Alþýðublaðið - 22.07.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.07.1959, Blaðsíða 3
TÓNLEIKAFÖR Sinfóníu- hljómsveitar íslands um Norð- ur- og Austurland lauk með tónleikum í Vémörk í Egils- staðaskógi sl. föstudagskvöld. Aður um daginn hafði hljóm- sveitin leikið fyrir heimamenn á Eiðum o. fl. í þakklætisskyni fyrir að Þórarinn Þórarinsson skólastjóri hýsti hljómsveitina meðan hún dvaldist á Austur- landi. Tónleikarnir á Eiðum voru snjög vel sóttir, þó að brakandi þurrkur væri. Þar flutti ávarp Ármann Halldórsson kennari. CIENF, 21. júlí (Reuter). — Svo virðist sem ráðstefna utanríkis- ráðherranna fjögurra í Genf sé um það bil að fara út um þúfur, vegna enn einnar mis- lieppnaðrar tilraunar í nótt til þess að komast að samningum um Þýzkalandsmálin. Vestrænu sendinefndirnar hafa um bað rætt, hvort ekki muni tilgangslaust að halda íundinum áfram, ef Gromyko, fulltrúi Sovétríkjanna láti ekki Sf kröfum sínum um „alþýzka nefnd“, sem fjalli um samein- ingu Þýzkalands og önnur vandamál. Einkafundur var í dag án árangurs. , Framhald á 2. síðu. Tónleikarnir í Vémörk voru og ágætleíga sóttir og undirtektir á báðum stöðum prýðilegar. Sveinn Jónsson bóndi á Egils- stöðum bauð öllum hljómsveit- armönnum til kaffidrvkkju að loknum tónleikum, en síðan var flogið til Reykjavíkur um nóttina. , 14. júlí voru tónleikar í .Nes- kaúpstað, fjölsóttir, og undir- tektir frábærar. Bjarni Þórðar- son bæjarstjóri ávarpaði gesti. Menningarnefnd Neskaupstað- ar bauð til kvöldverðar og kaffi eftir tónleikana. Næsta dag voru haldnir tónleikar 1 Herðu- breið á Seyðisfirði. Gunnþór Björnsson bæjarstjóri og Steinn Stefánsson skólastjóri fluttu ávörp í kaffiboði bæjar- stjórnar þar. 16. júlí lék hljóm- sveitin í Félagslundi á Reyðar- firði kl. 7 og í Valhöþ á Eski- firði kl. 10. í lok Eskifjarðar- tónleikanna flutti ávarp Krist- ján Ingólfsson skólastjóri, en Tónlistarfélag Eskifjarðar bauð til kaffidrykkju. ÖNNUR TÓNLEIKAFÖRIN Þetta er önnur meiri háttar tónleikaför Sinfóníuhljómsveít arinnar til Norður- og Austur- lands, en hin fyrri var 1957. Orkar ekki tvímælis,. að. þessi þáttur í starfsemi Sinfóníú- hljómsveitarinnar er mjög mik ilvægur, og getur orðið til að lyfta undir og auðga til muna, tónlistarlíf um byggðir lands- ins. Hljómsve.itin óskar þess getið með þakklæti, að flest fé- lagsheimili og önnur samkomu hús, þar sem tónleikar vom haldnir, voru lánuð ókeypis. Tónleikaförin stóð alls 13 daga og voru haldnir tónleikar á 15 stoðum, þar af 6, sern.ekki hafði áður verið leikið. i VarHskipin hafa verið u'pp- fekiii wi síldarleif undanfari EINS og áður hafa brezk herskip undanfarið verndað brezka togara, sem stunda veiðiþjófnað á 3 nánar tiltekn- HEILDARAFLI Norðmanna aam, hinn 13. júní, 769.503 tonn am (síld meðtalin), en var á sama tíma í fyrra 765.611 tonn. Aflinn skiptist þannig eftir Verkunaraðferðum: Frysting 72.600 tonn (1958: 64.188 tonn); Skreiðarverkun 120.901 tonn (1958: 124.630 tonn); söltun 110. S36 tonn 1958: 126.744 tonn); Hijölvinnsla 327.228 tonn (1958: §26.599 tonn). Afgangurinn var Svo ýmist seldur nýr, soðinn giiður eða notaður í beitu. Kjésa frelsið. STOKKHÓLMUR. — Níu blökkumenn frá Suður-Afríku iiafa leitað hælis í Svíþjóð. Þeir komu til Svíþjóðar með liljómsveit blökkmanna í Jó- bannesarborg. um svæðum, einu fyrir vestan, öðru fyrir norðaustan og hinu þriðja undan miðju Austur- Iandi. Fjöldi togaranna, sem stund- að hafa þessar veiðar, hefur verið allmisjafn, flestir samtals um 20 á öllum svæðum. Fæstir