Alþýðublaðið - 22.07.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 22.07.1959, Blaðsíða 9
( ÍÞróttir ) fslandsmótið. Valur sigraði Þrótt 3,-2 og í FYRRAKVÖLD fóru fram tveir leikir íslandsmótsins. — Annar í Reykjavík, milli Vals og Þróttar og sigraffi Valur meff 3 mörkum gegn 2. Hinn leikur- inn var milli Fram og Kcflvík- inga og fór hann fram á gras- vellinum í Njarffvík, þar sigraði Iram meff ýfirburffum, skoraði 3 mörk gegn engu. VALUR - ÞRÓTTUR 3:2. Leikur þessi einkenndist meira af kappi en forsjá. Eftir fyrri hálfleikinn var staðan 1:0 fyrir Val. Það var Gunnlaugur Hjálm- arsson, er nú lék miðherja, sem skoraði. Áður hafði Björgvin D. rennt knettinum í markið, en dómarinn taldi að Björgvin hefði brotið af sér. í þessum hálfleik áttu í>róttarar ekki mikilsverð tækifæri, þó skall hurð nærri hælum rétt fyrir leikslokin, úr hornspyrnu, er h. innherjinn skallaði vel að markinu, en Björgvin Hermannsson var vel á verði og bjargaði örugglega. í síðari hálfleiknum' jafnaði Þróttur á 5. mín., er Magnús Snæbjörnsson missti af Jóni mið herja, sem skoraði næsta óverj- andi. Rétt á eftir fær Þróttur aukaspyrnu, sem Halldór H. tekur vel og sendir háan bolta innað markinu, um leið skýst v. útherjinn, Guðm. Axelsson innfyrir og skýtur, en yfir. Fór þarna mjög gott tækifæri for- görðum, eitt bezta sem Þróttur fékk í leiknum. Þá bætti Gunn- laugur öðru marki Vals við á 28. mín. og Björn Júlíusson því þriðja 10 mín. síðar. Nokkru fyrir leikslokin skoraði svo Birg ir Björgvinsson annað mark Þróttar. Lauk leiknum þannig með sigri Vals 3:2 eins og fyrr segir. Leikurinn var harður á köfí- um. Knattleiknin sat, yfirleitt ekki í fyrirrúmi. Lítið um sam- leik, en því meira af hörðtyn og föstum kýlingum, sem fóru út og suður, en höfnuðu þó stund- um hjá samherjum. Var oft engu líkara, en leikmenn beggja væru hræddir við að beita þeirri kurm áttu, sem þeir hafa yfir að ráða, og treysta meira á afl en atgerfi. Guðbjörn Jónsson dæmdi leik- inn og lét hann of mikið fram hjá sér fara af misgjörðum og beinum brotum, fyrir því varð áferð leiksins alltof hrjúf. Bar- átta og harka á heima í knatt- spyrnukappleik, en það er hlut- verk dómarans að sjá um að slíkt sé innan ramma laganna, ef ekki, þá ber honum að grípa í taumana, til þess er hann þarna. E.B. FRAM - KEFLAVÍK 3:0. Keflavík lék undan dálítilli golu og sól fyrri hálfleik- og reyndu stuttan samleik með langspyrnu afbrigðum er tæki færi var á, en nokkuð fastir fyrir, svo erfitt var til að byrja V-ÞJÓÐVERJAR sigruðu : í sex-landakeppninni í i Drisburg um helgina, • hlutu 134 stig, ftalía 112, j Frakkland 108 og síðan ■ komu Belgía, Sviss og Hol • land. Berruti, í., sigraði í 100 i m. á 10,5, Delecour 10,6 of i EM-meistarinn Hary 10,6. j Berruti sigraði einnig í ; 200 m. á 20,9. — í tug- ; þraut náðist