Morgunblaðið - 17.12.2000, Page 30

Morgunblaðið - 17.12.2000, Page 30
30 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Jim Smart Framkvæmdastjórn Eignarhaldsfélags ÓJK, Agnar H. Johnson, Þór Kristjánsson og Friðþjófur Ó. Johnson. SPROTAR VAXA AF GÖML UM MEIÐI vjDsnm/mamuúF Á SUNNUDEGI ► Agnar H. Johnson er fæddur árið 1958. Hann er tölvunar- fræðingur frá HÍ og rekstrarverkfræðingur frá háskólanum í Álaborg. Frá 1999 hefur Agnar setið í stjórnum Ó. Johnson & Kaaber og dótturfyrirtækja og er nú að fullu kominn þar til starfa. Áður starfaði Agnar hjá Skímu, Landssímanum og var forstöðumaður tölvudeildar Landakotsspítala. ► Friðþjófur Ó. Johnson er fæddur árið 1956. Hann er við- skiptafræðingur frá HÍ, lauk MBA-prófi í frumkvöðlafræðum, stjórnun og markaðsfræðum frá Babson College í Bandaríkj- unum. Hann hefúr starfað hjá Pilsbury Company, Hewlett- Packard í Danmörku og er annar tveggja stofiienda Hewlett- Packard á fslandi. Friðþjófur hefúr verið forstjóri Ó. Johnson & Kaaber frá árinu 1992. ► Þór Kristjánsson er fæddur árið 1964. Hann er viðskipta- fræðingur frá HÍ. Þór var fjármálastjóri hjá Heimilistækjum og Bílaumboðinu. Hann hefur verið aðalíjármálastjóri ÓJ&K, y Heimilistækja og tengdra félaga frá 1999 og situr nú í fram- ( kvæmdasljórn Eignarhaldsfélags ÓJ&K jafnframt því að vera framkvæmdasljóri dótturfélagsins HÓP Rekstrarfélags ehf. eftir Arnór Gísla Ólafsson OJ0HNS0N & KAABER var stofnað árið 1906 af Ólaf! Johnson og Ludvig Kaaber og var fyrirtækið fyrsta alíslenska heildsalan. Heim- ilistæki voru stofnuð árið 1962 af nokkrum hluthöfum Ó. Johnson & Kaaber um það leyti sem fyrirtækið varð umboðsaðili Philips á íslandi. Nú 94 árum eftir stofnun Ó.J.&K er velta félagsins um þrír milljarðar króna og starfsmenn 140 talsins en aukingin í veltu hefur verið 15 til 25% á ári undanfarin ár. Gagnger endur- skipulagning félagsins Friðþjófur, Agnar og Þór segja að þetta ár hafí verið mikið umbylting- arár í rekstri fyrirtækisins enda hafi verið unnið hörðum höndum að því að endurskipuleggja fyrirtækið frá grunni. „Við stofnuðum Eignar- haldsfélag Ó. Johnson & Kaaber um eignir og rekstur allra fyrirtækj- anna í byrjun ársins. Eignarhalds- félagið keypti öll hlutabréf í Heim- ilistækjum og Kaffibrennslunni. í skiptum fyrir bréfín fengu hluthafar hlut í eignarhaldsfélaginu. Við sitj- um þrír í framkvæmdastjóm Eign- arhaldsfélagsins og mótum stefnuna með aðalstjóm. Við vinnum í senn náið saman og skiptum þó með okk- ur verkum og það má segja að sú skipting endurspegli þá menntun sem við höfum. Agnar ber ábyrgð á gæðamálum, upplýsingatækni og þróunarmálum, Friðþjófur mótar framtíðarsýn fyrirtækisins, sér um fmmkvöðlastarfið og viðsldptaþró- un en Þór sér um fjármálin, rekstr- arráðgjöf og stoðdeildarþjónust- una.