Alþýðublaðið - 21.05.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 21.05.1959, Blaðsíða 11
Flugv^tarnar Flugfélag fslands h.f.: Millilandaflug: Gullfaxi fer til Glasgow pg Kaupm.h. kl. 08.00 í dag. Væntanlegur aftur til Rvk kl. 22.40 í kvöld. Hrímfaxi fer til Glasgow og Kaupmjh. kl. 08.00 í fyrramál ið. — Innanlandsflug: I dag er áætlað að fljúga til Akur- eyrar (3 ferðir), Ríldudals, Egilsstaða, ísafjarðar, Kópa- skers, Patreksfjarðar, Vestm,- eyja (2 ferðir) og Þórshafn- ar. — Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferð- ir), Egilsstaða, Fagurhólsmyr ar, Flateyrar, Hólmavíkur, — Hornafjarðar, ísafjarðar, —- Kirkjubæjarklausturs, Vest- mannaeyja (2 ferðir) og Þing eyrar. Skipin; Skipaútgerð ríkisins: , Hekla er á Vestfjörðum. — Esja fór frá Rvk í gær auslur um land til Akureyrar. — Herðubreið er í Rvk. Skjald- toreið fer frá Rvk í dag dl BreiÖafjarðarhafna. Þyrill er á leið frá Fredrikstad til Rvk. Helgi Helgason fer frá Rvk til Vestmannaeyjá. Eimskipafélag íslands h.f.: Dettifoss fer frá Akranesi síðd. í dag 20.5. til Rvk og fer frá Rvk kl. 17\) á morg- un 21.5. til Gautaborgar, Hels ingborgar, Riga, Ystad, Kod- ka og Leningrad. Fjallfoss fer frá Akureyri 20.5. til Norð- íjarðar, Reyðarfjarðar og það an til Hamborgar, Rostock, Ventspils, Helsingfors og Gdynia. Goðafoss fer frá New York 21.5. til Rvk. Gullfoss fór frá Leith 18,5., væntan- legur til Rvk kl 16.00 í fyrra málið 21.5. Skipið kemur að bryggju um kl. 08,30. Lagar- foss fór frá St. Johns 18.5. til New York. Reykjafoss fer frá Hjalteyri í dag 20.5. til Hjisa- víkur og þaðan til Belfast, Dublin, Avonm.outh, Lrondon og Hamborgar. Selfoss fer frá Álaborg 23.5. til Gautaborg- ar, Hamborgar og Rvk. Trölla foss fer frá Rotterdam 20.5. til Hull og Rvk. Tungufoss kom til Rvk 14.5. frá Leith óg Kaupmannahöfn. Skipadeild S.Í.S.: Hvassafell er í Leningrad. Arnarfell er í Hull. Jökulfell er vænatnlegt til Leningrad á morgun. Dísarfell er í Rvk. Litlafell fer í dag frá Ryk til Akureyrar. Helgafell fór 19. þ. m. frá Reyðarfirði áleiðis til Leningrad. Hamrafell fer í dag frá Rvk áleiðis til Bat- um. Peter Sweden lestar timb ur í Kotka til íslands. Frambjóðendur AlþýSuflokkslBS Framhald af 3. síðu. vík 1939 og' sýslumaður í Gull- bringu- og Kjósasýslu pg bæj- arfógeti í Hafnarfirði 1945. Guðmundur hefur átt sæti á . alþingi sem landskjörinn þing maður 1942—1949 og síðan ó- slitið frá 1953. Hann h*efur jafnan verið í framboði í Gull- bringu- og Kjósasýslu og átt . þar öruggu og vaxandj fylgi að fagna. Guðimmdur I. Guð- . mundsson varð utanrí'kismála- ráðherra 1956 og utanríkjs- mála- og fjármálaráðiherra í desemfoer síðast liðnum. Hann hefur verið varaformaður Al- þýðuflokksins síðan 1954. ónáð hjá landstjóranum.Hann reyndi að kyssa hana og hún kallaði á hjálp. Ég svaraði“. „Hvemig stóð á því að þér voruð þar?