Alþýðublaðið - 13.06.1959, Side 4
Ctgefandl: AlþýBuflokkurlrm. Hitstjórar: Benedikt Gröndal, Gísll J. Ást-
þórsson og Helgi Sæmundsson (ób). Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjáimars-
aon. Ritstjórnarsimar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiöslu-
tfmi: 14900. AÖsetur: AlþýÖubúsiS. Prentsmiðja Alþýðubl. Hverfisg. 8—10.
Lausn vinnudeilnanna
ÞAÐ setti ugg að mörgum, þegar nokkur stétt-
arfélög sögðu upp samningum sínum fyrir skömmu
og kröfðust hækkaðs kaupgjalds. Almenningur er
löngu farinn að skilja, að ef almennar hækkanir
verða á kaupgjaldi, lætur almenn hækkun verð-
lags ekki á sér standa. En verði almenn hækkun
á verðlagi, hækkar kaupgjald aiftur samkvæmt
vísitölu. Þegar verðlag og kaupgjald hækkar,
verður að hækka útflutningsbætur til útflutnings-
atvinnuveganna. Til þess að geta greitt kostnað-
inn við þær, verður að hækka gjöld á innfluttum
vörum. Það veldur enn hækkun verðlags og það
afíur nýrri hækkun á kaupgjaldi o. s. frv. Þetta
er hinn alkunni snúningur verðbólguhjólsins, sem
enginn græðir á, heldur allir tapa, og þá mest
þeir, sem mest eiga undir því, að atvinna sé örugg
og grundvöllur framleiðslunnar traustur.
Þegar kauphækkunarkröfurnar komu fram
fyrir skömmu, óttuðust ýmsir, að nú væri enn á
ný að hefjast slík kaup- og verðhækkunaralda.
Mönnum fannst þetta þeim mun ískyggilegra, sem
núverandi ríkisstjórn hafði gert stórmyndarlegt
átak til þess að stöðva verðbólguhjólið og tek-
izt það. Verðlag hefur haldizt stöðugt, síðan ráð-
staíanir ríkisstjórnarinnar voru samþykktar. Al-
menningur var farinn að treysta því, að nauðsyn-
legt öryggi og jafnvægi hefði náðst. Þess vegna
settist að honum uggur, ef svo ætti nú að fara,
að aftur yrði ringulreið og upplausn.
En vinnudeilur prentara og bókbindara við
vinnuveitendur sína leystust án þess að til hækk-
unar kæmi á kaupgjaldi. Hins vegar voru stofn-
aðir lífeyrissjóðir og nokkur breyting gerð á
vinnutíma. Þessari lausn ber eindregið að fagna.
Með henni er verðbólguhjólinu ekki ýtt af stað.
Kaupgjaldið helzt óbreytt og engin br'eyting
verður á töxtum eða verðlagi prentsmiðjanna og
bókbandsverkstæðanna. Hins vegar er stigið
framfaraspor í tryggingamálum þessara starfs-
stétta. Alþýðuflokkurinn fagnar hverju spori, sem
stigið er í átt til aukinna trygginga. Almanna-
tryggingarnar hafa frá upphafi verið eitt helzta
baráttumál Alþýðuflokksins. Stofnun lífeyris-
sjóða er í fyllsta samræmi við stefnu flokksins.
Trésmiðaféfag Reykjavíkur.
Félagsfundur
verður í Breiðfirðingabúð í dag, laugardag, kl. 2 e. h.
DAGSKRÁ:
1. Inntaka nýrra féaga.
2. Samningarnir.
3. Önnur mál.
Stjórn'in.
Öllum þeim hinum mörgu sem sýndu mér vinsemd-
ar og virðingarvott, með skeytum, blómum og marghátt
uðum gjöfum á sjötugs afmælinu, þakka ég af alhug.
Eyþór Þórarinsson.
Rikissljórnm kom í vea fyr-
ir slöðvun
ÞEGAR ríkisstjórn Alþýðu-
flokksins tók við völdum var
stöðvun bátaflotans yfírvof-
andi. Fyrsta verkefni stjórnar-
innar var því að tryggja rekst-
urs flotans.
Strax á aðfangadag skipaði
Emil Jónsson forsætisráðlherra
nefnd tii samíiinga við útvegs-
menn, Tók nefndin þegar til
starfa og jafnframt hófust
samningaviðræður milli sjó-
manna og útvegsmapna um fisk
verð til skipta og kaup cg kjör
á bátunum almennt. l augar-
daginn 3. janúar s. 1. náðu samn
inganefndir sjómajma og út-
vegsmanna samkomulagi með
fyrirvara og 6. janúar sl. náðu
sa.mninganefndir ríkistsjórnar-
innar og útvegsmanna sam-
komulagi. Aðalefni hinna nýju
samninga var það að leggja
skyldi kaupgjaldsvísitöi u 185i
til grundvallar við samningana
í stað 202 eins og Vísitalan var
þá og lofaði ríkisstjórnin að
lækka vísitöluna a. m. k. ofan
í iþað til þess að ekki þyrfti að
auka styrki til útvegsins um of.
