Morgunblaðið - 17.12.2000, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Y eikbur ða
ríki í háska
eftir Aryeh Neier
© Project Syndicate.
ÖRLAGARÍKIR atburðir í ísrael
og Júgóslavíu hafa skyggt á þann
óróa sem ríkir í Nígeríu og
Indónesíu en þjóðernis- og trúará-
tök í báðum þessum „stórríkjum“
kosta mörg mannslíf. Við megum
ekki missa sjónar á þeim hörmu-
legu afleiðingum sem það gæti
haft að þetta ofbeldi verði ekki
stöðvað. Vandinn er sá að bæði
ríkin, heft af áralöngu einræði og
vansæmd, eiga á hættu að missa
getuna til að stemma stigu við of-
beldi.
Saga réttindabaráttu frá Magna
Carta til Alþjóðlegu mannrétt-
indayfirlýsingarinnar hefur að
mestu snúist um að takmarka rík-
isyfirráð. Því kann að hljóma und-
arlega að því sé haldið fram, að til
þess að vernda réttindi, þurfi
sums staðar í heiminum að styrkja
völd ríkisstjórna. En frjálslyndum
gildum er jafnt ógnað af vangetu
ríkisins og harðstjórnarvaldi.
Hvarvetna í heiminum, þ.á m. í
tveim af stærstu ríkjum hans, má
sjá ógnvekjandi vísbendingar um
þennan sannleika.
Afleiðingamar, fyrir allar 114
milljónir íbúa Nígeríu, fyrir aðra
hluta heimsálfunnar Afríku og fyr-
ir alþjóðakerfið, yrðu skelfilegar
ef Nígería myndi liðast í sundur.
Og þótt ríkisstjórn Oluseguns
Obasanjos sé sú lýðræðislegasta
og óspilltasta sem setið hefur í
Nígeríu frá því landið varð sjálf-
stætt (þar með talið tímabil seint á
áttunda áratugnum þegar Obas-
anjo hershöfðingi var herstjóri
landsins uns hann lét af völdum
sjálfviljugur til að unnt væri að
kjósa borgaralegan forseta), er
landið enn háskalega veikburða.
Stjóm Obasanjos hefur ekki
tekist að koma í veg fyrir að ísl-
amskir bókstafstrúarmenn komi á
sharia-lögum í nokkrum norður-
ríkjum, sem leitt hefur til ofbeldis
er kostað hefur þúsundir manns-
lífa. Stjóminni hefur heldur ekki
tekist að tryggja frið við olíulind-
imar við ósa Níger-fljóts þar sem
fátækir íbúar eru ósáttir við að
náttúruauðlindir á þeirra landi séu
hagnýttar til ágóða fyrir spilltan
úrvalshóp. Nú síðast kostuðu átök
á milli Hausa og Yoruba í Lagos
hundrað mannslífa. Nú er meiri
hætta en nokkra sinni, síðan þjóð-
armorð var framið í Bíafra, á að
fjölþjóða, fjöltyngd, fjöltrúuð Níg-
ería leysist upp.
Indónesía er annað stórt land,
langt í burtu, sem er fjölþætt er
Eigi þessi nýju lýd-
ræðisríki að lifa af
verða stjórnir þeirra
að fá öflugan stuðn-
ing frá alþjóðasam-
félaginu, þ.á m.með
afléttingu skulda.
Skuldir þeirra verða
aldrei greiddar ef þau
liðast í sundur.
varðar þjóðerni og trú og á við
svipuð vandamál að etja. Einnig
þar hefur sannfærður lýðræðis-
sinni, Abdurrahman Wahid (Gus
Dur), tekið við forsetaembættinu í
kjölfar langrar spillingar- og harð-
stjórnartíðar. En l£kt og í Nígeríu
virðist rfldsstjómina skorta getu
til að stemma stigu við staðbundn-
um óeirðum sem hafa kostað þús-
undir mannslífa. Geti stjóm Wah-
ids ekki stöðvað blóðbaðið er líka
hætta á að Indónesía liðist í sund-
ur.
Þessir erfiðleikar vegna getu-
leysis stjórnvalda hafa skapast,
bæði í Nígeríu og Indónesíu, ein-
mitt þegar útlitið var bjart. Bæði
þessi ríki eiga miklar auðlindir.
Fái rfldsstjórnir Obasanjos og
Wahids tækifæri til að stjórna af
heilindum og friðsamlega í nokkur
ár gætu þær bætt til muna lífsskil-
yrði óbreyttra Nígeríumanna og
Indónesa. En þessi tækifæri munu
ef til vill ekki gefast vegna þess að
umræddar ríkisstjómir skortir
getu til að stöðva þjóðemis- og
trúarátök.
