Morgunblaðið - 17.12.2000, Page 32

Morgunblaðið - 17.12.2000, Page 32
32 SUNNUDAGUR17. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LANDSPITALINN OG MÁLFRELSID að hefur komið í ljós í þeim sam- tölum sem Morgunblaðið hefur átt síðustu daga við ýmsa af for- svarsmönnum Landspítala - háskóla- sjúkrahúss og lækna að því fer fjarri að samstaða sé innan spítalans um þau við- horf sem liggja að baki því að fyrirhuguð ráðning Steins Jónssonar læknis sem sviðsstjóra kennslu og fræða var aftur- kölluð. Eins og fram kom í Morgunblaðinu sl. miðvikudag sagði Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans, um þátttöku Steins Jónssonar í umræðum um einka- rekstur í heilbrigðiskerfmu: „Hann er fyrst og fremst að gagnrýna spítalann." Sverrir Bergmann, formaður læknaráðs Landspítala - háskólasjúkrahúss, er ekki sammála þessu sjónarmiði forstjór- ans. I samtali við Morgunblaðið sl. fimmtudag segir hann m.a.: „Petta er nýtt fyrir okkur og mér finnst út í bláinn að væna Stein Jónsson um að sýna spít- alanum ekki hollustu eða bera á hann hagsmunaárekstur... Ég sé enga hags- munaárekstra í þessu og þeir eru þá búnir að vera fyrir hendi öll þessi ár, sem ég hef starfað hér. Steinn er í raun- inni að ræða um breytt fyrirkomulag á þeirri miklu sérfræðiþjónustu, sem fram fer utan sjúkrahúsa, og þar eigi sér stað einhver samvinna og samtenging en það er langt því frá að þetta sé komið á eitt- hvert spítalastig." Sigurbjörn Sveins- son, formaður Læknafélags íslands, sagði um málið í samtali við Morgun- blaðið sl. fimmtudag: „Það að hefta mál- frelsi fólks hjá þessari stofnun fínnst mér fráleitt og ávisun á eitthvað verra, sem ég vil ekki nefna . . . Ég tel fulla ástæðu til að líta þetta mál mjög alvar- legum augum. Þetta er spurning um það, hvort starfsmaður sjúkrahúss hefur tjáningarfrelsi um þessa hluti.“ Thomas Möller, varaformaður stjórnarnefndar Landspítala - háskólasjúkrahúss, segir í samtali við Morgunblaðið í gær að hann sé ekki alls kostar sammála forstjóra spítalans um að um hagsmunaárekstur hafi verið að ræða. Jafnframt lýsir hann þeirri skoðun, að það geti vart skaðað Landspítalann þó að í undirbúningi sé að sameina læknastöðvar. Morgunblaðið birti í fyrradag athugasemd frá Magnúsi Péturssyni, forstjóra Landspítalans, og Gísla Éinarssyni, framkvæmdastjóra kennslu og fræða. í upphafi athuga- semdar þeirra segir: „Stjórnendur Landspítala - háskólasjúkrahúss virða málfrelsi, skoðanafrelsi og tjáningar- frelsi. Ástæðulaust er að draga það í efa. Mannréttindi voru því ekki brotin við afturköllun á vali í stöðu sviðsstjóra á skrifstofu kennslu og fræða á spítalan- um. Fullyrðingar um annað eru rang- færslur.