Alþýðublaðið - 09.05.1959, Blaðsíða 4
V
m&jŒcmymxs)
0tgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gisli J. Ást-
þórsson og Helgi Sæmundsson (áb). Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmars-
son. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri Pétur Péturs-
son. Kitstjórnarsímar: 14991 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslu-
sani: 14900. Aðsetur: Aiþýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðubl. Hverfisg. 8—10
Ungir jafnaðarmenn
UM ÞESSAR MUNÐIR á Samband ungra jafn
aaarmanna þrjátíu ára afmæli, en fyrsta félagið
hafði verið stofnað hér í Reykjavík tveimur árum
áður en heildarsamtökin komu til sögunnar. Ung-
ir jafnaðarmerin hafa miklu áorkað á þessu ára-
ftkeiði og komið mörgum hugsjónamálum sínum í
framkvæmd. Og framtíðarverkefnin ,!eru mörg.
Samband ungra jafnaðarmanna hefur átt drjúgan
þátt í baráttunni fyrir jafnaðarstefnunni á íslandi,
þátt Alþýðuflokkinn í blíðu og stríðu og lagt hon-
um til nýja starfskrafta og forystumenn. Er vissu-
lega athyglisvert, að þingmenn og aðrir foringjar
Alþýðuflokksins eru yngri að árum en liðsoddar
I inna flokkanna. Alþýðuflokkurinn kann vel að
meta æsku sína. Alþýðublaðið yill í tilefni þess-
ara tímamóta í sögu Sambands ungra jafnaðar-
raanna senda því kveðju og þakkir og árna unga
fólkinu gæfu og gengis í framtíðarstarfinu.
Alþýðuflokknum er mikils virði, að unga
fólkið móti starf hans og stefnu. Og vissulega á
íslenzk æska samleið með Alþýðuflokknum. Það
sannast, ef athugaðir eru sigrar hans á undan-
förnum áratugum. Þar er hvert mál æskunnar
öðru merkari. ©g þeim hefur verið hrimdið í
framkvæmd, þrátt fyrir öfluga andstöðu fram-
an af og minnihlutaaðstÖðu Alþýðuflokksins í
landinu. Honum hefur tekizt margt það, sem
öðrum þjóðum gafst eftir að Alþýðuflokkurinn og
verkalýðshreyfingin náði meirihluta. Af því má
ráða, að þróunin hér myndi sýnu meiri og heiila
vænlegri, ef Alþýðuflokkurinn nyti sama styrk-
leika í þjóðfélaginu og samherjaflokkarnir úti
í heimi. Þessu marki ber að keppa að, og Sam-
hand ungra jafnaðarmanna mun fara í fylking-
arbrjósti þeirrar sóknar.
Hugsjónir jafnarstefnunnar hljóta að teljast á-
hugamál unga fólksins á íslandi. Og Samband
ungra jafnaðarmanna er vel til forystu fallið í bar
óttu fyrir málefnum æskunnar. Þar ríkir frjálslyndi
og sannur félagshugur. Ungir jafnaðarmenn
lieiðra skoðanafrelsið og fylgja leikreglum ‘lýðræð
isins. Undir því merki ætla þeir að vinna isína fram
tíðarsigra og gera Alþýðuflokkinn á íslandi stóran
og sterkan.
Tiíkyiming um
Samkvæmí 10. gr. Heilbrigðissamþykktar fyrir Kópa-
vog er lóðaieigendum skylt að halda lóðum sínum
hreinum og þrifalegum.
Umráðamenn lóða eru hér með áminntir um að flytja
nú þegar burt af lóðum sínum allt, er veldur óþrifn-
aði cg óprýði og hafa lokið því ,eigi síðar en 1. júní
næstk.
Hreinsunin verður að öðrum kosti framkvæmd á kostn
að húseigenda.
> Kópavogi, 30. apríl 1959.
Heilbrigðisnefnd Kópavogs.
Hinn NÝI FORSETI Kína
heitir Liu Shao chi. Hann er
efnaður bóndasonur frá Hun-
anfylki, Svo undarlegt sem
það er, þá ríkir óvissa um ald-
ur hans. Sums staðar er sagt,
að hann sé fæddur 1898, en á
öðrum stöðum er því haldið
fram, að hann sé fæddur 1905.
Hann hefur sífellt unnið sér
meiri tilrú í kommúnista-
fJokknum. Á stúdentsárum
sínum tók hann þátt í að skiou
ieggia verkföll í Peking. Eftir
byltinguna í Rússlandi hélt
hann áfram námi í Moskvu,
og er hann kom heim aftur,
varð hann meðal helztu manna
Kommúnistaflokksins í Kína.
