Alþýðublaðið - 10.07.1959, Page 4

Alþýðublaðið - 10.07.1959, Page 4
70 ára í dag tftgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ast- þórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi I-íjálm- arsson. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslusími: 14900. — Aösetur: Alþýðu- húsið. Prentsmiðja Alþýðubiaðsins. Hverfisgata 8—10. Rússar og síldin Það eru uggvænleg tíðindi, sem Síldarútvegs- nefnd hefur að segja þjóðinni. Einn höfuðmarkað- ur íslendinga fyrir saltsíld, við sunnanvert Eystra -salt og í Sovétríkjunum, virðist vera að hrynja. Um þetta leyti í fyrra var talin örugg sala á yfir 220 000 tunnum, en nú er aðeins samið um 40.000 og veik von um teljandi viðbót. Hvað er að gerast? Framkvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar, Gunn- ar Flóvenz, hefur skýrt svo frá, að höfuðorsök þessara alvarlegu vandræða séu stórauknar síldveiðar Rússa sjálfra. Og það sem ískyggilegra er: Þegar Rússar hafa meira en nóg af síld, byria þeir þegar í stað að flytia hana út og eyðileggja aðra markaði fyrir íslendingum í Austur-Þýzka- landi. Alþýðublaðið hefur margoft bent á hinar stórfelldu ráðstafanir Rússa, Pólverja og Aust- ur-Þjóðverja til að auka fiskiskipaflota sinn, skipabyggingar þessara þjóða, rannsóknir og yfirleitt fjáraustur í fiskveiðar. Rússar veiða nú þegar f jórum sinnum meira fiskmagn en Islend- ingar, um 2.000.000 lestir, og ætla að auka þetta upp í 4.000.000 á fáum árum. Hvað verður um íslendinga, ef Sovétríkin byrja að flytja út frystan fisk, saltfisk og skreið og eyðileggja aðra markaði okkar á sama hátt og þeir hafa nú fárið með síldarmarkaðinn í Austur-Þýzkalandi? Ekki er hægt að ásaka neina þjóð fyrir að beita öllum ráðum til að auðga efnahagslíf sitt. En heilbrigð skynsemi virðist mæla með því, að hver þjóð leggi áherzlu á það, sem hún hefur beztar aðstæður til að gera á hagkvæman hátt. Þess vegna er það furðulegt, að meginlands-stór- veldi skuli beita styrk sínum til að ryðjast út á reginhaf og spilla þar afkomumöguleikum ey- þjóðar, sem hefur bezta aðstöðu allra til að draga fisk úr sjó — og á raunar fáar aðrar auðlindir að lifa af. Skyldu ekki vera hernaðarlegar ástæður fyrir því, að Rússar sækja svo fast að eignast sjómenn og flota? Skyldi það ekki vera þáttur í útþenslu- stefnu heimskommúnismans, að koma upp sjó- mannastétt, sem síðar gæti mannað kafbátaflot- ana, ef á þyrfti að halda? Um leið verða Rússar óháðir fiskkaupum og geta eyðilagt fiskmarkaði smáþjóða eins og íslendinga, en þar með náð á þeim kverkataki. íslendingar minnast þess, að erfiðleikar voru miklir með markaði í Sovétríkjunum skömmu eftir að kommúnistar hröktust úr nýsköpunarstjórninni 1946. Og nú, nokkrum mánuðum eftir að kommúnistar fóru úr vinstri stjórninni, virðist sagan vera að endurtaka sig. Er þetta tilviljun — eða viðskiptastefna Sovét- ríkjanna aðeins tæki í þjónustu hinna pólitísku áhugamála heimskommúnismans? Síldarsalan í ár er mjög alvarlegt mál fyrir íslendinga. Hún gefur þeim tilefni til að íhuga vandlega viðhorf þjóðarinnar til markaðsmála sinna og þar með efnahagslegrar tilveru. Geta stórveldin ekki lifað án þess að fótum troða smá- nki, sem aðeins vill fá að draga fisk úr sjó sér lífsviðurværis og selja harin fyrir aðrar nauð- synjar til milljónanna, sem á meginlöndum húa? SÍÐASTLIÐNA mánudags- nótt var Saar-héraS endanlega sameinað Vestur-Þýzkalandi að fullu og öllu. S’tjórnmálalega var það sameinað Þýzkalandi 1. janúar 1957 eftir að hafa verið undir stjórn Frakka í