Alþýðublaðið - 17.06.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.06.1959, Blaðsíða 4
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Grön- dal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). Full- trúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmarsson. Fréttastjóri: Björg- vin Guðmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Aug- lýsingasími; 14906 Afgreiðslusími: 14900. — Aðsetur: Al- þýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisg. 8—10. Lyðveldið 15 ára í DAG eru liðin fimmtán ár síðan íslending- ar endurreistu lýðveldið. Og reynslan sannar, að þeir hafi verið vanda sjálfstæðisins vaxnir. Sér- staða landsins annars vegar og saga og menning þjóðarinnar hins vegar veldur því, að ísland er og hlýtur að vera sjálfstætt ríki. íslendingar mæla á tungu, sem sameinar merkilegar bókmenntir að fornu og nýju. Þeir kunna sögu sína og varðveita menningararfinn. Þess vegna verðskulda þeir sjálf stæði og fullveldi. Engum dettur í hug, að ísland geti ekki séð börnum sínum farborða, ef það nýtur náttúru- auðæfa sinna og þjóðarbúskapnum er stjórnað af framsýni og fyrirhyggju. íslendingar eru sennilega dugmesta þjóð á Vesturlöndum. Hver þeirra afkastar að meðaltali tvöfalt eða þrefált meira verki en annars staðar tíðkast. En okkur gengur verr að gæta fengins fjár en afla þess. Dýrtíðin og verðbólgan eru okkur í dag háski, sem helzt minnir á hallæri til lands eða sjávar forðum daga. Þessi vandi er af mannavöldum. Og íslendingar verða að leysa hann í samstiíltu átaki. Élla er grundvöllurinn að sjálfstæði þjóð- arinnar engan veginn slíkur, að honum megi treysta. Auðvitað finnst sumum tilætlunarsemi að mælast til þeirrar ábyrgðartilfinningar, sem hér er gert. En hjá því verður ekki komizt. Og íslending um á sannarlega ekki að vera nein vorkunn að sigrast á böli verðbólgunnar og dýrtíðarinnar. Þeir hafa áorkað meira, þegar mikið hefur við legið. Sameinaðir geta þeir sigrað í baráttunni við dýr- tíðina og verðbólguna og sannað þarrnig heiminum, hvert sé erindi þeirra í tölu frjálsra og sjálfstæðra þjóða. Á fimmtán ára afmæli lýðveldisins mun svo einnig mörgum verða hugsað til landhelgismáls ins og deilunnar við Breta af því tilefni. Rök okk ar í landhelgismálinu eru þau, að við verðum að vernda og varðveita fiskimiðin til að geta lifað menningarlífi í landinu. — Afstaða Breta er mót spyrna við lífsnauðsyn íslendinga. Sá málstað- ur ætti að vera dæmdur og vonlaus, enda efast Íslendingar ekki um úrslitin. Þau geta ekki orð- ið nema á einn veg. En yfir þessa dægurbaráttu, sem þó varðar framtíð íslands, lyftast fánarnir til minningar um brautryðjendurna og unna sigra. Gervöll íslenzka þjóðin þakkar í dag þeim, sem mörkuðu stefnuna og ruddu veginn. Minning þeirra er okkar sómi. KOSNINGASKRIFSTOFA ALÞÝÐUFLOKKSINS er í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu, símar 15020 og 16724. Skrifstofan er onin 10—10 og eru allir alþýðuflokksmenn hvattir til að veita upplýsingar og fá þær. Þeir, sem þurfa að kjósa utankjörstaðakosningu eða vita af alþýðu- flokksmönnum, sem þess þurfa, eru beðnir að hringja í skrifstofuna. Sjálfboðastarf er mjög vel þegið; á framlög- um í kosningasjóðinn hefur oft Verið þörf, en nú er nauð- syn. Nauðsynlegt er að sem flestir láni bíla á kjördag og láti strax vita af því. Þeir eru ennfremur skráðir á skrif- stofunni, sem vilja vinna á kjördag. Var það bara loftstein ... eða atom sprengja? SuMARIÐ 1908 gerðist ein- hver dularfyllsti atburður ald arinnar. Enn hefur gátan ekki verið leyst og nú undirbýr ríkisstjórn Sovétríkjanna leið angur, sem reyna á að kom- ast að hinu sanna í málinu. Flugvélar, alls kyns bifreiðar, fjöldi vísindamanna með margs konar tæki fara á næst- unni til þess svæðis Síberíu, sem er eitt minnst kannaða svæði heimsins. Margs konar orðrómur