Alþýðublaðið - 01.05.1959, Blaðsíða 3
mmiiiimmMimiiiimifiiimmiiiiiflimiilimliiiimmiiiiiiliirtiiimiir
UNGIR jafnaðarmenn á Suð-
Vesturlandi hafa ákveðið að
efna ti] hvítasunnuferðar vest-
ur á Snæfellsnes. Hefur FUJ í
Hafnarfirði tekið að sér að ann-
ast allan undirbúning við ferð-
ina og skipuleggja hana í öllum
atriðum.
Lagt verður af stað frá Al-
þýðuhúsinu laugardaginn 16.
maí kl. 2 e.h., frá Hafnarfirði
kl. 1,30, en Keflavík kl. 1 e.h.
Ráðgert er að koma að Breiða-
bliki á Snæfellsnesi um 9-leyt-
ið um kvöldið, en þar verður
gist meðan á ferðinni stendur.
víkurenni, til Ólafsvíkur. Þá er
fyrirhugað, að koma til Graf-
arness sama dag og einnig til
Stykkishólms, ef tími leyfir.
Um kvöldið fer fram kvöld-
vaka að Breiðabliki, Hvíta-
sunnuvaka FUJ, upplestur,
keppni ýmiss konar og fleiri
skemmtiatriði. Hvað skeður kl.
12 á miðnætti er algert leynd-
armál, unz þar að kej»<r.
Á annan í hvítasunnu verður
haldið heim á leið um Skóga-
strönd og Dali, ef fært verður,
Borgarfjarðarsveitir og Geld-
ingadraga, ef færð leyfir.
Þátttökugjald er 325 kr. á
Á laugardagskvöld verður stig- mann og er gisting að Breiða-
inn dans, en snemma morguns | bliki innifalin. Engir miðar eru
haldið af stað fram að Rifi og I teknir frá, aðeins seldir á skrif-
ef til vill g'engið fyrir Ólafs-! stofum félaganna.
Þátttakendur þurfa að hafa
með sér svefnpoka eða teppi
til að liggja við, því að slíkt er
I ekki unnt að útvega. Þeir, sem
vilja vera algerlega út af fyrir
sig, þurfa að hafa með sér tjald.
Nesti til alls tímans er nauð-
synlegt að hafa meðferðis og
ráðlegt væri að hafa með sér
góðan hlífðarfatnað. Öl, sæl-
gæti, smurt brauð og tóbak er
fáanleg't að Breiðabliki. Þess
má að lokum geta, að sérstak-
ur harmoníkuleikari verður
með í ferðinni.
Ungir jafnaðarmenn í Rvík,
Hafnarfirði, Keflavík og Akra-
nesi eru hvattir til að kaupa
farmiða sem fyrst, því að nauð-
synlegt er að tryggja nægan
bílakost með góðum fyrirvara.
Júgóslavar
Framhald af 1. síðu.
wwwwvwvwmviwwv
Myndin sýnir Þuríði Pálsdóttur
í hlutverki sínu í Rakaranum
frá Sevilla, sem verður sýndur
í 30. sinn i kvöld. Hafa þá um
17 þúsund manns séð þessa
vinsælu óperu.
WMmWMWMMWWMtWWW
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifnii>_
„Five Keys“, sem liingað eru i
komnir á vegum Blindra- ;
félagsins, halda fyrstu söng- j
skemmtun sína í Austurbæj- i
arbíói í kvöld. Myndin er
tekin við komu þeirra til j
Reykjavíkur. Alþýðublaðið
hvetur lesendur sína til að
sækja þessar skemmtanir.
i Hér eru skemmtilegir söng-
i fuglar á ferð, og málefnið er
i got+
af þeim 20 karlmenn, 16 ein-
hleypir og 4 kvæntir, til þess
að koma hingað með konum
sínum og átta börnum. Einn
f j ölskyldufaðirinn fékk mis-
linga og kemur því ekki fyrr
en seinna með konu sinni og
3 börnum.
Ságði Hallgrímur í viðtali
við blaðið í gær, að flestir þess-
ara flóttamanna kæmu frá norð
anverðri Dalmatiu-strönd. Við
valið hefði verið tekið tillit til
hraustleika, góðs aldurs og
hvort þeir væru vanir sjóvinnu
störfum. Eru 15 þessara manna
á aldrinum 17 til 26 ára. ’S'á
elzti er 39 ára.
Flest þessa fólks er katóiskr-
ar trúar. Einn maður er þó Mú-
hameðstrúar og heitir hann
Osman Djonic. Kemur hann
hingað ásamt konu sinni, sem
er katólsk. Sagði hann frétta-
manni blaðsins, að hann hefði
verið skrifstofumaður í heima-
landi sínu, en hann kvaðst fús
til þess að vinna sjóvinnustörf
í hinu nýja föðurlandi sínu.
Hefur Djonico verið 17 mánuði
í flóttamannabúðum. Sagði
hann, að margir væru Múha-
meðstrúar í landi sínu, en það
gerði ekkert til, þótt hér væru
engir Múhameðstrúarmenn,
þar sem trúariðkanir fara fram
á heimilinu.
