Alþýðublaðið - 17.06.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 17.06.1959, Blaðsíða 12
Tveggja ára telpa varð fyrir bifreið UMFERÐARSLYS varð á Hverfisgötunni klukkan 15.25 í gærdag. Varð tveggja ára göm ul telpa fyrir bifreið þar, með þeim afleiðingum að hún fót- brotnaði á báðum fótum. Slysið varð með þeim hætti, að telpan hljóp út á götu milli tveggja bifreiða og lenti fyrir bifreið frá rafveitunni. Hún liggur nú á Landspítalanum. Telpan heitir Sigríður Hilm- arsdóttir, til heimilis að Mið- túni 60. Hún er fædd 25. júlí 1956. WHHUHHHWMMMMIMMWII Ljósmyndari blaðsins tók þessa mynd á tíunda tímanum í fyrrakvöld. Verið er að lyfta stóru auglýsingaskilti frá Krist- jáni Siggeirssyni h.f. upp á stórhýsi fyrirtækisins að Laugavegi 13. Fenginn var krani frá Eimskip til þess að vinna verkið. UWWWHtMMMWHMmVM B B ■ fjölgar fyrir Norlurlandi ENN sem fyrr stunda brezk- i:e togarar ólöglcgar veiðar hér við land í skjóli herskipa. — S-væði þau, sem brezku herskip- ia verja riú til ólöglegra veiða fyrir þá, eru á eftirtöldum stöð- um. Eitt fyrir mliðjum Vest- fjörðum, annað út af Húnaflóa og 3iið þriðja út af Lónsbugt. I gær voru á þessum svæðum alís 16 brezkir togarar að ólög- ligum veiðum. Misjafnlega margir togarar iarar stunda Þennan veiðiþjófn- aðd einu, það sem af er þess- um mánuði hafa þeir t. d. ver- ið fiestir 29 og allt niður í 1 Uppreisnarinn- ar í Berlín minnsf í dag I DAG eru liðin sex ár síðan íbúar Austur-Berlínar gerðu uppreisn til þess að mótmæla á- hrifum Rússa í Austur-Þýzka- landi. Rússneskir skriðdrekar bældu niður uppreisnina og skutu á verkamenn, sem fóru kröfugöngur. Dagsins verður minnst í V.- Berlín og verður forseti V.- Beriín og verður forseti V.- Þýzkalands, dr. Theodor Heuss vigjstaddur m|inningarathöfn um þá, sem féllu í uppreisn- Inni, auk matrgrai ráðherra landsins og erlendra sendi- mjanna. Uppi'eisnin, sem brauzt út í Berlín hinn 17. júní 1953 A'ar fyrsta uppreisnin í 'leppríki Rússa eftir dauða Stalins. og þó stundum enginn. Allflest- ir togarannna munu aðeins vera á hinum ólöglegu veiðisvœðum ' svo kallaðan skyldutíma, en það er sá tími, sem brezkir tog- araeigendur hafa skuldbundið sig tip að láta togara sína veiða í íslenzkri fiskveiðilandhelgi í ! hverri veiðiferð á íslandsmið. Þessi skyldutími yar uphaflega 72 klst., en varð síðar 48 klst. og er nú 24 klst. Eins og áður hefur verið skýrt frá, er komið: hingað á miðin allmiklu stærra og hrað- skreiðara brezkt herskip, en hér hafa verið hingað til, auk þess með þrjá reykháfa. Herskip þetta hefur verið fyrir Vestf jörð um undanfarna daga. iSíðustu daa hefur erlendum síldveiðiskipum verið að fjöjga fyrir. Norðurlandi, en ekki hafa heyrst neinar aflafréttir. í dag var versta veður fyrir norðan. 1 milli atriða 17. júní-fagnað ur í 17. JUNI-hátíðahöld fara fram í Kópavogi í dag og er það í fyrsta sinn sem dagsins er minnzt þar opinberlega. Safn- azt verður saman við Félags- heimilið kl. 1,30 e. h. og gengið þaðan um götur bæjarins með lúðrasveit og skátar í farar- broddi. Skrautvagn verður með í förinni og í honum líkan af svani, um þriggja metra lagnt. Staðnæmzt verður við íþrótta völlinn, þar sem Magnús B. Kristinsson, yfirkennari setur hátíðina með ávarpi. Síðan flyt ur frú Hólmfríður Þórhallsdótt ir ávarp fjallkonunnar. Þá flyt- ur frú Hulda Jakobsdóttirí bæj arstjóri ávarp ,og einnig verð- ur almennur söngur. Þá koma Baldur og Konni og Skugga- sveinn og Ketill skrækur í heim sókn og skemmta þeir börnun- um o. fl. — Lúðrasveitin leikur [HKSuF 40. árg. — Miðvikudagur 17. júní 1959 — 124. tbl. Strasbourg, 16. úní. FRANSKI hershöfðinginn Jean Valluy upplýsti í ræðu í dag, að Rússar hefðu tuttugu horfylki, húin „Smækkuðum“ atómlvopnum, í Austur-Þýzka- landi. Herslhöfðinginn taldi vopna- búnað Sovétríkjanna nú betri Ferðir inn í Laug- ardal 17. júní í SAMBANDI við yígsluhá- tíðina á íþróttaleikvanginum í Laugardal verður fjölgað ferð- um á leiðum Strætisvagna Rvk sem ganga innað leikvanginum á þeim tíma, sem mótið stend- ur yfir. Endastöðin í miðbæn- um er.við Þjóðleikhúsið. Þá verða