Morgunblaðið - 05.12.2000, Qupperneq 4
i D ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ
Hermann Hreiðarsson og samherjar hjá Ipswich Town háfleygir
IPSWICH Town er ekki í hópi sig-
ursælustu félaga í ensku knatt-
spyrnunni. Það hefur þó látið til
sín taka á ýrasum vígstöðvum.
Ipswich á einn Englandsmeistara-
titil að baki, 1961-62, þegar Alf
Ramsey, síðar Sir, stjórnaði liðinu.
Besta lið Ipswich er þó sennilega
liðið sem Bobby Robson setti saman
á ofanverðum áttunda áratugnum.
Það vann tvívegis til metorða.
Fyrst bikar enska knattspyrnu-
sambandsins 1978. Roger Osborn
tryggði l:0-sigur á Arsenal. Síðan
fór liðið með sigur af hólmi í
Evrópukeppni félagsliða 1981.
Lagði þá AZ 67 Alkmaar frá Hol-
landi, samtals 5:4 í tveimur leikjum.
Ekki tókst Ipswich að sigra í
ensku deildinni á þessum tíma en
varð í tvígang í öðru sæti, 1980-81
og 1981-82.
Ipswich hafði mörgum eftir-
minnilegum leikmönnum á að
skipa á þessum árum. Frægastur
var líklega enski landsliðsmiðherj-
inn Paul Mariner en af öðrum
köppum sem léku fyrir Englands
hönd má nefna miðverðina Terry
Butcher, Russell Osman og Kevin
Beattie og bakvörðinn Mick Mills,
sem er lcikjakóngur Ipswich.
Skoski framherjinn Alan Brazil
var upp á sitt besta á þessum tíma
eins og Hollendingarnir Frans
Thijssen og Arnold Muhren, sem
skolaði upp á Englandsstrendur
löngu áður en útlendingar komust
í tísku. Skotinn John Wark var í
hópi bestu miðvallarspilara sinnar
kynslóðar og útherjinn Eric Gates
er einnig minnisstæður. Og svo
auðvitað George Burley. Svona
mætti lengi telja.
Robson sagði starfi sínu lausu
sumarið 1982 til að taka við enska
landsliðinu. Þar með lauk sigur-
göngu Ipswich en arftaki Robsons,
nafni hans Ferguson, náði ekki að
virkja liðið til góðra verka. Marin-
er fór til Arsenal, Muhren og
Brazil til Manchester United, Wark
til Liverpool og á skömmum tíma
leystist liðið upp. 1986 féll Ipswich
í aðra deild og hefur eiginlega ekki
borið sitt barr síðan - fyrr en nú.
Ipswich Evening Star
Jermaine Wright, Matt Holland og James Scowcroft knúsa Tit-
us Bramble eftir mark miðvarðarins gegn Coventry.
nóttu. Að baki býr sex ára þrotlaus
vinna, þar sem við hrukkum í
hrynjandi, unnum leiki og lékum
vel. Liðið hefur vaxið jafnt og þétt.
Stöðugleiki er okkar styrkur. Ég
hef tröllatrú á mínum mönnum."
Burley andmælir því þó ekki að
árangurinn sé framar hans villt-
ustu vonum. „Enska úrvalsdeildin
er ein sterkasta deildarkeppni í
heimi. Við vorum því varkárir. Hóf-
lega bjartsýnir, skulum við segja.
Frammistaða liðsins hefur aftur á
móti verið stórkostleg, allt frá
fyrsta leik gegn Tottenham. í sum-
ar töluðum við um að við þyrftum
að bæta okkur að minnsta kosti um
10-15% til að eiga möguleika á að
halda sæti okkar í deildinni. Pilt-
arnir hafa gert það - og gott betur
- og njóta þess að leika eins vel og
þeir geta á drekkhlöðnum leik-
vöngum, viku eftir viku. Ef í liðinu
væru leikmenn sem ekki eru í úr-
valsdeildarklassa værum við ekki í
þriðja sæti nú. Það er svo einfalt.“
Jafntefli gegn Manehester Unit-
ed og Arsenal á heimavelli, Port-
man Road, undirstrika að Ipswich
er engu liði auðveld bráð en það er
árangurinn á útivöllum sem vekur
mesta athygli. Fimm leiki hefur lið-
ið þegar unnið - af átta. Þar á með-
al Leeds United á Elland Road.