“ „Því vil ég ekki svara, en ég sver að senoritan vissi ekki að ég var viðstaddur. Hún kallaði á hiálp og ég svaraði11. „Ég lét þetta, sem þér kall- ið kap+ein, krjúpa á kné og biðja hana fyrirgefningar. Og svo bar ég hann til dyra og sparkaði honum út! Seinna heimsótti ég hann í virkinu og sagði honum að hann hefði móðgað göfuga senoritu". „Það mætti halda að þér elskuðuð hana líka“, sagði landstjórinn. „Það geri ég, yðar hágöfgi, og skammast mín ekkert fyr- ir“. „Ha! Með þessu dæmið þér hana os foreldr,a ihennar! Neitið þér nú að þau standi með yður?“ „Það geri ég. Foreldrar hennar vita ekki að við elsk- umst.“ „Þessi senoiita er varla sið- prúð“, „Senor! Landsstjóri eða ekki, seeið þetta aftur og ég út‘h°i!li blóði vðar,“ æpti Sen- or Zorro ,.Ég hef sagt yður hvað skeði heima hjá Dan Diego Yega. Ramon kapteinn getur foorið orðum niínum vitni. Er ekki svo, kapteinn? Svarið!“ „Það er — er satt,“ sagði Ramon kanteinn og leit á byssulhlaupið. „Þá haf’ð þéi* logið að mér og eruð ekki lengur liðsfor- ingi minn,“ öskraði-landsstjór . inn. „Stigamaðurinn virðist geta fenffjð yður til hvers sem: er. Ha! En ég trúi því enn að Dorv Carlos Pulido sé svik- ari og samia máli gegni urn f jölskvldw hans og þessi leik- þáttur. hefur ekki gagnað neitt. Senor Zorro.“ „Hermenn mínir halda á- frana að eita þau — og vður! Og áður en yfir lýkur skal ég láta Pulido fjölskylduna sleikja rykið og þér skulið hengdur á gálga og teygt ’úr reipinu með skrokk yðar!“ „Þettai er djarílega msselt,“ sagði Senor Z'orro íhugull. „Þér skammtið hermönnum yðar vel, yðar ihágöfgi. Ég frelsaði fangana í kvöld og þeir eru sloppnir.“ „Þeir verða handteknir aft ur.“ -.. „Tíminn einn getur dæmt um það. Og nú hef ég öðrúm skyldustörfum að gegna. Yðar hágöfgi, takið þér stól vðar og flytjið hann út í hornið þarna og gestgjafi yðar á að sitja við hlið yðar. Ög. þar eigið þið að vera á með'an.ég lýk við verk mitt.“ „Hvað ætlið þér að gera?“ „Hlýðið mér,“ kallaði Sen- or Zorro. „Ég hef ekki einu sinni tíráa til að rífast.-i||ð landsstjóra!“ -3' Hann horfði á þá meðan þeir færðu stólan&.og settust. Og svo gekk hann að Ramon kapteini. „Þér móðguðuð hreina og saklausa stúlku, kapteinn,“ sagði hann. „Vegna þess skul- uð þér berjast. Yður er batn- að í skeinunni á öxlinni og þér foerið sverð við hlið-. Mað- ur eins og þér er ekki þess verður að an<la hreinu loftj að sér. Landið verður betra þeg- ar þér eruð farinn, Standið upp senor o-g verjist!1- Ramon kapteinn var hvítur af reiði, Hann vissi að hann var búinn. að vera. Hann hafði neyðst til að játa að hann væri lygari. Hann hafði heyrt landsstjórann. lækka sig í tign. Og þessi maður hafði gert honum ailt þetta. Kannske gæti Trann í reiði sinni drepiS senor Zorro, drep ið Bölvun Capistranio. Kann- ske myndi hans hágöfgi gefa sig við það. 'Hann stökk upp af stólnum og að hlið landsstjórans. „Leysið mig!“ kallaði hann. „Hleypið m(ér til hans! Ég skal drepa hundinn!