Alþýðublaðið - 22.07.1959, Blaðsíða 10
Þar kenndi margra grasa...
Framhald af 5. síSu.
— Hafið þér nokkuð lært
í íslenzku?
— Já. — Er það satt? ...
þú ert asni... bíddu ... —•
Kannski þér takið mynd af
mér, núna líður mér betur.
Hún brosti blíðlega og
spennti greipar á þessum ó-
nafngreinda stað, sem þybbn-
ar konur krossleggja hendur
sínar. Regnið fossaði niður af
sjóhattinum allt í kringum
andlitið.
Ég varpaði mér á hnén og
skældi mig í framan eins og
æfður ljósmyndari um leið og
ég lcíkti á hana og (einn, tveir,
þrír) smellti af. .., en mynd-
in kom aldrei fram.
Tvær amerískar konur yf-
ir sjötugt stóðu á þúfu og
röbbuðu saman yfir blautum
tómötunum.
Forstjóri Ferðaskrifstofu
ríkisins sagðist heldur hafa
latt þær til fararinnar, en þær
sátu fastar við sinn keip og
stóðu sig vel.
— Já, ég held þú megir
taka mynd af okkur. Nei, nei,
ekkert þreyttar, bara svolítið
stífar núna. Okkur þykir
gaman að vondum vegum.
Það er nóg af bílabrautum
heima í Ameríku. Ó, þessir
yndislegu litlu hestar. Auð-
vitað á að hafa litla hesta
eins og litla bíla!
Nei, við sjáum ekki eftir að
koma við hér, en við erum á
leið á allþjóða kvennamót í
Stokkhólmi. Þetta er stórkost-
legt land, alltaf bjart. Hvernig
vitið þið, hvenær þið eigið að
fara að sofa? En það væri nú
gaman að sjá sólina núna . ..
Við erum blautar eins og
svampar. Bara önnur gift...
'komdu kalli.
„Kalli“ kom hýr á svip með
hattbörðin niður brett.
— Já, það er satt hjá konu
minni. Þetta er yndislegt
land. Það er svo skemmtilega
langt á milli bæja hérna!
— Vissuð þið eitthvað um
ísland áður en þið komuð?
— Já, við höfðum lesið
Sjálf.stætt fólk eftir Laxness,
en það er sjálfsagt margt öðru
vísi nú en lýst er í þeirri bók,
er það ekki?
— Jú, það eru víst ekki
margir nú, sem búa við sömu
aðstæður og Bjartur í Sumar-
húsum. En hvað er það helzt,
sem ykkur finnst öðru vísi
hér, en þið gerðuð ykkur í
hugarlund?
— Hér er sjaldan sól og
engin tré. Það sem mér finnst
að fyrst ætti að gefa íslenzk-
um ungabörnum er regnkápa
og klofhá stígvél!
— Eruð þér líka að fara á
kvennaþing í Stokkhólmi?
— Nei, það er af og frá. Ég
sagði við konu mína. Ég fylgi
þér til íslands og ekki lengra.
Það er kominn tími til að snúa
■heim, störfin bíða. Ég er dóm-
ari. — En ég gleymi aldrei
heimsókn minni til íslands.
Landið er langtum stórfeng-
■ legra en ég nokkurn tíma
hélt.
“ Það er tími til kominn að
leggja á hestana. Það hefur
stytt upp. Hestamennirnir
þrír leggja á og hjálpa fólk-
iiiu á bak.
— Þetta eru þaulvanir
menn, segir Árni Þórðarson,
skólastjóri, sem var farar-
stjóri hópsins.
— Fólkið er ótrúlega dug-
legt. Ekki síður útlendingarn-
ir. Það reyndist stundum erf-
iðara að gera sumum íslend-
ingunum til hæfis. Hvernig
hesti heldur í/ú, að þú getir'
riðið?
— Einhverjum fjörugum.
— Fáðu þér að borða hjá
ráðskonunum, svo leggjum
við bráðum af stað.
Ráðskonurnar voru tvær,
Alda Snæhólm og Kristín Pét-
ursdóttir, báðar sendar frá
Ferðaskrifstofu ríkisins.
— Hefur ekki verið erfitt
hjá ykkur?
— Nei, fólkið hefur hjálpað
okkur svo mikið, sérstaklega
ameríski túbuleikarinn. En
viltu ekki ávexti? — Við höf-
um haft nógan mat alla ferð-
ina. Einu sinni var að vísu
tjaldað allt of langt frá vatns-
bóli svo súpan varð alltof sölt,
kaffið alltof lítið og fólkið
var með lafandi tungu af
þorsta, en allir tóku þessu
vel. — Einu sinni var líka
dálítill pylsuslagur, en allir
sluppu ómeiddir. Svo gerðist
eiginlega ekkert meira . . .
nema hvað eldhúsið brotnaði!!
Það var í bílnum hjá Nirði.
Síðan höfum við eldað í tjöld-
um.
