Alþýðublaðið - 01.05.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.05.1959, Blaðsíða 4
Jtgefandl: Alþyðuflokkurinn. Ritstjorar: Benedikt Gröndai, Glsli J. Ást- þórsson og Helgi Saemundsson (áb). Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmars- son. Fréttastjori: Björgvin Guömundsson. Auglýsingastjóri Pétur Péturs- ion. Hitstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslu- omi: 14900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Prentsmiöja Alþýðubl. Hverfisg. 8—10 Skyldunni vaxinn ÞESSA DAGA'NA heíur núverandi ríkis- stjórn setið að völdum fjóra mánuði. Slíkt er ekki langur tími. Eigi að síður hefur henni tekizt að framkvæma þau þrjú loforð, sem hún gaf þjóð- inni við valdatökuna. Þau voru: stöðvun dýrtíð- aririnatr, setning löggjafar um nýja kjördæma- skipun og afgreiðsla greiðsluhallalausra fjárlaga. Öll þessi viðfangsefni hafa mjög verið á dag- skrá undanfarin ár, en reynzt stjórnarvöldum landsins þung í skauti. Mörgum fannst því djarft af núverandi ríkisstjórn að ætla að leysa vandann á nokkrum vikum. En þetta hefur tekizt. Árang- urinn mun svo segja til sín á komandi dögum. Mesta afrekið er tvímælalaust stöðvun dýr- tíðarinnar. Þannig liefur tekizt að tryggja þióð- arbúskap okkar og atvinnulíL Og jafnframt hef- ur verið bægt frá dyrum íslendinga ægilegri hættu. Séríræðingar höfðu reiknað út, að vísi- talan myndi komast upp í 270 stig á þessu ári að óbreyttum viðhorfum. Hún væri í dag vafalaust ltomin upp í 240 stig og óstöðvanleg. Þessari öfug- þróun var forðað. Dýrtíðarflóðið hefur verið stöðvað, og nu ætti íslendingum að vera ljóst, að við getum sigrazt á vanda verðbólgunnar og dýr tíðarinnar, ef vilji er fyrir hendi. Slíkt er það ior dæmi, sem fengizt hefur við störf og stefnu núverandi ríkisstjórnar. Greiðsluhallalaus fjárlög myndu óhugsandi, ef efnahagsráðstafanirnar væru ekki komnar tíl sögunnar. Og einhvent tíma hefði þótt tíðind- um sæta, að sá árangur næðist án þess að leggja þyrfti nýjar skattaálögur á þjóðina. Framsóknar- flokkurinn mun svo komast að raun um, hvort á- byrgðarleysi hans varðandi fjárlagaafgreiðsluna mælist vel eða illa fyrir. Hann vildi greiðsluhalla- laus fjárlög í valdatíð Eysteins Jónssonar. En nú máttu fjárlögin fara úr ölíum skorðum, og bar- áttumaður ábyrgðarleysisins var sami Eysteinn Jónsson. Þessu ti! viðbótar er lausn kjördæmamáls- ins fengin. Hún markar tímamót í stjórnmála- sögu okkar. Sérhagsmunir víkja fyrir jafnrétti stjórnmálaflokka og landshluta. Þessi þrjú stór- mál gerði Alþýðuflokkurinn að að^atriði við stjórnarmyndun sína um áramótin, og lausn þeirra er tryggð að fjórum mánuðum liðnuin. Það sýnir og sannar, að Alþýðuflokkurinn er skyldu sinni vaxinn. Veiz!ukaffi I Iðnó í dag, 1. maí Húsið opnað kl. 2. — Úrvals veitingar á borðum, svo sem: smurt brauð — flatkökur — skreyttar tert- ur — rjómapönnukökur o. m. fl. Gerið ykkur dagamun og drekkið eftirmiðdags- kaffið í Iðnó. * Fulltrúaráð Alþýðuflokksins í Reykjavík. MAL O G MENNÍNG: Nytt tímarit - Ný félagsbók iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiniiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiii BERFÆ TLINGAR eftir ZAHARIA STANCU. Síðara bindi. 