Morgunblaðið - 17.12.2000, Side 2
2 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fjármálaráðherra um kennarasamninga
Hægt að leysa deil-
una tiltölulega hratt
GEIR H. Haarde fjármálaráðherra
sagði við utandagskrárumræður um
kjaradeilu framhaldsskólakennara á
Alþingi í gær að hægt væri að leysa
deiluna tiltölulega hratt, ef menn ein-
settu sér það, með samkomulagi um
breytingar á skipulagi skóla. Ef það
yrði ekki gert á næstu sólarhringum
yrði það ekki gert fyrr en í janúar.
Geir sagði að hugmyndir Verzlunar-
skólans um skipulagsbreytingar í
skólum sýndu að hægt væri að flytja
mikið á milli einstakra liða innan
heildarlauna kennara.
Sigríður Jóhannesdóttir, málshefj-
andi umræðunnar, gagnrýndi ríkis-
stjómina harðlega en sagði viðræð-
umar þó famar að skila einhveijum
árangri og væri nú loksins farið að
hilla undir samningsflöt.
Samningafundur boðaður í dag
Samninganefndir kennara og rík-
isins hafa verið boðaðar til sáttafund-
ar í dag kl. 14. Deiluaðilar komu sam-
an á sáttafundi sl. föstudag.
Að sögn Elnu Katrínar Jónsdóttur,
formanns FF, hefur á seinustu fund-
um m.a. verið farið yfir nýjar hug-
myndir um að taka stærri skref varð-
andi tilfærslur milli vinnuþátta, þar
sem launum og ábyrgð fyrir tiltekin
störf yrði dreift á fleiri en áður.
Samninganefndir kennara og
Verzlunarskólans hafa verið boðaðar
til formlegs sáttafundai- á morgun.
Komu samningsaðilar saman til
vinnufundar hjá sáttasemjara á fostu-
dag og fóra yfir útreikninga á samn-
ingstilboði Verzlunarskólans. Verk-
fall framhaldsskólakennai-a hefur nú
staðið yfir í 40 daga eða jafnlengi og
seinasta kennaraverkfall árið 1995,
en næsta verkfall kennara þar á und-
an stóð yfir í 45 daga.
Brotnaði
undan snjó-
þunganum
SNJÓ kyngdi niður í Reykjavík á
föstudagskvöldið og lét stæðilegt;
grenitréð á myndinni undan snjó-
þunganum. Var eigandi trésins,
Ólafur Stephensen, að saga brotnar
greinar af trénu í gærmorgun þeg-
ar ljósmyndara bar að.
Það er þó óalgengt að grenitré
brotni undan snjó, að sögn Jóhanns
Pálssonar garðyrkjustjóra. Hann
segir sjaldgæft að trjágróður brotni
í einhverjum mæli á höfuðborg-
arsvæðinu, en snemma í haust hafi
þó snjóað við Elliðavatn áður en lauf
var fallið og þá hafi greinar brotnað
í nokkrum mæli á lauftrjánum.
Snjórinn er blautur og þungur og
væri skynsamlegt af garðeigendum
að taka sér kúst í hönd og hreinsa
þyngslin af runnum.
Ferðamönnum fjölgar
Um 41.000
fleiri er-
lendir
ferðamenn
ÞAÐ sem af er þessu ári hafa tæp-
lega 41.000 fleiri ferðamenn komið
hingað til lands en á sama tíma í
fyrra. Mest fjölgaði ferðamönnum
frá Bretlandi og Bandaríkjunum.
í fréttatilkynningu frá Ferða-
málaráði kemur fram að heildar-
fjöldi erlendra ferðamanna sem
komu til landsins fyrstu ellefu
mánuði ársins er 291.341. Það er
16,4% aukning frá því í fyrra.
Breskum ferðamönnum fjölgaði
um 43,6% og bandarískum um
21,5%. Ilelmingur aukningarinnar
er vegna ferðamanna af þessu
þjóðerni.
Þá komu rúmlega 2.000 fleiri er-
lendir gestir til Islands nú í nóv-
ember en í sama mánuði í fyrra.
