Alþýðublaðið - 22.07.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.07.1959, Blaðsíða 5
„HVAR værum við, ef hún Helga væri ekki?“ Helga var duglegust allra kvenna við hestarekstur- inn, Af henni er efsta myndin. Hún er þar með hestana sína, sem eru vest an úr Dölum, eins og liún. Myndin hér undir sýnir amerísku hjónin, en sú til hliðar á síðunni Hólm- fríði Páisdóttur leikkonu og fíeira fólk við borð- „ÞRÚTIÐ var loft“. Það er þó alltof hæversk- lega til orða tekið, því að í rauninni féll regnið í stríðum straumum ofan frá himnin- um. Mitt á milli einhvers konar braggabyggingar og nokkurra tjalda stóð borð hlaðið dunk- um, döllum og krásum, en í kringum það var fólkið, renn- blautt með hatta og í háum stígvélum. Þetta fólk, sem stóð þarna að snæðingi voru ferðalangar, sem voru að koma úr vikuferð á hestum um óbyggðir lands- ins. —Sumir hvíldust upp við jeppana með mat sinn, aðrir fóru afsíðis með bitann. Hólmfríður Pálsdóttir, leik kona, var ein hinna fyrr- nefndu, sem naut máltíðar- innar með salvelsi á húddinu á eldhúsjeppanum. — Hvernig hefur þér líkað lífið, Fríða? — Ég hef haft það alveg yndislegs, get ég sagt þér. Ég er alveg hætt að hafa ónot í afturendanum og síðan er ég alltaf hetja dagsins. — Þú ert orðin mórauð í framan. Var sól á fjöllunum? — Það var sól í tvo daga, og þá sólbrann ég svo mikið, að það sukku í mér augun, og ég þurfti að láta teyma undir mér. — Hafið þið haft kvöldvök'- ur á .næturstað? — Nei, maður hefur nú oft- ast verið því feginn að svífa inn í draumalandið, en við héldum samt einn dansleik niðri í laugunum í Land- mannalaugum. Það var tveggja tíma dansiball — með vínveitingum, ha, ha, ha. — Höfðuð þið hljóðfæri meðferðis? — O, nei... — Nú, hvernig gátuð þið þá dansað? — Ja, við notuðumst nú bara við flugur og kurr ha, ha, ha ... — Þið hafið haft nógan mat? — Já, ég held nú það. Við höfum /árið úttroðin alla daga. Njörður keyrir „eld- húsið“. Hann er hofmeistar- inn okkar — fínn hofmeist- ari, skal ég segja þér. Hér er um að ræða Njörð P. Njarðvík stud. mag., sem m. a. hefur oft annazt skáldaþátt útvarpsins á sunnudögum. — Hefurðu nokkurn tíma fest bílinn á þessum vegleys- um, Njörður? — Nei, ekki nema í Jökul- kvísl við Landmannalaugar. ■— Þá skreið Njörður undir hann og hélt á bílnum yfir, segir Fríða. — Svona haltu þér sann- leiksmegin í lífinu. Við bár- um hann öll yfir. tWWWWWMMMMMMWWW Njörður kærir sig ekkLum að njóta óverðskuldaðrar frægðar. — Þið eruð líklega mörg orðin góðir vinir eftir sameig inlega hrakninga? — Já, alveg eins og við höfum þekkzt alla ævi. Þú mátt tii með að tala við þessa amerísku hnátu hérna. Hún er allra eftirlæti, og hún getur logið nógu í þig. — Njörður bar MIG yfir ána, segir þessi ameríska stúlka, sem þau koma með. — Hvaða á? — Jökulkvísl, hann er fínn vinur minn pg —, en hann ætlar bráðum að'fara að gifta sig .. . hún hristir brosandi sitt drengjakollsklippta höfuð. — Hvaðan eruð þér? — Ég er ' ættuð frá núna er ég kennari Bandaríkjunum. — Frá Texas! Þá hljótið þér að vera alvanar hestum? — Nei, ég hafði aldrei kom- ið á hestbak fyrr en ég kom hingað. — Hafið þér dottið af baki? — Ne-hei. Ég kom til að ja en ekki detta. — Hún spilar á túbu, skýt- ur Fríða inn í. — Það mun vera nokkuðió- vanalegt, að stúlkur spili á túbu. Ér túban kannski með í