Alþýðublaðið - 16.07.1959, Side 4

Alþýðublaðið - 16.07.1959, Side 4
 TTtgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórar: Eenedikt Gröndal, Gisli J. Ast- þórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). Fulltrúi ritstjórnar: Sigraldi Hjálm- arsson. Fréttastjóri: Bjprgvin Guðmundsson. Ritstjórnarsímar: 1Í901 og 14902. Auglýsingasimi: 14906. Afgreiðslusími: 14900. — Aðsetur: Alþýðu- húsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins. • Hverfisgata 8—10. Austurferðir kommúnista ÁR HVERT, þegar þingstörf hætta og vetr- arannir eru um garð gengnar, leggja fleiri eða færri leiðtogar Alþýðubandalagsins leið sína austur fyrir járntjald. Þjóðviljinn skýrir stundum frá ferðum þeirra eftir á, en lætur aldrei erind- isins getið. Þó mun engum detta í hug, að hér sé aðeins um að ræða dægrastyttingu eða sumar- auka. Þetta eru pólitísk ferðalög, sem 'til er stofnað í ákveðnum tilgangi af gestum og heima- mönnum. Þetta sannar, að Alþýðubandalagið er ná- kvæmlega sama fyrirbærið og Kommúnista- flokkurinn var og síðar Sósíalistaflokkurinn. Öllum liggur og í augum uppi, að mennirnir, sem droítnuðu í Kommúnistaflokknum og Sósíalista- flokknum, ráða einnig lögum og lofum í Al- þýðubandalaginu. Og víst er það athyglisvert, að Hannibal Valdimarsson fékk að fara austur fyr ir járntjald, meðan hann var ráðherra, en er rsú látinn sitja heima. Rússar virðast einhvern veg- inn hafa komizt á snoðir um, að notagildi hans sé liðin saga. Þessi er þá árangurinn af því starfi Hanni- bals Valdimarssonar og félaga hans að ætla að einangra kommúnista og gera Alþýðubandalag- ið að hreinræktuðum lýðræðisflokki, sem væri engu háður nema íslenzkri alþýðu. Þeir fara sínu fram, en Hannibal lætur sér allt vel líka. Hann fékk þá eftirminnil'egu æijingu 'að sætta sig við valdbeitinguna í Austur-Þýzkalandi og blóðbaðið í Ungverjalandi. Og nú er hann orðinn samsekur með þögn sinni og undirgefni. • • ÖNNUR umferð utanríkis- ráðherrafundarins í Genf er hafin. Ráðherrarnir hafa hvílt sig í nokkrar vikur og rætt málin við æðstu menn ríkj- anna og bak við tjöldin. Ekk- ert bendir þó til, að neins- konar „lausn“ deilumálanna sé nær en áður og meira að segja er ljóst, að framvegis verður ekki rætt um annað en Berlínarmálið á þessum fundi. Sameining Þýzkalands, fækk- un herafla á vissum svæðum og upphaf afvopnunar eru ekki lengur á dagskrá. Allt snýst um að ná einhverju samkomulagi um Berlín eða réttara sagt: hvernig tryggja megi skiptingu Þýzkalands þannig að stórveldin hafi á- framhaldandi íhlutunarrétt um þýzk málefni og hafi á- fram herlið í Berlín. Raunar stendur ekki á öðru en vest- urveldin viðurkenni lepp- stjórnina í Austur-Þýzka- landi til þess að Rússar fallist á hvað sem er í Berlín. Hinn fáránlegi sjónleikur í Genf gengur allur út á að komast hjá að nefna hlutina réttum nöfnum. Af Genfarfundinum er í mesta lagi að vænta, að sam- komulag náist um að ekkert það verði gert, sem auki spenn una í Berlín. Spurningin er aðeins hversu langt Sovét- stjórnin vill ganga til sam- komulags um óbreytt ástand. Margt bendir þó til að Krúst- jov hafi misst trúna á að vest- urveldin verðj hrædd til und- anhalds í Berlín, en í viðtali