Alþýðublaðið - 04.04.1959, Side 9
( iÞróttir )
Frá aðalfundi ÍR:
Aifoert ttgiðnnindsaeii kjörisisi formaður félagsms
FIMLEIKADEILD:
Á'huginn á fimleikum virðist
aftur fara vaxandi inn,an Í‘R og
er það vel. Undanfarið hefur
verið œft í fimm' f lokkum karla
og kvenna og eru æfingar yfir-
leitt vel sóttar.
Aðalþjálfarar eru Valdimar
Örnólfsson, frú Sigríður Val-
geirsdóttir og Nanna Úlfsdóttir.
'Eins og sézt á þessu stutta yf-
irliti hefur ár,angur ÍR-inga, —
bæði pilta og' stúlkna verið
framúrskarandi í íþróttum á síð
asta ári, eins og svo oft áður.
•—o—■
AÐALFUNDUR ÍR var liald-
inn 24. marz s. 1. í Iðnó uppi.
Formaður félagsins Jakob V.
Hafstein setti fundinn. — Fund
arstjóri var kjörinn Örn Claus- ;
en, en fundarritari Kristmann
Eiðsson.
Formaðurinn flutti skýrslu
sjtórnarinnar og einnig ávarp
til ÍR-inga. Jakob r.æddi um
gildi íþróttafélaganna fyrir æsk
una, semhannóleit ómetanlegt,
ef rétt væri á málum haldið.
Jakofo þakkaði ÍR-ingum traust
og vináttu í fimm ára formanns
starfi, en hann gaf ekki kost
á sér til formiannskjörs.
Ingi Þór Stefánsson las end-
urskoðaða reikninga félagsins
í forfölium gjaldikerans Finn-
bjarnar Þorvaldssonar. Voru
þeir samlþykktir einróma og at-
hugasemdalaust.
'Gunnar Steindórsson, fyrrver
andi formaður ÍR og fundar-
stjóri Örn Clausen- héldu ræð-
ur og þökkuðu Jakob V. Haf-
stein mikil og ómetanleg störf
hans í þágu félagsins. Var Jak-
ob hylltur með ferföldu húrra-
hrópi í þakklætisskyni.
Nú, sem oft áður voru afrek
ÍR-inga á sviði íþróttanna mörg
og mik.il eins og kemur fram í
eftirfaraíndi skýrslu stjórnar-
innar.
FRJÁLSÍÞRÓTTADEILD:
Vera m|á, að frjálsíþrótta-
menn félagsins hafi staðið sig
betur eittíhvert annað árið en
1958, en samt var árangur mjög
góður^ ef litið er á árið í heild.
Ánægj ulegastur er sá skerfur,
sem þeir yngstu hafa lagt til.
Á meistaramóti íslands í flokki
sveina og drengja, þ. e. 16 ára
og yngri og 17—18 ára, kemur
í Ijós, að ÍR hefur hlotið fleiri
sigra, en öll önnur félög saman-
lagt í þessum flokkum. Þetta
er mjög ánægjuleg þróun og
sýnir skynsamlegt starf. Er tal-
in eru saman meistarastig í öll-
um aldursflokkum karla, bæði
inni og úti er útkoman sú, að
ÍR hefur hlotið fleiri meistara-
stig en nokkurt lannað félag.
Frjálsíþróttamönnum' félags-
ins gekk mjög vel, bæði í Víða-
vangshlaupinu og Drengjahlaup
inu. Báru ÍR-ingar sigur úr být-
um í 3ja og 5 manna sveita-
keppni beggja hlaupanna.
Mestu afreksmenn deildarinn
ar létu ekki sinn hlut eftir
liggja, en ekkerf félag átti
fleiri liðsmenn í EM-liði íslend-
inga eða í landshðinu gegn Dön
um. Eins og kunnugt er tókst
aðeins einum íslendingi, að
hreppa verðlaun á Evrópumeist
aramótinu, en það var ÉR-ing-
urinn Vilihjáilmur Einarsson, —
sem varð þriðji í þrístökki með
16 metra. Þe.tta afrek hans gaf
Albert Guðmundsson
einnig íslandi þessi 4 stig; sem
það hlaut á mótinu. Aðeins 2
fslendingar voru meðal 10
beztu í frjálsíþróttum í Evrópu
s. 1. ár, það voru Valbjörn Þor-
láksson í stangarstökki og Vil-
hjálmur Einarsson í þrístökki.