“ Því miður eru þessar staðhæf- ingar ekki réttar. Verkin tala skýru máli. Forráðamenn Landspítala - há- skólasjúkrahúss eru með gerðum sínum að hefta skoðanafrelsi, tjáningarfrelsi og málfrelsi starfsmanna spítalans. Þeir eru að hafa af starfsmönnum sjálfsögð mannréttindi. Síðan segir í athugasemdum þeirra tvímenninganna um fyrirhugaða ráðn- ingu Steins Jónssonar: „Formlega hafði ekki verið gengið frá því, þegar í ljós kom að Steinn undirbýr nú stofnun nýs spítala." Þessi röksemd Magnúsar Pét- urssonar og Gísla Einarssonar er fráleit. Steinn Jónsson hefur tekið þátt í um- ræðum um einkarekstur í heilbrigðis- kerfinu eins og fjölmargir aðrir. Þetta eru umræður um hugmyndir um að safna læknastöðvum á höfuðborgar- svæðinu undir eitt þak. Það hefur verið gert áður fyrir nokkrum áratugum, þeg- ar Domus Medica var byggt. I þessum umræðum hafa verið settar fram hug- myndir um að koma nokkrum sjúkra- rúmum fyrir í slíkri miðstöð. Raunar má segja að sumar nýlegar læknastofur séu svo vel útbúnar að þar sé að finna vísi að einkaspítala. Þar vinna sérfræðingar þótt þeir gegni störfum á sjúkrahúsum. Kjarni málsins er þó sá, að þetta eru hugmyndir og umræður. Ætla menn að halda því fram í alvöru að starfsmenn Landspítala - háskólasjúkrahúss geti ekki tekið þátt í umræðum um hug- myndir nema eiga yfir höfði sér brott- rekstur? Ef svo er fer bezt á því að for- ráðamenn Landspítala setji ákvæði þess efnis inn í ráðningarsamninga starfs- manna, þannig að þeir viti að hverju þeir ganga. En þá mundi líka væntanlega reyna á það hvaða heimild þeir hefðu til þess að setja slík ákvæði í ráðningar- samninga. Áuðvitað stendur ekki steinn yfir steini í málflutningi Magnúsar Pét- urssonar og Gísla Einarssonar. Yfír- stjórn spítalans getur ekki látið sem þetta mál varði hana engu. Það á bæði við um stjórnarnefnd spítalans í heild og hæstvirtan heilbrigðisráðherra. Hér er um að ræða freklega aðför að þeim mannréttindum sem mestu skipta í okkar samfélagi. NÚ ÁS er mikið talað um frumkvöðla og er þá fýrst og fremst átt við einstak- linga, sem hafa beitt sér fyrir nýjungum í atvinnu- lífi. Umtal um frumkvöðla er orðið svo mikið, að við- skiptaháskólar kenna fólki hvemig það eigi að gerast frumkvöðlar, það eru sett upp frumkvöðlasetur til þess að ýta und- fr að ungt fólk gerist frumkvöðlar. Sumir láta ekki nægja að aðrir ákveði hverjir skuli kallast frumkvöðlar eða að menn ávinni sér þann titil með verkum sínum heldur lýsa því yffr, að þeir líti á sjálfa sig sem frumkvöðla. Allt er þetta í sjálfu sér jákvætt og mikilvægt að hvetja til þeirrar framtakssemi, sem einkenn- ir frumkvöðla. Hins vegar er hollt að hafa í huga, að frumkvöðlar hafa áður verið til bæði á íslandi og annars staðar, þótt þeirra samtíma hafi ekki dottið í hug að gefa þeim þetta nafn. Það er svo önnur saga, hvort yfirleitt sé hægt að kenna fólki að gerast frumkvöðlar. Kannski er það bara eitt- hvað sem er í genunum. Matthías Johannessen, skáld og ritstjóri Morgunblaðsins, gaf þessum einstaklingum að vísu annað nafn fyrir nokkrum áratugum, þegar hann nefndi þá athafnaskáld. En það eru áreið- anlega ekki margir, sem standa undir því nafni. Þeir einstaklingar, sem komu fram á sjónar- sviðið í atvinnulífinu á Islandi fyrir, um og eftir aldamótin voru allir dæmigerðir frumkvöðlar. Menn á borð við Thor Jensen, Pétur Thorsteins- son, Einar Þorgilsson og síðar Einar Guðfinns- son, Tryggva Ofeigsson, Ingvar Vilhjálmsson, svo að