Morgunblaðið - 17.12.2000, Síða 64

Morgunblaðið - 17.12.2000, Síða 64
Tf mr ^ HR PÓSTURINN Einn heimur - eitt dreifikerfi! \ www.postur.is jg EE22EES Alvöru þjónusta fyrir alvöru fólk Landsbankinn MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/Þorkell Framleiða límtré í stærstu verslunarmið- stöð Portúgals * 200kíló- metrar af grenifjölum FLUTNINGASKIP hélt í gær áleið- is til Portúgals með stærsta farm af unnu timbri sem farið hefur frá Is- landi. Um borð í skipinu voru lím- trésbitar í þak stærstu verslunar- miðstöðvar Portúgals sem er í (.atyggingu rétt sunnan við Lissabon. Límtré hf. á Flúðum tók að sér hönnun á þaki og framleiðslu þakbita úr límtré í verslunarmiðstöðina, að sögn Guðmundar Ósvaldssonar framkvæmdastjóra. Hafa bitamir verið sendir smám saman út og enn er eftir að senda hluta þeirra, en stærsti farmurinn fór um borð í flutningaskipið Florinda í Þorláks- höfn í vikunni. Farmurinn er á fjórða hundrað tonn að þyngd. í límtrésbitunum eru um 200 kílómetrar af grenifjölum og 20 tonnaflími. ---------------- ^ Vextirhækka hjá Lánasjóði landbunaðarins VEXTIR hjá Lánasjóði landbúnað- arins verða hækkaðir 1. janúar næst- komandi og verða vextir á lánum sem bera 5% vexti eða minna hækk- aðir um 0,13 prósentustig, en vextir á lánum sem bera vexti sem eru hærri en 5% hækkaðir um 0,45 prósentu- stig, .Ástæðan fyrir þessum hækkun- um er fyrst og fremst sú að það hafa orðið gífurlegar vaxtahækkanir í þjóðfélaginu,“ segir Guðmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri (,|p4jánasjóðs landbúnaðarins. „Vextir hjá bönkunum hafa hækk- að um 25% sýnist manni en vaxta- hækkanir okkar á þessu ári eru sam- tals um 10%.“ Smáköku- bakstur fyrir jólin ÁSGEIR Mogensen, 7 ára, og litla systir hans Thelma, 1 árs, eru fyrir löngu komin í jólaskap og hafa í nógu að snúast fyrir jólin. Þau hjálpa til við jóla- baksturinn, baka súkkulaði- bitakökur og auðvitað verður að smakka deigið líka. Bíll lenti í smábátahöfninni í Vestmannaeyjum Tveir karlmenn létust TVEIR karlmenn, báðir um sex- tugt, létust í fyrrakvöld þegar bíll þeirra lenti ofan í smábátahöfninni í Vestmannaeyjum. Mennirnir fóru af stað um klukkan níu í fyrrakvöld og hugð- ust aka svokallaðan bryggjurúnt. Lögreglan í Eyjum hóf eftir- grennslan í gærmorgun, þegar mennirnir komu ekki fram, en rétt fyrir klukkan eitt í gær, laugar- dag, sá vegfarandi bílinn í höfninni við Nausthamarsbryggju en þá var farið að fjara. Lögreglan fór strax á staðinn og kallaði til allt tiltækt lögreglulið, björgunarsveit og kranabíl. Þegar bíllinn var hífður upp reyndist ökumaðurinn vera í bflnum og far- þeginn fannst fljótt í höfninni. Þeir \fí, : ' ilijlpílljísf MorgunblaðifVÁsdía Samvinna Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur Nýtt grunnnet sem nær víða um land FJARSKIPTAKERFI dótturfyr- irtækja Landsvirkjunar og Orku- veitu Reykjavíkur verða sameinuð upp úr áramótum. Þannig verður til nýtt grunnnet sem í framtíðinni mun ná til stærsta hluta landsins. Lína.Net, dótturfyrirtæki Orku- veitu Reykjavíkur, og Fjarski, nýtt dótturfyrirtæki Landsvirkj- Æ L-l-n ífU •a-n ÆsfeiíMíiííMfe 6% vextir Grundvöllur að góðrí framtíð Æskutínubók er verðtryggður 36 mánaða reikningur með hæstu vöxtum almennra reikninga bankans. Forráðamenn barna geta þó bundið reikninginn til lengri