Morgunblaðið - 17.12.2000, Page 22
22 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Picasso
vakir yfir
verkum
sínum
Mynd af Pablo Picasso vakir yfir
tveimur listaverkum hans meðan
þau bíða þess að verða hengd á
veggi listasafnsins í Ankara.
Tyrkneska Iögreglan handtók
smyglara fyrir nokkru í suðaust-
urhluta landsins með fjögur mál-
verk eftir Picasso. Það er hald
manna að þeim hafi verið stolið í
Kuwait á tímum Persaflóastríðsins
og nú hafi ætlanin verið að selja
málverkin í Evrópu.
Reuters
„Vona að fölkið á
Hrauntjörn verði kyrrt“
Guðrún Helgadóttir
var að láta frá sér
skáldsöguna Odda-
flug nú á dögunum og
kemur hún út á veg-
um Vöku-Helgafells.
Er þetta fyrsta skáld-
saga hennar sem ekki
er ætluð börnum sér-
staklega, og kaus
Guðrún sjálf að kalla
hana fjölskyldusögu
þegar blaðamaður
tók tal af henni einn
eftirmiðdaginn.
Frásagnarháttur-
inn í bókinni er sam-
settur og fær hver
persóna að segja sína hlið á mál-
unum. Ur verður margradda saga
og lék blaðamanni forvitni á að vita
hvort slík uppsetning hafi ekki
reynst erfið viðfangs? Guðrún sam-
sinnti því. Vissulega væri hér á ferð-
inni margradda saga og hafi henni
ekki þótt annað hægt en að byggja
þessa ættarsögu upp með slíku móti.
„Mesti vandinn var að setja saman
byggingu sögunnar, en þegar hún
var risin varð eftirleikurinn auðveld-
ur. Sagan streymir aldrei fram hjá
mér fyrr en samhengið er orðið
ljóst, þá fyrst fær þessi skringilegi
sagnarandi lausan tauminn."
Sagði hún það jafnframt vera
henni með öllu óskiljanlegt hvaðan
sagan kæmi hverju sinni og íhugaði
hvort einhver aukafálmari eða auka-
rás réði þessu. Guðrún sagðist hafa
kappkostað að gera byggingu sög-
unnar sem best úr garði svo að ólík-
ar raddir sögupersóna gætu tekið til
máls án þess að sögusviðið hryndi til
grunna eða yrði ruglingslegt. „Það
kom mér reyndar á óvart að ekki
skuli hafa vafist fyrir mönnum að
átta sig á skyldleika
þessara fjölmörgu per-
sóna og hver það væri
sem tæki til máls hverju
sinni.“ Hún sagðist til
hægðarauka hafa látið
skýringarmynd fylgja
framan við sjálfa sög-
una, en svo virtist sem
fæstir hefðu haft einhver
not fyrir hana. Guðrún
sagðist ennfremur hafa
gert sér far um að setja
fram skýra sviðsetningu,
nánast ljóslifandi á
stundum, svo lesendur
gætu fylgst með sam-
skiptum persóna líkt og
væru þær staddar á leiksviði. Með
þeim hætti gengi margröddunin bet-
ur upp en ella. Persónumar búa
saman á Hrauntjöm, gömlum og
hlýlegum bæ, sem er svo sannarlega
rissaður upp fyrir augliti lesanda í
rás sögunnar.
Þögn um það sem máli skiptir
Sögupersónur, þó að margar séu,
eru nákomnar, búa nánast undir
sama þaki og hafa tíð samskipti.
Samt sem áður þegja þær oftar en
ekki um það sem máli skiptir og
brennur á þeim hveiju sinni. „Þegar
fólk hefur svo náið samneyti skapast
kannsld aldrei meiri þörf fyrir að
virða leyndarmál hvert annars. Það
má vera að þögnin og leyndarmálin
séu ástæðan fyrir því að þessar kyn-
slóðir geti lifað í sátt og samlyndi
undir því sem næst sama þaki.“
Guðrún kvaðst þó ekki síst hafa
verið að velta fyrir sér því sem
hreinlega er hægt að vekja máls á
og svo aftur því sem með engu móti
má koma orðum að. Sumt er betur
látið ósagt, en annað ekki. Á sögu-
sviðinu er margt gefið í skyn og fell-
ur það iðulega í hlut lesanda að fylla
inn í eyðumar þegar persónumar
tala í hálfkveðnum vísum. Persón-
urnar tala gjaman með sjálfum sér
og taka afstöðu til annarra persóna
og sögusviðsins. Með því móti
áskotnast lesanda veigamiklar upp-
lýsingar.
Blaðamanni þótti því líkast sem
Guðrún gerði sér far um að Uá öllum
persónum rödd, að hver og einn nyti
sannmælis. Það væri ekki fyrr búið
að birta einhveija persónuna í óhag-
stæðu Ijósi, en hún tæki til máls og
bæri hönd fyrir höfuð sér. Vakti eitt-
hvað slíkt fyrir Guðrúnu þegar hún
setti saman þessa margradda frá-
sögn?