Að seðja
sultinn
HEFÐI maður haldið því fram í haust að Ipswich Town yrði í þriðja
sæti ensku úrvalsdeiidarinnar eftir fimmtán umferðir hefði maður
verið álitinn galinn. „Þriðja neðst,“ hefði maður verið ieiðréttur
kurteislega. Þrákelkni hefði í besta falli þýtt þurrt viðmót - „ekki
tek ég mark á þínum greinum í Morgunblaðinu framar“ - en í versta
falli hefði maður verið ólaður niður. Borinn af velli. Þetta er eigi að
síður staðreynd. Ipswich Town, útfarnir umspilarar úr fyrstu deild,
vermdu meistaradeildarsæti þegar desember gekk í garð. Á sínu
fyrsta ári eftir endurkomuna í úrvalsdeildina. Ekki svo að skilja að
greinarhöfundur hafi spáð því. Öðru nær.
Raunar féll félagið niður um tvö
sæti við óvænt tap fyrir
Derby County á heimavelli um
helgina. Það breytir
þó ekki því að ár-
angurinn er vonum
framar.
Sigurganga Ips-
wieh er heldur ekki bundin við úr-
valsdeildina því liðið er komið í
átta liða úrslit í deildabikarkeppn-
inni líka. Rnattspyrnustjórinn,
OrriPáll
Ormarsson
skrífar
Kunningjar
íkast-
alanum
ENGUM sögum fer af því
hvort George Burley hafi
taugar til Newcastle United.
Hitt er annað mál að hann
þekkir tvo menn þar á bæ af-
ar náið.
Annar er knattspymustjór-
inn, Bobby Robson, sem fékk
Burley, fimmtán ára gamlan,
til Ipswich á sínum tíma og
var knattspymustjóri lung-
ann af leikjunum fimm
hundmð sem skoski bakvörð-
urinn lék fyrir félagið.
Við komuna gekk hr.
Robson mér í föðurstað.
Ipswich hefúr alla tíð verið
íjölskylduvænt félag og hann
sátil þess að vel væri hlúð að
ungmennum. Þannig var ég
alinn upp og þessu fyrir-
komulagi hef ég sjálfur reynt
að viðhalda."
Burley ber djúpa virðingu
fyrir hr. Robson, eins og hann
kýs að kalla læriföður sinn.
„Eg dáist að árangrinum sem
hann náði hjá Ipswich og vel-
gengninni sem hann hefúr átt
að fagna í starfi yfir höfuð.
Hann hlýtur að vera einn af
fremstu knattspymustjórum
Englands frá upphafi.“
Hinn maðurinn er tengilið-
urinn Kieron Dyer sem Burl-
ey ól upp hjá Ipswich en seldi
til Newcastle fyrir 6,3 mil-
Ijónir sterlingspunda í fyrra.
Minnstu munaði raunar að
Ipswich hafnaði Dyer á sín-
um tíma, vegna smæðar hans.
„Þegar Kieron var sextán
ára sá ég hann leika með
unglingaliði okkar, skipuðu
leikmönnum átján ára og
yngri, gegn Chelsea. Hann
náði öðmm leikmönnum rétt
í mitti og kom varia við knött-
inn. Það var ekki sjálfgefíð að
úr honum myndi rætast en
við tókum hann samt að okk-
ur.“
Og núna?
„Kieron er ósvikinn efni-
viður. Kominn í enska lands-
liðið. Hefði hann dvalist hjá
okkur ári lengur hefði hann
jafnvel komist í Evrópumóts-
hópinn, eins og markvörður-
inn okkar, Richard Wright,"
segir Burley. Örlar á kald-
hæðniítóninum?
Skotinn George Burley, er klár á
því hvaða dyggð hvetur menn hans
til dáða - sultur. „Löngunin til að
gera vel hefur svo sannarlega kom-
ið okkur til góða. Leikmennii'nir
eru soltnir. Séu menn ekki stað-
ráðnir í að standa sig er orrustan
töpuð. Ipswich hefur hins vegar á
að skipa hópi leikmanna sem allir
vilja bæta sig. Urvalsdeildin er
þeirra yndi. Þá erum við bæði að
tala um unga stráka og reynda
karla. Þetta er mjög uppörvandi."
Keypti bara einn mann
Oftar en ekki kosta nýliðar
kapps um að styrkja lið sitt fyrir
átökin í úrvalsdeildinni enda hefur
það verið mál manna að bilið milli
efstu og næstefstu deildar fari
breikkandi. Það vekur því athygli
að Burley skyldi aðeins festa kaup
á einum leikmanni í sumar, Her-
manni Hreiðarssyni.
„Ég skoðaði leikmennina gaum-
gæfilega í sumar, bæði sem ein-
staklii.ga og hóp, og ákvað að gefa
þeim tækifæri. Annað væri ósann-
gjarnt. Liðið sem menn eru að
horfa á núna varð ekki til á einni
Reuters
Jamie Clapham er ekki aðeins með „eitraðan“ vinstri fót, eins
og sagt er, heldur er hann líka harður í horn að taka, eins og
David Beckham komstað raun um.
Ris med Robson