einungis nokkrir séu nefndir, voru allir frumkvöðlar. Það væri skemmtilegt ef hugmynd- ir um svonefnd frumkvöðlasetur yrðu að veru- leika, að þau tengdu umræður um frumkvöðla nútímans á einhvem hátt við frumkvöðla fyrri tíðar. Þeir voru að vlsu nánast ómenntaðir. Þeir höfðu ekki aðgang að fjármálafyrirtækjum, sem settu upp fjármálalegar lausnir á þeim viðfangs- efnum, sem þeir fengust við. Þeir höfðu ekkert nema tvær hendur tómar en það dugði til. í bókaflóði þessa síðasta desembermánaðar á 20. öldinni má finna bækur þar sem fjallað er um frumkvöðla fyrri tíma og nútímans. Þar er m.a. að finna umfjöllun um einn af þeim athafnamönnum sem hafa lítið látið fara fjTÍr sér en höfðu grundvallaráhrif á uppbyggingu og þró- un íslenzks atvinnulífs um miðbik aldarinnar. Sá maður er Bergur G. Gíslason sem nú er á tíðræðisaldri en var einn af þeim frumkvöðlum sem byggðu upp flug og flugsamgöngur á ís- landi. í BÓK Jónínu Micha- Fluffbrautí elsdóttur, Dagur við Vatn«5tnwinni ský’ sem nýlega er vamsrayrmm komin út> er fjallað um fólk í íslenzkri flugsögu og þar er að finna yfirgripsmestu frásögn sem bfrzt hefur á prenti um feril Bergs G. Gíslasonar. í ljósi þeirra um- ræðna, sem nú fara fram um Reykjavíkurflugvöll og framtíð hans, er fróðlegt að lesa frásögn manns sem tók þátt í að byggja Reykjavíkurflug- völl og var þátttakandi í því í þeim bókstaflega skilningi að vera einn þeirra sem ruddi grjóti í burtu með eigin höndum til þess að hægt væri að byggja flugvöll. I þeim kafla bókar Jónínu, þar sem fjallað er um Berg G. Gíslason segir m.a.: „Reykjavíkurflugvöllur, sem menn eru ekki á einu máli um hvort eigi að leggja niður þar sem hann er eða ekki, á sér langa sögu, sem ekki er ástæða til að rekja í löngu máli, en ekki fer á milli mála, að þetta svæði í Vatnsmýrinni gegndi stóru hlutverki í því að gera okkur hlutgeng í alþjóð- legu samstarfi. Sjálfur var ég þeirrar skoðunar, að uppbygging Reykjavíkur hefði öðru fremur ráðist af höfninni og góður flugvöllur myndi gegna skyldu hlutverki, tryggja atvinnu og styrkja byggðakjarnann í Reykjavík. Löngu áður en ég kom að flugmálum hér á landi voru menn byijaðir að sjá fýrir sér flugvöll í mýrinni og famir að lenda þar. Vatnsmýrin samanstóð af þremur spildum, sem lágu frá suðri til norðurs. Á þessum tíma réðu bræðm-nir Sturla og Friðrik Jónsson yfir þeim hluta mýr- arinnar, sem til greina kom að nota. Fór ég á fund Sturlu og fékk munnlegt leyfi til þess að við mættum athafna okkur eftir þörfum á landi þeirra. Árið 1937 fékkst fjármagn til að kaupa timbur, svo hægt væri að byggja tvær þokkalega breiðar brýr, sem tengdu saman þessar þrjár spildur og við það myndaðist austur-vestur braut. Þetta var mikil lyftistöng og gerði okkur fært að halda uppi flugi í smáum stíl til og frá Reykjavík. En þótt staðurinn væri ákjósanlegur var mýrin oftast blaut og þung til umferðar og Forystugreinar Morgunblaðsins 16. desember 1990: „Að und- anförnu hefur forvitnileg deila staðið í sölum Alþingis. Hún hófst með því, að Hall- dór Blöndal, alþingismaður, óskaði eftir að fá