ellefu og hálft ár, og lengst af verið þrætuepli Bonn og París- ar. En á mánudag var Saar svo endanlega sameinað Þýzka- landi efnahagslega enda þótt til þess hafi ekki átt að koma íyrr en 1. janúar 1960. Á mánudagsnótt voru toll- bómurnar á landamærum Saar og Þýzkalands fluttar 160 kíló- metra vestur á bóginn til landa mæra Frakklands. Þessa dag- ana standa yfir peningaskipti í Saar, undanfarið hafa stórir vörubílar flutt vestur-þýzk mörk til Saar, sem skipt verð- ur fyrir franska franka, seín verið hafa hinn opinberi gjald- miðill héraðsins. Það er hin mikla efnahags- lega þýðing Saar-héraðsins, sem hefur valdið því að Frakk- ar hafa slegið eign sinni á það eftir tvær heimsstyrjaldir sem einskonar stríðsskaðabætur af hendi Þjóðverja. Saar er að- eins 2500 ferkílómetrar á stærð en þar er að finna ein- hverjar auðugustu kolanámur Evrópu og háþróaðan stáliðn- að. Kolaframleiðslan er 17 milljónir tonna árlega og stál- framleiðslan 3,5 milljónir tonna. Eftir heimsstyrjöldina fyrri var Saar undir umsiá Þjóða- bandalagsins til ársins 19355, en kolanámurnar -voru á þeim tíma starfræktar af frönsku stjórninni. 1935 sameinaðist Saar Þýzkalandi eftir að þjóð- aratkvæðagreiðsla þar að lút- andi hafði farið fram. 1945 var Saar svo innlimað efnahags- lega í Frakkland, en stjórn- málalega hafði héraðið sjálf- stjórn undir yfirstjórn Frakka. Þjóðaratkvæðagreiðsla þar 1955 leiddi í ljós að yfirgnæf- andi meirihluti íbúanna var hlynntur sameiningu við Þýzka land og 1956 var undirskrifað- ur samningur milli Frakka og Þjóðverja um innlimun Saar í Þýzkaland. Með tilliti til hinn- ár miklu efnahagslegu þýðing- ar, sem Saar hefur fyrir Frakka, var svo um samið, að héraðið skyldi ekki sameinast Þýzkalandi efnahagslega fyrr en þremur árum eftir að hin stjórnmálalega sameining hefði fram farið. Ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að tap Saar yrði Frökkum ekki til skaða. Sér- staklega hefur verið unnið að því að hvetja Saarbúa til þess að kaupa franskar vörur. M. a. er tollasamningurinn þannig, að franskar vörur eru ódýrari í Saar en í Frakklandi og Yest- ur-Þýzkalandi. Undanfarin ár Framhald á 10, síðu. Magnúsdóttir í DAG á 70 ára afmæli frú Jónína Magnúsdóttir, Álfa- skeiði 43, hér í bæ. Jónína er fædd suður á Yatnsleysu- strönd, dóttir hjónanna Ingi- bjargar Jónsdóttur og Magnús ar Magnússonar, sem þá bjuggu á Ásláksstöðum. í foreldrahúsum ólst hún upp. Á unglingsárum fór hún til vandalausra eins og flestir unglingár á þeim tíma, til að vinna fyrir sér. Þá var ekki eins .mikið um skólagöngu og nú. En lífið kenndi oft beiur unglingunum en langar setur á skólabekk. Þó hefði mátt vera meira um fræðslu en hægt var að veita sér. Frú Jónína_ lærði af lífinu þær dyggðir, sem bezt hafa dugað íslenzku þjóðinni. Hún lærðr að gera fyrst kröfu til sín, svo til annarra. Jónína eignaðist duglegan og myndar legan mann. Hann var ættað- ur af Vatnsleysunni, sonur Ólafar Helgadóttur og Jónas- ar Guðmundssonar. — Hét Helgi. Nú blasti lífið við ungu hjónunum, en fljótt dró ský á loft. Helgi drukknaði 24. marz 1916, eftir þriggja ára hjónaband, — en hún orðin ekkja með tvö börn, pilt og stúlku. Það var mikið reiðar- slag fyrir 'alla fjölskylduna, því með honum drukknaði bróðir Helga og mágur, mað- ur Ingibjargar systur hans. — Getur lesandinn gert sér í Framhald á 10. síðu. H a n n es á h o r n i n u ★ Enn hafa baráttuíús- arnir ekki hreinsað eftir sig. ★ Atvinnubifreiðar- stjóri segir álit sitt á umferðamálunum ★ Þeir, sem aka á oísa- hraða