Alls komu tæplega 16.000 manns
til landsins og af þeim voru tæp-
lega 4.300 frá Bandaríkjunum og
um 3.000 frá Bretlandi.
Morgunblaðið/Þorkell
Forstjóri Odda um ógildingu samruna við Steindórsprent-Gutenberg
Samkeppni við er-
lendar prentsmiðjur
FORSTJÓRI Prentsmiðjunnar
Odda hf. segir að samkeppnisyfir-
völd líti greinilega á ísland eitt og
sér sem markaðssvæði en taki ekki
tillit til stóraukinnar samkeppni við
erlend fyrirtæki. Oddi hafi verið að
búa sig undir þá samkeppni með
kaupum á Steindórsprenti-Guten-
berg. Samkeppnisráð ógilti sam-
rana fyrirtækjanna með úrskurði í
fyrradag.
Prentsmiðjan Oddi hf. keypti
92,88% hlut í Steindórsprenti-Gut-
enberg ehf. í október síðastliðnum.
Oddi er stærsta prentsmiðja lands-
ins með um fjórðungs markaðshlut-
deild og Steindórsprent-Gutenberg
sú næststærsta. Þriðja stærsta
prentsmiðja landsins, Grafík, er
einnig í eigu Odda þannig að prent-
smiðjurnar þrjár era með um það
bil þriðjungs hlut á prentmarkaðn-
um hér á landi. Heildarvelta þeirra
var liðlega 2,8 milljarðar kr. á síð-
asta ári og þær era með tæplega
400 starfsmenn.
í niðurstöðu úrskurðar sam-
keppnisráðs kemur fram að ráðið
telur að yfirtaka Odda á Steindórs-
prenti-Gutenberg leiði til markaðs-
yfirráða hins sameinaða fyrirtækis.
Hún hafi skaðleg áhrif á sam-
keppni. Öll rök hnígi í þá átt að hið
sameinaða fyrirtæki muni hafa
stórfellda samkeppnislega yfir-
burði yfir aðra keppinauta sína og
geta hagað verðlagningu sinni og
viðskiptaskilmálum án tillits til
keppinauta eða viðskiptamanna
sinna. Samkeppnisráð telur sam-
ranann andstæðan hagsmunum
neytenda og fara gegn markmiði
samkeppnislaga.
Kom á óvart
Þorgeir Baldursson, forstjóri
Prentsmiðjunnar Odda hf., segist
ekki hafa átt von á þessari niður-
stöðu. Hann hafi talið hugsanlegt
að ráðið vildi skoða það að setja
skilyrði fyrir samrunanum. í úr-
skurðinum segir að með meiri sam-
þjöppun sem af samrana fyrirtækj-
anna leiði, sem og eðli og
uppbyggingu þeirra markaða, sem
hér skipti máli, fái samkeppnisráð
ekki séð að unnt sé að setja sam-
rananum skilyrði sem nægi til þess
að eyða þeim samkeppnislegu
áhrifum sem rakin era í úrskurð-
inum.
Þorgeir segir að stjórnendur
Odda hf. hafi verið að búa sig undir
mun meiri samkeppni í ýmsu
prentverki við erlend fyrii’tæki í
nánustu framtíð, ekki síst í bókum,
tímaritum og bæklingum, með
kaupunum á Steindórsprenti-Gut-
enbérg. Vekur hann athygli á því að
samþjöppun eigi sér nú stað á út-
gefendahliðinni og yfirlýst mark-
mið með henni sé að ná hagkvæmni
í framleiðslu og innkaupum. Það
snúi ekki síst að prentverkinu. Seg-
ir Þorgeir að í bókaframleiðslunni
sé við mjög ramman reip að draga,
prentsmiðjan sé í samkeppni við er-
lend fyrirtæki sem framleiði miklu
meira og ef ekki takist að gera
framleiðsluna hér hagkvæmari þá
fari eins með bækumar og kiljum-
ar sem að mestu leyti séu fram-
leiddar erlendis. Þessu þurfi prent-
fyrirtækin að mæta.