hafa verið fyrir vestan, sjald- an fleiri en þrír í einu, og þá um eða rétt innan við tak- mörkin. Fyrir Austfjörðum hafa þeir hins vegar alltaf ver- ið fleiri og oft alveg upp undir gömlu 4 mílna takmörkin, t. d. við Glettinganes. Afli virtist um tíma vera góður fyrir Norð- urlandi, en mjög lítill yfirleitt á hinum stöðunum, enda svæð- in mjög oft flutt til. Árekstrar milli herskipa og varðskipa hafa ekki verið neinir svo telj- andi sé undanfarið, enda hafa varðskipin verið mjög upptek- in við síldarleit og aðra aðstoð við síldveiðiflotann. í dag voru tveir brezkir tog- arar rétt innan takmarkanna fyrir vestan ásamt einu her- skipi, 5 austur af Grímsey á- samt öðru herskipi og loks 6 togarar og 2 herskip milli Glettinganess og Norðfjarðar- horns. Vitað er uiii marga brezka togara að veiðum djúpt utan takmarkanna. Jackie (efra) og Solveig ♦ LONDON, 21. júlí (REUT- ER). Sænska jafnaðarmanna- blaðið Stokkholms-Tidningen hefur gert þá athugasemd um ákvörðun Krústjovs, forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, að fresta heimsókn sinni til Skan- dinavisku landanna, að „óve- fengjanlega veki það undrun, en komi þó ekki í rauninni eins og þrumia úr heiðskíru Iofti“. f leiðara blaðsins, sem oft speglar skoðanir stjórnarinnar, var sagt m. a., að hefði heim- sóknin á einhvern hátt mistek- izt eins og vel hefði getað orðið, hefði samband Svíþjóðar og Rússlandg beðið langtiun meiri hnekki en nú varð. GESTIRNIR á I.ido þuris ekki að kvarta yf-r að þeim, sé ekki skemmt þessa dag- anna, því þar eru hvorki meira né minna en tvær ung ar og fallegar stúlkur sem, syogija fyrir þá, og báðar út- lendar. Önnur er dönsk og heitfr Solveig Danielsen og' hin er ensk og heitir Jaekie Linn. Solveig kom hingað eigin, lega ekki til að syngja, held- ur er hún í brúðkaupsferð- inni sinni, en hún er gift ís lená.ngi, Pétri Björnssyni, sem stundar læknanám i. Kaupmannahöfn. Svo . fréttu. þsir af því hiá L,ido að „Frök: en Grammo'fon 1959“ væri hér á ferðinni og þá var ekki að sökum að spyrja, og hún. hefur hún sungí.5 í nokkur kvöld og segir að ef áheyr- endur séu eins ánægðir með hana og hún með þá, megi. hún vel við una. Solveig var aðeins 10 ára þegar hún söng fyrst oplnberlega, þá í Ti- voli í Odense, sem er fæð- ingarbær hennar. Síðan hef- ur hún sungið víðsvegar um Danmöfrkl, Hún hefur alla, tíð verið ákveðin í að verðe söngkona, segir að þtetta sé í fjölskyldunni, t):l dæmis sé faðir hennar álgætur söngvari og hafi sungið opinbsrlega. en hafi ekki átt hægt um vii; að sinna áhugamálum sinum þar sem hann eignaðist snemma fullt hús af börnum. Solveig dvelst 'hér á Iandi til ágústloka, ætlar að syngja í Lido fram yfir mánaðamói: in og ferðast síðan meo /manni sínum um landið. Jackie Linne var dansmær áður ten hún byrjaði aS syngja og se^'.st hreint ekki hafa m.il^la fsönglröxld cg verði því að bæta gestunum það upp með því að danss: svolítið fyrir bá meðan hún. syngur — hreint ekki afleit hugmynd, enda gefst hún vel o.g allir eru ánægðir. Jaek ie hefur skemmt á nætur- klúbbum í London og auk: þess víða í Suður-Evrópu Hún hefur dvalið hér á landi um tveggja vikna skeið og líkað ágætle.ga nema at: henni finnst rigna óhóflega, mékið, jafnvel þótt hún korn, frá London, en þar er hks, hlýrra. Hún vildi gjarna sjá hvernig ísland liti út í sól- skini og rætist vonandi nv því, okkar allra vegna, þvi: Jackie ætlar aðvtera hér fram yfir mánaðamót. . Alþýðublaðið — 22. júlí 1959 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.