„Eg hef trú á því að eitthvað gott
búi með öllum og að góður vilji búi
jafnan að baki því sem komið getur
fyrir sjónir sem slæm breytni. Sú
sannfæring útheimti þessa upp-
byggingu."
Er sagan hefðbundin? Blaðamað-
ur bar það á borð fyrir Guðrúnu
hvort sagan væri hefðbundin, jafn-
vel íhaldssöm? Hún hampar stórfjöl-
skyldunni, heldur í heiðri gamaldags
gildi um tryggð við jörðina og átt-
hagana. Eða er samspilið í sögunni
kannski flóknara en svo?
„Mér þykir ekkert athugavert við
að halda í heiðri slík gildi og setja
stórfjölskylduna á dálítinn stall. Eg
held að engu foreldri sé hollt að axla
einsamalt ábyrgðina á bami sínu,
heldur beri að dreifa henni meðal
ættingja. Það er hreinlega til of mik-
ils mælst að foreldrar sjái einir síns
liðs um bamið og allt annað sem við
kemur heimilishaldinu, og kemur
það baminu ekki síst til góða að geta
leitað til annarra en foreldranna."
Guðrún sagðist ennfremur hafa vilj-
að skrifa sögu um gamla konu. Konu
sem heldur í heiðri gildi sem hún
trúir á og gæðir þau lífi með því við-
horfi sínu. „Mér þykir óþolandi að
horfa upp á þegar gamalt fólk er
sett fram sem einhvers konar fyrr-
verandi fólk í sögum. Mér þykir
þarft að beina sjónarhominu að
hversdagslegu gleðiefni og hörmum
eldri konu, sem á reyndar mun fleira
sameiginlegt með ungu fólki en það
gerir sér grein fyrir. Aðalpersónan í
sögunni er fjörgömul, en hefur sig til
líkt og hver annar og er jafnvel hé-
gómagjöm á stundum."
Guðrún sagði ungt fólk oft hafa
undarlegar hugmyndir um líf eldra
fólks, kannski vegna þess að það fái
svo sjaldan að sjá sjónarhom þeirra.
Hefðbundin saga eða ekki, Guðrún
vildi ekki taka af skarið um það, en
vonaðist einfaldlega til þess að sag-
an kæmi til með að skemmta fólki og
vekja það til umhugsunar um sitt-
hvað í tilverunni: Leiðinlegar bækur
em vondar bókmenntir. Bók sem
gleymist um leið og lestri lýkur, er
lítils virði. Góð bók finnur sér sama-
stað í hugarheimi okkar og er þar.
Eg vona að fólkið á Hrauntjöm
verði kyrrt.“
Guðrún Helgadóttir
„Ó, hvað
þetta er
fallegt“
ANNAR geisladiskurinn í heild-
arútgáfu verka Jórunnar Viðar,
Slátta, kom nýverið út hjá
Smekkleysu. Á honum eru fjög-
ur verk Jórunnar,
samin á árunum
1963-1977. Útgáfu-
röðin hófst með
disknum Únglíngur-
inn í skóginum sem
út kom fyrir tveimur
áram og innihélt
tuttugu sönglög tón-
skáldsins og væntan-
legir era a.m.k. tveir
diskar til viðbótar;
sá næsti með tveim-
ur ballettverkum og
einu kórverki og
hinn fjórði með þul-
um og kvæðalögum í
útsetningum Jór-
unnar.
Titilverkið, Slátta, er konsert
fyrir píanó og hljómsveit. Ein-
leikari með Sinfóníuhljómsveit
íslands er Steinunn Birna Ragn-
arsdóttir og stjórnandi er Petter
Sundquist en verkið var flutt á
tónleikum hljómsveitarinnar í
júní 1999. Það var hins vegar
tónskáldið sjálft sem fmmflutti
verkið með Sinfóníuhljómsveit-
inni í Háskólabíói árið 1977.
„Næst spilar þú píanó-
hlutverkið, Steinunn mín“
„Þá var það Steinunn Bima
sem fletti hjá mér. Hún var þá
ung að ámm, nemandi í Tónlist-
arskólanum. Þegar ég átti í
mesta baslinu einhvers staðar í
lok fyrsta þáttar heyrði ég hana
stynja: „Ó, hvað þetta er fal-
legt.“ Það fór unaður um mig -
og ég komst í gegnum þetta. Á
eftir sagði ég við hana: „Næst
þegar þetta verður flutt spilar
þú píanóhlutverkið, Steinunn
mín. Og það gerði hún,“ segir
Jórann og brosir. „Steinunn er
stórskemmtilegur píanóleikari
og svo spilar hún af lífi og sál,“
bætir hún við.
I bæklingi sem fylgir
geisladisknum er eftirfarandi
haft eftir tónskáldinu um píanó-
konsertinn. „Ætlun mín var að
verkið sameinaði hefðbundið
form píanókonserts og sérkenni
úr íslenska músíkarfinum.