“ „Þér voruð sama sem dauð- ur fyrir — og nú eruð þér á- reiðanlega dauðans matur,“ sag-cíi Senor Zorro rúlegur, Böndin voru leyst af kap- teininum og hann dró upp sverð sitt og þaut fr-am með háu 'orgi og réðst ákaft á stigamanninn. 43 ZO eftír Johnston McCuIley Senor Zorro hörfaði og náði þar með stöðu, þar sem1 kerta- ljósið skein ekki í augu hans. Hann var leikinn skyiminga- maður og hafði oft skýlmst upp á þf og dauða og hann vissi hve mjög hann mátti óttast árás reiðs manns, sem barðist ekki eftir neinum' regl um. Og hann vissi líka að slík reiði eyðist fljótt nem;a sá reiði geti sigrað strax. Og því hörfaði hann sl-\ef fyrir skref, varðist vel og forá af sér hætlulegum lögum og beið ó- vænts tækifæris. Landlsstjórinn og gestgjafi hans sátu úti í horni og höll- uðu sér áfram, oji horfðu á bardagann. „Stingdu hann á hoi, Ram- on, og ég skal hækka þig í tign,“ kailaði hans hágöfgi. (Senor Zorro fann að and- stæðingur hans barðist eftir þessi orð landsstjórans miklu betur en hann hafði barizt á búgarði Don Carlosar Pulido. Hann neyddist til að flýja í hættulegt horn og byssan, sem hann hélt í vinstri hendi til að miða á landstjórann og gestgjafa hans var fyrir hon- um. Og snögglega henti hann lienni á borðið og sveiflaði sér í hring svo hvorugur mann- anna í horninu gat tekið hana án þess að eiga von á sverðs- sting mi'lii rifjanna. Og svo stóð hann á sama stað og barð ist. Niú gat Ramion kapteinn ekki neyt.t hann til að hörfa. Hann virtist hafa mörg sverð. Sverð hans þaut fram og aft- ur og virtist reyna að hvíla sig á líkama kapteinsins, því Senor Zorro vildi binda enda á þetta og fara. Hann vissi að það var farið að daga og að von var á hermönnum til að gefa landsstj óranum skýrshi. „Berjist, maður, sem móðg- ar stúlkur!“ kallaði 'hann. „Berjist, maður, sem lýgur til að særa göfuga fjölskyidu! Berjist, hugleysingi og svín! Nú horfist þér í augu við dauð ann og brátt sækir hanii yður. Ha! Þarna voruð þér að falla! Berjist, ræfill!“ Ramon kapteinn bölvaði og réðst á hapn, en Senor Zorro tók á móti og rak hann til að hörfa og hélt istöðu sinni, Svitaperlurnar hnöppuðust saman ó enni kapteinsins. Hann andaði þungt. Augu hans voru glansandi og úf- stæð. „Berjist, vesalingur!“ stríddi stigamaðurinn honum. „í þetta skipti ræðst ég ekki aftan að yður. Ef þér Þurfið að hiðjast fyrir, þá gerið það -— því nú er stuft tii stefnu!“ Einu hljóðin sem heyrðust var Mingið í sverðunum, þungur andardráttur skylm- ingamannanna, fótatak þeirra á gólfinu. Hans hágöfgi hall- aði sér áfram í stólnum og greip með höndunum um brík- ur hans, svo hnúar hans voru hrvítir. „Di'epið stigamanninn!“ skrækti hann. „Nýtið leikni yðar, Ramon! Ráðist á hann!“ Ramon kapteinn sótti aftur fram og neytti síðustu krafta ogi skylmdist méð allri sinni leikni. Armar hans voru sem blý, ihann másaði af mæði. Hann brá Og hann stakk — en honum skjáflaðist ögn. ISverð Senor Zorro skauzt fram eins og hög'gormstunga. Þrisvar þaut það fram og á enni Ramons milli augnabrún anna leiftraði rautt blóðugt Z. „Merki Zorros!