Morgunblaðið - 17.12.2000, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2000 59
IQlSOAy
Laugavc^i 94
Hvað býr undir niðri
Ylit 33.000 átiorfendur!
BfflflW
Sýnd í Regnboganum
DIGITAL
FRUMSYNING: Sögusagnir 2
Þaí verða engin jóf ef jressi
fýlupúki íær að ráða
SOGUSAGNIR DEYJA ALDREI
wófbmyndin með Jim Carrey sem er að slá
öll met í USA. Myad fyrir alla fjölskylduna
um hvernig tröllið stal jólimum
AUKASYNINGAR KL. 3 0G 5
Hvernig væri að fá smá gæsahúð svona rétt fyrir jólin?
Hér er komið sjálfstætt framhald myndarinnar Urban Legend.
Frá framleiðendum I Know What You Did Last Summer og Cruel Intentions
Dekkir }ui
óvini þína?
s
Tonlisl
Gcislaplaia
NO TURNING BACK
No Turning Back, sólóplata Páls
Rósinkranz. Aðrir flytjendur Eyþór
Gunnarsson pianó, Hammond,
harmonikka og slagverk, Gunn-
laugur Briem trommur og slag-
verk, Jóhann Asmundsson bassi,
Jón Elvar Hafsteinsson gítar og
mandolín, Óskar Einarsson pianó,
Rhodes og bakraddir, Hreimur
Heimisson söngur í „Whenever God
shines his light“, Sigurður Flosason
- saxafónar (Yamaha), Árni Schev-
ing marimba, Guðmundur Pét-
ursson slide-gítar í „No tuming
back“, Hera Björk Þórhallsdóttir,
Jóhanna Vigdís Amardóttir og
Regína Ósk Oskarsdóttir bakradd-
ir. Upptökur fóm fram í Sýrlandi
og Hljóðmúmum. Upptökumaður
var Gunnar Smári Helgason sem
einnig sá um hljóðblöndun. Sljóm
upptöku Óskar Finnsson.
ÞAÐ ER hægt að skipta íslensk-
um dægurlagasöngvurum í dag í
tvo flokka, Pál Rósinkranz og svo
allir hinir. Maðurinn er gjörsam-
lega aleinn á stalli langt fyrir ofan
alla aðra. Eftir að hafa fylgst með
honum í gegnum Jet Black Joe-
tímabilið, gospel-tónlistina og svo
öll lögin sem hann hefur sungið
inn á hinar ýmsu safnplötur er
maður samt agndofa eftir að hafa
hlustað á nýjustu afurð hans, No
Turning Back. Hvað lagaval og út-
setningar varðar er platan bara í
meðallagi, ýmsir standardar teknir
og lítið farið út fyrir upprunalegu
útgáfuna en það skiptir bara engu
máli. Páll fer svo auðveldlega með
þetta allt saman, maður sér hann
fyrir sér sitja afslappaðan og yf-
irvegaðan í hægindastól og raula
með sinni hlýju og voldugu rödd
lögin og brosa í leiðinni skilnings-
ríkt niður á alla hina sem kalla sig
söngvara. Platan byrjar á Simon
and Garfunkel-slagaranum „Mrs.
Robinson“ í hressilegri og
skemmtilegri útgáfu. Van Morr-
isson er höfundur tveggja laga á
disknum og virðast þau eiga sér-
lega vel við rödd Páls. Þetta eru
lögin „Have I Told You Lately“
sem er alveg sérlega vel flutt og
„Whenever God Shines His Light“
sem hann syngur með Hreimi
Heimissyni, öðrum góðum söngv-
ara. Platan er nokkuð heilsteypt
tónlistarlega séð, þ.e. lögin eru á
svipuðum nótunum, nokkuð blúsuð
og amerísk, fyrir utan þó lag núm-
er þrjú, „That’s Amore“. Það kem-
ur eins og skrattinn úr sauðar-
leggnum, passar engan veginn inn
í heildina og slítur plötuna úr sam-
hengi. Samt fyrirgefst Páli þetta,
því lagið dregur fram allt aðra hlið
á rödd hans, hann minnir svei mér
þá nokkuð á Hauk Mortens eða þá
Frank Sinatra. Eitt íslenskt lag er
á plötunni, reyndar á ensku, en
það er lag Magnúsar Kjartansson-
ar „To Be Grateful". Þetta er önn-
ur platan sem ég fjalla um í mán-
uðinum sem inniheldur þetta lag
og er maður alltaf jafn hissa á að
það sé íslenskt. Það á vel heima
með hinum lögunum á plötunni
sem eru eftir marga af snillingum
poppsögunnar, örugglega eitt
besta lag sem samið hefur verið
hér á landi og ég held ég hafi
aldrei heyrt það eins vel flutt og
nú, hreinlega yndislega sungið.
„Tears in Heaven“, lagið sem Eric
Clapton samdi í minningu sonar
síns, varð klassískt um leið og það
kom út. Lagið er hér mjög vel
sungið af Páli en samt stingur það
mig við hverja hlustun hvernig
hann heggur á orðinu „would“ í
byrjun lagsins, annars hefði það
verið fullkomið. „Solid Ground"
eftir Willy Hansen er eitt af bestu
heppnuðu lögunum, sungið af mik-
illi tilfinningu og næmi. Disknum
lýkur á þjóðlaginu „No turning
back“ sem er tekið upp þannig að
það hljómar eins og gömul blús-
plata og fer það vel.
Umslagið er stílhreint en hefði
mátt vera aðeins yfirgripsmeira,' \
það er t.d. alltaf plús að láta texta
laganna fylgja. Páll hefur fengið til
liðs við sig landslið tónlistarmanna
við gerð plötunnar eins og sjá má
á nafnalistanum hér fyrir ofan,
sem skilar sínu fullkomlega. Svo
vel reyndar að maður tekur varla
eftir undirspilinu, það undirstrikar
bara sönginn. Rödd Páls er fram-
arlega sem setur hana enn meira
undir smásjá en það er ekki
hnökra að finna í söngnum, þvílíkt
er öryggið. No turning back er
fyrst og fremst söngvaraplata.
Með öðrum flytjanda hefði hún
orðið venjuleg og eflaust týnst í
jólaplötuflóðinu, en ég á bágt með
að trúa því að það gerist nú. Ein-
hvers staðar las ég eða heyrði að
hann vonaðist til að nota plötuna
sem kynningu á sér sem söngvara
erlendis (í Bandaríkjunum að mig
minnir) og verð ég hissa ef þeir
falla ekki í stafi þar úti því það eru
í raun fáir söngvarar í poppi eða
rokki í heiminum í dag sem hafa
tærnar þar sem Páll Rósinkranz
hefur hælana.
íris Stefánsdóttir
RÁOHÚSTORGl
SAVINGG'
Kynlifbreyfrödu
Sýnd kl. 2 og 4 meö íslensku tali.
samfilm
Frumsýning
.íSW-'NÝIAt'IÚ
Keflavík - sími 421 1170 - samfilm.is