Morgunblaðið - 17.12.2000, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2000
BRIDS
Um.vjón Guðmundur Fáll
Arnarvun
STUNDUM rekst maður á
ótrúleg spil. Lesandinn
ætti fyrst að líta á hendur
NS og íhuga möguleika
sína í sex spöðum með tíg-
ulás út:
Noyður
* A87542
u DG3
* D
* DG7
Vestur Austur
*G63 *D9
¥9754 ¥1086
♦ ÁG ♦ K10832
*10984 *653
Suður
*K10
»ÁK2
♦ 97654
*ÁK2
Ekki þar fyrir; það blas-
ir svo sem engan veginn
við hvernig hægt er að
vinna slemmuna þótt horft
sé á allar hendur. En það
er hægt!
Vestur spilar lauftíu í
öðrum slag og sagnhafi
þarf að gefa sér að austur
eigi G9 eða D9 í trompi, og
geti ekki yfirtrompað
fimmta tígulinn. Staðan
sem þarf að byggja upp er
þessi: Norður * A87 ¥ - ♦ - + -
Vestur Austur
4 G63 * D9
¥ - ¥ -
♦ - ♦ K
* - Suður * K10 ¥ - * 9 * - * -
Suður er inni og spilar
tígulníu. Ef vestur tromp-
ar smátt yfirtrompar suð-
ur með sjöu og fær vissu-
lega á ÁK. Trompi vestur
með gosa yfirtrompar
sagnhafi með ás og svínar
svo tíunni.
En hvernig er hægt að
ná fram þessari stöðu?
Þannig: Suður tekur á
laufás, trompar tígul, fer
heim á hjartaás og tromp-
ar tígul.
Ef vestur hendir til
dæmis hjarta, þá tekur
sagnhafi tvo slagi á þann
lit og endar heima til að
spila enn tígli og trompa.
Síðan tekur hann tvisvar
lauf og endar heima og þá
er lokastaðan mætt.
Gaman væri að vinna
svona spil við borðið.
Arnað heilia
f7A ÁRA afmæli. Nk.
I vl þriðjudag, 19. des-
ember, verður sjötugur Ást-
ráður H. Magnússon, Hörg-
sási 4, Egilsstöðum. Af því
tilefni bjóða hann og fjöl-
skylda hans vinum og
vandamönnum að þiggja
veitingar á afmælisdaginn
frá kl. 20.30 á Hótel Vala-
skjálf, Egilsstöðum.
O fT ÁRA Sigurður
O l) Bjarnason, fyrrver-
andi ritstjóri Morgunblaðs-
ins og sendiherra, verður 85
ára á morgun, mánudaginn
18. desember. Eiginkona
hans er Ólöf Pálsdóttir
myndhöggvari. Sigurður
verður að heiman.
SKAK
I msjiín Helgi Áss
Grétarsson
STAÐAN kom upp á heims-
meistaramóti FIDE sem
stendur nú sem hæst Ung-
verski ofurstórmeistarinn
Zoltan Almasi (2668) stýrði
hvítu mönnunum en þurfti
að bera lægri hlut fyrir Ev-
gení Vladim-
irov (2621)
frá Kasakst-
an 27.
...Rf3+! 28.
gxf3 gxf3 29.
Bxf3 Hxf3 30.
Hxc8+ Dxc8
31. Rxb6? Á
þessu hefur
hvítur ekki
efiii. Skyn-
samlegra var
að leika 31.
Rc3 og koma
riddaranum í
vörnina á
kóngsvæng.
31. ...Df5 32.
Hcl Hh3! 33. Hc7 Dbl+ og
hvítur gafst upp enda mát í
næsta leik. Jólapakkamót
Ilellis verður haldið í dag,
17. nóvember, klukkan 14 í
félagsheimili Hellis í Þöngla-
bakka 2. Gríðarlegur fjöldi
krakka hefur tekið þátt í
mótunum á undanfómum
árum og skemmt sér kon-
unglega ásamt öllum öðrum
sem komið hafa að þeim.
Svartur á leik.
UOÐABROT
UR NJOLU
Meistari himna miklu þú,
mig þinn andi hneigi,
svo hugurinn nokkuð hugsa nú
um hátign þína megi.
Nú er fögur næturstund,
nú ber skrautið frána
þakið bláa, er þandi mund
þín yfir höllu mána.
Lít eg sveima hæða hyl
herinn alskínandi;
því vill hefjast himna til
hugurinn lofsyngjandi.
Bjöm Gunnlaugsson.
ORÐABÓKIN
Að heyja
Einu sinni áður hefur
verið vikið að so. að
heyja í merkingunni að
gera eða framkvæma
eitthvað. f blaði var rætt
um það, að fatlaðir menn
hefðu oft þurft að há
mikla baráttu fyrir rétt-
indum sínum. Hér í Mbl.
rakst ég svo nýlega á
stutta grein frá blaða-
manni þess, þar sem
hann notaði nafnháttinn
að há. Pistill minn virðist
þannig hafa farið fram
hjá honum.