Bendir Þorgeir á að samkeppn-
isráð hafi ekki gert athugasemdir
við sameiningu Umbúðamiðstöðv-
arinnar og Kassagerðar Reykjavík-
ur í eina fyrirtækið á sínum mark-
aði hér á landi. Bæði fyrirtækin hafi
verið að tapa peningum og allir séð
að eitthvað þyrfti að gera. Kveðst
hann vona að ekki þurfi að bíða
þess að prentsmiðjurnar komist í
sömu stöðu áður en leyfi fáist til að
hagræða hjá þeim.
Áfrýjun líkleg
Þorgeir segist enn ekki hafa haft
tækifæri til að kynna sér úrskurð
samkeppnisráðs til fullnustu og
eiga eftir að leita sér ráðgjafar um
viðbrögð við honum. Telur hann að
nú líti út fyrir að Oddi þurfi að skila
hlutabréfunum í Steindórsprenti-
Gutenberg til Búnaðarbankans.
Hins vegar telur hann ekki ólíklegt
að úrskurðinum verði áfrýjað.
Formaður Félags
grunnskólakennara
Stefna
ótrauð að
samningum
fyrir jól
SAMNINGANEFNDIR grann-
skólakennara og launanefndar
sveitarfélaga (LS) luku sl. föstudag
öðram áfanga viðræðna vegna end-
urnýjunar kjarasamnings eins og
stefnt hefur verið að skv. viðræðu-
áætlun. Guðrún Ebba Ólafsdóttir,
formaður Félags grunnskólakenn-
ara, segir að haldnir verði samn-
ingafundir á hverjum degi í þessari
viku. Þá verði farið að ræða breyt-
ingar á launakjörum kennara og
segir hún samningsaðila enn stefna
ótrauða að því að ljúka gerð nýs
kjarasamnings fyrir jól.
Síðasti fundur
á föstudaginn
í viðræðuáætlun kennrara og LS
var settur upp listi yfir fjölmörg
atriði á borð við lengingu starfs-
tíma skóla, endurskilgreiningu á
vinnuskyldu og vinnutíma kennara
o.fl. sem ræða átti í öðrum áfanga
viðræðnanna.
Guðrán Ebba segir að náðst hafi
samkomulag um flest þessara at-
riða í megindráttum en það sé þó
háð útreikningum og niðurstöðu
viðræðna um launakjör sem fram
fara í lokaáfanga viðræðuáætlunar-
innar. Er stefnt að seinasta samn-
ingafundi næstkomandi föstudag
kl. 14 og að þá verði hafist handa
við frágang á texta nýs kjarasamn-
ings.
--------------
Þriggja bíla
árekstur í
Kömbunum
ÞRÍR fólksbílar lentu i árekstri á
Suðurlandsvegi í Kömbunum laust
eftir klukkan 23 í gærkvöld. Lög-
reglan á Selfossi segir tildrög
óhappsins þau að ökumaður bifreið-
ar sem ekið var í vesturátt stað-
næmdist skyndilega. Bfll sem ekið
var á eftir honum skall þá aftan á
hann. Ökumaður þriðja bílsins náði
ekki að sveigja frá og ók aftan á aðra
bifreiðina. Bílarnir skemmdust mik-
ið en engin slys urðu á fólki.
--------------
Bruninn á Húsavík
Kviknaði
í út frá
hleðslutæki
RANNSÓKN lögreglunnar á Húsa-
vík á upptökum branans í verslunar-
kjamanum við Garðabraut á mið-
vikudagskvöld leiddi í ljós að
eldsupptök voru í hleðslutæki fyrir
þráðlausan síma. Eldurinn kom upp í
sportvöraversluninni Tákn en að
sögn lögreglu er allur varningur
hennar ónýtur. Miklar skemmdir
urðu einnig á húsnæði verslunarinn-
ar.
--------------
Lífíð um borð
í Goðafossi
SETT hefur verið upp ljósmynda-
sýning á mbbis með myndum af líf-
inu um borð í flutningaskipinu Goða-
fossi en Þorkell Þorkelsson
ljósmyndari tók sér far með skipinu í
einum desembertúmum.
Hægt er að skoða sýninguna með
því að smella á þar til gerðan hnapp á
forsíðu mbl.is.
Einnig er fjallað um siglinguna í
máli og myndum í Morgunblaðinu í
dag.