“ kallaði stigámaðurinn. „Nú berið þér það að eilífu, kapteinn.“ Andlit Senor Zorro varð al- varlegt. Sverð hans skauzt aftur fram og verð rautt af blóði. Kapteinninn stundi og datt á gólfið. „Þér hafið drepið hann,“ kallaði landstjórinn, „þér haf- ið myrt hann, vesalmenni!“ „Ha! Það vona ég. Ég rak hann gegnum hjartað, há- göfgi. Hann móðgar ekki sen- oritu framar.“ Senor Zorro leit niður á andstæðing sinn, leit augna- blik á landisstjórarm, þurrkaði sverð sitt á mittislindanum, sem hann hafði bundið kap- teininn með. Hann stakk f® * -95r « i; *B * svei-ðinu í slíðrin og tók byssu sina af borðinu. „Næturverki rnínu er lok- ið,“ sagði hann. „Og þér skuluð hengdur fyr ir það!“ kallaði hans hágöfgi. „Ef til vill — ef þið náið mér,“ svaraði Bölvun Capis- trano 0g hjíieigði sig, Og svo h'entist lrann út um dyrnar án þess að líta á líka,m. ann, sem verið hafði Ramoni kapteinn og fór gegnvun for- stofuna og út á svalir og á bak. i 36. Og hann kom út í hættuna. Dagur var kominn, fyrstu bleiku skýin voru kosnin á austurhimimnn, sólin var komin upp í austri og torgið var uppljómað. Það var ekk- ert mástur, engin þoka og það sást greinilega yfir hæðirnar. Það var ekki morgunn til að sleppa 'Undan hermönnun- umi á. iSenor Zorro hafði verið of lengi hjá landstjóranum og kapteininum eða honum hafði skjátlazt hvað klukkan var. Hann keyrði hestinn sporum og lagði af stað og þá skildi hann hvað vofði yfir honum. Niður veginn frá San Ga- briél kom Pedro Gonzales liðs foringí ásamt mönnum' •sínum. Niður Pala veginn kom önnur hermannasveit, sem hafði elt caballeröana og Don Carlos Og orðið að gefast upp. Yfir hæð- ina fyrir ofan virkið kom þriðja sveitin, þeir, sem höfðu elt Þá, sem fóru með Donnu Catalinu. Senor Zorro var uöl kringdúr óvinum. Bölvun Capistrano stoppaði hest sinn ákveðið og leit yfir hersveitirnar eitt augnablik. Hann mat fjarlœgðina vand- lega. En á sama augnabliki sá einn úr hersveit Gonzales liðs- foringja hf/m og kallaði hátt. Þeir þekktu þennan góða gæðing, langa, purpuralita kápuna, svarta grimuna og stóra hattinn. Þeir sáu mann- inn, sem þeir höfðu alt alla nóttina fyrir framan sig, mann inn, sem hafði leikið á þá og látið þá flakka um hæðir Og dali. Þeir óttuðust reiði hans hágöfgis og yfirmanna sinna og í hug sínum og hjarta voru þeir ákveðnir í að drepa Bölv- un Capistrano eins fljótt og þeir gætu. ISenor Zorro knúði hest sinn og þaut ylfir torg.ið beint fyrir framan marga borgara. Um leið Og hann gerði það þaut landsstjórinn og gestgjafi hans út úr húsinu og skræktu að Senor Zorro væri morðingi og það ætti • að handsama cr " - - egi-] 6RANNARNIB „Þú getur bara látið það vera að hlera» þegar ég er að skamma sjálfa mig“. Alþýðublaðið — 21. maí 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.