förinni? — Nei, mér datt ekki í hug, að ég mundi hafa þörf fyrir hana á íslandi. — Hefur nokkur hestanna gefizt upp? — Nei, nei, ekki enn. En ef þeir eru orðnir of þreyttir núna, þá getum við bara tek- ið kýrnar. Er það ekki? — En kýrnar á Galtalæk glápa undrandi á hana þar sem þser standa í hóp og þefa að skrínum þessa furðulega ferðafólks. Hinum megin við bílinn stendur lágur, snareygur mað ur með gráa húfu með raúð- um dúsk. — Má ég tala við þig? segi ég við hann á útlenzku, því maðurinn var augsýnilega utan úr heimi. — Allt í lagi með það. Ég heiti Wenner Goldbech og er hér til að taka myndir fyrir sænskar og þýzkar sjónvarps- stöðvar Nú er ég búinn að vera hér í mánuð og verð ef til vill út ágúst. — Hefurðu tekið mikið af rnyndum? — Ég hef tekið um 350 m. langa filmu í þessari ferð, en allt í allt hef ég tekið um 1000 metra á íslandi og á eftir að taka annað eins. Maður hossast svo mikið upi> og niður. ... Sænski blaðamaðurinn B. O. Jahnsson er frá vikuritinu Idun. Hann sagði, að sérlega mikill áhugi væri ríkjandi I Svíþjóð fyrir íslandi og öllu því sem íslenzkt er. Hann mun og ekki eingöngu skrifa i sittiblað, heldur einnig í þýzk blöð. -— Ég ætla að skrifa sér- staka grein um íslenzka hest- inn. Þessir litlu hestar eru skapaðir fyrir ísland. •— Hvernig hefur gengið fyrir óvana að ríða svona langt á hestum? -— P.rýðilega. Fái maður gæðing er það ævintýri lík- ast, en jálkur er ,,et helvete“. — Hver á þennan hund? — Þetta er Billy minn boy. Ég reiði hann fyrir framan. mig. Honum hefur ekki leiðst í ferðinni, því hann komst strax í ákaflega innilegan kunningsskap við ísabellu, ea það er tíkin, sem trítlar hérna á milli tjaldanna. Ein af þeim, sem farið hef- ur afsíðis með bitann sinn er lítil, hnellin, dökkhærð, mið- aldra kona. Hún er sögð skozk. — Má ég taka mynd af yð- ur? — Nei, nei, alls ekki. Enga mynd.af mér. ---Hafið þér áður komið á hesía? — Já, já. Ég er alvön hest- um heiman úr Skotlandi.' — Hvernig datt yður í hug að leggja land undir fót og koma hingað til íslands? — Ég á langt sumarfrí, því að ég er kennari. Svo var það — Hefurðu farið víða um? — Já, ég hef farið í reisu á Vatnajökul, að Hvítárvatni og á Hveravelli. Með mér er sænskur blaðamaður, sem vinnur við sænskt vikublað. Ég tek einnig myndir fyrir hann. Við eigum eftir að fara að heimsækja Laxness, en þangað hefur Peter Hallberg lofað að koma með okkur. — Svo fer ég norður í land. Ég verð að komast til Siglufjarð- ar. — Hvernig lízt þér á land og þjóð? •— Alveg ágætlega. Ég er staðráðinn í að koma aftur og þá sem ferðamaður. Ég hef . ekkert getað verið á hestun- um að ráði, því að það er ekki gott að mynda af hestbaki. ein vinkona mín, sem komst yfir ferðapésa frá íslandi og þá vaknaði áhuginn. ' Svo kynntist ég íslenzkum hjón- um, sem voru úti í Skotlandi. Það eru Bjarni Helgason og frú hans, en hann var að taka doktorsgráðu þar. Þau hjónin buðu mér að vera hjá sér, ef ég kæmi til ís- lands. Og ég lét ekki segja mér það tvisvar. — Hafið þér orðið fyrir vonbrigðum af landinu? — Nei, svo sannarlega ekki. Þefta var líka alvöru hesta- ferð. Heima förum við af stað að morgni og komum heim að kvöldi. Það er eins og. plat, en þetta sé alvaran. (Framhald á 10. SÍSu), Alþýðublaðið — 22. júlí 1959 g,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.