Morgunblaðið - 17.12.2000, Side 37

Morgunblaðið - 17.12.2000, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2000 37 [ Si + Bergljót Sigríður Rafnar fæddist í Reykjavík 20. sept- ember 1922. Hún lést í Landspítalanum 11. þ.m. Hún var dóttir séra Haralds Níels- sonar og Aðalbjarg- ar Sigurðardóttur. Hálfsystkini hennar, börn séra Haralds og Bergljótar Sigurðar- dóttur, fyrri konu hans, voru Sigurður, Soffía, Kornelíus, El- ín og Guðrún, en þau tóku sér ættarnafnið Haralz. Albróðir Bergljótar, sem nú lifir einn systkinanna, er Jónas H. Haralz, fyrrv. bankastjóri. Bergljót ólst upp á heimili for- eldra sinna í Lauganesi við Reykjavík. Hún stundaði gagn- fræðanám á Isafirði og í Reykja- vík og lauk stúdentsprófi við Menntaskólann í Reykjavík árið 1941. Hún starfaði við blaðið Vik- una og í Grænmetisverslun rík- isins til 1944 þegar hún gekk að eiga Bjarna Rafnar, Iækni, son Jónasar Rafnar yfirlæknis í Kristnesi og Ingibjargar Bjarna- dóttur. Bjuggu þau Bergljót og Bjarni fyrst í Reykjavík en sfðan á Akureyri, en dvöldust í Dan- mörku árin 1952-1954 og í Banda- Nokkur orð um einstaka ömmu. Æskuminningar okkar úr Ása- byggðinni hjá ömmu Beggu og af- anafna eru litaðar sterkum tilfinn- ingum. Ást, hlýja og öryggi. Við vissum nefnilega að við vorum augasteinamir hennar ömmu og þannig leið okkur. Opinn faðmur fyrir utan flugstöð- ina. Amma Begga í aftursætinu til að getað haldið í höndina. Rúntur um helstu stofnanir Akureyrar til að sýna bamabörnin („Já, nú em þau loksins komin!“). Við lánuðum henni góðfúslega mýkstu eyrna- snepla í heimi til að strjúka og hlýj- ar hendur í bæjarferðum. Stöðugt hrós, allt sem við gerðum alveg stórmerkilegt. Kossar og faðmlög, bænirnar, sofna í afa- og ömmubóli. Að finna fyrir svo sterkri ást, tjáðri á svo opinn hátt er ómetanlegt fyrir barn. Það er góð tilfinninga þegar einhver er stoltur af manni. Og svona hefur það verið alla tíð. Amma Begga var alltaf jafnglöð að sjá okkur, hafði alltaf áhuga á því sem við vomm að gera. Okkar ein- lægasti stuðningsmaður. Endalaus bakkamon og rommý. Ömmu alveg sama hver vann, tilgangurinn að spila og spjalla. Hún smitaði frá sér gleði, eigin hrakfallasögur í sér- stöku uppáhaldi. Maður sat eftir með sömu vellíðan og forðum. Þetta verða erfið jól, sérstakega fyrir elsku afa nafna. Við verðum lengi að venjast því að amma taki ekki á móti okkur frammi á gangi: „Ég er búin að fara í sund, er ég ekki dugleg?“ Síðan með glotti á vör: „Ef ég hæli mér ekki sjálf er mín dýrð engin“. Við höfum misst mikið og sorgin er sár. En sorgin er líka ljúfsár. Ljúfsár því hún er blönduð öllum góðu til- finningunum sem amma Begga vakti með okkur. Blönduð óendan- legu þakklæti fyrir að hafa átt hana að, fyrir að hafa fengið að vera einn af augasteinunum hennar. Blessuð sé minning ömmu Beggu. Bjarni og Lilja. Bergljót Rafnar var falleg kona og erfði marga góða eðliskosti úr báðum ættum. Faðir hennar, sr. Haraldur Níelsson prófessor, lést þegar hún var mjög ung. Aðalbjörg Sigurðardóttir, móðir hennar, var mikil merkiskona og tengsl þeirra mæðgna voru náin. Ekki þótti mér Begga lík mömmu sinni, en þær voru báðar sterkir persónuleikar, vel gefnar, mælskar og skemmti- legar. Aðalbjörg var alltaf mjög virk í félagsmálum og stúdentinn Begga ríkjunum 1959-1960, þar sem Bjami var við framhaldsnám. Eftir það bjuggu þau samfellt á Akur- eyri til ársins 1989, er Bjarni lét af störf- um sem yfirlæknir. Á Akureyri sinnti Bergljót ýmsum félagsstörfum. Átti hún sæti í bæjar- stjórn sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins árin 1978-1989 og gaf sig framar öðru að málefnum bama. Þá starfaði hún mikið í Zonta- klúbbi