frábær árang j ur, Tscudi, Sviss, sigraði : á nýju meti, 7929 stigi, ; Kamerbeek, Holl., varð j annar á nýju hollenzku ; meti, 6989 st. Tvö önnur landsmet voru sett í tug- j þrautinni, Sar, í., 6394 st. j og Marien, B., 6181 stig. ; með fyrir hina fótléttu Fram- ara að ná sínu lipra og létta spili svo líkamlega sterkir sem Kefl- víkingar í raun og veru eru, en vörn Fram átti góðan dag. Rún ar og Geir í markinu nutu sín vel í návígum Keflvíkinga og áttu sinn bezta leik á sumrinu, taktiskur og sterkur, Halldór, einnig. í fyrri hálfle.jk hafði vörn Fram nóg að starfa á löng um köflum en framlínan fór smám saman að finna sig. Guð- mundur Óskarsson, Baldur Scheving og Grétar fundu leið- ina og er 20 mín. voru liðnar, skaut svo Grétar skáskoti, föstu að marki Heimis er hafnaði í netinu, hefði Heimir lokað með því að koma t. d. 2 metra fram hefði hann varið, en Keflvíking ar létu markið lítið á siig fá og Hafsteinn lagði upp Skúli Hauk ur Jakobsson, Sig. Albertsson skaut tveim hörku skotum, er Geir bjargaði naumlega í horn og þannig lyktaði fyrri hálfleik 1:0 Fram í vil. Seinni hálfleikur. Keflvíkingar reyndu mikið á fyrstu mínútum seirini hálfleiks að jafna metin og skall oft hurð nærri hælum en Fram-vörnin stóð af sép sóknarloturnar með Rúnar uppleggjandi og verj- andi, því auðunnir eru Keflvík- ingar ekki á heimavelli — en smám saman komu tækni- og yfirburðir Framara að haldi og gegnumbrot. Guðm. Óskarsson gaf verð- skuldaðan árangur, á 28. mín. seinni hálfleiks, lék hann Kefla- víkurvörnina í geign og skaut hörku skoti óverjandi fyrir Heimi, 2:0, en samt voru hinir þrautseigu heimamenn ekki af baki dottnir og áttu nokkur upp hlaup en Högni átti við ramman reip að draga svo og Skúli þann ig að ekki var skorað og er 35 mín. voru liðnar fer svo fram- lína Fram smámsaman að verða nærgöngulli er endar enn með því að Guðm. Ó. fylgir fast eft- ir og 3. mark Fram er staðreynd — Lauk svo þessum skemmti- lega, fríska leik með sigri Fram verðskuldað 3:0, án þess að Keflvíkingar þurfi nokkuð að minnkast. fyrir mótspyrnuna, er var bæði snögg kog drerig:- leg. Hermann. Annað kvöld leikur B-Iandsliðið KRISTLEIFUR GUÐBJÖRNS- SON þreytti sitt fyrsta 10 km hlaup í gærkvöldi og fékk tím- ann 32:29,8 mín., sem er frá- bært afrek, því að veður var mjöe óhagstætt, rigning og S- austan strekkingur. Kristleifur getur hvenær sem er sett met á þessari vegalengd. í tugþrautinni hefur Val- björn forustu með 2889 stig, en Einar Frímannsson hefur 2812. ANNAÐ KVÖLD verður háð ' ur knattspyrnukappleikur hér í Reykjavík milli B-landsliðs, sem er á förum til Færeyja, og liðs, sem íþróttafréttaritarar hafa valið. Lið íþróttafréttaritara er þannig skipað: Heimir Guðjóns son, KR, markvörður; Árni Njálsson, Val og Guðjón Jóns- son, Fram, bakverðir; Sveinn Teitsson, ÍA, Hörður