Morgunblaðið - 05.12.2000, Page 13

Morgunblaðið - 05.12.2000, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 D Meistaramir komnir á góða siglingu Reuters Eiður Smári Guðjohnsen fagnar ítalska landsliðsmanninum Gianfranco Zola eftir að hann kom Chelsea á bragðið gegn Man. City. MANCHESTER United heldur sínu striki í ensku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu og ef fram heldur sem horfir verða United- menn krýndir meistarar þriðja árið í röð. Rauðu djölfarnir tóku á móti Tottenham og unnu sinn áttunda sigur í röð. að voru þeir Paul Scholes og Ole Gunnar Solskjær sem skorurðu mörk meistaranna, sitt í hvorum hálfleik „Síðara markið bjargaði þessu fyrir okkur því áður en það kom gat í raun allt gerst,“ sagði Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man- chester United, eftir leikinn. Heima- menn réðu ferðinni lengst af leiksins en leikmenn Tottenham börðust vel og bitu vel frá sér í síðari hálfleik. Patrick Vieira tryggði Arsenal sigurinnn gegn Southampton þegar hann skallaði í netið eftir horn- spyi-nu fimm mínútum fyrir leikslok. Sigur heimamanna í Arsenal var mjög sanngjarn en í þrígang áttu þeir skot í markstangirnar. „Við vorum heppnir að ná að skora þetta mark en ég var farinn að halda að við ætluðum að gera enn eitt markalausa jafnteflið. Ég var ánægður með leiks liðsins en okkur gekk illa að brjóta á bak aftur vel skipulagða og sterka vörn South- ampton. Við sýndum hins vegar þol- inmæði og uppskárum laun erfiðs- ins,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Liverpool hafði betur gegn nýlið- um Charlton á Anfield Road, 3:0. Tölurnar gefa þó samt ekki rétta mynd af leiknum því gestirnir áttu síst minna í leiknum. Astralski varn- ai-maðurinn Mark Fish varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark snemma leiks og þeir Markus Babble og Emi- le Hesky innsigluðu sigurinn með tveimur mörkum á síðustu 12 mínút- um leiksins. Leicester lagði Leeds Rio Ferdinand upplifði hálfgerða martröð í fyrsta leik sínum með Leeds en þeir hvítklæddu lágu fyrir Leicester, 3:1. Heimamenn gerðu út um leikinn á fyrsta hálftímanum en þá skoruðu þeir þrjú mörk og voru Robbie Savage, Ade Akinbiyiog Ger- ry Taggart þar af verki. Leeds menn léku manni færri síðustu 23 mínút- urnar eftir að Lucas Radebe var vik- ið af velli. „Ég var ánægður með leik Ferdinands en leikmennir sem léku með honum í vöminni voru ekki að spila vel. Við gáfum Leicester þrjú mörk í forgjöf í fyrri hálfleik en í þeim síðari kannaðist ég við mína menn og með smáheppni hefðum við getað stolið stigi,“ sagði David O’Leary knattspymustjóri Leeds. „Ég held að þetta sé besti leikur liðsins frá því ég tók við því. Það kom mér á óvart að að Leeds lék með þriggja manna vörn og og hún réð einfaldlega ekki við mína menn,“ sagði Peter Taylir, knattspyrnu- stjóri Leicester, sem með sigrinum skaust upp í þriðja sæti deildarinn- ar. Middlesbrough tapaði enn eina ferðina, nú fyrir West Ham og var þetta áttundi tapleikur liðsins í síð- ustu níu leikjum. ítalinn Paolo Di Canio skoraði sigurmark leiksins á 44. mínútu. Lærisveinar Harry Red- knapps í West Ham hafa verið á miklu skriði að undanfömu og em komnir hóp efstu liða en Boro fór með ósigrinum í fallsæti. Ipswich náði ekki að skora Rory Delap tryggði Derby fyrsta sigurinn á útivelli á leiktíðinni þegar hann skoraði eina mark leiksins gegn Hermanni Hreiðarssyni og fé- lögum hans í Ipswich. Þetta var fyrsti leikurinn á leiktíðinni sem Ipswich tekst ekki að skora mark í. Þetta var annar sigur Derby í vetur og í fjórði leikurinn í síðustu fimm leikjum sem liðið heldur marki sínu hreinu. „Ég sá margt jákvætt í leik liðsins og ég verð að gefa leikmönnum mín- um hrós fyrir mikla baráttu og mik- inn sigurvilja. Þessi sigur gefur okk- ur vonandi sjálfstraust og hann færði okkur í fyi’sta skipti úr fallsæt- inu sem er mjög ánægjulegt," sagði Colin Todd, aðstoðarknattspymu- stjóri Derby. „Þetta voru mikil vonbrigði en þetta er eitthvað sem maður verður að geta tekið í knattspyrnunni. Der- by hugsaði fyrst og fremst um að verjast og okkur tókst því miður ekki að komast í takt við leikinn. En við getum vonandi