Morgunblaðið - 17.12.2000, Page 40

Morgunblaðið - 17.12.2000, Page 40
,40 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ■é + Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGFÚS JÓNSSON múrarameistari, Vesturbrún 10, Reykjavík, sem lést mánudaginn 11. desember, verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 19. des- ember kl. 13.30. Guðbjörg Jóelsdóttir, Margrét Sigfúsdóttir,Kenneth Fergusson, Sigrún Sigfúsdóttir, Gunnar Ólafur Bjarnason, Jón Sigfússon, Bima Jónsdóttir, Valdímar Sigfússon, Valgerður Hannesdóttír, Kristinn Sigfússon, Anna Traustadóttir og barnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN GUÐBJARTSSON frá Hólkoti, sem andaðist á dvalarheimilinu Höfða, Akra- nesi, sunnudaginn 10. desember, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju fimmtudaginn 21. desemberkl. 14.00. Védís Elsa Kristjánsdóttir, Þórir Sævar Maronsson, Kristlaug Karlsdóttir, Heiðbjört Kristjánsdóttir, Grétar Guðni Guðnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, GUÐNI JÓNSSON, Vífilsgötu 14, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 19. desember kl. 13.30. Svanborg Jónsdóttir, Jón Jónsson, Rannveig Jónsdóttir, Axel Guðmundsson, Sesselja Gísladóttir, Edda Kristjánsdóttir og bræðraböm. + Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður og ömmu, DÓRU JÓHANNESDÓTTUR, Safamýri 81, Reykjavík. Guð veri með ykkur. Ingi Þorbjörnsson, Guðmunda Kristinsdóttir, Sigurður Elli Guðnason, Sigríður Hanna Kristinsdóttir, Finnbogi Finnbogason, Hannes Krístinsson, Rósa Sigríður Gunnarsdóttir, Þóra Kristinsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir sendum við þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug og heiðruðu minningu HALLDÓRU EGGERTSDÓTTUR, Stórholti 27, ReyKjavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki kvenna- deildar Landspítalans við Hringbraut. Hildigunnur Eggertsdóttir, Gissur Eggertsson, Sigríður Davíðsdóttir, Runólfur Runólfsson, Gerður Hafsteinsdóttir og fjölskylda. HALLDORA GUÐ- BRANDSDÓTTIR + Halldóra Guð- brandsdóttir fæddist að Hrafnkels- stöðum í Hraun- hreppi, Mýrasýslu, 15. maí 1911. Hún lést á dvalarheimili aldr- aðra í Borgamesi hinn 7. desember síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ólöf Gilsdóttir, f. 1876, d. 1956, og Guð- brandur Sigurðsson, f. 1874, d. 1953. Systkini Halldóru voru Ingólfur, f. 1902, d. 1972; Sigurður f. 1903, d. 1984; Jenný, f. 1904, d. 1983; Stef- am'a Þómý, f. 1906, d. 1985; Guð- rún, f. 1908, d. 1985; Pétur, f. 1912, d. 1913; Sigríður Petrfna, f. 1914, d. 1987; Andrés, f. 1916; Ólöf, f. 1919; Hrefna, f. 1921. Skólaganga Halldóru var auk farskólakennslu eins vetrar nám í Héraðsskólanum að Reykholti. Hennar starfsvettvangur var, samhliða bústörfum, húsmóður- störf og uppeldi átta baraa. Árið 1939 giftist hún Brynjúlfi Eiríks- syni, f. 21.12. 1910 að Hamraend- um í S.sv. Foreldrar hans vom hjónin Helga Þórðardóttir, f. 1876, d. 1937, og Eiríkur Ágúst, Jóhann- esson, f. 1873, d. 1952. Brynjúlfur lést 12.1. 1976. Þau hjón hófu bú- skap að Hrafnkelsstöðum árið 1936 en stofnuðu nýbýlið Brúar- land úr landi Hrafnkelsstaða og fluttu þangað árið 1955. Böra Halldóru og Brynjúlfs eru: Helga, f. 20.10. 1936, g. Borge J.I. Jóns- syni, búsett í Reykjavík, þeirra börn: Bryndís Karen (1958) og Jenný (1965); Ólöf, f. 7.6. 1938, g. Páli Sigurbergssyni frá Hauka- tungu, Snæf., þeirra böm: Brynjar Það fyrsta sem kemur upp í hug- ann þegar ég hugsa til hennar ömmu minnar, er hlýja. Amma átti stórt hjarta og umvafði alla í kringum sig með kærleika og hlýju. Hún var stöð- ug sem klettur, hvað sem á gekk. Hvort sem ágjaflr lífsins voru stórar eða smáar, stóð amma alltaf uppúr ólgusjónum eins og klettur. Amma mín, nú þegar ég kveð þig í hinsta sinn, finn ég hvað ég er ríkur að hafa átt þig að leita til í öll þessi ár. Ófá handtökin eigum við saman í sveitinni og garðinum þínum þar. Garðinum sem þú hugsaðir um af sömu alúð og þú hugsaðir um allt þitt fólk. Ég þakka þér allt sem þú hefur gefið mér af visku þinni og lífsspeki. Því gleymi ég ekki og kem til með að búa að því allt mitt líf. Hvfl í friði, amma mín, og ég veit að afi og Gústi taka á móti þér í garðinum hinum megin. Sigurður Halldórsson. Elsku amma mín og nafna. Hér sit ég döpur og reyni að skrifa nokkur kveðjuorð til þín. Mér finnst erfitt að þurfa að kveðja þig núna, ég hefði viljað hafa þig svo miklu lengur hjá mér. Þú varst íyrirmynd mín og hef ég oft sagt „hvers vegna gat ég ekki erft alla hæfileikana hennar ömmu?