Morgunblaðið - 05.12.2000, Síða 12

Morgunblaðið - 05.12.2000, Síða 12
12 D ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ■ ANDRI Sigþórsson lék allan tím- ann fyrir Salzburg sem tapaði á heimavelli fyrir Sturm Graz, 0:1, í austurrísku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu. Andri fékk gott færi í síðari hálfleik en markvörður Sturm sá við honum og varði skotið. ■ JÓHANNES Karl Guðjónsson Jék allan leikinn í liði Waalwijk sem gerði markalaust jafntefli gegn Groningen í hollensku 1. deildinni. ■ ÞORÐUR Guðjónsson kom ekkert við sögu í liði Las Palmas sem gerði 1:1 jafntefli gegn Real Sociedad í spænsku 1. deildinni. ■ HELGI Sigurðsson fékk ekki að spreyta sig með Panathinaikos frekar en fyrri daginn þegar lið hans sigraði Iraklis á útivelli, 0:1, í grísku 1. deildinni. MÞRÁTT fyrir að 6 Jeikmenn væru í fangelsi og fjórir aðrir í leik- banni tókst Penarol frá tírúgvæ að sigra í leik sínum við Huracan Bu- eco. Leikmennirnir 6 voru fangels- aðir eftir að mikil átök blossuðu upp í leik liðsins við erkifjenduma Nacional. Alls voru 17 leikmenn frá báðum liðum úrskurðaðir í leikbann eftir átök leikmanna og þjálfara. ■ RIABEL Trujillo varð um helgina fyrsta konan sem dæmir knattspymuleik í efstu deild karla í Perú. ■ DAVID James, markverði Ast- on Villa, hefur verið boðinn nýr samningur við félagið sem á að gilda til ársins 2004. James er að skoða málið en hann var seldur frá Liver- pool til Villa fyrir hálfu öðra ári. ■ ÞRÍR leikmenn Manchester United, David Beckham, Andy Cole og Ryan Giggs, verða að bíða fram á vor eftir að félagið gangi til samn- inga við þá um áframhaldandi samn- ing vegna þeirrar óvissu sem ríkir um samningamál knattspyrnu- manna eftir að Evrópubandalagið lagði til breytingar á þeim. Á meðan óvissa ríkir á markaðnum hyggst Manchester United ekki ljúka samningum við piltana. ■ ALUN Armstrong, 25 ára gam- all framherji sem verið hefur á mála hjá Middlesbrough, gengur að öllum líkindum til liðs við Hermann Hreið- arsson og félaga hans í Ipswich í þessari viku. Armstrong hefur ekki verið í náðinni hjá Bryan Robson, stjóra Boro, og hefur félagið náð samkomulagi við Ipswich um að selja hann fyrir 100 milljónir króna. ■ WINSTON Bogarde, hollenski landsliðsmaðurinn sem leikur með Chelsea, er á leið frá félaginu. Hann virðist ekki vera inni í framtíðar- plönum Claudio Ranieri, knatt- spymustjóra Chelsea, og vill kom- ast í burtu frá félaginu. Bogarde hefur átt í viðræðum við tvö félög á Spáni en Chelsea er reiðubúið að láta hann fara fyrir 150 milljónir króna. MIKIL spenna er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eft- ir leiki helgarinnar. Hertha Berlin og Bayer Leverkusen tróna á toppnum með 28 stig en rétt á hæla þeim koma Schalke, Bayern Múnchen og Dortmund. Eyjólfur Sverrisson skoraði síð- ara mark Herthu, sem gerði 2:2-jafntefIi á ólympíuleikvanginum í Berlín gegn Freiburg. Eyjólfur lék í framlínunni annan leikinn í röð og skoraði þriðja mark sitt á tímabil- inu. Herthu-menn voru ekki sáttir við jafnteflið því þeir náðu tveggja marka forskoti í fyrri hálfleik. Fyrst skoraði Rene Tretschock út vítaspyrnu á 28. mínútu og einni mínútu síðar bætti Eyjólfur við marki með skoti af stuttu færi. En gestirnir frá Freiburg neituðu að gefast upp. Frakkinn Regis Dorn jafnaði á 35. mínútu og Georgíu- maðurinn Levan Kobiaschwili jafn- aði svo metin úr vítaspyrnu stund- arfjórðungi fyrir leikslok. Stórleikur umferðarinnar fór fram á ólympíuleikvanginum í Munchen þar sem heimamenn í Bayern Munchen sigruðu Bayer Leverkusen, 2:0. Þetta var fyrsti ósigur Leverkusen í Múnchen síðan 1989 og það kostaði liðið toppsætið því Hertha er með betri markatölu en Leverkusen í toppsætinu. Bæj- arar fengu óskabyrjun þegar Carsten Jancker kom liðinu í for- ystu eftir aðeins fjögurra mínútna leik og á 48. mínútu bætti Brasilíu- maðurinn