tima, þannig að innstæóan verði laus til útborgunar við ákveðinn aldur, td. 16 eða 18 ára. ®BÚNAÐARBANKINN Tramtur banki unar, kynntu í gær samtengingu fjarskiptakerfa sinna. Samningur þeirra felur í sér að fjarskipta- kerfi, sem Lína.Net hefur verið að byggja upp á höfuðborgarsvæð- inu, í Hveragerði, á Selfossi og Akureyri, tengist fjarskiptakerfi sem Landsvirkjun hefur byggt upp á landsbyggðinni. Grunnnet Fjarska er að meginhluta byggt upp með ljósleiðurum og örbylgju- samböndum og spannar stóran hluta landsins. Grunnnet Fjarska nær ekki til Akureyrar en að sögn Guðmundar Inga Asmundssonar, framkvæmdastjóra Fjarska, er verið að athuga hagkvæmni þess að leggja ljósleiðara þangað. Ei- ríkur Bragason, framkvæmda- stjóri Línu.Nets, sagði að þessi tvö fjarskiptakerfi féllu mjög vel saman. IP-gagnaflutnings- kerfí nýr valkostur Þessi tvö kerfi munu mynda grunnnetið undir hið nýja gagna- flutningakerfi sem er IP-netkerfi. Það kerfi er verið að innleiða um voru báðir látnir. Ekki er hægt að greina frá nöfnum þeirra að svo stöddu. Lögreglan telur að slysið hafi orðið skömmu eftir klukkan níu í fyrrakvöld. Hálka var á bryggj- unni og fannst bíllinn á hvolfi í höfninni. Ekki er vitað um tildrög slyssins en lögreglan vinnur að rannsókn þess. allan heim, að sögn framkvæmda- stjóranna, enda er það mjög hrað- virkt. Guðmundur lagði á það áherslu að með uppbyggingu IP- kerfisins væri verið að bjóða upp á nýjan valkost til gagnaflutninga. Fyrirtækin munu reka kerfið sam- eiginlega en Lína.Net sjá um dreif- ingu til fyrirtækja og einstaklinga enda skUgreinir Fjarski sig sem heildsölufyrirtæki á þessu sviði. Lína.Net mun einnig samræma sölu- og markaðssetningu beggja fyrirtækjanna inn á gagnaflutn- ingskerfið. Nýja fjarskiptakerfið yrði öllum opið Guðmundur sagði að nýja fjar- skiptakerfið yrði öllum opið og taldi hann að flest fjarskiptafyr- irtæki landsins myndu nýta sér það að einhverju leyti. Eiríkur benti á möguleika símafyrirtækja til að nota kerfið og sagði að það myndi einnig henta stærri fyrir- tækjum, meðal annars þeim sem væru með starfsemi á fleiri en ein- um stað á landinu. Drög að samningi um Borgarieikhúsið Borgin leysi til sfn eign- arhlut LR BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur til umfjöllunar drög að samningi Leikfélags Reykja- víkur og borgarinnar um að borgin leysi til sín eignarhlut LR í Borgarleikhúsinu á næstu árum. Verði rekstur leikhússins tryggður með 180 milljóna króna framlagi á ári næstu árin en að ákveðnum tíma liðnum geti borgin ráð- stafað notkun leikhússins að vild. Veitir 180 milljónir til reksturs 2001 Samningurinn kom til um- ræðu á síðasta borgarráðs- fundi en afgreiðsla hans mun ekki fara fram fyrr en á næsta fundi á þriðjudaginn kemur. Reykjavíkurborg hef- ur undanfarin ár veitt LR 120 til 140 milljóna króna árlegan rekstrarstyrk en síðustu árin hefur hann hækkað og verður 180 milljónir króna á næsta ári. Gert er ráð fyrir að Leik- félagið ljúki gerð á nýjum sal í nýrri tengibyggingu við Borgarleikhúsið. Nýi samn- ingurinn á að leysa eldri sam- starfssamning af hólmi og er gert ráð fyrir því að eftir ákveðinn árafjölda sé Reykja- víkurborg laus allra mála gagnvart LR og geti ráðstaf- að rekstri í leikhúsinu að vild. KSMsmKiK dagar til jóla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.