Morgunblaðið - 17.12.2000, Side 20

Morgunblaðið - 17.12.2000, Side 20
20 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ „Blómið sem þú gafst mér“ -1 minn- ingu Nínu Bjarkar DAGSKRA Listaklúbbs Leikhús- kjallarans annaðkvöld, mánu- dagskvöld, verður helguð minn- ingu, skáldkonunnar Nínu Bjarkar Arnadóttur, sem lést í apríl á þessu ári. Einlæg og nærgöngul ljóð Nínu Bjarkar tjá sterkar tilfinningar og áhrifamikla sýn á ástina, ótt- ann, samfélagið og hlutskipti kvenna. Fyrsta ljóðabók Nínu „Ung ljóð“ kom út 1965, en sjálf sagðist hún hafa ort frá unga aldri. Nína var fjölhæfur lista- maður, fyrir utan ljóðlistina skrif- aði hún skáldsögur og viðtalsbæk- ur að ógleymdum leikritum hennar sem hafa verið færð upp hjá atvinnuleikhúsum jafnt og frjálsum leikhópum. Einnig var Nína mikilvirkur þýðandi fagur- bókmennta. Fjöldi listamanna tekur þátt í dagskránni annaðkvöld. Flytjend- ur ljóða og óbundins máls eru: Guðbergur Bergsson, Helga Bachmann, Linda Vilhjálmsdótt- ir, Elísabet Jökulsdóttir, Erling- ur Gíslason, Hjalti Rögnvaldsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Karl Guðmundsson. Jón Proppé, ritstjóri ljóðabók- arinnar „Blómið sem þú gafst mér“ og gefin er út af JPV for- lagi, hefur umsjón með ljóðadag- skránni. í seinni hluta dagskrárinnar verða leiklesin brot úr áður óbirtu Nína Björk Árnadollir leikriti eftir Nínu „Reiki- stjörnum" (1998) ílytjend- ur eru: Edda Heiðrún Back- man, Þóra Frið- riksdóttir, Sig- urður Skúlason, Guðrún Gísla- dóttir, Sigurður Siguijónsson og Herdís Þorvaldsdóttir. Leikstjóri: Tinna Gunnlaugsdóttir. „Súkkulaði handa Silju“ var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 1982. Anna Kristín Arngrímsdóttir, Þórunn Magnea Magnúsdóttir og Egill Ólafsson, sem öll voru í sýn- ingunni þá, munu flytja ásamt Eddu Björgu Eyjólfsdóttur kafla úr leikritinu í tali og tónum. Tón- listamennirnir Carl Möller, Guð- mundur Steingrímsson og Birgir Bragason leika lög eftir Carl Möller, sem samin voru við ljóð Nínu og hún ásamt fleirum las inn á geislaplötu, en hún er væntan- leg á markað von bráðar. Um- sjónarmaður Listaklúbbsins er Helga E. Jónsdóttir. Dagskráin hefst kl. 20.30 en húsið verður opnað kl. 19.30. Aðgangseyrir er 1.000 krónur en 500 krónur fyrir skólafólk og klúbbfélaga. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Listir sameinaðar vísindum HARLA óvenjuleg sýning stendur nú yfir í galleríi einu í borginni Búkarest í Rúmeníu. I sölum Neð- anjarðarsafnsins eru nefnilega 2.000 hauskúpur til sýnis og segja stjórnendur sýningarinnar til- ganginn vera að leita leiða til að sameina listir og vísindi. Ilauskúpurnar eru allar í eigu Rainer-mannfræðistofnunarinnar en Francisc Rainer er álitinn faðir mannfræðirannsókna í Rúmeníu. Ahuga- mannasin- fónían spilar í Neskirkju SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT áhuga- manna heldur tónleika í Neskirkju í dag, sunnudag, kl. 17. Stjórnandi er Ingvar Jónasson. Einleikarar eru Ari Þór Vilhjálms- son, Elfa Rún Kristinsdóttir og Ing- rid Karlsdóttir á fiðlur og Tóri Rest- orff Jacobsen á selló. Inga Backman syngur einsöng. A efnisskránni eru Concerto grosso op. 3 nr. 11 eftir Antonio Viv- aldi, Romansa fyrir fiðlu með hljóm- sveitarundirleik í F dúr op. 50 eftir Ludwig van Beethoven, og Jólakant- ata fyrir sópran og hljómsveit eftir Jakob Hallgrímsson við ljóð eftir Stefán frá Hvítadal. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna hefur starfað síðan 1990 og hélt ný- verið upp á 10 ára afmæli sitt með tónleikum í Háskólabíói. Hana skip- ar áhugafólk í hljóðfæraleik auk nokkurra tónlistarkennara og nem- enda. Hljómsveitin kemur fram nokknim sinnum á ári, á sjúlfstæð- um tónleikum, með kórum eða við önnur tækifæri. Aðgangseyrir er 1.000 krónur, frítt fyrir börn, 500 kr. fyrir eldri borgara og nemendur. Þjónustustúlkan sem hvarf GRACE ROSNER Kvensíðbuxur þrjár skálmalengdir mikið úrval Suðurlandsbraut 50, sími 553 0100, (bláu húsin við Fákafen). Opiö virka daga 10-18, laugard. 10-16. www.mbl.is Vinakvöld á aðventu HIÐ árlega Vinakvöld á aðventu Kóra Flensborgarskólans verður haldið annað kvöld, mánudags- kvöld, kl. 20. Með kórunum koma fram hljóð- færaleikararnir Erla Þórólfsdóttir og Eyjólfur Eyjólfsson. Vinakvöld- ið er öllum opið og er aðgangur ókeypis. Samkvæmt venju munu kór- félagar selja kaffi og meðlæti í híéi. Stjórnandi kóranna er Hrafn- hildur Blomsterberg. ERLENDAR BÆKUR Spennusaga „RUNNING FOR SHELTER" Eftir Michelle Spring. Fawcett Mystery 2000.235 síður. MICHELLE Spring er höfundar- nafn bandarísks spennusagnahöf- undar sem býr í Bretlandi og lætur sögur sínar gerast þar. Hið rétta nafn hennar er Michelle Stanworth, hún er félagsfræðingur að mennt og hefur starfað sem kennari og rithöfundur í aldarfjórðung en er núna prófessor við háskólann í Cambridge. Hún hef- ur skrifað nokkrar bækur um einka- spæjara sem hún nefnir Láru Princi- pal en fjórða bókin um hana, Running for Shelter, kom út fyrir skemmstu í lögjóhmns G. Jóhmnssonar, tóníistarstjóra Þjóðíeikhússins, við tjóð Þóraritts Eícíjáms. Tónskáldið er ekki aðeins með skondin og góð lög, útsetningarnar eru frábœrar og þœr - ásamt góðum flutningi - gera útslagið.... Tónlistin (mjög skemmtilega og „leikhúslega“ útsett) mœtir textunum á miðri leið ogfer þeim einstaklega vel í mjög góðum flutningi allra, sem koma úr „landsliði“ söngvara og Jlytjenda. . Oddur Bjömsson í Mbl. 13.12.2000 ’s( borrtd tjoö www.heimur.is Hljómsveit: Bryndís Pálsdóttir, fiðla. Jóhann G. Jóhannsson, píanó, Richard Korn, kontrabassi, og Sigurður Flosason, saxófónn, Söngvarar: Bergþór Pálsson, Edda Heiðrún Backman, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, Stefán Karl Stefánsson Örn Árnason, Dreifing: JAPISS vasabroti hjá Fawcett-útgáfunni. Hún segir af ungri þjónustustúlku frá Filippseyjum sem hverfur með dul- arfullum hætti í London. Sagnfræðingur gerist spæjari Einkaspæjarinn Lára Principal fór 1 spæjarastarfið af einskærum áhuga og rekur spæjarastofu ásamt ástvini sínum og vinkonu. Hún segir spæjarastarfið aðeins snúast að hálfu leyti um eiginleg spæjarastörf, allt hitt fer í „hversdagslega hluti sem hvaða pípulagningamaður sem er þekkir". Hún var áður gift manni að nafni Adam, þau voru sagnfræðingar bæði, en honum leist ekki á spæjara- störfin og lét sig hverfa; sagði konur ekki eiga heima í einkaspæjarastétt. Lára hafði mjög skýrt mótaðar hug- myndir um spæjara áður en hún byrj- aði og tengjast þær sterkt ímynd sem við þekkjum öll úr bíómyndum. „Skuggalegir, litlir menn, kaldhæðn- islegii- með flotta hatta og sígarettu í munnvikinu.