Elber við öðra marki. Landi Elbers, Robson Ponte, fékk reisupassann fjóram mínútum eftir síðara mark Bæjara og þar með fuku allir möguleikar Leverkusen á að ná í stig út i veður og vind. „Við lékum mjög vel og Franz Beckenbauer, forseti félagsins, hlýtur að vera sáttur," sagði Stefan Effenberg, leikstjórnandi Bayem, eftir leikinn, en hann átti mjög góð- an leik og lagði upp fyrra mark sinna manna. „Það var mikil pressa á okkur að vinna þennan leik en ósigur hefði þýtt að við hefðum misst Lever- kusen allt of langt fram úr okkur. Leikmenn mínir þoldu pressuna sem var á þeim og þeir léku virki- lega vel,“ sagði Ottmar Hitzfeldt, þjálfari Bæjara. „Við áttum tækifæri í þessum leik en það er ekki hægt að búast við sigri þegar menn nýta ekki færin. Bæjarar voru betri í þessum leik og sigur þeirra var verðskuldaður,“ sagði Berti Vogts, þjálfari Lever- kusen, eftir leikinn. Stuttgart má muna sinn fífil feg- urri, en liðið, sem fjórum sinnum hefur hampað meistaratitlinum, tapaði á heimavelli fyrir Dortmund og er komið niður í næstneðsta sæti deildarinnar. Eyjólfur Sverrisson fagnaði enn einu markinu með Herthu Berlín. Reuters Eyjólfur skoraði Þrenna Cathana dugði ekki gegn Börsungum renna í fyrri hálfleik frá Brasil- íumanninum Cathana dugði ekki til sigurs fyrir Celta Vigo gegn Barcelona. Patrick Kluivert bætti við tveimur mörkum fyrir Barcelona eftir að Frank de Boer hafði skorað fyrsta mark Börsunga með skalla. Llorence Ferrer, þjálfari Barcelona, á í mestu vandræðum með mark- verði liðsins þessa dagana þar sem Francesc Arnau er meiddur og í leiknum gegn Celta þurfti Richard Dutrel að fara af velli vegna meisla á hné. Real Madrid vann nauman sigur á útivelli gegn Osasuna, 2:3 en þeir Raul, Fernandes jöfnuðu í tvígang leikinn fyrir Real áður en Ivan Patrick Kluivert tryggði Barcelona jafntefli. Helguera skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok. Markverði Osasuna var vikið af leikvelli á 33. mínútu en þrátt fyrir að vera einum leikmanni færri áttu heimamenn ágætis mögu- leika gegn stjörnuliði Real Madrid. Margir af lykilmönnum meistara- liðs Deportivo Corana vora hvíldir í viðureigninni við Espanyol þar sem liðið leikur við AC Milan í Meistara- deild Evrópu á miðvikudag. Þrátt fyrir það sigruðu meistararnir, 0:2, og velti þar með Valencia úr efsta sæti deildarinnar. Las Palmas gerði jafntefli við Real Sociedad á útivelli og Þórður Guð- jónsson kom ekkert við sögu í liði Las Palmas. Naumt tap Lokeren Allir fjórir Islendmgarmr í her- búðum Lokeren vora í byrjunarliðinu er liðið mætti Moeskroen. Heimamenn sigr- Krístján uðu 2:1 og áttu skrifar Islendingarmr misjafnan leik. Bakverðirnir Arnar Viðarsson og Auðun Helgason áttu fínan leik og vora meðal bestu manna liðs- ins. Rúnar Kristinsson sást lítið en Arnar Grétarsson byrjaði vel og lék mjög vel í þrjátíu mínútur. Þjálfari Lokeren lét Arnar Grétarsson leika annan hálfleik- inn daginn áður með varaliðinu til að athuga hvort hann væri búinn að ná sér af veikindum sem hrjáð hafa hann undanfarna daga. Lokeren hóf leikinn betur en gekk illa að skapa sér marktæki- færi. Mbayo kom liðinu yfir með glæsilegu marki af löngu færi, beint í vinkilinn. Eftir hlé sóttu heimamenn mik- ið og skoraði Marcin Zewlakow tvívegis og tryggði liðinu sigur. Ai-nari Grétarssyni var skipt út af á 66. mínútu og á 83. fór Rúnar út af, en þeir Auðun og Arnar Við- arsson léku allan leikinn. Lokeren á enn eftir að sigra á útivelli í deildinni á þessari leiktíð. Líka tap hjá Sigurði Ragnari Sigurður Ragnar Eyjólfsson og félagar í Harelbeke tóku á móti Westerlo og töpuðu 4:0, sem var of stórt tap miðað við gang leiks- ins. Gestirnir komust í 1:0 fyrir hlé og Camara fékk rautt spjald þannig að heimamenn vora einum færri allan síðari hálfleikinn og máttu ekki við margnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.