Alþýðublaðið - 01.05.1959, Blaðsíða 6
JÓN LEIFS tónskáld er
sextugur í dag. í tilefni af
því efndi Sinfóníuhljóm-
sveit íslands og Ríkisút-
varpsins til tónleika í gær-
kveldi og voru þar ein-
göngu leikin -verk eftir
hann. Opnan vill minnast
afmælisins með stuttu rabbi
— sem tekið var í erli og
skarkala á veitingahúsi s. 1.
miðvikudag.
— Ja, hvenær áhuginn
— Og tónlistarnámið hef
ur hafizt snemma?
— Jú, ég lærði á píanó
hjá Herdísi Mattbíasdóttur,
— en hún lézt í inflúenz-
unni 1918. 17 ára gamall
fór ég út, skrópaðl á miðj-
um vetri í skólanum og
þvingaði leyfi til að fara út.
Þetta var í fyrri heimsstyrj-
öldinni, 1916 minnir mig. —
Og það má segja, að ég hafi
verið búsettur í Þýzkalandi
meira og minna í 30 ár.
— Var gott næði þar til
starfa? -
— Já, þar hafði ég bezta
næðið, sem ég hef fengið til
tónsmíða. Maður var þarna
innilokaður og það var ekk-
ert sem tafði fyrir. Þá samdi
ég sögusinfóniuna og vann
svo til sleitulaust að henni
í hálft annað ár.
— Hvað um starfið í sam-
bandi við STEF?
— Þegar heim kom fór ég
út í það, tilneyddur að sjálf-
sögðu. Ég hélt í upphafi, að
lögfræðingar gætu annazt
Stulf rabb við Jón Leifs tónskáld
í tilefni af sextugsafmæli hans.
byrjaði, segir Jón. Þegar
ég var þriggja ára, fór ég
að reyna að syngja, eins og
krakkar yfirleitt. Og þegar
ég söng, þá fannst mér ég
syngja margraddað. Ég gaul
aði og mér fannst ég heyra
undarlega hljóma. — Ætli
þetta hafi ekki verið í fyrsta
sinn, sem ég uppgötvaði tón-
listina og dásemdir henn-
ar.
þetta einir, en starfið reynd
ist svo örðugt, að það tók
allan minn tíma. Það má
geta þess, að í þessu máli
hefur ekkert unnizt nema
með lögfræðilegri aðstoð.
Annars er þetta ekkert eins-
dæmi hér á landi. Þannig
hefur þetta gengið í öllum
löndurn. Ég var þessu vel
kunnugur erlendis frá og
þess vegna leyddist ég út
í þetta hér. En eftir á að
hyggja, þá er það blóðugt að
hafa fórnað tíu árum af ævi
sinni meira og minna í þetta
stapp. Þetta hefpr eðlilega
háð mínu starfi mjög mdkið.
En sleppum því. Við skulum
ekki tala meira um það..
— Kannski við vikjum þá
að starfinu sj.álfu. Er ekki
erfitt að vinna starf, sem
hvarvetna mætir tómlæti,
ef ekki mótspýrnu?
— Nei, maður hugsar ekk-
ert um það. Maður gerir
frekar ráð fyrir því. Tón-
skáld, sem hlýtur strax
glimrandi mótttökur . fyrir
verk sín, hugsar sem svo:
Það hlýtur að vera eitthvað
bogið við þetta hjá mér. —
Við fáum ekki verk okkar
flutt og verðum að hafa það.
Þannig hefur þetta alltaf
verið. Meira að segja Beet-
hoven lifði það ekki, að
s.tærstu verk hans væru
flutt og metin. Já, þið höfð-
uð eftir mér í Alþýðublað-
inu um daginn, að sérfræð-
ingarnir dræpu alla rnúsík.
Það var nú ekki beint það,
sem ég meinti. En sérfræð-
ingarnir eru alltaf konser-
vatívir. Aiþýðan hefur næm
ari tilfinningu fyrir nýjung-
um í músík.
— Hvernig gengur að æfa
verkin fyrir afmælistónleik-
ana?
— Prýðilega. Mér Iízt
mjög vel á það. Ég vil minn-
ast á Hallgrím Helgason í
því sambandi. Hann hefur
verið mér til mikilla aðstoð-
ar. Hann hefur skrásett öll
mín verk, en m.ér hafði aldr-
ei unnizt tími til þess nema
mjög lauslega. Hann hefur
auk þess æft 50 manna
blandaðan kór og náð furðu
legum árangri. Hann hefur
haft hvorki meira né minna
en 50 æfingar. Söngfólkið
hefur sýnt mikinn áhuga.
Það hefur aldrei vantað
nokkurn mann á nokkra æ£
ingu.
— Er nokkuð í smíðum
um þessar mundir?