“ Að sögn þeirra félaga er ávinningur af stofnun Eignarhalds- félagsins margþættur. í fyrsta lagi megi nefna að það er einfaldara en áður var að samræma og sameina hin ýmsu viðskiptasvið undir einni og sömu rekstrareiningunni. „Við getum nefnt sem dæmi að Heimilis- tæki seldu tæki og rekstarvörur til heilbrigðisgeirans en Ó. Johnson & Kaaber seldi hjúkmnarvömr. Við Eignarhaldsfélag OJK hf. Aðalstjórn Eignarhaldsfélag ÓJK hf Agnar H Johnson - Friðþjófur Ó Johnson - Þór Kristjánsson ÓJK dótturfélög Stefnumótun, þróun og eftirfylgni ÓJK heildsala ehf Matur og sérvara ÓJK heilbrigðisvörur ehf Röntgen- og sjúkrahúsvömr ÓJK eignir Greining, eftiriit og ávöxtun Heimilistæki hf Raftæki og búnaður fyrir heimili HT&T ehf Tækni- og tölvubúnaður Samband- Samskiptalausnir ehf '' i Símkerfi, -búnaður og þjónusta % afasE Heimsmyndir ehf Ljósmyndavörur og -þjónusta Fasteignir Þróun, rekstur og viðhald Framkvæmdastjóm Skráð verðbréf á markaði Greining, kaup og sala Framkvæmdastjóm Óskráð félög á markaði Framkvæmdastjóm HÓP Rekstrarfélag ehf Rekstrarþjónusta og ráðgjöf Lindax ehf Loftræstikerfi og blikksmíöi Búbót ehf Sultugerð Árvakur hf Element ehf Nýja kaffibrennslan ehf Póllinn hf EPS - einangrun ehf Vilko ehf sameinuðum þessi viðskiptasvið í eitt félag sem gerir allt starf þess mun markvissara. Almennt má segja að fókusinn eða áherslur hverrar rekstrareiningar verði mun skýrari en áður og allt markaðsstarf verður beinskeyttara. Þá má og nefna að þessi skipulagsbreyting tryggir skilvirkari stjómun og skjótari ákvarðanir, en það er nauð- synlegt í því viðskiptaumhverfí sem við störfum. Við stofnuðum sérstakt þjónustufyrirtæki utan um rekstur stoðdeildanna og náum fram bæði sparnaði og markvissari vinnu- brögðum. Það skiptir líka gríðarlega miklu máli að hvert fyrirtæki í eigu móðurfélagsins hefur nú sjálfstæða möguleika á að stækka með kaupum á öðrum rekstrareiningum og fyr- irtækjum eða með samruna án þess það hafi bein áhrif á önnur félög Eignarhaldsfélagsins en fyrir breyt- ingar var það miklum mun erfiðara." Felum stjórnendum aukna ábyrgð Friðþjófur leggur áherslu á að þessar breytingar hafi jafnframt í för með sér mikla valdadreifingu. Þekking á vörum og mörkuðum sé hjá stjómendum einstakra fyrir- tækja og starfsmönnum þeirra og því skilvirkara að ábyrgð á dagleg- um rekstri sé í þeirra höndum. Framkvæmdastjórn Eignarhalds- félagsins tekur hins vegar virkan þátt i stefnumótun, áætlunum og eftirfylgni með þeim. Starfsmenn hvers fyrirtækis vinna nú sem eitt teymi að skýrum markmiðum og þeir geta skapað sér sína eigin fyr- irtækjamenningu án tillits til ann- arra félaga Eignarhaldsfélagsins. „Adstæður hafa breyst það mikið að það er ekki lengur hægt að reka Ó.J.&K. eins og lokað fjöl- skyldufyrirtæki.