Alþýðublaðið - 09.05.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.05.1959, Blaðsíða 1
 Góðar fréííi - eða hvað? | STJÖRNUFRÆiÐINGAR 3 | við Lowell síjörnustöðina = | í Arizona upplýsa, að sól- jj I in sé nú 2% bjartari en | | hún var fyrir fimm árum. | Stjörnufræðingarnir hafa 1 mælt sólarbirtuna tvisvar | á viku undanfarin ár. llllllllllllllllllllllllllllllllllllKUIIIIIIIIIilllllllllllillllllll ulllruum UH REYKJAVÍKURURVALIÍÐ sigraði þýzka handknattleiks- liðið í síðasta leik þess hér á landi í gærkvöldi með 31 marki gegn 19. Ef Rússar bera upp Pólverja og Tékka, heimta vesturveldin Ítali EINS og Alþýðublaðið skýrði frá fyrir nokkru liöfðu tveir faingar í hegningarhúsinu að Skólavörðustíg 9 sína hentu- semi um hvenær þeim þóknað- ist að sitja inni eða skemmta sér við víndrykkju og innbrot úti í bæ. í gær upplýsti Sveinn Sæ- mundsson yfirlögregluJþjónn, að rannsóknarlögregian hefði haft grun um að fangar gengu út og inn að eigin geðþótta. Að- farnótt sunnudags 26. apríl voru lögreglumienn settir til gæzlu við fangalhúsið. Klukkan hálf eitt umi nóttina urðu þeir varir við að fangi kom út í fang elsisgarðinn, kleif yfir múrinn og hvarf. Kom hann síðan aftur um kl. 5 um- nóttina. Var hann þá búinn að brjótast inn á tveim stöðum. í Tivoli og verzlunina Síld og Fisk við Hjarðarhaga, en lítið haft upp úr tiltækinu. Við rannsókn kom í ljós að járnrimill í klefa fangans var sagaður sundur og komst hann þannig út og inn. Síðan var rim illinn settur í aftur og kítfað í sagarfarið með tannkremi og talcumi stráð yfir. Þar sem rimillinn er hvítmálaður sáust vegsummerki ekki. I kiefa þess um voru tveir fangar. Höfðu þeir komist yfir járnsagarblað og sagað sundur rimilinn með því. Brutust þeir fyrst út að- faranótt 2. apríl, lögðu leið sína upp í Sjómannaskóla og brut- ust þar inn í vistarveru Mat- sveina og veigtingaskólans og stálu þar 150—200 kr. í pen- ingum og eyðilögðu eittvhað. — Sömu nótt brutust þeir inn í skrifstofu KRON í Skerjafirði og stálu Þar 6000 kr. Aftur var Framhald á 2. síðu. Genf og Washington, 8. maí. (NTB-Reuter). SÍÐASTA hönd var í dag lögð á undirbúning að fundi utanrík- isráðherranna, sem hefst í Genf n. k. mánudag, og jafnframt velta menn þar fyrir sér hverj- ir möguleikar séu á, að væntan- legar samningaviðræður leiði tij minnkandi spennu í sam- skiptum austurs og vesturs. — Fyrsti utanríkisráðherrann, — sem væntánlegur er til Genfar, er Lothar Dole, frá Austur- Þýzkalandi, en hann kemur á laugardag. Hann verður áheyrn arfulltrúi stjórnar sinnar. Þá um daginn korna einnig de Mur ville, Herter og sennilega Grom yko. Lloyd og von Brentano koma svo á sunnudagsmorgun. Síðdegis á sunudag munu ráð herrar Vesturveldanna f jögurra borða hádegisverð með Giu- seppe Pella, utanríkisráðherra ítala, og munu þá> hafa síðustu viðræður um framsetningu sjónarmiða sinna. Þeir munu sennilega einnig ræða mögu- leikana á að krefjast þátttöku ítaliu í r'áðstefnunni, ef Sovét- ríkin heimta, eins og margir álíta, að Póhandi og Tékkósló- Framhald á 2. síðu. Brezka íhaidið vinnur á í bæjar- sljomakosningum London, 8. maí (Reuter). ÍHALDSFLOKKURINN hefur unnið mikið á í bæjar- og sveita stjórnakosningunum. Úrslit bár ust frá 429 bæjum, þar sem kosið var í gær. Hafa jafnaðar- menn þar tapað meirihlutanum í 17 þæjarstjórnum, auk þess sem þeir misstu meirihlutann í Lundúnáborginni St. Pancras. Þeir hafa þó enn meirihluta í 19 af 28 undirborgum Lundúna. .... nú er það svart- Hin eina og óviðjafnanlega Gina Lollobrigida ætlar að láta krúnuraka sig! Hún á að leika júgóslavneskan skæruliða í næstu mynd, og einhvern tíma í mynd- arskömminni kallar Iiand- ritið eftir því að hvert ein- asta hár verði numið af kollinum á henni. Við sýn um hana í fullum blóma, ef svo mætti orða það, og svo eins og einhver glúr- inn ljósmyndari ímyndar sér liana eftir að ódæðið hefur verið framið. lagðisf íyrir Ijónið „Hún var að hrekkja mig“. AFLI Akranessbáta er held- ur meiri nú en í fyrra, sagði Sturlaugur Böðvarsson, útgerð armaður, við Alþýðublaðið í gær. Aflinn hefur þó sjaldan verið eins misjafn, því að sum- ir bátar hafa aflað ágætlega, en aðrir miklu minna. Aflahæstu bátarnir eru með 900—950 lestir, en þeir lægstu aðeins um 200 lestir. Sigrún hefur t. d. fengið um 950 lestir, Sigurvon yfir 900, sagði Stur- laugur. Aðstoð við endur- nýjun danska- flotans Kaupmannahöfn, 8. maí (RB- NTB). — JENS-Otto Krag, ut- anríkisráðherra, og Val Peter- son, sendiherra Bandaríkj- anna, undirrituðu í dag samn- ing um aðstoð Badáríkjamanna við að endurnýja skipakost danska flotans. Er hér um að ræða 23 skip, er srníða á í dönskum skipasmíðastöðvum á næstu fimm árum. Mun kostn- aður néma samtals 290 millj. danskra króna. Munu Banda- ríkjamenn greiða helming upp hæðarinnar. ERU AÐ HÆTTA. Sumir bátanna eru hættir og byrjaðir á reknetum og hefur afli í þau verið sæmilegur. Nokkrir eru að hætta í dag, en flestir munu hætta nú um helgina. Einn bátur, Bjarni Jóhannesson, er byrjaður á snurpinót. Fékk hann 125 tunn ur í tveimur köstum á mið- vikudaginn. í dag er verið að setja nýja nót um borð í Bjarna, nælonnót. MIKILL FÆRAFISKUR. Sturlaugur Böðvarsson sagði, að mikill færafiskur virtist vera í Bugtinni, en fengist hvorki á línu né net. Búið er að frysta um 1000 tunnur síld- ar á Akranesi á nokkrum dög- um. Togararnir veiða báðir á Nýfundnalandsmiðum, en ekki hefur frétzt um aflann. Nokkur hörgull er á mönn- um á Akranesbáta, þar sem 50 —60 Færeyingar, sem verið hafa á vertíðinni, eru nær all- ir á förum, sagði Sturlaugur að lokum. (HMU) 40. árg. — Laugardagur 9. maí 1959 — 101. tbl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.