Þjálfarar voru Ungverjinn
Simonyi Gah.or, sem dvaldi hér
s. 1. sumiar og Guðmundur Þór-
arinsson-
SKÍÐADEILD:
Skíðamenn félagsins hafa
staðið sig mjög vel á miótum,
bæði i’nnanlands og erlendis. Á
Reykjavíkurmótmu ihlaut ekk-
ert félag fleiri meistara, þrátt
fyrir fjarveru beztu mannanna
í sumum greinum mótsins.
ÍR-ingum gekk einnig vel á
Landsmóti skíðamanna, hlutu
flesta íslandsmieistara einstakra
félaga.
Eramkvæmdir við skíðaskíjla
ÍR lágu að mestu niðri s. 1. sum
ar, en vonir standa til að hægt
verði að vinna að því mauð-
synjamáli af fullum krafti
n-æsta sumar, svo að byggingu
skálans ljúhi á þessu ári.
Þjálfarar, Eysteinn Þórð.ar-
son og Valdimar Örnólfsson.
SUNDDEILD:
Mörg og stór afrek voru unn-
in af sundfólki ÍR s. 1. ár, en þar
bera afrek Guðmundar Gísla-
sonar hæst. Hann setti annað
árið í röð lö íslandsmet og
hlaut gullmer.ki ÍSÍ.
ÍR-ingar hlutu flesta meist-
ara á Reykajvíkurmótinu .1958.
Á sundmótunum í vetur ‘hefur
gengið sérstaklega vel og á flest
um þeirra hefur ÍR átt fleirí
sigurvegar.a en öll önnur félög
samanlagt og ailtaf flesta.
í janúarmánuði gekkst sund-
deild ÍR fyrir námskeiði í sundi
og var það mjög fjölsótt. Þjálf-
ari deildarinnar er Jónas Hall-
dórsson.
HANDKNATTLEIKS-
DEILD:
Þó að hand'knattleiksmenn fé
lagsins ihafi ekki hlotið neinn
meistaratitil á meistaramótun-
um á fyrra, var frammistaða
þeirra ágæt, þeir voru allsstaðar
mjög framarlega.
í meistaraflokki karlá sigr-
aði ÍR FH, ísl-meistara ársins
1957. en tapaði naumlega fyrir
KR, sem1 hreppti titilinn 1958.
Var ÍR í öðru sæti á mótinu.
Á Reykjavíkurmótinu v.ar ÍR
í 3ja sæti 1 meistaraflokki og
allir yngri flokkarnir stóðu sig
vel.
í liði því, sem1 ísland sendi á
HM í fyrra voru tveir ÍR-ingar,
en ekkert félag átti fleiri menn
í landsliðinu, sem fór til Norð-
urlandia í síðasta mánuði, voru
fjórir ÍR-ingar i því.
Hinn kunni handknattleiks-
maður félagsins, Gunnlaugur
Hjálmarsson þjálfaði karlaflokk
an,a fyrir áramót, en nú sér
Frímann Gunnlaugsson um
þjálfunina. Guðmundur Þórar-
insson þjálfar nýstofnaðan kvfi
ÍR.
KÖRFUKNATTLEIKS-
DEILD:
Það er mikill áhugi á körfu-
knattleik innan ÍR og félagið á
raarga snjalla flokka í þeirri
grein.
Á íslandsmótinu 1958 urðú
ÍR-stúlkurnar meistarar, en
maistaraflokkur karla sigraði á
Reykjavíkurmótinu. Öðrum
flokkumi gekk einnig vel.
Þessa dagana stendu yfir ís-
landsmót í körfuknattleik og
árangur félagsins á mótinu hef
ur verið ágætur til þessa.
Álbert Guðmundsson var
kjörinn formaður ÍR mieð lófa-
taki, en með honum í stjórn
eru: Sigurjón Þórðarson, vara-
formaður, Atli Steinarsson, rit-
ari, Finnbjörn Þorvaldsson,
gjaldkeri, Ingi Þór Stefánsson,
meðstjórnandi. Varamenn: Örn
Eiðsson og Guðmundur Þórar-
insson.