lista með tillögum sjávarútvegsráðu- neytis um úthlutun trillu- kvóta. Því var neitað. Þá leitaði þingmaðurinn tii for- seta Sameinaðs þings, sem taldi sig ekki hafa váld til að gefa framkvæmdavaldinu fyrirmæli um upplýsingagjöf af þessu tagi. Þingmaðurinn gafst ekki upp, enda tóku fleiri þingmenn undir kröfu hans, og beindi þessari sömu ósk til forseta Efri deildar, fyrst munniega en síðan skriflega ásamt fjórum öðr- um þingmönnum. Forseti Efri deildar kvaðst mundu hafa samband við sjávar- útvegsráðherra vegna þessa máls og gerði það og má bú- ast við, að upplýst verði í þinginu á morgun hver svör ráðherrans eru.“ 17. desember 1985: „Stöð- ugar fréttir berast af vand- ræðum Svía vegna yfirgangs Sovétmanna. Þessi vandræði eru af margvíslegum toga. Það er til dæmis ljóst, að Sovétmenn hafa fært sér hlutleysisstefnu Svía í nyt. Af sovéskri hálfu var því lýst yfir á sínum tíma, að það samrýmdist tæplega hlut- leysisstefnu Svía að halda uppi árásum á Sovétmenn fyrir að hafa sýnt yfirgang með kafbátum við strönd Svíþjóðar. Svo virðist sem þessar pólitísku ögranir Sovétmanna hafi haft áhrif á Olof Palme, forsætisráð- herra, og ríkisstjórn hans. Palme hefur viljað gera sem minnstúr ferðum sovézku kafbátanna og leitast hefur verið við að þagga niður í þeim Svíum, hermönnum, embættismönnum og stjórn- málamönnum, sem vilja halda málinu á loft. útilokað að þurrka hana eins og á stóð. Þegar við hjá Flugmálafélaginu fengum Klemm-vélina þýzku var brugðið á það ráð að fljúga vélinni tómri á stórt tún í Korpúlfsstaðalandi og þaðan síðan með fullfermi. Við fengum afnot af litlu flugskýli, sem hafði verið gert fyrir Bluebird- vélina í Vatnsmýrinni og þurfti að losa vængina af flugvélinni hverju sinni til að hún kæmist þar inn. Skaust ég oft út á völl, þegar Öm (O. John- son, síðar forstjóri Flugfélags íslands og Flug- leiða) var að fara í flug til að festa með honum vængina á Klemmann. Helztu áfangastaðir voru Höfn í Homafirði og Melgerðismelar en sjóvélin fór yfirleitt til Akureyrar. Þegar við Agnar (Koefod Hansen, síðar flugmálastjóri) flugum um landið varð mér ljóst, að vonlaust væri að lenda á fjörðunum fyrir austan og eina vitið að hafa flugvöllinn á Egilsstöðum. Eftir að ég settist í flugráð beitti ég mér fyrir því að flugvöllur yrði lagður þar og réði nokkru um þá framkvæmd alla. Sama má segja um flugvöllinn á Akureyri, sem ég hafði forgöngu um í flugráði. Ég réði staðsetningu á þeim flugvelli og var meira og minna fyrir norðan meðan verið var að byggja hann. Þegar verið var að gera fyrstu flugbrautina í Vatnsmýrinni vildum við náttúrlega komast upp úr mýrinni og á melana í Reykjavík og höfðum augastað á landinu suður með Öskjuhlíð en bæj- aryfirvöld höfðu ákveðið, að íþróttahreyfingin fengi þar aðstöðu og tengdist það sjóböðum í Nauthólsvík. En við komumst samt sunnar því að við fengum vilyrði til að gera tilraunabraut á stórgrýttum melum, þar sem gamli flugturninn var. Við vorum bæði fjárvana og verkfæralausir til slíkra framkvæmda en áhugann vantaði ekki. Allir mættu í sjálfboðavinnu og létu