En einnig var samið um nokkra
aukna að'stoð við útveginn þann
ig að útvegurinn ætti við sömu
kjör að búa og árið 1958. Kjarn-
inn í samkomulagi sjómanna og
útvegsmanna var sá, að fisk-
verð skyldi hækka um 20 aura
pr. kg. af iþorski. Var það mun
meiri hækkun en árið áður en
þá shafði fiskverðið hækkað um
10 aura. Svohljóðandi fyrir-
vari var gerður af hálfu sjó-
manna við undirskrift sam-
komulagsins:
Ef samningar takast milli
LÍÚ og sjómannasamtakajina
mn fiskverð ög kauptrygg:-
ingu á þessu ári, þá er ríkis-
stjórnin því samþykk, að ef
vísitala breytist frá 185 stigum
skuli fiskverð hækka eða
lækka í hlutfa’lli við þá breyt-
ingu. Ennfremur samþj’kkir
ríkistsjórnin, að í fyrirhugaðri
lagasetnin-gu um efnahagsmál
in, muni liún leggja til, að kjör
sjómanna sairúvæmt samn-
ingi þessum skuli ekki skert.
II
Um fyrirvara þennan reis síð-
an ágreiningur um túlkun. Al-
þýðulflokksmennirnir í samn-
inganefnd sjómanna lögðu
þann skilning í fyrirvara þenn
an, að fiskverðið ætti að hækka
ef vísitalan hækkaði og lækka
ef vísitalan lækkaði. Hins veg-
ar skyldi kauptrygging samt
sem áður haldast óforeytt eins
og fastur grunnur en ef grunn-
kaupslækkun yrði í væntanleg-
um efnahagsaðgerðum skyldi
hvorki kauptrygging né fisk-
verð raskast. Kommúnistarnir
héldu því hins vegar fram, að
fiskverðið ætti að vera óbreytt
enda þótt vísitalan breyttist. —
Féllst ríkisstjórnin á skilning
Aliþýðuflokksmannanna.
Reyndu kommúnistar síðan
að fá samningana fellda í félög-
unum: og stöðva vertíðina en
sú tilraun þeirra rann út í
sandinn. Samningarnir vorui
víðast asmiþykktir og vertíðin
hófst af fullum krafti. Ríkis-
stjórninni hafði tekizt að hindra
stöðvun bátaflotans.
★ Sigurður Einarsson á
fundi í Hveragerði
★ Hvað skiptir mestu
máli?
★ Samtal milli jafnaðar-
manns og Framsóknar-
bónda.
KOSNINGAFUNDUR Alþýöu
flokksins í Hveragerði fyrir
nokkrum dögum var ein bezt
sótti kosningafundurinn, sem
þar hefur verið haldinn. Gylfi Þ.
Gíslason, ráðherra, Unnar Stef-
ánsson, viðskiptafræðingur, sem
er efsti maður á lista folkksins
í Árnessýslu og séra Sigurður
Einarsson, skáld í Holti, sem er
efsti maður á lista flokksins í
Rangárvallasýslu, fluttu ræffur.
Hér er ekki tækifæri til þess að
rekja ræffurnar, en nokkur um-
mæli skáldsins hafa gefið mér
tilefni til þessa pistils.
SIGURÐUR EINARSSON
kvaðst hafa rætt við Framsókn-
arbónda um stjórnmálaviðhorf-
ið, mektarmann í sinni sveit. —
Hann var mjög andvígur Al-
þýðuflokknum og sagði að sá
flokkur væri alltaf að minnka.
,,Er það það sem skiptir máli?“
spurðf Sigurður. „Hefur nokkuð
gerst í þinni sveit, sem hefur
haft giftusamlegri áhrif en al-
mannatryggingarnar?“ — „Nei“,
svaraði Framsóknarbóndinn. —
„Þær hafa breytt öllum viðhorf
um, jafnað kjörin og létt byrð-
arnar“.
„FÓR FAÐIR ÞINN ekki til
Vestmannaeyja á vertíðum í at-
vinnuleit?“ spurði Sigurður. —
„Jú“, svaraði foóndinn, „en
stundum kom hann heim
með tvær hendur tómar“. „Já“,
svaraði Sigurður, „það var áður
en verkalýðsfélögin komu til
skjalanna. Þannig var það einn-
ig oft útkoman hjá föður mín-
um. En þú hefur farið tii ,Eyja
j n n es
o r n i n u
og raunar víðar í atvinnuleit og
hvernig hafði útkoman verið?“
— „Satt er það“, svaraði bónd-
inn. „Verkalýðsfélögin Iiafa
tryggt afkomu verkafólksins bet-
ur en áður var“.
