Alþýðublaðið - 17.06.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.06.1959, Blaðsíða 3
Hagnaður varð af reksfri Eim- skipafélags íslands sl. ár AÐALFUNDUR H.f. Eim- skipafélags íslands var haldinn 6. júní. Fundarstjóri var kjör- inn Tómas Jónsson borgarlög- maður. Formaður félagsstjórnarinn- ar, Einar B. Guðmundsson, hæstaréttarlögmaður, minntist í upphafi fundarins níu manna, sem látizt höfðu síðan síðasti aðalfundur var haldinn, sem allir höfðu verið tengdir starf- semi félagsins, og sumir allt frá stöfnun þess. Því næst lagði formaður fram Skýrslu félagsstjórnarinnar árið 1958, og skýrði hana. Árið 1958 voru alls 14 skip í förum á vegum félagsins, og fóru þau samtals 90 ferðir milli íslands og útlanda og 54 ferðir frá Reykjavík út á land. Þar af voru 5 skip leiguskip (3 íslenzk og 2 erlend), er fóru 8 ferðir milli landa. Skipin hafa farið fleiri ferðir milli landa á s.l. Minning Magnús Magnússon ÞEGAR mér barst fregnin um lát Magnúsar Magnússon- ar verkamanns á Mel við Breið holtsveg, setti mig hljóðan. Ég hafði átt við hann tal fyrir stuttu, og þótt hann væri þá veikur, hvarflaði ekki að mér að hann ætti skammt eftir ólifað. Magnús Magnússon var fædd ur 30. júní 1900 að Hrauni í Ölfusi, sonur merkishjónanna Guðrúnar Halldórsdóttur og Magnúsar Jónssonar, er þar bjuggu. 29. júní 1940 gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Ingunni Böðvarsdóttur. Þeim varð tveggja barna auð ið. Fyrstu tíu árin bjuggu þau á Hrauni, en fluttust síðan til Reykjavíkur að Mel við Breið hioltsveg. Eftir að Magnús kom til Reykjavíkur vann hann jafnan við smíðar Gott er að minnast góðs vin ar, og þessar örfáu línur eiga aðeins að vera kveðja til hans, með þakklæti fyrir allt, og samúðarvottur til eftirlifandi aðstandenda. Vinur. ári, en árið áður, enda hafa taf- ir af völdum verkfalla orðið talsvert minni árið sem leið en árið 1957, þótt þær háfi orðið nokkrar, eins og síðar mun get- ið. Einnig hafa skipin farið fleiri ferðir út á land eii árið 1957. Það sem veldur því að ferðafjöldinn hefur þó ekki auk izt enn meira, er að e.s. „Brú- arfoss“ var ekki lengur í förum með því að skipið var selt úr landí árið 1957, en m.s. „Sel- foss“ kom ekki til landsins fyrr en í árslok 1958. Ennfremur voru tekin 4 leiguskipum færra á árinu. Árið 1958 urðu vöruflutning- ar með skipum félagsins og leiguskipum þess samtals 259.- 771 tonn, sem er rúmlega 32 þúsund tonnum meira en árið 1957, enda voru vöruflutning- arnir með minnsta móti það ár, vegna verkfalla á árinu. Inn- flutningurinn hefur orðið um 4 þúsund tonnum meiri, og enda þótt dregið hafi nokkuð úr inn- flutningi ýmissa stykkjavara, hefur innflutningur orðið meiri á ýmsum öðrum vörum, m.a. járni til húsbygginga, sem var ' 5 þúsund tonnum meiri en árið áður, og sementi, sem var 3 þús. tonnum meiri, enda hafði sem- entsflutningur á árinu 1957 orðið talsvert minni en undan- farin ár. Með stofnun Séments- verksmiðju ríkisins á síðast- liðnu ári mun væntanlega ekki verða framar um innflutning á þessari vöru að ræða. Gjaldkeri félagsstjórnarinn- ar, Birgir Kjaran, hagfræðing- ur, lagði fram reikninga félags- ins, er sýndu nettóhagnað kr. 1.109.618,25, er skattar höfðu verið dregnir frá, en