en áttu erfitt með að sýna það því við vissum alltaf hvað þær ætluðu sér að gera.“ „Vissum ekkert um sióvenska liðið(C „VIÐ GETUM verið sátt með fyrri hálfleikinn í dag þegar við vorum að spila góða vörn, fá hraðaupphlaup og stundum ódýr mörk, sem verður að vera með á móti svona liði,“ sagði Ágúst Jó- hannsson, þjálfari fslenska kvennalandsliðsins f hand- knattleik, eftir síðari leikinn við Slóvemú á sunnudaginn. „í seinni hálfleik missum við tökin á varn- arleiknum, fáum cngin hraðaupp- hlaup og það var lfklega ástæðan fyrir því að við fengum ekki meira út úr leiknum." Að sögn Ágústs var erfitt að fá upplýsingar um mótherja sína. „Við vissum ekkert um lið Slóven- íu en leggjum að sjálfsögðu upp með að vinna. Hins vegar er Slóv- enía þekkt handboltaþjóð og sterkari en við svo að það var varla raunhæft að óska eftir sigri. Það var mjög erfitt að fá upp- lýsingar um liðið. Við reyndum að fá þær í Danmörku, Króatíu og víðar en það gekk ekki. Því viss- um við ekkert hvað beið okkar í fyrri leiknum en þó meira í síðari leiknum og ryrri hálfleikurinn var góður en sigurinn óþarflega stór,“ bætti þjálfarinn við og var síður en svo svartsýnn á fram- haldið. „Nú þarf að setjast niður, skoða framhaldið og gera áætlan- ir. Það er búið að vinna markvisst starf og það er margt jákvætt hjá okkur og mikið að gerast hjá yngri landsliðunum. Auðvitað tek- ur tíma að byggja upp lið og eftir tvö til þrjú ár má fara að gera raunhæfar kröfur." Ragnheiður Stephensen sækir að marki Slóvena, Inga Fríða Tryggvadóttir er á línunni. Ágúst Jóhannsson, þjálfari kvennalandsliðsins, ræðir við leikmenn sína. Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.