félagar í Svifflugfélaginu ekki sitt eftir liggja. Byrjað var á að handtína upp allt grjót. Erling Smith útveg- aði gamla vörubifreið, sem fyrirtæki föður hans átti, stór járnplata var fest aftan í hana með keðj- um og stærri steinunum velt upp á hana en minni steinunum hent upp á pallinn. Hins vegar reynd- ust vera þarna jarðfastar klappir og engin von til að fjarlægja þær nema með sprengiefni. Reynt var að handbora en það bar engan árangur. Þá vorum við svo heppnir að komast yfir borvél, lík- lega þá einu á landinu á þeim tíma eftir því, sem Valgeir Bjömsson sagði mér löngu síðar en hann var bæjarverkfræðingur og hafnarstjóri. Þegar komið var að því að sprengja útnefndi Agnar, sem þá var orðinn lögreglustjóri, okkur Gunnar Jónasson til að annast sprengingarnar. Miðað við þau tæki og tól, sem til eru í dag, þætti skrýtið að sjá menn kveikja í þrettán hleðslum og hlaupa síðan á harða spretti undir lúxusbifreiðina skammt frá en þetta dugði og innan tíðar var bú- ið að ryðja þama sæmilega braut til suðurs og ekki beðið boðanna með að nota hana. Reglu- gerðarpostular nútímans hefðu sjálfsagt ekki leyft það.“ Bergur G. Gíslason kom við sögu fleiri flug- valla en í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum. Hann fór með félögum sínum um landið og lentu þeir á 18 stöðum til viðbótar við Akureyri. Hann segir: „Þessi lauslega athugun leiddi í ljós að víða um landið vora sæmilegir flugvellir frá náttúr- unnar hendi og aðrir, sem gætu orðið nothæfir með lítils háttar endurbótum. Þess utan var fjöldi landssvæða þar sem mátti nauðlenda án áhættu og virtist okkur í því fólgið öryggi um- fram það, sem sjóflug bauð upp á. Ég var með litla bók með mér og skrifaði athugasemdir um hvem stað sem lent var á og á ég hana ennþá. Þann 1. október haustið eftir lentum við Agnar á túni í Vestmannaeyjum og var það í fyrsta skipti, sem flugvél tókst að lenda þar. Fólk flykktist út á túnið og þetta var ógleymanlegur dagur. Manni fannst einhvem veginn öðravísi að ijúfa einangr- un eyjar heldur en fjarða og dala, jafnvel eyjar, sem var nálægt landinu sjálfu og með ágætar samgöngur á sjó. Líkast til er þessi kennd sprott- in úr því hvað Island var lengi einangrað." Þótt framkvöðlastarf Bergs G. Gíslasonar hafi beinzt að uppbyggingu ílugs á árunum áður en ísland hlaut fullt sjálfstæði og síðan með aðild að stjómum Flugfélags íslands, Flugleiða og Cargolux, hefur hann komið víða við sögu í at- vinnulífi. Hann kom m.a. að málefnum Morgun- blaðsins snemma á stríðsáranum og tók síðan sæti í stjórn útgáfufélags þess og átti þar sæti þar til fyrir nokkrum misserum. I áratugi hefur hann heimsótt ritstjóra Morgunblaðsins reglu- lega og sýnt lifandi áhuga á málefnum blaðsins enda vel heima í útgáfu dagblaða og þá ekki sízt í Bretlandi þar sem bjó á sínum yngri árum. Það er ánægjulegt að sjá svo vandaða umfjöll- un um feril þessa hljóðláta en merka athafna- manns sem þar að auki hefur meiri og betri yf- irsýn yfir tækniþróun þessarar aldar en flestir aðrir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.