við Averell Harriman ekki alls fyrir löngu var hann þó enn með hina gömlu hótana- plötu. Það er allt í allt ólíklegt að Gromyko verði samvinnulipr- ari nú en hann reyndist á fyrri hluta ráðstefnunnar. Sovétherrarnir munu gera allt, sem hægt er til þess að fá fram einhverja nýskipan í Berlín og það kann að reyn- ast hættulegt að Krústjov hefur gert þetta mál að pres- tige atriði fyrir sig persónu- lega. Rússar munu því varla gera neitt, sem túlka mætti sem undanhald af þeirra hálfu. Skoðanir eru skiptar um hvað Rússar kunni að gera. Flestir óháðir fréttamenn eru þeirrar skoðunar, að þeir vilji ekki að komi til beinna átaka í Berlín. Líklegt er að þeir geri friðarsamning við Austur-Þýzkaland ef ekki næst árangur í Genf. Einnig má búast við árekstrum í Ber- lín í sambandi við flutninga vesturveldanna þangað. Gera verður ráð fyrir að Rússar fái stjórnarvöldum í Austur- Þýzkalandi í hendur yfirráð yfir samgönguleiðum til borg- arinnar. Vafasamt er hvort vesturveldin sætta sig við það. Eins og er fara austur- þýzkir hermenn að vísu með eftirlit á landamærunum en þeir eru þar að boði rúss- nesku herstjórnarinnar. Geta vesturveldin haldið því fram, að þeir séu þar enn á vegum Rússa eftir að Austur-Þjóð- verjar fá málin að fullu og öllu í sínar hendur? Þetta er pólitískt, sálfræðilegt og þjóð réttarlegt vandamál. Það virð ist ekki skipta miklu máli fyr ir framtíð Berlínar og íbúa hennar hvort landamæraverð- irnir eru opinberlega eða ó- beint viðurkenndir af Sovét- stjórninni. Það, sem mestu máli skiptir, er að tryggt verði öryggi og frelsi íbúanna í Vestur-Berlín. Bandarískt heimilislíf synt í Moskva WASHINGTON, (UPI). — Húsmóðir nokkur í Virgin- iu í Bandaríkjunum og fjög ur börn hennar eru farin í einstæða för til Moskvu — að sýna Rússunum hvernig venjuleg amerísk fjöl- skylda eyðir dögunum. Frú John Jacobs og börn hennar, sem öll eru innan sex ára aldurs, munu dvelj- ast nokkrar klukkustundir á hverjum degi í sumar í bandarískri módel-íbúð, sem komið verður fyrir í stærsta skemmtigarðinum í hjarta Moskvuborgar. Frúin sagði að hún yrði ánægð, ef fjölskyldunni „tækist að vinna örlítinn bug á hinni hræðilegu óvin- áttu, sem ríkti milli Rússa og Bandaríkjamanna". Frú Jacobs, sem er af rússnesk- um ættum, kom til Banda- ríkjanna ásamt foreldrum sínum árið 1938. Hún talar rússnesku, tékknesku, þýzku og frönsku, auk ensku. Mun henni því reyn- ast næsta auðvelt að svara spurningum forvitinna á- horfenda, sem leggja leið sína framhjá íbúð hennar. Meðal uppátækja frúar- innar meðan á sýningunni stendur verður að bjóða rússneskum börnum í af- mælisveizlu Johnnys, sem verður sex ára í sumar. Dœmið og útkoman TÍMINN er öðru hvoru að fjölyrða um „ósig- ur“ Alþýðuflokksins í kosningunum 28. júní. Þá fékk Alþýðuflokkurinn sex þingmenn, en hafði fengið átta í kosningunum 1956, þegar hann var í bandalagi við Framsóknarflokkinn. Þingmanna- tala Alþýðu’flokksins nú er því hin sama og 1953. Af þessu virðist mega ráða, að reiknilist Tímans sé varhugaverð í sambandi við Alþýðu- flokkinn og kosningaúrslitin, enda við að búast. Þjóðviljinn hefur lagt málgagni Framsóknar- flokksins til dæmið og útkomuna. H a n n es á h o r n i n u markaðurinn Laugavegi 89. ★ Sala Fiskiðjuversins ★ Áskorun til tveggja heiðursmanna. 