“ En ég er viss um að eitthvað af þeim búa innra með mér og mun ég í fram- tíðinni reyna að rækta þá meira. Mér er minnisstætt fyrir nokkrum árum þegar ég var að hjálpa þér í garðinum þínum að þú sleist upp litla reyniviðarplöntu og sagðir „Nafna mín, ef þú getur haldið lífi í þessum anga þá ert þú nú með græna fing- ur.“ Lagði ég mig alla fram við að halda í henni lífinu og það tókst. Þessi planta sem er nú að verða að myndarlegasta tré mun alltaf verða tréið okkar ömmu. Elsku amma, þú studdir mig í öllu sem ég gerði og varst glöð þegar ég ákvað að drífa mig í skóla á ný. Sagð- ir að nú gæti ég gert allt sem mig langaði þegar ég yrði búin með skól- ann. Þetta veganesti hefur hjálpað mér mikið og hugsa ég oft um þessi orð þín, elsku amma mín. Halldór (1958), Sig- urbergur Dagfinnur (1962), Asbjöra Kjartan (1963), Olaf- ur (1967), Valgerður Sólveig (1971) og Halldóra Ágústa (1972); Ragnheiður Hrönn, f. 2.8.1939, g. Hauki M. Arinbjarn- arsyni, búsett í Borg- araesi, þeirra börn: Halldór Guðni (1962), Brynja (1964), Arinbjöm (1966) og Einar Bragi (1983), Eiríkur Ágúst, f. 15.1. 1942, d. 25.5. 1998, bóndi að Brúarlandi, ókvæntur og baralaus; Halldór, f. 20.6.1943, kv. Ástu Sigurðardóttur, búsett í Borgarnesi, þeirra böra: Sigurður (1970) og Brynjúlfur (1974); Brynj- ólfur, f. 25.3. 1945, kv. Fanneyju Einarsdóttur, búsett í Kópavogi, þeirra böra: Brynjúlfur (1964), Einar Bárður (1978) og Lúðvík (1979); Guðbrandur, f. 30.4. 1948, kv. Snjólaugu Guðmundsdóttur, búa á Brúarlandi, þeirra böm: Brynjúlfur Steinar (1973) og Guð- mundur Ingi (1977), Guðmundur Þór, f. 12.12.1950, kv. Ásdísi Bald- vinsdóttur, búsett í Borgamesi, þeirra böra: Sigurdór (1973), Hólmfrí'ður Ása (1976) og Ás- mundur Þór (1991). Baraabömin eru því orðin 22, baraabaraaböra- in 20 og eitt baraabaraabarna- bam. Eftir lát Bryiyúlfs hélt Hall- dóra heimili með Eiríki syni súium að Brúarlandi. Si'ðustu fjögur árin dvaldist hún að mestu á Dvalar- heimili aldraðra i' Borgaraesi. Útför Halldóru fer fram frá Borgameskirkju mánudaginn 18. desember og hefst athöfnin klukk- an 14. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að dvelja hjá þér heima á Brú- arlandi nokkra daga í senn í gegnum tíðina, ég hef lært mikið á að vera ná- lægt þér, þú varst svo fróð um allt sem sneri að lífinu og tilverunni og varst dugleg við að fræða mig. Þetta eru minningar sem ég mun geyma í hjarta mínu alla tíð og aldrei gleyma því eitt það yndislegasta sem til er, er að hafa fengið að vera nálægt jafn- fróðri og góðri konu eins og þér, amma mín. Minningamar streyma en fátt kemst á blað, elsku amma mín ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur ver- ið mér og gerðir fyrir mig og langar að kveðja þig með þessu ljóðbroti. Margseraðminnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tfð. Margseraðminnast, margseraðsakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku amma hafðu þökk fyrir allt ogallt. Þín nafna, Halldóra Ágústa. Elsku amma okkar. Okkur systkinin langar að kveðja þig með nokkrum fátæklegum orð- um. Langur tími mun líða uns við átt- um okkur á því að þú sért raunveru- lega farin frá okkur. Þú hefur verið homsteinn í lífi okkar og því er erfitt að átta sig á staðreyndum lífsins. Við vitum þó að vel hefur verið tekið á móti þér og faðmur afa og Gústa frænda, sem fóra báðir langt um ald- ur fram frá þér og okkur öllum, hefur án efa beðið opinn eftir þér, elsku amma. Ætíð vora móttökur þínar jafn- hlýjar og -yndislegar