Morgunblaðið - 17.12.2000, Síða 56
56 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Borgardætur meó jólaplötu
Jóladætur
Það eru sannarlega jólaleg jól hjá Borgar-
dætrum þetta árið því út er komin jólaplat-
an Jólaplatan. Arnar Eggert Thoroddsen
hitti á dætur tvær við jólatré útvarps-
hússins og spjallaði við þær um...jólin.
JÓLAANDINN hefur heltekið land-
ann sem fyrr. Jóla þetta og jóla hitt.
Yndislegt. Og svo jólatónleikar Borg-
ardætra í Salnum, tónlistarhúsi
Kópavogs, í kvöld kl. 20.00.
„Við verðum með fjögurra manna
sveit með okkur, þá Eyþór Gunnars-
son á píanó, Eðvarð Lárusson á gítar,
Þórð Högnason á bassa og Matthías
Hemstock á trommur,“ segir Ellen
Kristjánsdóttir en hún, Berglind
Björk Jónasdóttir og Andrea Gylfa-
dóttir skipa Borgardætur. Berglind
var á hraðferð og því sátu þær Andr-
ea og Ellen fyrir svörum.
Andrea segir lagaval plötunnar
nýju hafa tekið mið að því hvað
myndi passa fyrir raddsetningu
dætranna. „Þetta er svona í stíl við
það sem við höfum verið að gera á
síðustu tveimur plötum okkar. Þessi
ákveðni þríhljómur sem var geysi-
lega vinsæll á stríðsárunum, svona í
kringum ’40 og ’50. Þá voru alls kon-
ar söngtríó í gangi, það þekktasta var
Andrews-systur."
Er erfitt að syngja?
Ég hef oft velt því fyrir mér hvort
það sé ekki erfitt að þríradda svona.
j Manni finnst samt hálfbamalegt að
spyrja svona sjóaðar söngkonur út í
þetta. En best að láta bara vaða. Það
eru nú einu sinni jólin.
„Jú, það er það,“ segir Andrea, og
er góðu heilli áhugasöm um málefnið.
„Þetta er bara eitt af því erfiðasta
en skemmtálegasta sem ég hef gert á
mínum söngferli," bætir Ellen við.
„Þetta er orðið aðeins auðveldara
núna en fyrst var þetta bara eins og
erlent tungumál."
„Raddimar vefjast saman,“ út-
skýrir Andrea. „Það er ekki bara ein
okkar sem er með laglinuna og hinar
einhvers staðar undir heldur er þetta
eins konar vafningur."
Borgardætur hafa nú verið starf-
andi í sjö ár., Að vísu tókum við okk-
ur tveggja ára hlé hér um árið,“ segir
Andrea. „Þetta byrjaði allt með ein-
um tónleikum á Hótel Borg sumar-
daginn fyrsta. Þá var þetta allt á
ensku og við vorum margar vikur að
undirbúa þetta. Þetta gerði svo alveg
gífurlega lukku og í framhaldinu
héldum við fleiri hljómleika á Borg-
inni. Svo var þess farið á leit við okk-
ur að gera plötu og þá fórum við í það
að láta íslenska textana."
Ellen segir þær vera leynisystur.
„Við eram ótrúlega ólíkar.“ Andrea
Handunnar jólagjafir
Veski, gsm-töskur, trdlar,
kragar, armbönd, púðar,
dúkar, sængurverasett o.m.fl.
m a m í m o
textílsmiðja - gallerí
tryggvagata 16 • » 551 1808
Á MYNDBANDI19. DESEMBER
ÆGISSÍÐU 123
SIMI: 551-9292
HAFNARFIRÐI
SÍMI: 565-4460
FURUGRUND 3 KÓP.
SfMI: 554-1817
LAUGAVEGUR164
SÍMI: 552-8333
MOSFELLSBÆ
SfMI: 566-8043
NÚPALIND 1 KÓP.
