Morgunblaðið - 17.12.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.12.2000, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR Bandarískur körfuknattleiksdómari var í stuttri heimsókn á Islandi „Verður að hugsa vel um íslensku leikmennina“ Unglingalið til Danmörku SIGURÐUR Hjörleifsson þjálfari unglingalandsliðsins í körfuknattleik hefur valið landsliðshópinn sem tekur þátt í Polar Cup mótinu í Kaup- mannahöfn milii jóla og nýárs. Til stóð að velja 12 leikmenn en vegna meiðsla voru 14 leikmenn vald- ir og síðan fækkað um tvo áður en lagt verður í hann til Kaupmannahafnar. Eftirtaldir leikmenn voru valdir: Fannar Helgason, ÍA, Magnús Pálsson og Pálmar Ragnarsson, Fjölni, Jón Brynjai- Óskarsson og Jón Hrafn Baldvinsson, KR, Sævar Har- aldsson og Kristinn Jónasson, Hauk- um, Ólafur Aron Ingvason og Guð- mundur Jónsson, Njarðvík, Einir Guðlaugsson, Birkir Guðlaugsson og | Kjartan Kjartansson, Stjömunni, og Þorleifur Ólafsson og Davíð Her- mannsson, Grindavík. BANDARÍKJAMAÐURINN Herman Maurice Dade var hér á landi í stuttri heimsókn á dögunum. Herman, sem er körfuknattleiksdóm- ari í heimalandi sínu, kom til að heimsækja son sinn, Chris Dade, sem er leikmaður með úrvalsdeildarliðinu Hamri í Hveragerði. Herman, sem er 44 ára, er búsettur í Dallas og er Chris einn af fimm bömum hans. Hann dæmir í háskólakörfuknattleik leiki liða eins og Jarvis og Langston sem keppa í NAIAI sem er sjálfstæð háskóla- deild trúaðra skóla, ásamt því að dæma í JR. Collage I deildinni og deild III í háskólakörfunni. Herman sagðist hafa komið til ís- lands eingöngu til að hitta son sinn og sjá hvemig honum gengi með liði sínu í Hveragerði. „Þá Helgi vildi ég sjá með eigin Valberg augum hvort hann er góður atvinnu- leikmaður og hvort hann hefur burði í að stefna eitthvað hærra. Þá lang- aði mig að kynnast fólkinu í Hvera- gerði, sem hefur verið honum ein- staklega gott og aðstoðað hann á allan hátt. Lárus Friðfinnsson, for- maður körfuknattleiksdeildarinnar, hefur reynst honum einstaklega vel og á hann fáa sína líka,“ segir Her- man. Dómari verður að vera sanngjam Herman byrjaði körfuboltaferil- inn á bekknum með liði sínu, hann var sá leikmaður sem fór örsjaldan inn á og tók þá upp á að fylgjast með þjálfaranum. Hann þjálfaði síðan 13-14 ára stráka JR. College á sama tíma og hann dæmdi. Þá tók hann þá ákvörðun að taka dómgæsluna fram yfir - þar sem mikill tími fór í þjálf- unina, en hann vinnur fulla vinnu sem rafmagnsverkfræðingur. Það liggur fyrst fyrir að spyrja Herman hvemig honum haf! fundist íslensku dómaramir, sem hann sá í starfi, standa sig? „Dómarar verða að vera sanngjamir og samkvæmir sjálfum sér. Dómaramir sem dæmdu leik Hamars og Vals vom mjög sanngjamir og stóðu sig vel í leiknum, að mínu mati. Dómari er mikilvægasti maðurinn á vellinum og það veltrn- mikið á honum hvort leikurinn verður góður eða ekki.“ Herman segir að á körfúknatt- leiksleikjum í Bandaríkjunum séu þrír dómarar sem dæmi, en ekki eins og hér, tveir dómarar. „Það er sama hvað dómaramir era margir, aðalatriðið era að þeir séu sam- kvæmir sjálfum sér og í góðri æf- ingu til að takast á við erfiða kapp- leiki. Það er mikil krafa heima að dómaranir séu í góðri þjálfun - ef þeir era það ekki hafa þeir ekkert að gera á vellinum. Dómuram er kennt að hafa augun opin - við verðum að fylgjast með öllu sem fram fer á vellinum og við eigum að geta haft skoðanaskipti við leikmenn ef svo ber undir. Það þýðir ekki að vera stoltur dómari sem talar ekki við einn eða neinn, jafnvel ekki sinn eig- inn meðdómara. Dómarar verða að geta viðurkennt ef þeir gera mistök og láta ekki eins þeir séu einhverjir kóngar. Mér sýnist dómarar íslandi hafa sama hátt á og við úti í Banda- ríkjunum og mér líkar það vel.