lært eitthvað af þessum leik,“ sagði George Burnley, knattspyrnustjóri Ipswich. Bradford vann sinn fyrsta sigur í 14 ltikjum þegar liðið lagði Cov- entry á heimavelli sínum, 2:1. Stan Collymore og Peter Beagrie tryggðu heimamönnum sigui-inn með tveim- ur mörkum á lokamínútunum en ástralski framherjinn John Aloisi kom gestunum í forystu um miðjan síðari hálfleik. Coventry er komið á kunnuglegar slóðir á stigatöflunni en átta ósigrar í síðustu 11 leikjum hafa sogað liðið í fallbaráttuna. „Heilladísirnar eru ekki með okk- ur. Svo mikið er víst. Við áttum miklu meira í þessum leik og hefðum átt að vera búnir að gera út leikinn áður en Bradford tókst að svara fyr- ir sig,“ sagði Gordon Strachan, knattspyrnustjóri Coventi-y, eftir leikinn. Ginola með Villa Frakkinn David Ginola var í byrj- unarliði Aston Villa í fyrsta gegn fyrri félögum sínum í Newcastle. Ginola var ekki lengi að minna á sig en hann lagði upp mark strax á fjórðu mínútu fyrir Dion Dublin og Ginola var miðpunkunkturinn í öllu sóknarspili Villa manna. Hann lagði upp nokkur góð færi fyrir félaga sína en þeir voru ekki á skotskónum. Atta mínútum fýrir leikskok jafnaði svo Norberto Solano og þar við sat. Alan Shearer lék ekki með New- castle vegna hnémeiðsla og fyrir vik- ið var lítið bit í sókn þeirra röndóttu. Eiður Smári byrjaði Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea sem sigraði Manchester City á heimavelli sínum, 2:1. Eiði var skipt út af um miðjan síðari hálfleik en þá var staðan, 2:0, fyrir heimamenn. Gianfranco Zola og Jimmy Floyd Hasselbaink skor- uðu mörkin fyrir Chelsea. ÞRmtR FOLK ■ HERMANN Hreiðarsson lék allan tímann með Ipswich sem í fyrsta sinn skoraði ekki mark í deildinni í vetur. ■ ARNAR Gunnlaugsson var á vara- mannabekk Leicester í 3:1 sigri liðins gegn Leeds. ■ GUÐNI Bergsson lék allan tímann fyrir Bolton gegn Watford en Heiðar Helguson kom inn á sem varamaður á- 66. mínútu í liði Watford. Bæði Guðni og Heiðar nældu sér í gul spjöld. ■ BJARKI Gunnlaugsson lék síðustu 20 mínútumar íyrir Preston í 1:1 jafn- teflisleik liðsins gegn toppliði Fulham. ■ LÁRUS Orri Sigurðsson lék ekki með WBA sem vann góðan útisigur á Wimbledon, 0:1. ■ ÓLAFUR Gottskálksson og ívar Ingimarsson léku báðir allan tímann með Brentford sem gerði 2:2 jafntefli gegn Wigan í 2. deildinni. mJÓHANN B. Guðmundsson var skipt út af á 54. mínútu í liði Cam- bridge sem tapaði 3:0 íyrir liði Read- ing í 2. deildinni. ■ HELGI Valur Daníelsson var ekki í leikmannahópi Peterbrough sem sigraði Wrexham, 1:0. ■ BYNJAR Björn Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Stoke í tapleiknum gegn Luton, 3:1. Birkir Kristinsson og Ríkharður Daðason, Stefán Þórð- arson og Birkir Kristinsson voru á varamannabekknum en Bjami Guð- jónsson var í leikbanni. Róm- verjar ekki á skot- skónum ROMA heldur öruggu forskoti á toppi ítölsku 1. deildarinnar í knattspyrnu þrátt fyrir markalaust jafntefli gegn Per- ugia. Rómverjar voru ekki á i- skotskónum að þessu sinni en markvörður Perguia var í miklu stuði og hélt sínum mönnum á floti. Atalanta tapaði sínum fyrsta leik á timabilinu þegar liðið sótti Parnia heim í mjólk- urbæinn. Það vom þeir Sabri Lamouchi og Sergio Conceic- ao sem bundu enda á gott gengi Atalanta en þeir skor- uðu sitt hvort markið. Meistarar Lazio unnu botn- lið Reggina á hcimvclli sfnum f Róm, 2:0, og skoraðu Marcelo Salas og Hernan Crespo mörk- in. Lazio fékk svo gullið færi á að bæta við þriðja markinu , þegar liðið fékk dæmda víta- spyrnu en Taibi, markvörður Reggina, varði vítið frá Crespo. Andriy Schevchenko kom sfnum mönnum í AC Milan til bjargar en hann skoraði eina mark leiksins þegar Milan- meim sigruðu Udinese á úti- velli. Þetta var áttuna mark Ukrafnumannsins á þessu tímabili. Juventus og Inter gerðu 2:2 jafntefli á San Síró leikvangin- um glæsilega í Mílanó. Juvent- ' ^ us komst í 2:0 með mörkum Frakkanna David Trezeguet og Zinedine Zidane á fyrstu 10 mínútum leiksins en heima- menn ncituðu að gefast upp og tókst að jafna metin. Laurent Blanc minnkaði muninn og Luigi Di Biagio jafnaði með þrumuskoti í sfðari hálfleik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.