og á Brúarlandi gengum við alltaf að þér vísri með látleysi þitt og umhyggju. Eljusemi þín var ótrúleg, þér féll aldrei verk úr hendi og varst sífellt að. Þú varst mikil hannyrðakona og alltaf með eitthvað á pijónunum, flest eigum við einhverja minjagripi sem þú hef- ur töfrað fram, prjónaðir dúkar, saumaðir púðar, teppi og fleira. Heimflið þitt, fjölskyldan og garður- inn var það mikilvægasta í þínu lífi og fengum við systkinin svo sannarlega að pjóta þess. Þér óx ekkert í augum og áttirðu ætíð svör við öllu sem á góma bar. Var sama hvort um var að ræða garðrækt, stjórnmál, heimilis- hald eða velferð okkar bama- bamanna þinna og íjölskyldna okk- ar. Þú hafðir þínar skoðanir, varst hreinskilin og gast ávallt gefið okkur góð ráð úr reynslubrunni þínum. Hefur þú þvi verið okkur góð fyr- irmynd og verið okkur og fjölskyld- um okkar miklu meira en amma og eram við stolt af því að geta sagt að Dóra á Brúarlandi hafi verið amma okkar. Að rækta garðinn sinn er göfug list og það kunnir þú svo sannarlega í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Garðurinn þinn er stórkostlegur og er með ólíkindum hvað þú gast hugs- að vel um hann fram eftir öllu og nefnt hveija einustu plöntu með nafni og hver tildrög þess vora að þér áskotnaðist plantan, frá hveijum og hvers vegna. Og dugleg varstu að gera alls kyns tilraunir í rækt blóma, tijáa og matjurta, þetta lék allt í höndunum á þér, grænir fingur sem við gjarnan hefðum viljað erfa frá þér. Aldrei komum við á sumrin og haustin til þín nema að fá eitthvað góðgæti úr garðinum og fylgdu þá ávallt leiðbeiningar hvernig við gæt- um borið okkur að því að rækta og matreiða. Það væri ekki erfitt verk og við gætum þetta alveg eins vel og þú. Þú varst snillingur í eldhúsinu, heimsins besti matur, brauð og kök- ur var eitthvað sem kom af sjálfu sér. Þú þurftir engar uppskriftir heldur bara nýttir það sem til var og útkom- an var ætíð jafngóð. Fjölskyldan var þér mikilvæg og þúfræddir okkur mikið um ættina okkar og skyldmenni. Var notalegt að sitja hjá þér í rólegheitum við spjall, fóram við yfirleitt frá þér mik- ið fróðari en við komum. ÖIl fengum við að dvelja hjá þér í lengri eða skemmri tíma og er það ógleyman- legt í huga okkar allra. Jólaheim- sóknimar era líka ógleymanlegar en þá tilheyrði alltaf að taka í spil og spiluð var vist og púkk og allir vora jafnir, stórir sem smáir. Þú hafðir ætíð mikinn áhuga á því sem við voram að fást við hverju sinni og fylgdist vel með og oftar en ekki áttirðu góð ráð handa okkur sem við höfum vonandi reynt að nýta sem best og hvattir okkur áfram á okkar braut. Bömin okkar hafa einn- ig fengið að njóta þess að eiga þig sem langömmu og langalangömmu og er mikill söknuður hjá þeim að hafa misst ömmu sína. Elsku amma, við erum þér inni- lega þakklát fyrir hve góð þú hefur verið okkur öllum og fjölskyldum okkar og mikill leiðbeinandi. Það er ómetanlegt að hafa mátt njóta þín öll okkar uppvaxtarár og langt fram eft- ir fullorðinsaldri. Þrátt fyrir háan aldur voram við ekki tilbúin að missa þig en eram sátt við að þú hafir feng- ið að halda fullri reisn fram á síðustu stundu. Það er mjög táknrænt að þín síðustu verk áður en þú sofnaðir svefninum langa var að spila með félögum þínum og svo að síðustu að kíkja á dúkana þína tvo sem vora í strekkingu, þetta er svo lýsandi fyrir þig, mikil félagsvera og hannyrða- kona fram í fingurgóma. Hafðu þökk fyrir allt, elsku amma okkar, og hvfldu í friði í faðmi afa og Gústa frænda. Til ömmu: Nú ertu farin elsku amma en eftir situr minningin. Um græna fima fmgur þina og fagra stóra garðinn þinn. Brauðið góða og bakkelsið og blessuð spila- mennskan. Allt lék þínum höndum í hannyrðir og fleira. Ástin þín og umhyggjan hringinn okkur vafði. Við þökkum guði fyrir þig þú gafst okkur svo mikið. (V.S.P.) Systkinin frá Haukatungu. Margs er að minnast. Margar góð- ar minningar leita nú á hugann þegar ég fylgi ömmu minni síðasta spölinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.