Akureyrar. Siðustu ár áttu þau Bergljót og Bjarni heima í Reylqavík, þar sem öll börn þeirra eru búsett. Þau em: Björg Rafnar, læknir, maki Össur Krist- insson, Haraldur Rafnar, raf- eindavirki, maki Rósa Þorsteins- dóttir, Kristín Rafnar, hag- fræðingur, maki Gunnar Stefánsson og Þórunn Rafnar, líf- fræðingur, maki Karl Ólafsson. Barnabörn Bergljótar og Bjarna eru átta og barnabarnabörn era þijú. Utfor Bergljótar fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 18. desember og hefst athöfnin klukkan 15. var kannski þess vegna heimakær og kaus að njóta móðurhlutverksins þar til börnin fjögur voru flogin úr hreiðrinu. Hún hvatti bömin sín til dáða og síðar barnabörnin og var einstaklega umhyggjusöm um þeirra hag. Begga var vinamörg og um skeið bæjarfulltrúi fyrir Sjálf- stæðisflokkinn á Akureyri. Rafnarsfjölskyldan er samheldin og það voru þau líka systkinin Begga og Jónas H. Haralz. Á með- an bræðurnir, Bjami hennar Beggu og Jónas faðir minn, bjuggu báðir á Akureyri var stutt á milli heimil- anna og samgangur mikill. Okkur systmm þótti alltaf notalegt að koma á Skólastíginn og síðar í Ása- byggðina. Húsmóðirin var miðdepill heimilisins, full af lífskrafti og dugnaði, gaf sér tíma til að spjalla við unga fólkið, segja fréttir og vera skemmtileg. Hún var viðlesin og fróð, hlý og blátt áfram og ræktaði vel garðinn sinn. Þegar Bjarni hætti læknisstörfum á Akureyri og þau fluttu suður urðu bræðumir aftur nágrannar og alla tíð vom tengsl fjölskyldnanna mikil. Það er ham- ingja í því fólgin að eiga góða að og rækta þá list að eiga sína að vinum. Við Begga höfum verið spilafélagar í mörg ár. Hún var notalegur félagi, fastlynd og fundvís á færar leiðir. Hún hafði allt það til að bera sem skiptir máli um eftirsóknarverðan félagsskap. Með frásagnargáfu sinni sló hún upp myndum af liðinni tíð og af mannfólki, sem varð ljóslifandi fyrir mér eins og ég hefði sjálf verið viðstödd atvik hverrar sögu. Mjög oft var kímni í frásögninni. Slíkt er ekki öllum gefið. Við systur og fjölskyldur okkar sendum Bjarna, Björgu, Haraldi, Kristínu, Þómnni, Jónasi H. Haralz og öllu þeirra fólki okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Góð kona er horfin af sjónarsviðinu og Bergljót Rafnar verður öllum minnisstæð sem henni kynntust. Ásdís J. Rafnar. Með þakklæti fyrir góðar sam- vemstundir kveð ég ömmusystur mína, Bergljótu Rafnar. Ég hef þekkt hana frá því að ég man eftir mér. Hún var skemmtileg kona og gott að vera nálægt henni. I fjölmennum fermingarveislum og jólaboðum leitaði ég hana ávallt uppi og settist hjá henni. Og þó að ég væri bara krakki lét hún mér alltaf finnast að ég væri stórmerki- leg manneskja sem henni þætti gaman að tala við. Hún var með svo sérstök brún augu. Það var alltaf glettnisglampi í þeim og þau vom svo skýr og skörp að það var eins og hún gæti lesið hugsanir með þeim. En Begga bjó langt í burtu, alla leið norður á Ákureyri svo það var nú bara spari sem maður fékk að hitta hana. Haraldur sonur hennar datt aftur á móti stundum óvænt inn úr dyranum og varð mikill uppáhaldsfrændi. Einhvern tíma hafði ég fengið hann til að lofa að taka mig með sér norður til Beggu við tækifæri og var svo að herma þetta loforð upp á hann í hvert skipti sem hann kom. Loks var það eitt sumarið að hann sá þann kost vænstan að senda mig bara eina og setti mig upp í rútu norður. Það var sumar og ég var tíu ára og þessi óralanga rútutuferð líður mér seint úr minni. Og í heila viku fékk ég vera hjá Beggu og Bjarna eins og prinsessa því um þetta leyti var barnahópurinn Jieirra allur floginn úr hreiðrinu. Ég fékk að gista í bókaherbergi Bjarna og naut þess að ganga