SÍÐAN sagði Sigurður í ræðu
sinni: „Hvort mun sagan meta
það mikiisverðara í þjóðmálum
að hafa haft af miklu fylgi að
státa eða hafa komið miklum og
góðum málum fram, sem haft
hafa varanlega áhrif á kjör og
lífsafkomu fólksins?“ — Og enn
fremur sagði Sigurður: „Ég hef
sjaldan orðið glaðari en Hok síð-
asta árs þegar Alþýðuflokkur-
inn myndaði einn ríkistsjórn
með stefnuskrá, sem hlaut að
vekja hljómgrunn hjá góðum og
skynsömum íslendingum. Ég
fagna því líka hversu vel hefur
tekist að framfylgja þessari
stefnu hingað til. Það er lífsnauð
syn að íslendingar viðurkenni
þetta á borði við þessar kosn-
ingar“.
EINS og við mátti búast flutti
Sigurður ræðu sína af fljúgandi
mælsku og rökvísi. Hann hefur
ekki komið mikið við sjórnmal
hin síðari ár. Og var nú sem mað
ur fyndi nú arnsúg mælsku hans
frá fyrri árum þegar hann barð-
is á sjórnmálasviðinu. Hann hef
ur nú gengið fram til átakanna,
— og dregur sannarlega ekki af
sér.
ANDSTÆÐINGARNIR hafa
það á orði ,að Alþýðuflokkurinn
hafi tapað fylgi hina .síðustu ára.
tugi — og það er rétt, enda hef-
ur flokkurinn í raun og veru
klofnað þrisvar. Ef menn skyggn
ast um í þjóðfélaginu sjá þeir
hverjar afleiðingarnar hafa orð-
ið. Þjóðfélagið v>í»tar kjölfestu
sem sterkur ,og einhuga verka-
lýðsflokkur getur veitt því, —
flokkur, sem gætir hvort tveggja
í senn: hagsmuna hinna lægst
launuðu — og hagsniuna þjóðfé-
lagsheildarinnar, ajkomu al-
þýðustéttanna og áfkomu at-
vinnuveganna. Þessa kjölfestu
hafa þau þjóðfélög sem eiga
sterka verkalýðsflokka með á-
byrgðartilfinningu. Er þetta ekki
nægileg bending til skynsamra
kjósenda?
Knaffspyrna.
Framhald af 9. síðu.
endamörkin og var það rösk-
lega gert. Þá skall hurð nærri
hælum í lok hálfleiksins, er
Hinrik varði á línu, með því
að skalla frá, og mátti segja að
mieð því brysti sigur úr hendi
Vais. En leiknum lauk með jafn
tefli, eins og fyrr segir.
Er liðin léku á móti rokinu,
komust þau sárasjaldan inn á
vallarhelming hins, og aðeins
einu sinni kom Gunnlaugur í
Valsmarkinu við knöttinn, í
síðari hálfleiknum. Enda veð-
urlhæðin slík að margar út-
spyrnur frá marki urðu að horn
spyrnum áður en við var litið.
Þegar leikið var á móti
stormi, var það áberandi hversu
knötturinn var.látinn renna ó-
áreittur út fyrir endamörkin,
er hann bar þannig að, og farið
að öllu rólega að koma honum
í leik aftur. Var að þessu þó
mun meira gert í síðari hálf-
leiknum en þeim fyrri.
Er markvörðurinn livað eft-
ir annað vék sér frá knettin-
um í stað þess að stöðva hann,
sem hann þó hafði oft ágætt
tækifærj til. Sjálfsagt má kalla
þetta ,,taktik“ og hana auðlærð
ari en þá sönnu ,,hernaðarlist“
knattspyrnuíþróttarinnar, sem
leikmenn vorir í öllum flokk-
um hafa minna af að segja, því
miður.
En minna má á það í þessu
sambandi að fólk, sem völlinn
sækir. er yfirleitt þangað kom-
ið til þess að sjá knöttinn í leik
en ekki leikmennina röltandi á
eftir honum utan vallarins og
öll viijandi töf þar á er meira
en hvimleið, hún er með öllu
óþolandi og stórvítaverð. E.B.
Húselgendur.
önnumst allskonar vatns-
og hitalagnir
HITAIAGNTR h.t;
Símar 33712 — 35444. ,
4 13. júnf 1959 — AlþýSublaðið