'k Hverju svara þeir? ★ Útvarpsheyrnartæki í Elliheimilið. REYKVÍKINGUR skrifar mér eftirfarandi iínur: „Ríkisstjórn- in hefur ákveðið að gefa Bæjar- útgrerð Reykjavíkur kost á Fisk- iðjuveri ríkisins til kaups. Reyk víkingum mun almennt finnast þetta eðlilegt. Bæjarútgerðin er eign þeirra. Hún á og rekur átta togara og er stærsta útgerðar- fyrirtæki landsins. Hún á ekk- er fiskiðjuver, en slík fyriræki eru talin nauðsynleg fyrir tog- araútgerð. EFTIR ÞVÍ sem blöð hafa skýrt frá, hafa tveir útgerðar- menn, sem eiga sæ.ti í útgerðar- ráði Bæjarútgerðarinnar, þeir Kjartan Thors og Ingvar Vil- hjálmsson, haft sérstöðu, þó aðra en kommúnistinn, til þessa máls, og áskilið sér einhvern rétt vegna einkafyrirtækja þeirra í sambandi vði kaupin. Þeir virð- ast því bera fremur fyrir brjósti hag sinna einkafyrirtækja en hag þess fyrirtækis, sem Reyk- víkingar eiga í sameiningu, og þeim hefur verið falið af borg- aralegri skyldu að stjórna, að nokkru leyti að minnsta kosti. NÚ VEIT ÉG EKKI betur en að báðir séu þessir menn taldir hinir m'estu heiðursmenn. Þess vegna vil ég nú, Hannes minn, biðja þig að koma á framfæri við þá áskorun frá mér, sem er studd af fjölmennum hópi, sem ég vinn með. Við skorum á þessa menn, að mæta ekki til fundar í útgerðarráði meðan þetta mál er til lykta leitt. Þeir virðast þarna hafa einhverra hagsmuna að gæta annarra en þess fyrirtækis, sem almenning- ur hefur falið þeim að hafa hönd í bagga með. Ég læt þetta nægja — og vona að þeir verði við áskorun minni.“ ÞANNIG HLJÓÐAR BRÉF Reykvíkings. Það er talað mik- ið um þetta mál í bænum um þesar mundir. Öllum er ljóst, að það er mikið hagsmunamál þessa mikla bæjarfyrirtækis og sameinar bæjarbúa. Mönnum finnst eðlilegt, að ríkið hætti að reka Fiskiðjuverið. Bæjarút- gerðin er myndarlegt fyrirtæki og starfsemi þess til fyrirmynd- ar. Fiskiðjuverið mundi koma að enn meira gagni í höndum hennar en það hefur gert. Ann- arleg sjónarmið eða ímyndaðir hagsmunir fárra einstaklinga mega ekki koma til greina. KONA SKRIFAR mér. „Viltu vera svo góður að koma þeirri fyrirspurn á framfæri við Gísla Sigurbjörnsson, forstjóra Elli- heimilisins, hvort ekki sé hægt að fá útvarpsheyrnartæki á sjúkradeild handa þeim sjúk- lingum elliheimilisins, sem þess óska. Sumir sjúklingar þar geta ekki lesið dagblöðin vegna sjón- deprp, eji beir geta hlustað á út- varp. Mér virðist ekki tií of mik ilst mælzt þó að útslitin gamal- menni fái að hlusta á íslenzka útvarpið. Og hvað úm óskalög sjúklinga, þann vinsæla þátt? Á hann ekki að ná til gamal- menna?“ ÉG LAS ÞETTA BRÉF fyrir Gísla Sigurbjörnsson. Hann sagði: „Við höfðum útvarps- hlustunartæki, en þau gáfust illa. Hér er ekki um venjulega sjúklinga að ræða. Mörg gam- almenni kenna tækinu um heyrnarmissi Sinn og vilja ekki láta sér skiljast hvernig aðstaeð- ur eru. Auk þess voru tækin allt af að bila. Við urðum að hætta við þau. En í staðinn höfum við lítil útvarpstæki, sem við lát- u mtil fólks þegar það óskar eftir því, en aðeins þó með sam- þykki læknis. Hannes á horninu. 4 X®- Júlí 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.