LlU SHAO CHI starfaði
aðállega í verkalýðshreyfing-
unni og 1925 varð hann for-
maður kínverska verkalýðs-
sambandsins. Eftir að leiðir
skildu með kommúnistum og
Chang kai-sjek 1927 var hann
tekinn fastur fyrir ríkisfjand-
samlegá starfsemi. En er hann
var látinn laus aftur hélt hann
enn áfram starfi sínu „neðan-
jarðar“ eins og það er kallað.
Um 1930 virðist hann hafa
verið í Moskvu.
Hann var fvrst í framboði,
ásamt Mao Tse Ýung, sem
kommúnistískur skipuleggj-
ari í landbúnaðarhéruðunum,
og 1933 varð hann formaður
hms kommúnistíska verka-
lýðssambands Kína. Árið 1956
var hann kosinn í miðstiórn
kínverska kommúnistaflokks-
ins. Samtímis varð hann för-
maður fastanefndar alþýðu-
þingsins, en hún fjallar um
dagleg+ starf flokksins. Við
því starfi hans hefur tekið
Chou Teh hershöfðingi.
' >' ■ ...
HtNN HÁI, granni og grá-
hærði Liu Shao chi hefur lengi
verið talinn helzti fræðimað-
ur kínverska kommúnista-
flokksins. Hann er svo fjöl-
hæfur, að hann hefur einnig
samið barnábækur og ævin-
týri. Hins vegar er hann álit-
inn kaldur og íhugull að því
er varðar stjórnaraðgerðir.
Erlendir menn, sem dvalizt
hafa í Kína, halda því sumir
fram, að hann hafi átt meira
undir sér innan flokksins en
sjálfur Mao. Vera má, að það
hafi ekki verið fjarri sanni.
Mao er gamall og þreyt+ur. og
fyrir því hefur framkvæmda-
.stjóri flokksins fengið meira
svigrúm. Sjálfsagt hefur hann
neytt tækifærisins til að
tryggja sjálfum sér þá virð-
ingu, að verða eftirmaður
Mao.
HáLDTÐ ER, að nýi forset-
inn sé traustur Moskvufvlgj-
andi. Þetta orð hefur raunar
skiot um merkingu á síðustu
árum. Það þýðir ekki sama nú
og meðan Stalin lifði. Þétta
gefur til kynna, að maðurinn
búi yfir miklum hæfileikum
til að aka seglum eftir vindi.
Hann gætir þess vandlega, að
króa sjálfan sig aldrei þannig
af, að hann ekki eigi örugga
leið til baka, ef á þarf að
halda, hagar sér eins og ref-
urinn, að gera sér jafnan fleiri
en einn grensmunna til und-
ankomu.
Þrátt fyrir allt er víst, að
nýi forsetinn er öruggur stal-
inisti. Hann stóð við hlið Maos
í hreinsunum í flokknum 1954
—55. Hann stóð fyrir hermd-
arverkum gegn ákveðnum
hópum í röðurn alþýðustétt-
anna, og ekki er hann saldaus
af afskiptum af alþýðudóm-
stólum, nauðungarflutning-
um, þvingunarvinnu eða „end
urskólun“.
Á Á HANN OG mikið
starf að baki í utanríkismál-
um. Það var hann, Liu Shao
chi. sem var framkvæmda-
st j óri kom múnistaf lokksins,
er kínverskir kommúnistar
bannfærðu u^1’pisnina í Ung-
verjalandi, Það kvað hafa ver
ið hann, sem stóð á bak við
kröfuna um bað, að Rússar
mættu ekki sleona hendinni
af Póllandi Gomulka, og loks
má bf)ð f'kki plevmast, aS það
kvað hafa verið bann, sem var
mestur andstæðingur hinnar
,,mildu“ stefnu, er Moskvu-
stjórnin brá fyrir sig fyrst eft-
ir Tát, Stalins.
Það fer naumast á milli
mála. að hinn nvi forseti er
ósvikinn fvlgiandj hinnar
„hörðu“ st.efnu. Ekki er þó
vert, að telia þetta tilefni til
neinna onádómp l'rnþá stefnu,
sem verður ofan á í Peking
í náinni frami'ð Þeir. sem til
þekkia, eru engan veginn viss-
ir í bessu efni. Menn kvnnu
að freistast til að halda, að
ráð Liu Shao chi færu í vöxt
við hið nýia og virðulega em-
bæiti. En svo barf alls ekki að
verða.