Þetta úrræðaleysi forsetanna
Obasanjos og Wahids má að hluta
til rekja til óáreiðanleika herja
þeirra. Herstjómirnar, sem sátu á
undan þeim, byggðu styrk sinn á
hermönnum sínum. En hervald er
lítils virði íyrir lýðræðislegar
stjómir, sem vilja vemda réttindi
borgara sinna, ef þær búa við ótta
um að herinn fremji ódæðisverk
sem ýti undir aðskilnað.
Þetta er sú staða sem Wahid
forseti stendur frammi fyrir, vit-
andi að mikið af stuðningi almenn-
ings við sjálfstæðishreyfingar í
Aceh og Irian Jaya má rekja til
óvildar vegna mannréttindabrota
hersins, og að íhlutun hersveita á
Mólúkkaeyjum hlýtur að hafa ýtt
undir átök kristinna og múslíma,
sem höfðu lengi búið þar í sátt og
samlyndi, og kann jafnvel að hafa
verið orsök ofbeldisins.
Kannski er það enn mikilvægari
þáttur í veikleika þessara nýju
lýðræðislegu stjórna að almenn-
ingur samsamar sig sífellt minna
ríkinu. Aratuga óstjóm og skortur
jók trúar- og þjóðernisdeilur.
Maehiavelli benti á, í Orðræðunni,
fyrir hálfri þúsöld, að það þarf
kraftmikið ríki til að lifa af ekki
aðeins breytingar á rfldsstjóm
heldur líka breytingar á grann-
þáttum stjórnarfyrirkomulagsins.
Sovétríkin og Júgóslavía leystust
upp einmitt þegai' verið var að
reyna að breyta stjórnarfyrir-
komulaginu í þessum löndum.
Vegna þess að óstjórn hefur dreg-
ið lífskraftinn úr Nígeríu og
Indónesíu gætu sömu örlög beðið
þeirra þegar taka á upp lýðræð-
islega stjómarhætti.
Eigi þessi nýju lýðræðisrfld að
lifa af verða stjórnir þeirra að fá
öflugan stuðning frá alþjóðasam-
félaginu, þ.á m. afléttingu skulda.
Vitað er hversu miklum auðæfum
forverar Obasanjos, þeirra á með-
al Sani Abacha hershöfðingi og
þjófstjórn Suhartos á Indónesíu,
stálu og því kann beiðnum um
skuldauppgjöf að verða tekið með
fyrirvara. En vestrænir leiðtogar
verða að gera sér grein fyrir því að
ef þessi ríki liðast í sundur verða
skuldir þeirra aldrei greiddar og
lánardrottnar þeirra hljóta þá
óhjákvæmilega að verða fyrir
miklum aukakostnaði. Því kann
það að koma í veg fyrir miklar
þjáningar og jafnvel vera spum-
ing um eigin hagsmuni að veita
lýðræðissinnum á borð við Obas-
anjo og Wahid tækifæri til að
halda ríkjum sínum saman.
Allir sem láta sig mannréttindi
varða hlytu á líta á upplausn Níg-
eríu og Indónesíu sem ógæfu. Þótt
ógemingur sé að segja fyrir um
hvernig atburðarásin verður má
sjá fordæmi í þeim miklu óeirðum
sem sundrang Sovétríkjanna og
Júgóslavíu kom af stað. Það of-
beldi sem þegar hefur átt sér stað
í Nígeríu og Indónesíu vekur
manni ótta um að ef ekki verði
hægt að halda þessum ríkjum
saman - og hér kann að vera þörf
nýs og skapandi hugsunarháttar
og aðferða við málafylgju af hálfu
mannréttindasinna - gætu afleið-
ingamar orðið enn blóðugri en
nokkur dæmi era um.
Aryeh Neier er forseti stofnunar-
innar Opið samféiag og höfundur
„War Crimes:Brutality, Genocide,
Terror and the Struggle for Just-
ice“. Neier var einn stofnfélaga
Human Rights Watch.
Tvær austur-tímorskar stúlkur
skoða jólatré á markaði í Dili, höf-
uðborg landsins. Þetta eru önnur
jólin síðan Iandsmenn höfnuðu öliu
sambandi við Iudónesíu en um 90%
þeirra eru kristin.
Spenna í samskiptum Færeyinga og Dana
Deilt um fundarsetur
og upplýsingaskyldu
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
EKKI hefur dregið úr spennunni í
samskiptum Færeyinga og Dana
undanfamar vikur, sem kom skýrt í
ljós á fimmtudag er færeysku þing-
mennirnir tveir, sem sitja á danska
þinginu, héldu því fram, að þeim
hefði ekki verið boðið að sitja fund
Færeyjanefndar þingsins, sem var í
gær. Formaður nefndarinnar hafnar
því og heldur því ennfremur fram að
Færeyingarnir sinni störfum sínum
fyrir danska þingið ekki sem skyldi
þar sem þeir eigi einnig sæti á því
færeyska og láti það ganga fyrir.