eiga að missa ökuleyfi. ★ Þeir sem ekki taka tillit til aðstæðnanna verða að taka afleið- ingunum. HVORKI Heimdellingar né Kommúnistar hafa gert hreint fyrir sínum dyrum. Flyksur þeirra hanga rifnar og tættar á staurum og grindum víða um bæinn ennþá. Svo lítur út fyrir að þeir álíti að þeir megi sóða allt út kringum sig og skipta sér síðan ekki af neinu. Ég veit ekki betur en bannað sé að hengja upp áróðursmiða í borg- inni, en hvort sem er eða ekki, ættu þessi samtök að sjá sóma sinn í því að hreinsa tætlurnar af straurunum. Þetta gerðu ungir Framsóknarmenn — og hinum er sannarlega ekki vand- ara um. ÉG VUL mælast til þess við lögreglustjóra eða þá aðila, sem sjá um hreinlæti í borginni, að þeir tilkynni þessum samtökum að þau verði innan ákveðins tíma að taka áróðursplöggin nið ur — og ef þau gera það ekki, þá verði það gert á þeirra kostn- að. Alltaf er verið að áminna fólk um að hreinsa til á lóðum sínum. Ekki er minni ástæða til að krefjast þess að félög, sem hengja upp áróðursmiða taki þá niður. ÉG RÆDDI við atvinnubif- reiðastjóra í gær af tilefni slys- fara undanfarið. Hann sagði með al annars. „Mig furðar á því, að ekki skuli hafa orðið fleiri slys á horni Miklubrautar og Löngu hlíðar en raun er á. í fyrsta lagi hefur vinnan staðið þarna svo lengi og sára lítil regla verið á umferðinni. f öðru lagi er beygj- an af Miklubraut á Lönguhlíð svo kröpp að segja má að hún sé alveg í vinkil“. EN ÚT AF þessu fór hann að ræða um umferðamálin almennt — „Ég hef ekið fólksbifreið í 12 ár og aldrei hefur hent mig neitt. Ég hef ekki einu sinni skrapað annan bíl og minn hefur heldur ekki orðið fyrir því. Galdurinn er einfaldlega sá, að aka nógu varlega, að taka aldrei „sjans- inn“, að fara nógu hægt. En þetta er erfitt. Ég hef mjög oft orðið fyrir því að farþegar hafa heimtað að ég æki hraðara. FÓLK er svo óstundvíst. Það fer ekki fyrr en á allra síðustu mínútunni í bíó eða leikhús og ekki er þetta betra þegar fólk fer á böll. Svo kemur það oft fyrir, að það gleymri aðgöngu- miðunum 'heima — og þá er þess krafist að maður aki í log- andi hvelli. Út úr þessu hef ég lent í stímabraki. Ég læt engan farþega skipa mér fyrir verkum. Ég ber sjálfur ábyrgðina. Og ég segi alltaf það sama: Það er betra að koma seint með heila limi en komast slasaður. ÞAÐ er stórfurðulegt hvað sumir aka hratt. Ég hef þráfald- lega séð menn á Hringbraut- inni til dæmis, á allt að 70 km. hraða og þó má alltaf búast við að börn skjótist framhjá bílum sem standa. Ég get ekki skilið ábyrgðarleysi manna. Ég held að sektir og viðurlög séu of lág Það er glæpur að brjóta um- ferðareglur. Glanni á ekki að fá að aka bíl. Hann er hættulegur eins og glæpamaður með ríting eða annað vopn í hendi. MAÐUR á erfitt með að gera kröfur til barna. Aðeins verður að leiðbeina þeim eins vel og hægt er. En til fullorðinna veg- farenda má gera kröfur. Og margir þeirra sýna enn meira ábyrgðarleysi, frekju og tillits- leysi en jafnvel bílstjórar. Allt þetta þarf að laga — og það hef- ur sýnt sig að kennslan og leið- beiningprnar duga ekki alveg. Þess vegna þarf líka að beita meiri hörku.“ ÞETTA sagði atvinnubifreið- arstjórinn. Það er hægt að benda á einstaka bifreiðastjóra í Reykjavík, sem aka gætilega, ■— sett og af mikilli nákvæmni. — Aldrei hefur neitt hent þessa menn. Hitt /’ allt annað mál, að stundum er ekki hægt að forða slysi, en margar ástæður geta leitt til slyss. Það sanna dæmin. Hannes á horninu. 4 10. júlí 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.