Fyrsta stefið í fyrsta þætti ber í
sér hið einfalda lag stemmunnar,
en hleður brátt utan á sig. Annað
stefið er söngrænna og síðan leik
ég dálítið með taktskipti. Annar
þáttur er hægur og syngjandi og
þriðji þáttur er fjörugur vikivaki
í rondo-formi.“
Tilbrigði við kvæðalag
Nathans Ketilssonar
Annað verkið er Tilbrigði við
gamalt íslenskt kvæðalag fyrir
selló og píanó. Á sellóið leikur
Lovísa Fjeldsted, dóttir tón-
skáldsins, og Steinunn Birna á
píanó. „Þetta eru tilbrigði við
kvæðalag Nathans Ketilssonar,
sem mér finnst eitt unaðslegasta
íslenskt lag sem til er. Ég samdi
tilbrigðin á nokkrum dögum árið
1965. Lagið hafði svo óendanlega
marga möguleika og ég var búin
að gera miklu fleiri tilbrigði en
fannst það vera orðið óþarflega
langt. Eitt tilbrigðanna hélt Lov-
ísa dóttir mín langmest upp á og
hún flytur það alltaf með þegar
hún spilar tilbrigðin á tónleikum
en hún hefur m.a. flutt þau víða á
Norðurlöndum. Hún er sú eina
sem hefur þetta tilbrigði með.
Ég ætlaði að sleppa því en hún
heimtaði að hafa það með og
spilar af hjartans einlægni - og
þær Steinunn era
mjög samhentar,“
segir Jórunn.
Stemma í
sérkennilegum
takti úr
Mýrdalnum
Númer þrjú í röð-
inni eru Hugleiðing-
ar um fimm gamlar
stemmur fyrir píanó
í flutningi Valgerðar
Andrésdóttur. „Hún
spilar þetta feikna-
vel. Valgerður hefur
flutt þetta verk víða
og nálgast það af svo
skemmtilegum
áhuga. Hún vill komast til botns
í því hvaðan þessar stemmur
koma og hvernig á að flytja
þær,“ segir Jómnn. „Það er
svona ótuktarleg tækni í þessu -
eins og píanóleikarar geta gert
hverjir öðmm,“ bætir hún við.
Hugleiðingarnar má rekja til
ársins 1963. „Þetta em alveg
rammíslensk lög. Síðasta stemm-
an er úr Mýrdalnum og systir
mín, Drífa, lærði hana þegar hún
var þar í kaupavinnu. Það var
gömul kona sem lá í kör og söng
þessa stemmu allan liðlangan
daginn í sérkennilegum takti: Ég
er að flaaakka eins og svín, út
um baaakka og heim til mín ...“
raular Jórunn og slær um leið
taktinn. „Það er einn tónn í
hverri línu sem á að draga svolít-
ið - eiginlega á maður að leggj-
ast á þennan langa tón,“ útskýrir
hún. „Þessi stemma hefur svo
sérstakan takt og þetta er ein-
mitt það sem við, sem skrifum
upp gömul lög, eram skyldug til
að varðveita, því þessi taktur er í
útrýmingarhættu," segir hún.
„Laufey er með
þetta í blóðinu“
Fjórða og síðasta verkið á
disknum er svo íslensk svíta fyr-
ir fiðlu og pianó (þjóðlífsþættir),
í flutningi þeirra Laufeyjar Sig-
urðardóttur og Selmu Guð-
mundsdóttur. Svítuna samdi
Jórunn að beiðni Ríkisútvarpsins
fyrir þjóðhátíð 1974 en nokkmm
tónskáldum var þá falið að semja
tónlist í tilefni tímamótanna til
flutnings í útvarpi. „Vegna þess
að þarna átti að minnast 1100
ára afmælis byggðar á íslandi
fannst mér það verða að vera um
þjóðlífið.
Fyrsta kaflann kalla ég Ávarp,
því þá hugsa ég mér að verið sé
að ávarpa lýðinn á þingstaðnum,
svo er Óttusöngur og stilla á
vatninu. Því næst Þjóðlag,
„Hættu að hrína Mangi minn“
með ótal stílbrögðum, þá Fiðlu-
lag og að lokum er stiginn Viki-
vaki, sem er dans okkar íslend-
inga,“ segir Jórunn.
Hún segir samleik þeirra
Laufeyjar og Selmu aldeilis frá-
bæran. Sú fyrrnefnda hefur
reyndar margoft flutt svítuna
með ýmsum píanóleikuram.
„Laufey er með þetta í blóðinu
síðan hún heyrði Björn Ólafsson
flytja þetta. Ég held meira að
segja að hún hafi flett hjá okk-
ur,“ segir Jórann, sem sjálf lék á
píanóið þegar verkið var tekið
upp árið 1974.
Jórunn Viðar