Þingmennirnir sem um ræðir, Óli
Brekkmann og Jóannes Eidesgaard,
hafa krafist þess að Færeyjanefndin
komi saman á nýju ári til að upplýsa
þá um stöðu mála en þeir era
áheymarfulltrúar í nefndinni. Því
hefur formaðurinn Peter Duetoft
hafnað, segir þá hafa verið boðaða á
fund og það sé ekki vandamál nefnd-
armanna ef færeysku þingmennirnir
mæti ekki þar sem þeir séu önnum
kafnir við þingstörf í Færeyjum.
Færeyjanefndin er skipuð 21 full-
trúa úr öllum þingflokkum og var
hún sett á laggimar til að fjalla um
stöðu mála í samningaviðræðum við
Færeyinga um sjálfstæði en þær
fara eingöngu óformlega fram á milli
Pouls Nyraps Rasmussens forsætis-
ráðherra og Anfinns Kallsbergs, lög-
manns Færeyja.
Veita engin svör
Hafa þeir ákveðið að veita ekki
neinar upplýsingar að svo stöddu,
nokkuð sem hefur vakið reiði bæði
færeyskra og danskra þingmanna,
sem hafa krafist svara.
Nyrap Rasmussen vildi fátt segja
að loknum fundinum á fimmtudag
annað en að ekki hefði verið ákveðið
hvenær Færeyingar tækju við fyrstu
málaflokkunum er hingað til hafa
heyrt undir dönsk stjómvöld. Þá
myndu Danir jafnframt byija að
draga úr fjárframlögum til Færeyja.
Mikilsháttar ævintýrabók"
„Gylltí áttavitínn
er mikilsháttar
ævintýrabók.
Látið bókina ekki
fram hjá ykkur fara!"
Gunnar Hersveinn, Mbt.
„Hreint og beint
dásamleg fantasía
sem heillar lesandann
strax á fyrstu síðu.
Oddný Árnadóttir, DV
Mál og menningj
malogmenning.isl
Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sfmi 510 2500
Krefjast þess að öll Thule-
skjölin verði lögð fram
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Mjög er nú þrýst á Poul Nyrup
Rasmussen forsætisráðherra
Dana að sjá til þess að öll skjöl í
Thule-málinu svokaliaða verði
lögð fram. í síðustu viku fundust
málsskjöl sem dönsk stjórnvöld
hafa um áratiigaskeið sagt vera
týnd og fullyrðir stjórnmálafræð-
ingurinn Jens Brosted, sem fann
skjölin, að þau hafi verið á sínum
stað í ríkisskjalasafninu. Lög-
fræðingur Thule-fanganna sem
sótt hafa málið, segir þetta sönn-
un þess að stjórnvöld hafi reynt
að leyna upplýsingum.
Thulemálið snýst um nauðung-
arflutninga á íbúum Thule frá
heimahögum sfnum árið 1953 að
kröfu bandariska hersins, sem
hugðist koma upp stöð á svæðinu,
m.a. loftvarnareldflaugum. fbú-
arnir kröfðust þess að fá að snúa
aftur heim eða fá bætur ella og
hófu mál á hendur dönsku stjórn-
inni árið 1959.
Aðgangur að sumum skjölum
ekki leyfður fyrr en 2017
Stjórnvöld hafa hins vegar
haldið því fram að flest skjölin í
málinu séu horfin. Þau komu ekki
í ljós við mikla rannsókn á mál-
inu sem gerð var á árunum 1987-
1994.
Brosted fann skjölin hins vegar
sl. sumar og segir hann þau
skyndilega hafa skotið upp koll-
inum í ríkisskjalasafninu, á þeim
stað sem þau hafi átt að vera.
Segir hann það sönnun þess að
þeim hafi verið leynt um áratuga-
skeið. Hann fékk leyfi til að
skoða hluta þeirra en aðgangur
að hluta þeirra verður ekki leyfi-
legur fyrr en árið 2017. í kjölfar
fundar Brosteds hafa danskir
stjórnmálamenn hvatt Nyrup
Rasmussen til að leggja öll skjöl-
in fram, ekki síst vegna sam-
bandsins við Grænlendinga.
Jonathan Motzfeldt, formaður
grænlensku landsstjórnarinnar
segir Thule-málið „hræðilegt sár
í sambandi Dana og Grænlend-
inga“ og furðar sig á því að nýjar
upplýsingar séu að koma fram í
málinu nú. f samtali við Politiken
kveðst hann vonast til að stjórn-
völd hafi ekki leynt skjölunum
vísvitandi.