SlMI: 564-5680
„ÞAR SEM NÝJUSTU MYNDIRNAR FÁST“
Morgunblaðið/Kristinn
Jólin eru komin til Borgardætranna Berglindar Bjarkar, Ellenar og Andreu.
samsinnir og segir þær vera með
ólíkar raddir sem jjersónuleika. „Það
er kannski þess vegna sem við náum
svona vel saman.“
Jólajóla
Allir eiga sér uppáhalds jólalag og
Borgardætur era þar engin undan-
tekning. Engu að síður taka þær sér
drjúgan tíma til umhugsunar og
mæna einbeittar út í loftið. Loks seg-
ir Ellen. „Ég get ekki að því gert en
mér finnst „Skreytum hús með
greinum grænum" alveg frábært
lag.“ Andrea tekur undir. „Já, það er
svona jóla jóla.“ Hún fer svo árang-
urslaust að reyna að rifja upp eitt-
hvert lag sem hún hefur oft heyrt í
jólamessu en allt kemur fyrir ekki.
„Heims um ból,“ segir hún loks með
hægð og er sýnilega létt.
Jólaplata Borgardætra hefur verið
að fá góða dóma í fjölmiðlum. „Ég er
afskaplega ánægð með hana,“ segir
Andrea og Ellen segir. „Já, ég er það
núna.“ Hún er beðin um að útskýra
þetta nánar. „Þegar maður er á kafi í
vinnsluferlinu þá er maður ekki dóm-
bær á þetta. Það er kannski eitt lag
sem gengur eitthvað illa með og mað-
ur er hættur að þola það. Svo þegar
líður frá sér maður þetta í réttu ljósi.
Viðbrögð áheyrenda á tónleikum við
einstökum lögum hafa t.d. sitt að
segja. Þegar við spilum þetta með
hljómsveit á sviði öðlast lögin oft nýtt
líf fyrir manni.“
Morgunblaoio/Knstinn
Miðnes er á meðal þeirra sveita sem gefa út plötu hjá R&R í ár.
Útgáfutónleikar R & R músíkur á morgun
VELDU ÞAÐ BESTA
O P I naglalökkin
...þekja vel
...þoma fljótt
...endast einstaklega lengi
O PI er eitt mest selda naglalakkið í Bandaríkjunum
Útsölustaðir Art-hús Keflavík, Baðhúsið, Hagkaup Akureyri, Hagkaup Kringlunni,
Hagkaup Smáratorgi, Hagkaup Spönginni, Lyfja Garðatorgi, Lyfja Grindavik, Lyfja
Hamraborg, Lyfja Laugavegi, Lyfja Lágmúla, Lyfja Setbergi, Krista hársnyrtistota,
snyrtistofan Helena Fagra, snyrtistofan Paradís, Salon Ritz.
„Umfram
allt hug-
• / LL
sjon
R & R músík er eitt þeirra útgáfu-
fyrirtækja sem eru með í jólaplötu-
slagnum í ár. Fyrirtækið er ekki
stórt að vöxtum, hefur verið með
þetta fjóra, fimm titla í hitunni und-
anfarin ár. Á bak við það stendur
hins vegar stór og öflugur hug-
sjónamaður, trommarinn góðkunni
Rafn Jónson, eða Rabbi eins og
hann er betur þekktur. Á Gauk á
Stöng í kvöld hyggst hann, ásamt
sveitum sínum, slá upp ótgáfu-
tónleikum sem ætlað er að kynna
það sem á boðstólum er frá fýr-
irtækinu þetta árið en þeir hefjast
kl. 21.30. „Þarna koma fram þijár
hljómsveitir, Ampop, Miðnes og svo
Rabbi og Rónar ásamt Helga Björns
og Andreu Gylfa," segir Rafn.
„Buttercup verða þó því miður fjar-
verandi vegna annarra skuldbind-
inga.“
Hann segist hafa stofnað ótgáfu-
fyrirtækið R & R árið 1997. „Fyrsta
platan undir þessu nafni var plata
Botnleðju, Fólk er fífl. Þetta eru
svona 20 pfötur sem geftiar hafa
verið ót á þessu merki. Áður rak ég
ótgáfu sem hét Rymur.“
Rafti segist hafa stofnað ótgáfuna
eftir að hann seldi hlut sinn í Hljóð-
hamri og gengst við því að vera
kallaður hugsjónamaður. „Þetta er
umfram allt hugsjón. Þannig hefur
það verið hingað til sem hér eftir.“