þá hafði verið afskrifað af eignum fé- lagsins kr. 8.005.997,53. Tillaga stjórnarinnar um að greiða 10% arð af hlutafénu fyrir árið 1958 var samþykkt. Þá fór fram kosning fjög- urra manna í stjórn félagsins fyrir næstu tvö ár. Úr stjórn- inni áttu að ganga Bjarni Bene- diktsson, Jón Árnason, Pétur Sigurðsson og Árni G. Eggerts- son. Voru þeir allir endurkosn- ir í stjórnina. Ennfremur var endurskoðandi félagsins, Sigur- björn Þorbjörnsson, endurkos- inn. Myndin sýnir nýjustu og fullkomnustu þyrilvængju, sem smíðuð hefur verið. Það er bandarískt firma_, sem framleiðir hana og verður hafin fjöldaframleiðsla á henni á næsta ári. Hún rúmar 24 farþega og verður notuð á stuttum flugleiðum. Til aukins öryggis getur hún lent bæði á sjó og landi. — Hraðinn verður rúmlega 220 kílómetrar á klukkustund. Þyril- vængju'r auðvelda miög flug milli stórborga. Þær þurfa mjög takmarkað lendingarpláss og flugtak og lending tekur stutt- an tí-ma. Til dæmis má taka, að undanfarin ár hefur þyril- vængja annast fasta farþegaflutninga milli New York og Philadelphia og tekur ferðin 37 mínútur. Með stórum farbega- flugvélum teku sama ferðalag 90 mínútur og er þá reiknað með ferðum til og frá flugvallar. <WWMMWWWMMWMWWWMMMMMMMW WWWMWWMWWMWWVWWMMMMWWM Þyrilvængja til farþega- ÞAÐ hefur verið venja á undanförnum árum að Þjóð- leikhúsið sendi einhverja af sýningum sínum út á land. Þessar sýningar hafa alltaf ver ið vel sóttar og fólk komið langar leiðir til að sjá þær. Á síðastl. ári vannst ekki tími til að sýna nema á Norður- landi og Vestfjörðum, og verð- ur því byrjað á Austfjörðum núna. Fyrst verður sýnt í Mánagarði í Hornafirði, næst- komandi fimmtudag, svo Breið dalsvík, Reyðarfirði, Eskifirði, Norðfirði, Séyðisfirði, Vopna- firði, Húsavík og endað á Ak- ureyri 30. júní. Leikritið sem Þjóðleikhúsið sýnir að þessu sinni, er „Fað- irinn“ eftir August Strindberg og er Lárus Pálsson leikstjóri. Valur Gíslason hlaut Silfur- lampann á síðastliðnu ári fyrir leik sinn í titilhlutverki þessa leikrits. Auk hans leika þessir leikarar í „Föðurnum“: Guð- björg Þorbjarnardóttir, Har- aldur Björnsson, Jón Aðils, Arndís Björnsdóttir, Krist- björg Kjeld, Erlingur Gíslason og Klemenz Jónsson, en hann er einnig fararstjóri í þessari ferð. spekifélagsiiu LAGT verður af stað á Sum- arskóla Guðspekifélagsins, sem háður verður í Hlíðardal í Ölf- usi, frá Guðspekifélagshúginu, Ingólfsstræti 22, á föstudaginn. stundvíslega kl. 4 síðd. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii lífvarpsi 17. júní Barnalegar blekkingar Tímans um verðlagsmll TÍMINN' hefur undanfarið birt rainmlagreinar þar sem hann hefur skýrt frá smá- vægilegum verðhækkunum á erdendum, vörum, og tekið þær sem sérstakt dæmi um augljós svik ríkistsjórnarinn- ar við stefnu sína í verðlags- málunum! Eins og allir, sem til Þess- ara mála þekkja, og raunar hver einastá hiismóðir veit, verða alltaf öðru hvoru smá- vægilegar breytingar á inn- laugsverði erlendra vöruteg- un3a og breytist þá auðvítað smásöluverðið í búðunum jafn hliða. En svo einkennilega vill til, að blaðamenn Tímans frétta einungis um það þegar ein- hver verðhækkun verður, en fréttakerfið brotnar gersam- lega niður, þegar verðlækkun er á döfinni. Til þess að almenningur fái svolítið áreiðanlegri fréttir heldur en birtast í Tímanum, hefur Alþýðublaðið aflað sér upplýsinga imi verðlag á nokkrum helstu erlendum vörutegundum 1. jan. s. 1. og 1. júní, og er hér miðað við vegið meðaltal verðs í öllum verzlunum, eins og Hagstofan reiknar með í vísitöluútreikn- ingi sínum. Niðurstaðan er þessi: 1.1. ’59 Kr. pr. kg. 1.6. ’59 Kr. pr. kg. Molasykur ..... 