63’i Zaharia Stancu er rúmenskur ritihöfundur. Sk'áldsaga sú er hér birtist sem. félagsbók Máls og menningar er höfuðverk hans. Hann hefur einnig ritað fleiri skáldsögur og gefið út eftir sig ljóðafoók. í sögu þessari styðst hann við sína eigin ævisögu frann til þess er hann, unglingur að aldri strauk til 'höíuðfoorgarinuai’, örsnauður og fatlaður, frá hörmulegu lífi í sveitaþorpinu, fæð- ingarstað sínum, tii að afla sér menntunar. Með gáfum og dugn- aði tókst honum loks, þrátt fyrir mikla fátækt og erfiða vinnu, að ná háskólaprófi og er nú einn þekktasti rithöfundur Rúmena. Bók þessi er rituð af hispursleysi, þekkingu og sannleiksást og lýsir ekki aðeins örlögum -einstaklings, heldur er um leið þjóð- arsaiga. Henni verður helzt jafnað til sjáifsævisögu Gorkis. Sag- an er full af fróðieik um það tímalbil, sem hún gerist á, spenn- andi og afburðarík. En sérstaklega er fólki því, sem við sögu kemiur, lýst af mikilli snilld. Lesandinn kynnist því ekk aðeins, heldur gleymir þvi ekki aftur. Skáldsaga þessi hefur þegar verið þýdd á yfir tuttugu tungu- mál og hvarvetna fengið ágæta dóma. .......................... Tímarit MÁLS OG MENNINGAR Þorsteinn Valdimarsson: Til Þórbergs Þórðarsonar sjötugs. Kristinn E. Andrésson: Ræða til heiðurs Þórbergi Þórðarsyni. Naziip Hikmet: Um lífið. Thor Vilhjálmsson: Þátturinn af unga manninum. Jóhann Hjálmarsson: Hetjuljóð. Brynjólfur Bjai'nason: „Stökkið mikla“ í Kíiia. Herníann Pálsson: Þættir um mannanöfn og nafngiftir. Halldór Klijan Laxness: Breytiþróun skáldsögunnar eða dauði M. I. Stéblin-Kamenskíj: Þáttur dróttkvæða í heimsbókmenntunum. Juan Ramón Jiménez: Tvö kvæði. Sigurður Jónsson frá Brún: Ljóðbönd og stemmur. Umsagnir um bækur. Bókin og tímaritið hafa verið send umboðsmjönnumi um land allt. Félagsmenn í Reykjavík vitji hvorutveggja í BÓKABUÐ MÁLS OG MENNINGAR, Skólavörðustíg 21. Hannes .-.v.á' h o r n i n u ★ Barátludagurinn t. maí. ★ Gömul slagorð úr sögunni. ★ Grafinn sá lýður frá liðinni tíð. ★ Alþýðan stendur á tímamótum. FYRSTI MAÍ. — Hátíðisdag- ur verkalýðsins ber annan svip en var þegar alþýðan barðist ein og utnkomulaus við ofurefli. — Fáir vilja muna þá daga. Ný viðhorf hafa skapazt. Verkalýð- urinn Ihefur ibrotið hatramma andstöðu og gamlar siðvenjur, hjátrú og hindurvitni á bak aft- ur. Samtök hans eru orðin sterk. Þau hafa aflað sér jafnréttis við hlið atvinnurekenda í atvinnu- lífinu. Þar með var sigur unn- inn í baráttunni fyrir réttj al- þýðunnar fyrir að eiga sín eigin sámtök. EN BARÁTTAN var tvíþætt. Hún var einnig háð á sviði stjórn málanna .Þar var við eins ramman reip að draga ag var á faglega sviðinu. Smátt og smátt tókst að sníða verstu fjötr •ana af alþýðunni, sem löggjöfin batt henni. Réttindin uxu, kjör- in bötnuðu. — Og loks má segja, að íslenzk alþýða næði frelsi undan arðráni og kúgun. — Hið gamla marxistiska slagorð: — „Öreigarnir hafa engu að tapa nema hlekkjunum“, er úr sög- unni. ÞAÐ HEFUR að minnsta kosti sannast hér á íslandi, að kenn- ingar endurskoðunarmanna, sem báru brigður á ýmsar kenning- ar Marx um sósíalismann, — sköpun hans og valdatöku al- þýðunnar, voru réttar. Verka- lýðurinn gat vænst þess að ná jafnrétti að fá frelsi að bæta kjör sín í hinum kapitalistiska þjóðfélagi. Hér hafa kenningarn ar, 'sem gengu gegn hinum heit- trúuðu Marxistum, reynzt rétt- ar. ÍSLENZK alþýða hefur sann- arlega öðru að tapa en fjötrun- um. Þó að hún sæti mismunandi kjörum þegar miðað er við fiáar tiltölulega mjög fámennar aðrar stéttir, þá hefur hún unnið svo glæsilega sigra, að starf og stríð alþýðu annarra landa getur ekki mælzt við hana. Þess vegna er það fjarri öllu lagi, sem ýmsir halda fram, að enn gildi hin Framhald á 11. síðu. 4 1. maí 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.