meðfram hillunum, snerta kilina og lesa titlana á fallegu bók- unum hans. Svo fékk ég ótakmark- aðan aðgang að Andrésar andar möppum Haralds frænda og Barbie-dúkkum stelpnanna. En mesti lúxusinn var að sitja í eldhús- inu hjá Beggu, spjalla við hana og spila. Hún kenndi mér mörg ný spil og tók sér góðan tíma í að útskýra reglurnar. Þennan spilaáhuga vissi ég að hún hafði frá mömmu sinni Aðalbjörgu. Já þetta vora góðir dagar og auðvitað skein norðlensk sól allan tímann. Og heimferðin með Beggu og Bjama, sem áttu þá einmitt leið suður, var alveg ævintýri og gjör- ólík ferðinni norður. Bjarni var nefnilega óþreytandi við að benda út um gluggann og segja mér hvað fjöllin og dalimir hétu, hvaða fólk hafði búið þar í gegnum aldirnar og fara með Ijóðin sem þar höfðu verið samin. Landið lifnaði við fyrir aug- unum á mér og einhvers staðar á leiðinni stoppuðum við bílinn, geng- um út fyrir veginn og hann sýndi mér hvernig ég gæti dmkkið vatn úr lófa mér þar sem uppspretta hafði gert grasið í kring iðagrænt. Á seinni ámm bjó Begga í Reykjavík til að vera nálægt mynd- arlegum hóp af börnum og barna- bömum og ég leitaði hana þá enn uppi og hún mig í leikhúsinu. Og þá vom Bjarni og Jónas bróðir oft með í för. Núna þegar hún er skyndilega á bak og burt verða þessar samvera- stundir sannkölluð foréttindaaugna- blik. Dýrmætar minningar sem hlýja mér um hjartarætur. Elsku Bjami, Haraldur, Þórunn, Kristín, Björg og Jónas frændi, ég votta ykkur og fjölskyldum ykkar innilegustu samúð. María Ellingsen. Ég var sextán ára gamall er ég fyrst hitti Bergljótu Rafnar, þá ný- byrjaður í Menntaskólanum á Ak- ureyri. Þangað kom ég með æsku- vini mínum Bjarna Össurarsyni, barnabami Bergljótar og Bjarna Rafnar. Sextán ára unglingur er ekki fúllorðinn, allra síst einn í nýj- um skóla, á nýjum stað, í niður- gröfnu kjallaraherbergi, fjarri heimahögum. Þá var það Bergljót Rafnar sem tók mig undir sinn vemdarvæng og varð ég heima- gangur í Ásabyggð 5 frá fyrsta degi. Ég borðaði þar, spilaði, spjallaði og lagði mig í stofunni hjá hjónunum Bjarna og Beggu Rafnar oft í viku þau fjögur ár sem ég var í MA. Ógleymanlegar em þær stundir sem við skólafélagamir og Bergljót áttum í stofunni hennar við Trivial getraunaspil og Yatsi. Bjarni eldri inni í eldhúsi, þóttist ekki vilja vera með, en hafði svör við öllu og gat ekki á sér setið að kalla þau jafn- harðan fram í stofu, okkur spila- félögunum til mikillar mæðu. Að loknum skóladegi ef ekki var spilað vom stíómmálin rædd af miklum móð í Ásabyggð 5. Bergljót sem þá var bæjarfulltrúi á Akureyri var heldur ekki lengi að snúa mér, vinstri róttæklingnum að sunnan, frá villu vegar. Hún var talsmaður samhjálpar, umhyggju og um leið einstaklingsfrelsis, sjálfstæðiskona af gamla góða skólanum. Að hafa átt þess kost í fjóra vetur að umgangast nær daglega svo vel gert, gáfað og ekki síst skemmtilegt fólk sem þau Bjarna og Bergljótu Rafnar var ómetanlegt og eitthvað sem ég mun búa að alla ævi. Fyrir það vil ég þakka henni um leið og ég sendi Bjarna Rafnar og öðram ættingjum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Bjöm Ársæll Pétursson. Góður vinur okkar hjóna, Berg- ljót Rafnar, er til moldar borin í dag. Andlát hennar kom á óvart og er sjónarsviptir að svo mikilli konu. Hún var gædd leiftrandi gáfum og lá áhugasviðið víða. Þau Bjarni vora höfðingjar heim að sækja, heimili þeirra var menningarheimili, lát- laust og hlýtt. Þegar þau fluttu suður hafði Bergljót við orð, að þá reyndi á, hvort við sæjumst jafnoft og áður. Því miður reyndist gmnur hennar réttur. Það er lengra milli húsa hér syðra en fyrir norðan. Bergljót heitin og Bjami nutu trausts