Morgunblaðið - 17.12.2000, Page 9
^1 - ■Y>' ?'1r J- 1 ' 'l v.
Friðrik Erlingsson
Bróðir Lúsifer
1 þessu nýja verki skyggnist Friðrik inn í hugarheim hinna minnstu
bræðra, ekki síður en þeirra sem meira mega sín. Á heimili suður með
sjó líta ung hjón á það sem köllun sína að veita drengjum sem erfitt
eiga uppdráttar samastað og aðhald. Þar grípur hver og einn til sinna
ráða til að heyja hina daglegu baráttu; hfsflótti, kaldhæðni og húmor
kallast á. Og undir niðri kraumar þung undiralda því allir hafa sinn
djöful að draga. Næm skynjun og nakinn veruleiki spila hér saman á
áhrifaríkan hátt. Veröld átaka og andstæðna.
'
Þögntn
Cr
Vigdís Grímsdóttir
Nýjasta skáldsaga Vigdísar hefur hlotið fádæma góða dóma gagnrýnenda
en fáir höfimdar takast á við jafhstórar spurningar um manneskjuna og
þann heim sem við byggjum af jafiinístandi dirfsku og Vigdís Gríms-
dóttir. I Þögninni rær hún ef til vill lengra út á djúpið en nokkru sinni
fyrr, setur ást og auðsveipni andspænis kúgun og vitfirringu í slíkt
samhengi að lesandi getur ekki vikið sér undan ábyrgð. Hver er fórnar-
lamb og hver er böðull? Hvenær drepur maður mann? í þessu marg-
slungna og vel skrifaða verki þar sem mennska og myrkur leikast á er fátt
sem sýnist og engar leiðir auðrataðar, engar lausnir einfaldar.
Nýjasta skáldsaga Vigdísar Grímsdóttur hefiir hlotið einstaka dóma
gagnrýnenda.
Iðunn Steinsdóttir
Haustgríma
Örstutt ffásögn úr fomum ritum verður Iðunni Steinsdóttur uppspretta
að áhrifamiklu skáldverki um baráttu mæðra, feðra, dætra og sona í
vægðarlausri veröld átaka og andstæðna - veröld allra tíma.
Haustgríma er ekki saga um glæstar hetjur sem ríða um héruð, heldur
um ffamtíðarhallir sem hrynja til grunna á einu andartaki og sterkar
tilfinningar. Mikil örlög eru stundum fólgin í fáum orðum.
IÐUNN