Það virðist því ekki
saka að rifja aftur upp
eitthvað af því, sem ég
benti lesendum Mbl. á.
Nafnháttur þessa so. er
að heyja, en ekki há.
Orðmyndin að há í nafn-
hætti hefur örugglega
smeygt sér hér inn í tal-
málið fyrir áhrif frá þá-
tíð og lýsingarhætti
sagnorðsins, sem er háði
- háð. Síðan fara menn
að skrifa há í nafnhætti.
Enginn vafi leikur á því,
að þetta hefur gerzt á
þennan veg. Þetta so.
hefur svonefnda veika
beygingu: heyja - háði -
háð, og eftir henni fer
beyging annarra orð-
mynda hennar. Eg heyi,
þú heyrð, hann heyr, við
heyjum, þið heyið og
þeir heyja baráttu fyrir
málinu. Állar eru þessar
myndir leiddar af nh. að
heyja. Því skal ekki
segja eða skrifa að há
baráttu; og þá ekld held-
ur ég hái, þú háir, hann
háir baráttu. Sama gildir
um ft.: við heyjum bar-
áttu, ekki háum baráttu;
þið heyið baráttu, ekki
háið baráttu, þeir heyja
baráttu, ekki há baráttu.
- J.A.J.
STJÖRNUSPA
cftir Frances Drake
BOGMAÐUR
Áfmælisbam dagsins:
Þú ert einstaklega
rólyndur, en þó skyldu
menn ekki flaska á því
að telja þig skaplausan.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Þú ættir að temja þér hægari
atgang að fólkL Það er undra-
vert hvað komast má með
hægðinni, meðan atfylgið get-
ur virkað fráhrindandi á suma.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú ættir að gefa þér meiri
tíma til að sinna vinum og
vandamönnum. Þegar til kast-
anna kemur eru þeir sá bak-
þjarl sem þú getur stólað á.
Tvíburar _
(21.maí-20.júm) H
Þú ættir að gefa meiri gaum
að smáatriðunum. I þeim felst
oft mikil visbending sem vont
er að láta sér yfirsjást Margt
smátt gerir eitt stórt
Krabbi
(21.júní-22.júlí)
Það er engum að þakka nema
sjálfum þér að þú stendur vel
á öllum vígstöðvum. Njóttu
þess en mundu um leið,
hversu fallvölt lukkan er í
Ljon
(23.júlí-22. ágúst) m
Vertu ekki of fljótur að kveða
upp dóma yfir öðrum. Hefur
hver til sín ágætis nokkuð og
kúnstin er að finna það og
virkja til góðra verka.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.) (BÍL
Það er oft tímafrekt að skoða
allar hliðar mála, en engu að
síður nauðsynlegt til þess að
geta tekið réttar ákvarðanir.
Vertu sanngjarn.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Engan skyldir þú álíta sjálf-
sagðan. Sýndu mönnum tillits-
semi og leyfðu þeim að segja
sitt, ef þú vilt á annað borð
vinna trúnað þeirra og fylgL
Sþorðdreki ™
(23. okt.-21.nóv.)
Þeir eru margir sem sækja til
þín um ráð. Reyndu að sinna
sem flestum, en um leið þarftu
að verja fyrir ágangi þeirra,
sem hafa ekkert gott í huga.
Bogmaður m ^
(22. nóv. - 21. des.) jHO
Þú ættir að halda að þér hönd-
um með kynningu á málstað
þínum. Þinn tími kemur
seinna en nú fer best á því að
þú sitjir og hlustir á hina.
Steingeit
(22. des. -19. janúar) ttíÍP
Stundum er það affarasælast
að láta hveijum nægja þá vitn-
eskju sem hann þarf til að
ljúka sínum hlut. En á endan-
um er sjálfsagt að sýna alla
myndina.
Vatnsberi
(20. jan. -18. febr.)
k£z
Þú þarft að vera svo sveigjan-
legur sem mest þú mátt. Að
öðrum kosti áttu á hættu að
stefna verkefni þínu í voða.
Hlustaðu á samstarfsmenn-
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þótt vitneskjan sé mikils virði,
verða sumir hlutir best
geymdir hjá trúnni. Gleymdu
ekki að annað fólk þarf líka að
eiga sér leyndarmál.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
49
Þakka öllum viðskiptavinum
mínum ánægjuleg viðskipti á
undanfömum ámm.
Verslunin er hætt viðskiptum.
Jóla- og nýárskveðjur.
Hverfisgötu 50 O Sími 551 5222
GLÆSILEGUR
FATNAÐUR
Hættu aö leita
Komdu til okkar
Jólatilboö á náttkjólum. verö
frá kr. 1.980, og náttfötum.
verö frá kr. 2.900
Ný sending fatnaöar
Stór númer
Gleöilega jólahátíö
LINDIN
tískuverslun. Eyravegi 7.
Selfossi. s. 482 1800.
tiskuverslun
v/Nesveg, Seltjarnarnesi,
sími 561 1680.
Opið
daglega frá kl. 10—18,
laugard. frá kl. 10—14.