— Ég vona að mér vinn-
ist aldur til að ljúka við
Eddaoratorium, sem ég hef
haft í smíðum síðan 1931.
Þetta verður alls fjögurra
kvölda verk og ég á enn
þá tvö og hálft eftir. Þetta
átti upphaflega að vera
miklu styttra verk, en það
hefur vaxið í höndunum á
mér. Ég hef lokið við tvo
kafla: Sköpun heimsins og
Líf guðanna. Hinir kaflarn-
ir verða Ragnarök og svo að
endingu þegar heimurinn
rís aftur. Ég hef sótt textann
bæði í Snorra-Eddu og Sæm
undar-Eddu, en Völuspá
gengur eins og rauður þráð-
ur í gegnum verkið.
— Það er náttúrlega ekki
auðhlaupið að því að semja
svo stór verk?
— Nei, það má með sanni
segja. Ég var til dæmis í
fimm ár með verk um Bald-.
ur og Loka. Það er eins kon
ar ópera án orða. Ég skrifaði
verkið á árunurn, 1942—•
1947. Ég hef aldrei skrifað
óperu, en mér finnst, að
fólk taki ekkí eftir orðun-
um í óperum. Þess vegna er
þetta verk án orða, en hins
vegar skilst efnisþráður-
inn engu að síður. Verkið
endar á eldgosi, sem er in-
spírerað 1947, þegar Heklu-
gosið hófst.
—• Þegar þér lítið yfir
farinn veg, finnst yður þá,
þér hafið kornið eins miklu
í verk og ætlunin Var?
— Nei, sannarlega ekki.
Ég hef ekki komið í verk
nema svona þriðjungnum af
því, sem ég ætlaði mér, —
og það er að sumu Ieyti
STEFI að kenna.
★
Þegar hér var komið sögu,
settust fleiri að borðinu: —
Ragnar í Smára og Hallgrím
ur Helgason, svo að talið
dreifðist. Þá kom þar að
Skúli Halldórsson tónskáld
og hafði meðferðis myndir,
sem hann hafði tekið af Jónj
Leifs á æfingu kvöldið áður.
Jón skemmti sér konunglega
er hann sá myndirnar og
sagði, að sér hefði dottið í
hug, þar sem hann var
þarna kófsveittur á æfing-
unni með tónsprotann í
hendinni, — hvort vísinda-
menn nútímans gætu ekki
fundið upp apparat til þess
að stjórna hljómsveit með.
— Þá þyrfti maður ekki
annað en að styðja á takka,
— sagði Jón Leifs, — og
þá verður gaman að vera
dirigent!
Þessu stutta rabbi
að ilokum heillaós
Jóns Leifs á sextu.gf
inu með þakklæti
brautryðjendastai’f í
armálum íslendinga
anförnum árum.
☆
FRÆGASTA turi
í heimi, Big Ben, ver
ára 31 maí, og
efni af því efnir
þingið til, bátíðar, ai
brezk blöð herma. I
sem hangir í hæst
þingbyggingarinnar
on. 'slær daglega me
um og sterkum hljó
útvarpshlustendur
vetna í heiminum'
mæta vel. Nafn si'
klukkan af stakri t
Atvinnumálaráðher:
Sir Benjamin Hall,
þinginu á sínum t
klukkan ætti að h
Stephan.
— Hvers vegna
ekki alveg eins h(
Ben, kvað við í saln
Ben, kvað við í saln
Ben var nefnilega g
Lausn á krossgátu nr. 71:
Lárétt: 2 fákur, 6 nú, 8
rýr, 9 grá, 12 vorkunn, 15
vorið, 16 böl, 17 TI, 18 búk-
ar.
KROSSGÁTA N
Lárétt: 2 mjög
eins, 8 djúp, 9 i
hlutana, 15 líka
ana, 16 háttur (
fangamark, 18 el:
Lóðrétt: 1 flík,
4 safnar saman, 5
samstæðir, 7 fla
krafturinn, 11 re
13 húsdýr (kvk.)
fljót, 16 horfði.
Lóðrétt: 1 Ingvi,
Kýpur, 5 ur, 7 Úro
vök, 11 undir, 13 I
nit, 16 bú.
LEYNDARDÓMUR
MONT EVEREST
EN FRANS á eftir að leysa
úr þessum vanda eins og
öðru. Hann veit að vísu ekki
fyrir víst, hvað burðarþol
þyrilvængjunnar er, en
hann treystir því að hún
geti borið þrjá. Nú lendir
hann þessari örsmáu vél
rétt við fætur Philips og
Grace, stekkur út úr og
hrópar: „Hjálpið r
þess að losna við þes
byssu, annars getur
ekki þolað þunga
allra.“ Nú verða snö:
£ 1. maí 1959 — Alþýðublaðið