Alþýðublaðið - 15.07.1959, Side 9

Alþýðublaðið - 15.07.1959, Side 9
( ÍÞróltir -) Heimsckn JBU: varð iafntefli 1:1 alitlum leik ÞRÍÐJI og síðasti leikur Jóta (JBU) fór fram á Laug- ardalsleikvanginum á mánu- dagskvöldið. Léku Jótar þá við úrval Suðvesturlands, sem er eins konar opinbert dulnefni á landsliðinu. Nokkru fyrir leikinn gerði hellirigningu, sem átti sinn þátt í að draga úr aðsókn og -gera völlinn glerhálan. Kom hálkan á vellinum verr við úrvalið en gestina, sem van- ari eru að leika á grasi við misjöfn skilyrði. Lið Jótanna var nú skipað þeirra sterkustu leikmönnum og úrvalið líkt og gegn danska landsliðinu, bó með beim breytinum, að Rúnar, sem þá lék bakvörð, lék nú miðfram- vörð í stað Harðar Felixson- ar og Árni Njálsson bakvörð í stað Rúnars. Þá kom Helgi Jónsson inn sem framvörður í stað Garðars Árnasonar. Ekki var séð að þessar breyt- ingar veiktu liðið að neinum mun frá bví sem var í lands- leiknum. Rúnar átti t. d. góð- an leik sem miðframvörður og hafði í fullu tré við hinn ágæta jóska miðherja, sem var sá sami og í landsleikn- um, og Árni Njálsson stóð sig mjög vel í baráttunni við h. útherjann, sem var einn af leiknustu mönnum Jótanna. Skiptin á Helga og Garðari mega og teljast hagkvæm, miðuð við leik Garðars í landsleiknum við Dani, en þar m HANN heitir Seye og er nýjasta stjarnan í heimi frjálsíþróttanna. Hann er franskur og setti nýlega Ev- rópumet í 100 m hlaupi — 10,2 sek. — og náði tíman- um 46,6 sek. í 400 m hlaupi. HWWWWMMMMMMWMWW var danski hraðinn og ná- kvæmnin honum ofviað. V' Fyrstu 12 mínútur leiksins voru mest spennandi og á þeim tíma voru þau tvö mörk sém gérð voru í leiknum, sköruð. En honum lauk með jafntefli 1:1. Má úrvalið hrósa happi að ekki fór ver, því það mörg tækifærj áttu Jót- arnir á markið fram yfir það,, svo að undravert má teljast, að enginn knöttur nema þessi eini, skyldi hafna í netinu. Þegar á 3; mínútu átti Kjær fast skot í slá og innherjinn Arentoft annað skot rétt þar á eftir. Helgi missti af knett- inum en náði til hans aftur í tæka tíð. Á 5. mínútu er sókn úrvalsins, sú eina í leiknum, sem tókst virkilega vel. Þór- ólfur fær knöttinn sendan, leikur hratt á tvo varnarleik- menn og sendir af nákvæmni fram og u\a leið brunar Rík- harður inn og skorar með snöggu og öruggu skoti. í sjö mínútur stóðu svo leikar 1:0 úrvalinu í hag, en þá jöfnuðu Jótarnir, og voru þar að verki útherjar þeirra. Kjær fær knöttinn, leikur á Hreiðar, og það gerði hann reyndar oft- ast, og sendir fyrir markið há- an bolta, sem h. útherjinn tek- ur á móti af lofti og sendir á markið viðstöðulaust, með þvílíku þrumuskoti, að við ekkert var ráðið. Þessi tvö mörk, aðdragandi þeirra og lokatilþrif voru há- punktar leiksins. Það sem eft- ir var fyrri hálfleiksins skeði ekki neitt markvert, sem í frásögur sé færandi. Þófkennd barátta á báða bóga, með ein- staka langskoti að marki, sem engin ógn stóð af. í síðari hálfleiknum skall hurð oftar en einu sinni nærri hælum við mark úr- valsins. Á 10. mínútu varði Árni Njálsson á línu, eftir að Helgi hafði misst knattarins. Á 22. mínútu varði Hreiðar á línu, knött, sem skallað hafði verið úr þvögu, sem myndaðist fyrir framan mark ið, og enn bjargar Hreiðar í horni marksins á 33. mínútu. Einnig varði Helgi mjög fast skot frá v. innherja, og loks eiga Jótar fast skot í slá frá miðherja stuttu fyrir leikslok. í þessum hálfleik má segja, að úrvalið ógnaði aldrei að neinu ráði jóska markinu, þó komust framherjar þess nokkr um sinnum í