“ Lára er ekki af þeirri gerðinni. Hún er nútímakona sem ræður sér sjálf og lítur upp til P. I. Warshawsk- is, eins kunnasta kvenspæjara reyf- arabókmenntanna. Hún er því miður ekki nándar nærri eins skemmtileg. Fyi-ir það fyi-sta er hún nær alfarið húmorslaus í fyrstu persónu frásögn sinni og sérstaklega upptekin af smá- atriðum sem skipta í raun engu máli en lengja söguna og teygja eiginlega út í það óendanlega. Fyrir bragðið verður bókin aldrei spennandi þótt ágætis efniviður sé í raun á ferðinni. Sakamálið dregst á langinn í flatri og lítt áhugaverðri frásögn Láru, sem drukknar í smáatriðum þangað til y^M-2000 17. desember LANGHOLTSKIRKJA KL. 16 Kammersveit Reykjavíkur Jólatónleikar helgaóir verkum J. S. Bach í tilefni 250 ára ártíóarhans og útgáfu Kammersveitarinnar á Brand- enborgarkonsertum Bachs. Kamm- ersveitin hefur fengið hinn þekkta fiðluleikara Reinhard Goebel til aö stjórna Kammersveitinni á þessum tónleikum. Hann er þekktur sem einn affrumkvöðlum í flutningi bar- okktóntistar á gömul hljóðfæri og hefur undanfarinn aidarfjóröung stjórnað og leikið með hinni frægu hljómsveit Musica Antiqua Köln. Hljómsveitarsvítur i—iV BWV1066- 1069. Einleikari: Martial Nardeau, ftauta. Stjórnandi: Reinhard Goebel. Liðurí Stjörnuhátíð Menningarborg- arinnar. HÁSKÓLABÍÓ Hvítir hvalir - kvikmyndir Friðriks Þórs í 25 ár 21:00 On Toþ/ Skytturnar - 80 mín 1987 áhuginn á þjónustustúlkunni sem hvarf gufar eiginlega upp. Þjónustustúlka hverfur KannsM það hafi líka eitthvað að gera með hvemig höfundurinn virðist vanda sig sérstaklega við að skrifa góðan texta sem virkar ákaflega fág- aður en líka eins og leiðinleg tilgerð. Þannig er að Lára fær það verkefni að aðstoða frægan leikhúsmann að nafni Thomas Butler og kynnist ör- stutt þjónustustúlku hans. Hún biður Láru um að hjálpa sér að hafa uppi á peningum sem hún átti en svo gerist það að stúlkan hverfur við dularfullar kringumstæður og Butler-hjónin reyna að láta eins og hún hafi aldrei verið tiL Við það eykst áhugi Láru á málinu enn frekar og hún heldur í mikla leit að stúlkunni og ástæðunum fyrir hvarfi hennar og koma ófáir aðilar við þá sögu alla. Einstaka aukapersónur vekja áhuga eins og gamall maður sem breytt hefur nafni sínu í Martin Scorsese og situr allan daginn og horfir á myndir Scorseses. Einnig er Michelle Spring að velta fyrir sér áhugaverðum hlutum sem tengjast stöðu þjónustufólks af erlendum upp- runa í Bretlandi, er samkvæmt bók- inni býr við heldur aum kjör, rétt- indalaust og eiginlega hneppt í þrældóm. Sú saga nær þó aldrei að snerta við manni, ekM frekar en annað í sögu þessari sem hefði þurft á góðri rit- stjórn að halda til þess að skerpa lín- umar, draga fram aðalatriðin og klippa burtu óþarfann. Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.