“ Sama má segja um starfsmanna- stefnuna, þar geta menn lagað sig að þeim markaði sem þeir starfa á og boðið þau kjör og starfsumhverfi sem þar tíðkast. Það er til dæmis ljóst að Samband-Samskiptalausnir, sem starfar á síma- og samskipta- markaði, verður að hafa svigrúm til þess að laða til sín hæft starfsfólk og bjóða sambærileg kjör og tíðkast hjá öðrum fyrirtækjum í þessum geira. Við stefnum einnig að því að starfs- menn eigi þess kost í framtíðinni að eignast hlut í því fyrirtæki sem þeir starfa hjá. Á einfaldaðan hátt má segja að við séum að stofna sérstaka liðsheild um einstaka hluta starfseminnar, veita henni aukna ábyrgð og gera henni kleift að standa sig á því sviði. Okkar hlutverk er svo að marka liðsheild- inni stefnu ásamt framkvæmda- stjórum dótturfyrirtækjanna, sam- þykkja áætlanir og fylgjast með því að þeim sé fylgt eftir. Við getum stutt við bakið á liðsheildinni, unnið að því að finna þær einingar sem hugsanlega eru álitlegar fyrir hana að renna saman við, finna fjárfesta eða koma auga á kaupmöguleika. í fjölskyldufyrirtæki eins og þessu endar það með því að hugsjónafjár- festarnir hverfa og viðskiptafjár- festar koma inn og við erum meðal annars að opna fyrir þann mögu- leika.“ Mörg sjálfstæð fyrirtæki „Hvert fyrirtæki er stofnað með eigin efnahag og vöruflokka til markaðssetningar og segja má að það sé heimanmundur frá Eignar- haldsfélaginu. Stofnefnahagur þeirra er miðaður við sambærileg fyrirtæki á þeim mörkuðum sem þau starfa á. Sérhver framkvæmdastjóri hefur skýr arðsemismarkrnið sem aftur miðast við arðsemiskröfur fjárfesta á viðkomandi markaði. Það er síðan framkvæmdastjórans og lykilstarfsmanna hans að bera ábyrgð á daglegum rekstri fyrirtæk- isins. Öll stoðdeildarþjónusta við fyrirtækin er unnin af HÓP Rekstr- arfélagi ehf. sem er sjálfstætt fyr- irtæki í eigu Eignarhaldsfélagsins. Markmið þess er að lækka stoð- deildarkostnað einstakra fyrirtækja og stuðla að aukinni hagræðingu í krafti sérhæfingar og umfangs. Þannig geta fyrirtæki og starfs- menn einbeitt sér að því að nýta sér þá sérþekkingu sem þeir búa yfir og sinna þörfum viðskiptavina og þar með náð betri árangri en ella. Starfsmenn Sambands-Samskipta- lausna, svo dæmi sé tekið, þurfa því ekki að vera stússast í bókhaldi, inn- heimtu, símsvörun eða fjárvörslu heldur sér HÓP um þá þætti. Hver eining er því að fást við það sem hún er hæfust í og ekkert annað.“ Bregðumst við breyttum aðstæðum Aðspurðir segja þeir Þór, Agnar og Friðþjófur að rekstrarumhverfi fyrirtækja á íslandi sé að breytast hratt. Kaup, yfirtökur og samruni fyrirtækja sé nánast orðið daglegt brauð. Heimilistæki og ÓJ&K hafi til að mynda vaxið með kaupum á öðrum fyrirtækjum. Með stofnun sérstakra félaga um rekstur af- markaðra viðskiptasviða sé öðrum þræði verið að bregðast við þessum aðstæðum. Dæmi um þetta hafi ver- ið þegar Kaffibrennsla ÓJ&K og Kaffibrennsla Akureyrar runnu saman í eitt fyrirtæki, Nýju kaffi- brennsluna ehf. Þá hafi hugbúnaðar- deild Heimilstækja verið sameinuð Elementi ehf. Með þessu hafi verð- mæti þessara rekstrarsviða vaxið, auk þess sem skapast hafi ný tæki- færi. ,Af skipuritinu má lesa að Eignarhaldsfélagið vill skoða hvern þann flöt sem til er á stækkun með kaupum, samruna og samvinnu við aðra aðila.“ „Vöxtur fyrirtækja okkar hefur verið mikill á síðustu árum og nú er svo komið að húsnæðið sem fyrir-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.