sæmilegt færi við það, en annað hvort voru þeir of seinir að nýta þau, eða skotin fóru yfir og utanhjá. Þórður Jónsson sem lék v. út- herja, átti til dæmis sæmileg færi, en þau mistókust. Rík- harður gerði tilraunir til að brjótast í gegn, en hans var nú gætt vel. í knattleikni stóðu liðs- menn úrvalsins yfirleitt að baki hinum jósku mótherjum, svo sem í hinum fyrri leikj- um. Jótarnir notuðu eins og áður útherja sína óspart og opnuðu með því vörn mót- herjanna, enda voru það einna snjöllustu leikmenn þeirra í framlínunni, og það voru þeir sem kvittuðu. „Taktik“ úr- valsins nú, eins og oftast áð- ur, var sú, að brjótast það beint, með Ríkharð í broddi fylkingar. Þetta heppnaðist eirm sinni, en ekki oftar. Örn Steinsen, sem nú er ótvírætt bezti útherji sem við eigum, um, fékk knöttinn áberandi sjaldan sendan, var þó yf- irleitt á sínum stað og til taks. S'amvinna hans og Rík' harðs, sem innherja, var nán- ast engin, aftur á móti fékk Þórður Jónsson allmargar sendingar, m. a. frá Ríkharði, en honum tókst ekki að gera sér mikinn mat úr þeim, hann staðsetti sig líka sjaldnast vel. Þórður hefur fengið það mörg tækifæri sem v. útherji, að geta hans liggur Ijós fyrir, svo ekki hefði það verið nein goðgá að reyna þar nýjan mann í þetta skipti, t. d. Guð- ! jón Jónsson í Fram, sem er fjölhæfur leikmaður, að ekki sé minnst á Björn Helgason ísfirðing, sem fær sitt tæki- færi í B-landsliðsleiknum við Færeyjar! Ef þessi heimsókn Jótanna gæti fært íslenzka landsliðinu heim sanninn um hvers virði góðir útherjar eru í sókn, þá er koma þeirra hing að ekki til einskis. Dómari leiksins var Hauk- ur Óskarsson og dæmdi yfir- leitt vel. EB. Iþróttir erlendis 2 Evrópumef í sundi. Á iSUNDMÓTI í París á sunnudagin nvoru sett tvö Ev- rópumet. Frakkinn Robert Christophe sigraði í 100 m< bak- sundi á 1:02,2 mín., sem er Ev- rópumet. Gamla roetið, sem Christophe átti sjálfur, var 1:02,9 mín. Evrópumet var einnig sett í 100 m flugsundi. ítalinn Fritz Dennerlein hlaut'Jímann 1:01,8 mán. Gamla metið, 1:02,2, átti Ungverjinn Tumpek. Finnskf mef í kúiuvarpi. HINN kornungi finnski kúlu varpari Jarmo Kunnas (20 ára) setti met á móti í Tammerfors um helgina. Hann varpaði kúl- unni 16,96 m, sem er 10 sm betra en gamla metið, sem Koi- visto átti. Einnig setti Leena Karna met í hástökki kvenna, stökk 1,60 m. Á móti í Lampis náði hinn fjölhæfi Paavo Lammi eftir- töldum árangri: 51,90 m í kringlu, 15,29 í kúlu og 1,90 í hástökki. Matti Huttunen og Pekka Höykinpuro hlupu 10 km á 29:54,8 og 29:55,2 mín. Kallevagh 8:17,0 í 3 km. FRJÁLSÍÞRÓTTAMÓT var í Gávle á sunnudaginn. Þar náðist góður árangur í nokkr- (Fr«mhald á 10. sí3u) Njófið lífsins í Nausti. Naust. U f b o ð Þeir, sem gera vilja tilboð í raflagnir og pípulagni? fyrir hringingar-. síma-, kall-, o« útvarpskacfi í skóla hús við Gnoðarvog og Laugalæk, vitji uppdrátía og útboðslýsingar í Skúlatún 2, 5 hæð, gegn 300.00 kr„ skilatryggingu. Húsameistari Reykjavíkurbæjar. nn V Ný sertding jf 1 Poplínkápur ^ MARKAÐURINN Hafnarsíræti 5. nýkomnar. Pantanir óskast sóttai*. Sighvatur Eitiarsson & Co. Skipholti 15. Sími 24133—24137. 1. að það er tiltölulega mjög ódýrt að ferð- ast með strandferðaskipum vorum í krmg* um land, fátt veitir hetri kynni af landi þjóð. 2. að siglingaleið m. s. „Heklu“ að sumrinii til Færeyja, Noregs, Svíþjóðar og Daiv merkur ér mjög skemmtileg og fargjöid hófleg. Skipaúfgerð ríkisins .1 Alþýðublaðið — 15. júlí 1959

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.