Hannes
á h o r n i n u
★ Tugþúsundir nemenda
standa í prófum.
★ Og sumir undirbúa rán
dýraar lúxusferðir til
útlanda.
nema nokkrir áratugir síðan, að
í þéssu efni ríkti skortur og vand
ræðaástand. Manni varð þetta
jafnvel enn ljósara en áður þeg-
ar menntamálaráðherra flutti á-
varp sitt í útvarpið vegna Thor-
killi-hátíðarinnar 5. maí.
★ Kostar meira en nám og
annar kosnaður heiían
vétur.
SKÖLANEMENDUR eru í
prófum, þeir eru að búa sig und-
Ir próf eða þeir eru að Ijúka
prófum. Um leið og prófunum
lýkur losna tugir þúsunda ungra
íslendinga úr skólunum, að
minnsta kosti um sinn. íslenzka
þjóðin leggur fram mikið fé og
mikið starf til þess að mennta og
manna ungu kynslóðina. Sum-
um finnst næstum um of af því
að ekki sé um leið nógu vel hlúð
að verklegri menntun. En hvað
sem um það kann að vera, þá
er það víst ,að hér á íslandi þarf
enginn að fara á mis við mennt-
un, sem annars hefur til að bera
þá hæfileika, sem þarf til þess að
geta öðlazt hana. Og er þar orð-
inn mikill munur á.
ÞETTA LEGGUR hin starf-
andi kynslóð að mörkum til fram
tíðarinnar. Hún skilar þarna
arfi, sem liðnar kynslóðir gátu
ekki látið í té — og eru ekki
EN ÞETTA VAKTI athygli
mína á Öðru, sem menn hafa
skrifað mér um og rætt við mig
undanfarið — og þó miklu
fyrr, því að þetta mál hefur mjög
borið á góma á undanförnum ár-
um. Þetta eru hin dýru ferðalög
skólanemenda að afloknum
prófum. Þessi ferðalög tíðkast
nú mjög, fy,r,st og fremst hjá
þeim, semfaka fullnaðarpróf. —
Ég hef áður minnzt á þetta. Það
var fyrir nokkrum árum og þá
að gefnu tilefni. Tilefnin jjefast
enn.
UTANLANDSFERÐIR nem-
enda eru orðnar frægar — og
sumar að endemum, eins og áð-
ur hefur verið sagt £r.á. En hegð-
un þesara nemenda er ekki að-
i alatriðið, heldur það, hvort telja
verður heppilegt að efnt sé til
I rándýrra ferðalaga eftir fullnað
I arpróf. Hér er eitt dæmi: Nem-
andi í skóla, sem lýkur burtfar-
arprófi innan skamms, skrifaði
föður sínum fyrir nokkru og
sagði honum frá því, að í ráði
væri að fullnaðarprófsnemend-
ur tækju sig saman og færu til
útlanda. Átti að fljúga til Frakk
lands og fara þaðan til Þýzka-
lands, Ítalíu og víöar. Ferðin átti
að kosta 11 000,00 — ellefu þús-
und krónur.
NEMANDINN sagði, að sig
langaði ákaflega mikið, enda
væri leitt að skerast úr leik.
Spurði hann föður sinn, hvort
nokkur möguleiki væri á því, að
hann gæti hjálpað lionum til far
arinnar. Föðurinn langaði til að
hjálpa syninum, enda hafði pilt-
urinn stundað námið af mikilli
kostgæfni. En faðirinn átti ekki
féð og varð því að taka það til
Iáns. Sjálfur hefur hann lágar
tekjur og verður upphæðin því
skuldabaggi.
ÞARNA TAKA um þrjátíu
nemendur fullnaðarpróf. Kostn-
aðurinn er því um þrjú hundruð
þúsund krónur. Er þetta nokk-
urt vit? Ncmendurnir greiða
meira í eitt ferðalag en uppihald
þeirra og nám kostar á ágætum
skóla heilt námsár. —• Ýmsir
deila á skólana fyrir annað eins
og þetta. En þá er ekki hægt að
saka. Þetta er runnið upp hjá
nemendunum sjálfum. Þetta er
ekki mál skólans, þó að segja
megi að skólastjóri og kennarar
. geti, kannski liaft áhrif í þessu
sem öðru.
ÓNEITANLEGA virðist sem
námið sé ekki orðið aðalatriði
þegar svona er komið.
Hannes á horninu.
I ' '-------------—
4 9. maí 1959 — Alþýðublaðið