gengur um þennan leiðangur bæði 1 Sovétríkjun- um og á Vesturlöndum. Talað er um að geimskip frá annarri plánetu hafi fallið þar til jarð ar, sumir telja, að geysilegt jarðsig hafi orðið þar, og nokkrir segja, að þar hafi orð- ið kjarnorkusprenging, sem lagt hafi í eyði hundruð fer- kílómetra. SuMARIÐ 1908 gerðust at- burðir, sem komu flestum til að skelfast. Tvisvar varð him- inninn eitt eldhaf, sem sást víða um heim. Jafnvel í Afríku sáust einkennileg ský. Allir jarðskjálftamælar á jörðunni sýndu jarðhræringar á sama tíma. Benti það til þess, að gífurlegur jarðskjálfti hefði orðið í Mið-Síberíu, en það svæði liggur utan við jarð- skjálftasvæði jarðarinnar og er ekki vitað til, að þar hafi orðið jarðhræringar fyrr né síðar. í stjörnuathugunastöð í Irkutsk sást morgunninn 30. júní eldhnöttur, sem talið var að væri loftsteinn. Blöðin eyddu miklu rúmi til þess að ræða þennan undarlega loft- stein, töldu sumir að Halley- halastjarnan hefði snert jörðu en hún var ekki á ferðinni fyrr en ári síðar. Aðrir sögðu, að jörðin hefði breytt halla sínum á jarðarmöndlinum. FYRSTU mennirnir, sem vitni urðu að þessu fyrirbæri, voru starfsmenn og farþegar á Síberíujárnbrautinni. Sagð- ist þeim svo frá, að um morg- unn 30. júní hafi sézt ský yfir fjallgarðinum, sem stækkaði með miklum hraða og varð loks í laginu eins og gorkúla. Lék ský þetta í mörgum litum og héldust litbrigðin næsta dag. Nóttina eftir .var svo bjart, að hægt var að lesa úti. A ÞESSUM tíma var Sí- bería að mestu ókannað land. Geysistór skógar og fjallgarð- ar komu í veg fyrir, að hægt væri að fara á staðinn og at- huga, hvað gerzt hefði í raun og veru. Vísindamenn urðu að láta sér nægja að rannsaka málið eftir framburði ýmissa vitna. Var talið víst, að loft- steinn hefði ,fallið þarna til jarðar. Önnur vandamál gagn tóku hugi manna á næstu ár- um, heimstyrjöldin fyrri brauzt út, byltingin var gerð í Rússlandi og það er ekki fyrr en 1920 að rússneskir vís- indamenn fara aftur að velta fyrir sér náttúrufyrirbærinu í Síberíu sumarið 1908. Fá- mennur hópur vísindamanna lagði á stað til að kanna mál- ið, en þeir komust ekki á á- fangastað, vegna skorts á far- artækjum. 1927 fór annar hóp ur á stað í sömu erindum, sú för mistókst einnig. En RÚSSAR gáfust ekki upp. Frá fyrstu tíð hafði ver- ið safnað vitnisburði fjölda manns um fyrirbærið. Bar öll- um saman um hið undarlega, gorkúlulaga ský, sem fylgdi í kjölfar jarðhræringanna. — Árið 1932 komst rússneski landkönnuðurinn Kulik loks á þann stað, þar sem talið var að loftsteinninn hefðí fallið. Á 70 ferkílómetra svæði var auðséð að yfirborð jarðar hafði umbylzt algerlega. Svið- in tré lágu alls staðar og allt var þakið upprifnu grjóti. Kulik sagði, að engu væri lík- ara en blossa hefði slegið nið- ur og um leið hefði æðisgeng- inn vindur tætt landið upp. Síðar kom í ljós, að allur gróð- ur hafði sviðnað á 5 200 fer- kílómetra svæði. Þrjátíu árum eftir atburðinn var enginn gróður kominn á þetta svæði. En það, sem mesta furðu vek- ur er, að hvergi er að sjá gíg eftir hinn ímyndaða loftstein. Að vísu eru smágígir um allt en þeir eru grunnir, flestir innan við þrjá metra á dýpt og 10—15 metra í þvermál. En stórgígur er enginn sjáan- legur. Vel má vera að loft- steinninn hafi sprungið skammt fyrir ofan jörðu og brotin úr honum þeytzt um vítt svæði. En loftsteinabrot eru hvergi finnanleg. VíSINDAMENN.eru komn ir á þá skoðun, að varla geti Y Ð U R B E Z T U K 1 ■ ■ 0 R I N Ábyrgðartryggingar Brunatryggingar Búf j ár try ggingar Dráttarvélatryggingar Ferðatryggingar Heimilistryggingar Jarðskjálftatryggingar Rekstursstöðvunartryggingar Sjótryggingar Slysatryggingar Vélatrygginar Vatnsstjónstryggingar. Skrifstofur Laugavegi 105. Símar 14915, 16 og 17. UMBOÐSMENN UM LAND ALLT 4 17. júní 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.