og vinsælda meðal Akureyr- inga. Bæði vom þau hjónin í bæj- arstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það lætur að líkum, að Bergljót beitti sér einkum á sviði félags-, skóla- og íþróttamála og svo skemmtilega hittist á um svo mik- inn kvenskömng, að Bergljót átti sæti í fyrstu jafnréttisnefnd Akur- eyrar. Én póhtískur áhugi hennar takmarkaðist ekki við þessi mál, heldur var hann altækur og minnist ég margra skemmtilegra stunda, þar sem við skeggræddum gegnum tíðina. Ég þakka henni að leiðarlok- um góða vináttu og stuðning og hollráðin sem hún gaf mér. Nú er þungur harmur kveðinn að þér, Bjarni Rafnar, gamli vinur, og fjölskyldu þinni. Þá er gott að hafa þroska til að mæta mótlætinu. Þess- um línum fylgja samúðarkveðjur okkar Kristrúnar. Guð blessi minn- ingu Bergljótar Rafnar. Halldór Blöndal. Árið 1938 kom há og sæt stelpa, Bergljót, í M.R. Hún hafði tekið gagnfræðipróf í skóla Ágústar en áður lært í skólum á Isafirði. Hún fór í stærðfræðideild, sem þá var óvenjulegt um stúlkur, en bróðir hennar Jónas hafði ráðlagt henni að gera ekki það sama og hann hafði gert, það að fara í máladeild. Þarna kynntist hún Þórdísi, Lídu, dóttur Guðmundar Björnssonar landlækn- is. Þær urðu nánar vinkonur, sem ég kynntist lítið fyrr en eftir að við úskrifuðumst. Þá varð ég hissa, hversu skemmtilegar þær vom þessir reikningsheilar. Og þá var sko gaman að lifa. Við vöktum og hlógum og sungum, t.d. „En dag er ikke livet uden kærlig- hed.“ Allt varð að ævintýrum og Begga var líklega okkar frásagn- arbest. Hún þurfti ekki að fara lengra en út í mjólkurbúð án þess að koma aftur með bráðfynda sögu, hvað þá eftir að fara í útilegur eða út á land. En eftir að hitta háa og laglega læknanemann að norðan urðu brosin leyndardómsfyllri og sögunum fækkaði. Þau Bjarni giftu sig fyrr en flest okkar hinna og hafa alla tíð litið hvort annað ástaraugum. Eftir að Björg fæddist og ungu foreldrarnir bjuggu enn á Leifsgöt- inni hjá Aðalbjörgu, móður Beggu, fóram við vinkonur hennar stundum til hennar okkur til ánægju, á með- an bóndinn lærði. Svo liðu árin og hver gerði sitt. Við reyndum að hitt- ast í stúdentsafmælum fimmta hvert ár. Stundum komu skeyti frá Akur- eyri á þá leið að hún kæmist ekki, hún væri að hjálpa bami eða barna- barni. Hún var frábær móðir og amma. Eitt sinn var hún aðalræðu- maðurinn, og sagði með glettni frá sínum skólaendurminningum og einnig frá því, þegar þau hjón og börn bjuggu í Baltimore á meðan Bjarni var þar í sémámi, en að í raun hefðu þau aldrei fundið Am- eríku. Á þeirra smekklega menningar- heimili hylja bækur veggina, enda vom þau bæði víðlesin og fróð. Þannig var gott að koma og njóta hlýrrar gestrisni. Mörgum ámm seinna fékk ég hringingu frá Baltimore. Þangað vora hjónin komin aftur, en nú í heimsókn til Þómnnar, yngstu dótt- ur sinnar og hennar fjölskyldu, en ungu hjónin vom bæði í sémámi. Þetta endurtók sig nokkmm sinn- um og alltaf gátum við hist. Þvílík ánægja það var fyrir okk- ur, nú lífsreynd og þroskuð, að rabba og hlæja. Og ég hugsa að þau hafi fundið Ameríku. Blessuð, Begga mín, ég veit að bekkjarsystkinin munu sakna þín. Við hjón sendum Bjarna, ykkar afkomendum og Jónasi okkar sam- úðarkveðjur. Hallfríður G. Schneider. • Fleirí minningargreinar um Bergfjótu Sigríði Rafnar bíða birtingar og niuriu birtastíblaðinu næstu daga. Móðir okkar, SIGURLAUG STEFÁNSDÓTTIR frá Smyrlabergi, Vogatungu 31 a, Kópavogi, er látin. Bömin. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustU allan "IjKÍ sólarhringinn. % / Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. BERGLJÓT SIGRÍÐUR RAFNAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.