Alþýðublaðið - 13.06.1959, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 13.06.1959, Qupperneq 5
Guðmundur Sveinsson: ÞAÐ er kurteisisskylda að kvitta fyrir tilskrif. Tveir guðfræðingar hafa heiðrað mig með svari við stuttri grein, er ég birti í Alþýðu- blaðinu 26. apríl síðastl. Grein mín var rituð til að átelja á- reitni í garð síra Einars Guðnasoiiar sóknárprests að Reykholti í sambandi við síðasta biskupskjör. Annar greinarhöfundurinn, Matthías Frímannsson, er ung ur guðfræðingur. Hann svíð- ur sáran undan ritsmíð minni. Undrar það engan, er les svar hans. Vill hann endilega eigna sjálfum sér og nokkrum ung- mennum heiðurinn af lúaleg- asta þætti áreitninnar. Vill ekki deila honum með öðrum, sem líklegra þótti. Skal sú sæmd ekki af þeim tekin. Grunsemd nokkra vekur þó minnisleysi greinarhöfundar. Man hann með engu móti hver líklegastur þótti kandi- dat frjálslyndra við biskups- kjörið. Sá féll þó, að því er talið er, á kostum sínum, of- urkappinu. Sálgreinendur myndu ætla minnisleysi þetta eiga rót að rekja til óþægi- legra endurminninga. Hinn greinarhöfundurinn, síra Sigurbjörn Á. Gíslason, er kempa mikil. Hann á ó- skipta aðdáun alþjóðar fyrir stefnufestu og karlmennsku. Við hann er ljúft að eiga orða- stað um guðfræði. Þekki ég fáa betri skriftafeður. Síra Sigurbjörn og reyndar ungi guðfræðingurinn líka, hneykslast á smáklausu í grein minni þar sem forsjón- ar er getið. Ekki fjallaði grein mín um forsjónina, en farið að þekktri íslenzkri málvenju. Eitthvað mun erlendur hugs- unarháttur villa hér um fyr- ir greinarhöfundum, nema verra sé. í umvönduninni hendir unga guðfræðinginn það ,,óhapp“ að nota „forsjón11 í sömu merkingu 0g ég gerði í grein minni og sanna'r íslend ingseðli sitt. Kempan aldna gætir sín betur og fellur ekki á eigin bragði. Var það engin von um svo fiman bardaga- mann sem síra Sigurbjörn er. Hitt er svo allt annað mál og fyrri gréin minni með öllu óviðkömandi, að kristna menn greinir á um hlut forsjónár- innar í íífi nianna og atriðum ýmsum. Skal ég ékki skorast undan umræðum um það at- riði, þótt ég þséttist ekkert tilefni til þeirra gefa í nefndri grein. Ekki verður allt sem skeð- ur rakið til guðlegrar forsjón- ar að kristnum lífsskilningi, Til þess á tvíhyggjan þar of djúpar rætur. Þó er hitt jafn- víst, að yfir lífinu öllu vakir forájón Guðs. Þessi mótsögn er eitt þeirra vandamála trú- ar, sem fremur er hjartans en heilans að skynja. Frásögn af litlu átviki bregður ef til vill betra ljósi yfir vanda þennan en langar útlistanir. Maður nokkur lærður fræddi áheyr- endur á undrum lífs og sköp- unar. Hann gerði tilraun að lýsa stórfengleik alheims. Meðal áheyrenda var kona ein. Er fyrirlesarinn gaf kost á að béra mætti fram spurn- ingar, gat hún ekki orða bund- Bifröst, 23. marz 1959. izt: „Hvernig má það vera, að Guð getj í ómæli sköpunar sinnar skeytt nokkuð um ve- sæla mannveru og líf henn- ar?