6,93 6,77 Strásykur .... 4,53 4,59 Kaffi 43,00 36,00 Sítrónur 25,58 22,85 Hveiti 3,74 3,70 Haframjöl 3,87 3,80 Hrísgrjón 6,85 6,67 Sagógrjón 5,29 5,37 Rúgmjöl 3,04 3,02 Kr. pr. kg. Lækkun 0,16 Hækkun Lækkun Lækkun Lækkun Lækkun 0,06 7,00 2,73 0,04 0,07 Lækkun Hækkun Lækkun 0,18 0,08 0,02 Eins og sést af þessu, hefur verð aðeins tveggja vöruteg- unda hækkað, en verð allra hinna sjö hefur lækkað, meir að segja líka verð á rúgmjöl- inu, sem Tíminn birti þó stóran ramma um verðhækk- un á nú fyrir nokkrumi dögum Þeim veitti ekki af að bæta fréttaþjónustu sína, Tíma- mönnum, eða þá að sannleiks- ástin þyrfti að vaxa. UTVARPIÐ I DAG 17. júní. (Þjóðhátíðardagur íslend- inga: — 9.30 Morgunbæn, fréttir og íslenzk sönglög af plötum. 1010. Veðurfregnir. 10.20 íslenzk kór- og hljóm- sveitarverk (plötur) 13.25 Lýðveldið ísland 15 ára: Frá þjóðhátíð í Reykjavík: a. Hátíðin sett (Eiríkur Ás- geirsson forstj., formaður þjóðhátíðarnefndar). b. Guðsþjónusta í Dómkirkj unni. Biskup íslands, hr. Ásmundur Guðmundsson, messar_ Dómkórinn og Kristinn Hallsson syngja; dr, Páll ísólfsson leikur á orgel. c. 14.00 Hátíðarathöfn við Austurvöll: Forseti ís- lands, Ásgeir Ásgeirsson, leggur blómsveig að minn isvarða Jóns Sigurðsson- ar. — Ræða forsætisráð- herra, Emils Jónssonar. — Ávarp Fjalkonunnar. Lúðrasveitir leika. d. 14.30 Barnaskemmtun á Arnarhóli; Lúðrasveitir barnaskóla Reykjavíkur leika. — Jónas B. Jóns- son fræðslusjóri ávarpar börnin. — Flutt atriði úr útvarpssögum barnanna: , ,Kardemommubænum“ og „Bangsimon“. — — — Hljómsveit leikara skemmtir, og fluttur verð ur leikþáttur. — Helga og Hulda Valýsdætur st j órnabarnaskemmtun- inni_ 16.15 Frá þjóðhátíð í Rvk: Vígður íþróttaleikvangur í Laugardal. Ræður og ávörp flytja: F.orseti íslands, for- maður Laugardalsnefndar, borgarsjórinn, mennamála- ráðherra og forseti íþrótta- sambands íslands. Síðan fim leikar, þjóðdansar og frjáls- ar íþróttir. (Sigurður Sig- urðsson kynnir og lýsir keppni). 20.20 Frá þjóðhá- tíð í Rvk: Kvöldvaka á Am- arhóli. a. Þjóðkórinn synugr. Söng- stjóri Dr. Páll ísólfsson. b. Gunnar Thoroddsen borg arstjóri flytur ræðu. c. Nokkrir einsöngarar syngja létt lög. d. Leikþáttur: „Goðorðamál ið“, eftir Agnar Þórðar- son Leikstjóri; Lárus Pálsson. Leikendur: Anna Guðmundsdóttir, Inga . Þórðardóttir, Þorsteinn Ö. Stephensen og Ævar Kvaran. e. Karlakór Reykjavíkur syngur. Söngstjóri: Sig- urður Þórðarson. Píanó- leikari: Fritz Weisshapp- el. 22.00 Fréttir. 22.05 Danslög (útvarpað frá skemmtunum á Lækjartorgi, Lækjargötu og Aðalstræti). 02.00 Hátíð arhöldum slitið frá Lækjar- torgi. — Dagskrárlok. i iiiiu iii ii iii ii iii niii iini iii ii iii ii iii iii ii i ii ... Alþýðublaðjið — 17. júní 1959 iinnimiiiumimiiinnnimmnnnuinr

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.