ferðir frá kl. 15.15 frá gatnamótum Sölvihólsgötu og Kalkofsvegar inn Skúlagötu og Borgartún inn á Gullteig. — Standa þær ferðir yfir til kl. 16.30 og verða notaðar stórar hópferðabifreiðar. Frá kl. 17.30 verða ferðir aft- ur sömu leið frá Gullteig og niður á Kalkofsveg. en Vesturveldanna, en gizkaði á, að Ihægt yrði að brúa bilið á þremur til fjórum árum. Valluy er yfirmaður Atlants- hafs-herjanna í Mið-Evrópu. Þrátt fyrir yfirburði Rússa á hernaðarsviðinu, kvað hann lýðræðisríkin ekki hafa ,jmjög miklar áhyggjur“ vegna örygg- is Vestur-Evrópu. Hin stóru at- ómivopn A-bandalagsins ollu því, að minni 'hætta en ella væri á heimsstyrjöld. Fleipur Tímans um Sinfóníuhl jómsveif ina TÍMINN sagði fyrir nokkr- um dögum, að fyrir dyrum stæði að gera Sinfóníuhljóm- sveitina að ríkisfyrirtæki og greiða öl] laun hijómsveitar- manna úr ríkissjóði. Þetta ér tilhæfulaust með öllu. Sinfóri- íuihljómsvéitin fær tekjur af því að starfa tyrir rrkisútvarp- ið og Þjóðleiklhúsið og halda sjálfstæða hljómieika. Auk þess fær hún styrk úr ríkissjóði og bæjarsjóð Reykjavíkur. Engar fyrirætlanir hafa verið uppi um neinar hreytingar á þessu. Aðalfundi Bláa bands- ins nýlega lokið AÐALFUNDUR Áfengis- varnafélagsins Bláa Bandið var haldinn í félagsheimili AA- samtakanna nýlega. Framkv.- stjórinn, Guðmundur Jóhanns- son, gaf skýrslu um starfsem- ina á árinu. Alls höfðu dvalizt TÍMINN og Þjóðviijinn hafa að undanförnu verið að rægja núverandi ríkisstjórn fyrir slæiega framgöngu í útvegun íbúðarlána til húsnæðismála- stjói'nar, í stjórnartíð hennar. Alþýðublaðið hefur áður svarað þessu almennt, en þar sem fyrrnefnd blöð halda á- fram þessum rógi telur Al- þýðublaðið rétt að birta eft- irfarandi staðreyndir. 1) Núverandi ríkisstjórn tók við völdum laust fyrir ára mótjn. Sambærilegt er því að segja frá þeim er tij úthlutun- ar og afgreiðslu hafa verið á fyri'a árshelmingi undanfar- inna ára eða til 1. júlí ár hvert. Árið 1950 afgreitt til lán- takenda kr. 42.065.000.00. Árið 1957 afgreitt til lán- takenda kr. 26.366.000.00. Árið 1958 afgreitt til lán- takenda kr. 38.535.000.00. Árið 1959 afgreitt og til ráð- stöfunar kr. 30.980.000.00. Við upphæð ársins r\ú, er það að athuga að húsnæðis- málastjórn varð að greiða 6 mlilljón króna skuld af tekj- um ársins, en skuld þessi stáfaði frá lántökum húsnæðis málastjórnar á árinu 1958. — Rétt væri því að draga þá upp hæð frá því ári og leggja við það fé, sem til ráðstöfunar er á fyrra helmingi þessa árs. Á þessu sést hverjar stað- reyndirnar eru. Núverandi rík isstjórn hefur Því þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður, staðið fyllilega við framlög sín á borð við næstu ríkisstjórn á undan. Það er svo ekki sök ríkis- stjómar AI[þiýðuflokksins þó að liúsnæðishyggjendur og þeir er við þær vinna hafi á undlainförnuim árum verið blekktir með þeim skrumaug- lýsingum að nójr lánsfé væri fyrir hendi. Stefna Alþýðuflokksins er og verður sú að íbúðarhúsa- byggingar á hverju ári verði í samiræmi við það, sem mögu legt er að lána til slíkra fram- kvæmda. Allt annað er blekk- ing o-g skapar aðeins meira magn af ónothæfu og hálf- byggðu húsnæði. á vistheimilum Bláa Bandsins 368 sjúklingar, þar af 325 karl- ar. — Vistdagar voru samtals 12870 og dvalartími hvers 3—15 vik- ur. Aldur vistfólks var 18—80 ára. Árangur virðist svipaður og fyrri ár, að Vcs hættir alvég drykkjuskap, Vé lagast mikið lengri tíma, en Vú virðist ékki hafa haft neitt verulegt gagn af dvölinni. Jónas Guðmundsson. formað- ur félagsins. gaf skýrslu um framkvæmdir í Víðinesi, en bar er félagið nú að koma upp framhaldsdvalarheimili fyrir drykkjumenn, sem að líkindum getur tekið til starfa á þéssu ári. Rekstrarhalli á yfirstand- andi ári er 90 þús. kr. Stiórn félagsins var öll end- urkiörin, en hana skina: Jónas Guðmundsson. formaður, Guð- mundur Jóhannsson, Jónas Thoroddsen, Vilhiálmur Heið- dal og Sigurður Egilsson. ÞAÐ SLYS varð í gær í Reyk húsi SÍS að maður lenti með fót í tætara og meiddist tals- vert. Hann var fluttur á Slysa- varðstofuna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.