“ Ræðumaður svaraði: „Það fer alveg eftir því hve smár eða stór sá Guð er, sem þér trúið á“. — Viðurkennd mun sú staðreynd að forsjón- ar gætir því meir sem guðs- hugmynd manna er . æðri, færra það sem Guð líður en leyfir ekki. Um þetta þarf ekki að fræða slíkan alvöru-. mann í trúmálum sem síra Sigurþjörn Á. Gíslason er. Síra S'igurbjörn segist eiga annað erindi með grein sinni en ræða forsjónina. Ber rit- gerð hans því vitni. Ekki er þó érindi hans að ræðá raun- verulegt efni greinar minnar, áreitnina í garð síra Einars. Enn byrgja aukaatriði útsýn hans. Orð féllu um það í grein minni, að almenningur skipti prestum í þrjá flokka og not- uð ákveðin heiti í sambandi við þá skipting: Bókstafs- menn, frjálslyndir og skoð- analeysingjar. Síra Sigur- björn kannast við tvo fyrr- nefndu flokkana ög heiti al- mennings á þéim, en fellur ekki nafngiftin. Er þar við aðra en mig að sakast. Vel get ég fallizt á, að „bók- stafsmenn“ er óheppilegt nafn, þótt almennt sé notað. Allir eru kristnir menn eins og síra Sigurbjörn bendir rétti lega á „bókstafsmenn“, byggja trú sína á helgum rit- um og vitnisburði þeirra. Af þessum sökum nefhdu Arab- ar bæði Gyðinga og kristna ,,bókstafsfólkið“. Ætti' heiti þetta því síður en svo að vera uppnefni eins og kollega minn telur. Túlkun bókstafsins greinir kristna menn í flokka. „Játn- ingamenn“ eða „kennisetn- ingamenn“ væri fremur rétt- nefni á þeim, sem nú eru manna á meðal við þókstaf kenndir. Þeir halda flestir fast við ákveðnar og fornar túlkanir trúarlærdómanna og géra þær en ekki ritninguna að æðstum dómstól. Viðhorf frjálslyndra er annað, siðbót- arinnar. Þeir virða játningar ög kennisetningar sem skiln- ing fyrri tíðar manna, en telja þær ekki hindra nýja túlkun, er varpa kvnni annarri birtu . yfir trúarsannindin. Þetta ér Fframhald á 10. síðu>. FRAMSÓKNARMENN segja, aS þjngmenn Alþýðu- flokksins hafi ekki haft LEYFI eða UMBOÐ til að mynda núverandi ríkisstjórn, EKKI VERIÐ TIL ÞESS KJÖRN- IR. Staðreyndir: 1) Alþýðuflokksþingmönnum fjölgaði um tvo við Hræðslubandalagið. Framsókn vann hins vegar fjóra: Björgvin Jónsson, Halldór E. Sigurðsson, Sig- urvin Einarsson og Eirík Þorsteinsson. 2) Sú rödd hefur aldrei heyrzt úr röðum Alþýðuflok.ks- ins, að þessir menn séu ekki fullgildir og frjálsir þing menn Framsóknarflokksins, þóft þéir séu kjörnir mfeð Alþýðuflokksatkvæðum. Framsókn ein sýnir svo óf- ríkisfullan hugsunarhátt. 3) Hermann Jónsson neitaði kröfum Alþýðuflokksins varðandi efnahagsmál og sleit vinstrá stjórninni án * nokkurs' samráðs við Alþýðuflokkinn. Þar með sleit hann á eins ótvíræðan háít og hugsast gat samstarf- inu. Þiögmfenn Alþýðuflokksins hafa staðið málefnalega við stefnuskrá umhótaflokkanna frá 1956 eins og fram- ast hefur verið unnt. Þeir háfa þjónað hagsmunum um hjóðenda sinna í hvívetna — hvort sem Framsókn líkar betur eða ver. DÁNARMíNNING FRU URA ROSINKRAN RllllillllIIIIIIIllllltUIIIIIUIIItlllltlllllllllUIIIUUIUIIIIIIIII r I Crerokee j indíánar I enn tíl | CHEROKEE, Norður- | Carolina. — Cherökeé- | Indíánana þekkja flestir 1 unglingar úr Indíánasög- 1 um. Þeir voru herskáir og | grimmir en eins og aðrir | kynþættir innfæddra í | Ameríku hafa þeir nær I því liðið undir lok. Örfá- 1 ir þeirra eru þó enn við 1 líði og nú hafa nokkrir | framtakssamir menn | byggt indíánaþorp í Norð- | ur-Carolina og húa þar | eintómir Cherokee-Indí- = ánar á sama hátt og for- | feður þeirra gerðu um 1 aldaraðir áður en hvítir | menn komu til landsins. | í þorpi þessu, sem er raun | verulega safn yfir sögu og | menningu Cherokee-Indí- I ánanna, eru fjölmargir 1 gripir fornir og merkileg- | ir. Indíánarnir klæðast i fornum búningum, smíða | eintrjáninga, vefa körfur I eða móta leirker. Þarna riiliiiiiiiiiiíiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitliiiiiiHiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiíiiiiKiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiuitiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiRifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiií géta ferðamenn séð hyern ig hinir innfæddu Indíán- ar lifðu hfmu arþusund um saman. HINN 6. þ. m. andaðist frú Lára Rósinkranz, 53 ára að aldri, á heimili sínu í Reykja- vík. Banamein hennar var hjartabilun. Frú Lára var Seyðfirðing- ur, dóttir Stefáns kaupmanns Steinholts og Jóhönnu, konu hans.. Þau áttu tvö börn, Frið- þjóf og Láru. Hann var nokkr- um árum eldri en systirin. Stefán andaðist meðan Lára var barn að aldri. Þá vorú miklar samgöngur yfir hafið, frá Austfjörðum til Vestur- Noregs. íslendingar áttu víða innangengt í Noregi og J'ó- hanna Steinholt flutti þangað með börn sín og settist að í Stafangri. Friðþjófur var þá fullfær verzlunarmaður en Lára átta ára. Hún gekk í skóla í Noregi og varð óvenju- legá fær í hljómlist og tungu- málum. Móðir hennar og bróð ir voru allfús að dvelja leng- ur í Noregi, en þegar Lára var 18 ára tók hún sér í munn orð annars íslendings og sagði „Út vil ég“. Að hennar ráði flutti fjölskyldan aftur til ís- lands, og til Akureyrar. En flest ungt fólk leitar innan tíðar suður yfir heiðar og svo fór Láru Steinholt og gekk í þjónustu Krabbe vitamála- stjóra. Oft er gert ráð fyrir að skrifstofustúlkan sé aðeins óaðskiljanlegur hluti af rit- vélinni. En Lára fékk stærra verkefni á sinni skrifstofu. Hún var vélritari, bókhald- ari, bréfritari á erlendum mál um og íslenzku, og síðast en ekki sízt var hún gjaldkeri vitamálanna og hafði ein lykla völd að kassanum þegar Krabbe var burtu á ferðalög- um. Þó að hún talaði norsku, sem móðurmál, hafði hún jafn framt numið sænsku, þýzku og ensku. Þessi þekking kom henni nú að góðu haldi. Með- an Lára var í Noregi hafði hún alltaf lesið íslenzkar bækur og stundað móðurmál- ið með áhuga, eftir heimkomu til Akureyrar. Hún gat upp- fyllt allar kröfur um mál- þekkingu, sem gerðar voru á Vitdmálaskfifstofunhi, en Hitt þótti líka skipta miklu máli, hversu henni var létt um öll störf og úrræði. Vitamála- stjóri var alinn upp í Dan- mörku og ekki fullfær í ís- lenzku ritmáli. Lára ’S'tein- holt bætti úr þörfum, svo'að eigi var betur gert. Ungar stúlkur una venju- lega vel við skrifstofustarfið! nokkra stund, en sjá samt í móðu framtíðarinnar hilla undir heimili, mann og böm bak við ritvélina. Svo fór um Láru Steinholt. í Reykjavík kynntist hún Guðlaugi Rós- inkranz. Þau voru nálega jaf'n gömul, áttu að baki hliðstæða þroskabraut, dvöl í litlum kauptúnum og sveitum, sjálf- nám, skólagöngu erlendis, heimþrá til landsins og vak- andi starfsþrá. Þau giftust og stofnuðu heimili vo.rið 1932, Guðlaugur var þá orðinn lífið og sálin í mörgum framfara- fyrirtækjum. Eitt af áhuga- málum hans voru samvinnu- byggingar. Ungu hjónin sett- ust að í einu slíku húsi og þar varð þeirra framtíðarheim- ili. Frúin hélt áfram að starfa hjá vitamálastjóra enn um stund. Hún vildi eiga þátt í að afla fjár til heimilismynd- unar. Vitamálastjóri og sam- starfsfólkið vildi ekki missa hana af skrifstofunni meðan. annars var kostur. Guðlaugur Rósinkranz og kona hans áttu gott og glað- vært heimili, þrjú börn, tvær dætur og einn son. Þar var mikið stdrfað á góðu Iheimili. Fjölskyldan stóð þétt saihan. Innan tíðar voru dæturnar (Fwmhald á 1«. Alþýðuhlaðið — 13. júní 1959 J|

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.