Fráf.arandi formaður óskaði
hinni nýju stjórn gæfu og
gengis og gat sérstaklega hins
nýja formanns, er væri víð-
kunnur íþróttakappi, viður-
kenndur dugnaðar- og dreng-
skaparmiaður, sem myndi lyfta
nafni ÍR hærra og hærra og
efla félagið með þroska og virð-
ingu bæði innávið og útávið.
Lokaorð Jakobs í ávarpi
hans til félagsmianna voru:
Félagslega verða ÍR-ingar að
herða sig. — Þar er veila
í starfseminni, sem auðvelt
er að bæta. — Samheldni,
traust og skilningur, vinnusemi
og gleði til félagslegs sam-
starfs, samstarfs innávið jafnt
sem útávið, er ekki sem skyldi.
Starfið Ihvílir á of fárra manna
höndum. — Hér bíður mesta
verkefni Ihinnar nýju .stjórnar
félagsins og vonandi mun vel
og giftusamlega úr því rætast.
Björgun Hélm 9,15
m. f þrístökki
án alrennu
FRJÁLSÍÞRÓTTAMENN ÍR
héldu innanfélagsmót í stökk-
um án atrennu á miiðvikudags-
kvöldið og náðist ágætur árang
ur. Valbjörn Þoríáksson sigraði
í Ihástökki án atrennu stökk
1,63 m., annar bezti árangur
fslendings, bræðurnir Karl og
Björgvin Hólm stukku 1,57 m.
Björgvin Ilólm sigraði bæði í
langstökki og þrístökki án at-
rennu. Hann náði 3,18 m. í lang
stökki og 9,85 m. í þrístökki, en
það er bezti árangur í þeirri
grein hér í ár og næstbezta af-
rek íslending, aðeins Vilhjálm
ur Einarsson hefur . stokkið
lengra, 10,03 m., en það afrek
vann hann 1958.
Víðavangshlaup ÍR
verður háð 23. apr.
VÍÐAVANGSIiLAUP £R, —
það 44. í röðinni verður háð á
sumardaginn fyrsta 23. apríl
eins og venjulega.
Keppt verður um tvo bikara
í 3ja og fimrn manna sveitum,
en handhafi beggja er ÍR. —
Þátttaka tilkynnist Bjarna Linn
■et, c/o Pósthúsinu í síðasta lagi
sunnudaginn 19. apríl n. k.
(Frá Frjálsíþróttadeild ÍR)
No. 4676 kom upp
í happdrætti HSÍ.
VINNINGURINN í happdrætti
Handknattleikssambiands ís-
lands, sem er flugferð með flug
vél Loftleiða tii New York og
heim aftur er genginn út fyrir
nokkru. Númer 4676 kom uPP,
og handhafi miðans var Georg
Ólafsson.
Vinsælar
fermSngar-
gjafir;
Viðleguútbúnaður 7
Veiðistengiir
Skíðaútbúnaður 7
SPORY
Austurstræti 1
Sími 13-508
Nylonsokkar
Nærföt karla — Nærföt
kvenna — Nærföt baxna
— Sokkar karla — Sokk-
ar kvenna — Sokkar
barna — Smávörur.
Karlmanna-
hattabúðin,
Thomsenssundi,
Lækjartorgi.
Fyrir ferming-
arstúlkur:
Hvítar peysur . 7
Jakkar
Töskur
Hanzkar
Slæður
Pils
Haffabúð
Reykjavskur
Laugavegi10
ársins í UsÍantannaskátamHn
Ný Hamilton Beach hrærivél með
hakkavéi — Skíðasleðar — Niður-
suðuvörur — Saltfiskur — Rafmagns
katlar — Prjónles — Skartgripir
og óteljandi margt fleira.
t—“U' citss.vw’
á morgun
tll ágóða fyrir
Barnaspítalann.
Munið skyndihappdrættið! — Dregið
að kvöldi. — Farseðill til Kaupmanna-
hafnar — Prjónavél — Brúður —
Benzín — Sögusafn ísafoldar — Skál
úr alahasti — Peningar.
■T*
Alþýðublaðið — 4. apríl 1959 0