Komdu ísabella og fáðu þér
bita. Þetta er ísabella, sonar-
dóttir brezka sendiherrans.
Hún er dóttir hundsins hans,
sem dó með dramatískum
hætti í vetur. Það er „true
romance“ (sönn ást) að því
er virðist milli hennar og
Billy hins sænska.
— Hérna er hestur, sem
verður góður handa þér.
Það var Sigurður Haralz,
hestamaður frá Hellu, sem
kom með bleikskjóna.
— Hafið þið aldrei átt í
erfiðleikum með hestana?
— Nei, við erum nú þrír,
Halldór Jónsson frá Kirkju-
bæ, Jón Þorgilsson á Hellu og
ég, svo að við ættum nú að
geta gætt hrossanna.
Árna hefur ekki þótt ég
reiðmannlega vaxin, því að
bleikskjóni reyndist enginn
fjörgapi. En hann tölti nota-
lega.
— Svei mér, ef þú kannt
ekki lag á hestum, segir Árni,
þegar við höfum riðið spöl-
korn.
— Það er líka hér ein skag-
firzk, og sú kann nú tökin.
Þetta liggur í blóðinu í Skag-
firðingum.
— En þú skalt fá annan
hest, þótt þú sért ekki skag-
firzk.
Hópurirw reið fr.á Galtalæk
á Lapdi niður að Keldum á
Rangárvöllum. Þar beið ilm-
andi kaffi og gnægð kakna.
Amerísku konurnar, þær
eldri, höfðu fengið að sitja í
jeppanum síðasta spölinn, en
hinir kvöddu hesta sína með
söknuði, því þarna beið bíll,
sem flytja sk.yldi ferðafólkið
til Reykjavíkur.
Það virtist ekki án við-
kvæmni, sem sumir kvöddu
hestana, sem vikulangt höfðu
hlaupið með þá yfir vegleys-
ur og tekið því með þögn og
þolinmæði, þótt eitthvað
skorti á gott reiðlag.
— Hvers vegna gengur
minn hestur ekki eins og hest-
urinn hennar Ástu Sveins,
þeirrar skagfirzku? spurði
einhver á leiðinni. — Líttu
aftur og gáðu að hinum, hróp-
aði annar. — Ertu vitlaus,
heldurðu að ég geti litið aft-
ur á hestinum!!!
Sími 12-500
Sími 12-500.
i|l)ifreiðasölu undir nafninu
5?
Bílas
við Vitatorg
Bílasalinn muiffjBggjá áherzlu á að hafa ávallt stórt og gott
úrval af sem fliélfSSþ. tegundum bifreiða og að þær séu eftir
því sem við vef|£ir komið sem allra mest til sýnis á staðnum.
Bílasalinn mun feggja höfuðáherzlu á örugga og góða þjónustu.
BifreiðaeigendUr sem hafið ákveðið að selja bifreið yðar,
gjörið svo vel þg reynið viðskiptin.
Þér, sem haff-ð' hug á að kaupa bifreið, gjörið svo vel og at-
hugið hvort þéf finnið ekki réttu bifreiðina hjá Bílasalanum
víð Vitatorg.
Bílasalinn við Vitatorg býður yður stórt og gott sýningar-
svæði, örugga Og góða þjónustu.
Bílasalinn við Vitatorg
Þórarinn Sigurðsson. Sími 12-500.
SímÍ 12-500
Sími 12-500
Útvegum frá Verksmiðjunni Cetebe í Lodz:
Vllarmetravörur
Hörmetravörur
Tvinna
Bönd og horða
Fulltrúi frá verksmiðjunni er staddur í Reykjavík og verður
til viðtals á skrifstofu okkar þessa viku, kl. 11—12 f. h. fyrir
þá kaupmenn og verksniiðjueigendur, sem ósíía eftif upplýs-
ingum og tilbpðum í ofangreindar vörutegundir.
AÐALSTRATI 7 ----- REYKJAVÍK
Ferðaskrifstofa ríkisins hef
ur gengizt fyrir hestaferð inn
á pbyggðir. Onnur er áætluð
í sumar. Á laugardaginn var
kom ferðafólkið af fjöllunum
og var blaðamönnum boðið
að fylgjast með síðasta spöl-
inn.
(Þökk fyrir daglanga sam-
veru, Rauður. Það er ekki þér
að kenna, að ég get ekki sezt
sársaukalaust niður í dag).
H. K. G.
Innilegar þakkir fyltr auðsýnda vináttu og samúð við
Þakka finnilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát
og jarðarför
STEFÁNS ÞORLÁKSSONAR,
fyrrv. hreppstjóra, Reykjadal, Mosfellssveit.
Sigurður N. Jakobsson.
■Ll
S.JJIS
■'inn inqarApjQ
andlát og jarðarför
GÍSLA RAGNARS GUÐMUNDSSONAR,
bókbindara.
Systkini, móðursystir og aðrir vandamenn.
J|0 22. júlí 1959 — Alþýðublaðið
WtítSft