“ Sást þú eitthvað í dómgæslunni sem betur mætti fara? „Nei, það var í raun ekkert sem mér leist illa á. Dómarar verða hins- vegar að gera sér grein fyrir að körfuboltinn á íslandi er sífellt að verða betri og þá verða dómaramir líka að vera betri. Fleiri erlendir leikmenn koma hingað og smám saman færist körfuboltinn á annað og hærra plan. Þeir sem leggja stund á dómgæslu verða að fylgjast með og halda áfram að mennta sig. Maður verður aldrei fullnuma í þessum fræðum." Verður að hugsa vel um íslensku leikmennina Hermann sagði að bandarískum leikmönnum, sem hafa komið og leikið á íslandi, þætti gott að geta sýnt fram á það í leikferilsskrá sinni að þeir hefðu leikið á Islandi. Leik- menn hafa mikið sótt til landa eins og Taívan, Kína, Póllands sem og Evrópulandanna. Það er eitthvað við íslenskan körfuknattleik sem menn heillast af og margir leikmenn vilja komast til íslands." Herman segir að íslenskur körfu- knattleikur ætti ekki að treysta of mikið á erlenda leikmenn. „Það verður að hugsa vel um íslensku leikmennina og kappkosta að gera þá betri. íslendingar eiga fomt tungumál og það má líkja málinu við leikmennina hér - það má ekki van- rækja þá, heldur að hlúa að þeim. Það verða alltaf íslenskir leikmenn sem koma til með að bera upp körfu- knattleikinn hér. Ef liðin halda sig við einn til tvo erlenda leikmenn era liðin á þokkalegri braut - en ef þeir era fleiri er hætt við að þeir íslensku nái ekki að sýna hvað í þeim býr. Ég þekki það frá háskólaboltanum. Ef leikmaður er góður - verður hann uppgötvaður, sama hvar hann er. Hann verður hins vegar að fá tæki- færi til að sýna hvað í honum býr.“ Sástu leikmenn hér sem gætu spjarað sig með háskólaliðum í Bandaríkjunum? „Ég tel að í hveiju liði séu fimm leikmenn sem gætu gert ágæta hluti úti í Bandaríkjunum. í Hamri og Val vora tveir leikmenn sem báru af, Pétur Ingvarsson og Herbert Arn- arsson. Ef þeir væra aðeins yngri væri ég búinn að hringja í þjálfara úti og benda honum á þá. Þannig virkar einmitt þessi markaður. Það kemur einhver, sér þig spila og hrífst af þér - svo er aldrei að vita hvað gerist.“ Feðgamir Herman Maurice Dade og Chistopher, leikmaður með Hamri i Hveragerði. Eriendir leikmenn í Bandaríkjunum ÞAÐ verður öflugur flokkur er- lendra leikmanna, sem leikur í hinni nýstofnuðu bandarisku at- vinnumannadeild í knattspymu kvenna. Ásthildur Helgadóttir er þar í hópi bestu knattspyrnu- kvenna heims, sem verða í sviðs- ljósinu þegar deildin hefst í apríl. Hér er listinn yfir þær stúlkur, frá tólf löndum fyrir utan Banda- ríkjanna, sem vora valdar til að leika í nýju deildinni: Kína (5): Sun Wen, Liu Ailing, Fan Yunjie, Gao Hong, Wen Lir- ong. Þýskaland (3): Bettina Wieg- mann, Maren Meinert, Doris Fitschen. England (1): Kelly Smith. Svíþjóð: (2): Kristin Bengtson, Ulrika Kárlsson. Noregur (5): Dagny Mellgren, Bente Nordby, Hege Riise, Ann Kristin Aarones, Gro Espéseth. Finnland (1): Anne Makinen. Ástralía (1): Julie Murray. Kanada (5): Sharlota Nonen, Amy Walsh, Sylvana Burtini, Charmaine Hooper, Karina La Blanc. Danmörk (1): Mikka Hansen - lék með Erlu Hendriksdóttur í FB á síðasta tímabili. Japan (1): Homare Sawa. ísland (1): Ásthildur Helgadótt- ir. Brasilía (4): Katia, Sissi, Pret- inha, Roseli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.