Fyrst var farið með flótta-
fólkið í Melaskólann, þar sem
það fór í bað, fékk ný nærföt
og að borða. Var það síðan flutt
að Hlégarði, þar sem það tíiun
dvelja í nokkra daga. Sagði
Hallgrímur Dalberg, að bað
sem því þætti skrítnast væri
birtan- og héldu sumir að morg-
un væri. Hefur flestu fólkinu
verið útveguð vinna og tekur
Tryggvi Ófeigsson á móti 10
karlmönnum, Bæjarútgerð
Reykjavíkur 6 og einir 3 verða
á Álafossi.
Félagsmálaráðuneytið og
Rauði kross íslands hafa ann-
azt móttökur flóttafólksins og
sagði Hallgrímur, að Rauði
krossinn hefði gert sitt með
mikilli prýði.
Afmælistóflleikar
AFMÆLISTÓNLEIKAR Jóns
Leifs, tónskálds, voru haldnir
í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi
við frábærlega góðar undir-
tektir. Tónskáldið stjórnaði
sjálft 'meginhluta tónleikanna,
en síðasta verkinu, sex þáttum
úr þjóðarkantötu op. 13, stjórn-
aði dr. Hallgrímur Helgason.
Tónleikarnir tókust mjög vel,
flutningur góður og stemmn-
ing. Mjög var ánægjulegt að
fá að heyra verk þessa tón-
skálds. Enginn efi er á því, að
Jón hefur margt gott gert, en
miðaldaandrúmsloftið í verk-
unum gerir þau dálítið tilbreyt
ingarlaus. Minni íslands, Rímna
Framhald á 11. síðu.
Sundkappinn og )
þjálfarinn
A myndinni er þjálfari Guð- |
mundar Gíslasonar, — Jón- |
as Halldórsson, að óska hin-1
um snjalla sundmanni til |
hamingju með afrekin á ný-|
afstöðnu Sundmeistaramóti. |
Guðmundur heldur á forseta i
bikarnum, sem hann vann i
fyrir bezta afrek mótsins. I
Ljósm. Ragnar Vignir. |
aiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiT
Sfjórn Æskulýðs-
sambandsins.
FULLTRÚARÁÐ Æskulýðs-
sambands íslands kaus nýverið
eftirtalda menn í stjórn sam-
bandsins. Formaður, Axel Jóns
son frá ÍSÍ. Ritari Bjarni Bein-
teinsson frá Stúdentaráði.
Gjaldkeri Björgvin Guðmunds-
son frá SUJ. Hörður Gunnars-
son frá Sambandi bindindisfé-
laga í skólum. Skúla Norðdahl
frá UMSÍ. Varamenn: Séra
Árelíus Níelsson frá Sambandi
ísl. ungtemplara. Arnór Val-
geirsson frá SVF og Eisteinn
Þorvaldsson frá Æskulýðsfylk-
ingunni.
Brezk blöð saka Islendinga
um skemmdarverk á flugvél
BREZK flugvél með 60 brezka
farþega innanborðs, á leið til
New York, lenti á Keflavíkur-
flugvelli kl. 15,18 í fyrradag.
Einn af hreyflum vélarinnar
bilaði og voru gerðar ítrekaðar
tilraunir til að gera við hann
hér á landi. Lánaði m.a. flug-
félagið Loftleiðir tvo blönd-
unga til viðgerðarinnar.
Átti flugvélin að fara að nýju
kl. 23,30, en lenti aftur á vell-
inum kl. 00,30, þar sem bilunin
var svo mikil, að ómögukTgt var
að halda ferðinni áfram. Við
nánari athugun kom í ljós, að
ekki var hægt að gera við bil-
unina hér á landi. Var þá feng-
in önnur vél frá Bretlandi til
að halda áfram ferðinni.
Farþegarnir gistu á flugvall-
arhótelinu á Keflavíkurflug-
velli í fyrrinótt og fóru í gær í
hópferð til Reykjavíkur og
skoðuðu bæinn og næsta ná-
grenni. Undu þeir hag sínum
hið bezta í því ágæta veðri, sem
var í gær, og gætti ekki þeirra
skoðunar meðal þeirra, að hér
væri um íslenzkt skemmdar-
verk að ræða, eins og sum
brezk blöð túlkuðu málið í gær.
— Var ferðinni síðan haldið á-
fram frá Keflavíkurvelli kl.
17,15 í gærdag.
1100 bílar
Framhald af 1. síðu.
bíla. Taldi Pétur reglur um út-
hlutun leyfa til þessa fólks hafa
verið óþarflega strangar. í
fyrra voru fluttir inn 402 bílar
án gjaldeyris, en verða 650 í ár.
30,4 MLLJÓNIR.
Hin auknu gjöld af innflutn-
ingi bifreiða eiga að veita út-
flutningssjóði 30,4 milljónir
króna í tekjum, sem ganga til
að greiða kostnað af niður-
greiðslum á verðlagi og öðrum
ráðstöfunum til að halda niðri
dýrtíðinni. Hafa aukin útgjöld
útflutningssjóðs numið 199
milljónum á þessu ári, en séð
hefur verið fyrir tekjum sam-
tals 202 milljónir.
Alþýðublaðið
1. maí 1959 J