F'elixson, KR og Helgi Jónsson, KR fram verðir; Örn Steinsen, KR, Sveinn Jónsson, KR, Ríkharður Jónsson, ÍA, Þórólfur Beck, KR og Þórður Þórðarson, ÍA fram- herjar. — Varamenn: Garðar Árnason, KR, Helgi Dan., ÍA, Rúnar Guðmapnsson, Fram og Hreiðar Ársælsson, KR. B-liðið verður skipað þessum mönnum: Gunnlaugur Hjálmarsson, Val; Einar Sigurðsson, ÍBH; Helgi Hannesson, ÍA; Guðmund ur Guðmundsson, ÍBK; Jón Le- ósson, ÍA; Ragnar Jóhannsson, Fram; Baldur Scheving, Fram; Guðmundur Óskarsson, Fram; Högni Gunnlaugsson, ÍBK; Björn Helgason, ÍBÍ; Ingvar Elíasson, ÍA. Varamenn: Þórður Ásgeirs- son, Þrótti; Hörður Guðmunds son, ÍBK; Qísli Sigurðsson, ÍA, Grétar Siigurðsson Fram, og Guðmundur Sigurðsson, ÍA, Heimsmethafinn Alfred Cantels sigraði í spjótkasti. USA - USSR: Jöfn og spennandi keppni í ofsahifa - misjafn árangttr LANDSKEPPNI Bandaríkj- anna og Rússlands' var háð um helgina í Philadelphia, eins og kunnugt er. Ofsahiti var þegar keppnin fór fram og hafði það slæm áhrif á langhlauparana, sérstaklega 10 km. hlauparana. Annar Bandaríkjamaðurinn gafst t. d. upp. Áhorfendur voru 25 þúsund fyrri daginn og tæp 27 þann síðari. Brautin í Philadelphia er ekki góð og þó var árangurinn í hlaupun- um góður, sérstaklega styttri vegalengdunum. — Á morgun koma afrek í kvennakeppninni. ÚRSLIT: 100 m. hlaup: R. Norton, USA, 10,3 sek. B. Poynter, USA, 10,3 sek. L. Bartenjev, Rússl., 10,5 sek. J. Osolin, Rússl., 10,5 sek. Langstökk: G. Bell, USA, 8,10 m. I. Ter-Owansesian, Rússl., 7,85 J. Wiley, USA, 7,57 m. O. Fedosjev, Rússl., 7,51 m. Stangarstökk: D. Bragg, USA, 4,64 m. V. Bulatov, Rússl., 4,64 m. Evrópumet. I. Petrenko, Rússl., 4,42 m. R. Morris, USA, 4,26 m. Sleggjukast: Rudenkov, Rússl., 66,76 m. H. Conolly, USA, 66,10 m. 1 M. Krivonosow, Rússl., 62,94 B. Backus, USA, 60,48 m. 20 km. ganga: V. Golubnitji, Rússl., 1:38,20,2 A. Vedjakov, Rússl., 1:39,38,4 R. Haluza, USA, 1:41,57,8 klst. F. Timcoe, USA, 1:54,01,2. 110 m. grindahl.: H. Jones, USA, 13,6 sek. L. Calhoun, USA, 13,7 sek. A. Michailov, Rússl., 13,9 N. Beresutskij, Rússl., 14,4 400 m. hlaup: E. Southern, USA, 46,2 sek. D. Mills, USA, 47,2 sek. A. Ignatjev, Rússl., 47,4 sek. K. Gratjov, Rússl., 47,7 sek. Kúluvarp: P. O’Brien, USA, 19,26 m. heimsmet D. Davis, USA, 18,86 m. V. Ovsepjan, Rússl., 17,67 m. V. Lipsnis, Rússl., 16,61 m. 1500 m. hlaup: B. Burleson, USA, 3:49,4 mín* J. Grelle, USA, 3:49,4 mín. Yevgenimonotkov, Rl„ 3:50,3 Y. Sokolov, Rússl., 3:52,3 mín. 4x100 m. boðhlaup: Bandaríkin, (Norton, Povnter, Robinson, Jones) 39,8 sek. Rússland, 40,0 sek. 10 km. hlaup: A. Desj'atsjikov, Rússl., 31:404» H. Pyranakivi, Rússl., 32:49,0 M. True, USA, 33:13,0 mín. Bob Soth, USA, hætti. ; Framhald á 2. síðu. , Alþýðublaðið — 22. júlí 1959 <)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.