Alþýðublaðið - 22.07.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.07.1959, Blaðsíða 4
tTtgefandl: AlþýSuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ast- þórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjáim- arsson. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Bitstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslusími: 14900. — Aðsetur: Alþýðu- húsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10. Hvert er ofríkið? ALÞINGI kom saman til aukafundar í gær, og Tíminn notar það tækifæri einu sinni enn til að halda því fram, að þjóðarviljinn hafi ekki fengið að njóta sín í kosningunum 28. júní. Skýring þeirr ar afstöðu er þessi: Framsóknarflokkurmn fékk ekki í baráttunni gegn kjördæmamálinu það fylgi, sem hann vildi. Um þetta er vissulega ástæðulaust að f jölyrða. Við kosningamar 28. júní reyndust 72,8% kjós- enda með kjördæmabreytingingunni, en 27,2%. á móti henni. Og ef túlka á þessi úrslit út frá öðrum málum en kjördæmabreytingunni, eins og Tíminn gerir í forustugrein sinni í gær, þá er hlutur Fram sóknarflokksins meiri en ekki minni en efni standa til. Framsóknarflokkurinn átti auknu fylgi að fagna í kosningunum vegna kjördæmamálsins, enda skoraði hann óspart á kjósendur að veita sér lið í þetta eina sinn. af tilfinningaástæðum í sam- bandi við kjördæmabreytinguna. Hann þarf því sannarlega ekki að kvarta. Hitt er staðreynd, að hann nýtur aðeins fylgis 27,2% þjóðarinnar, þó að kosið væri um kjördæmamálið og svokallaða „framtíð héraðanna“ að verulegu leyti. Tíminn kallar það ofríki, ef kjördæma- breytingin verður staðfest á sumarþinginu, og segir ennfremur: „Ef þeir (forustumenn Al-’ þýðuflokksins, Alþýðubandalagsins og Sjálf- stæðisflokksins) trúa raunverulega, að þeir bafi þjóðarviljann með sér, eiga þeir að sýna það í verki, með því að fallast á, að betur verði geng- ið eftir því hver hann í rauninnl er. Það á að vera auðvelt, án þess að því fylgi nein óeðlileg tíma töf“. Mörgum mun leika hugur á að vita, hvað felist bak við þessar vangaveltur. Er Tíminn kannski að mælast til þess, að Islendingar kjósi oftar um kjördæmabreytinguna en stjórnar- skráin mælir fyrir um? Og hvað ætli Framsókn arflokkurinn þyrfti að liggja oft til að játa sig sigraðan? Og hvert er svo ofríkið? Að 72,8% þjóðarinn ■ar láti ekki minnihluta 27,2% kjósenda ráða fvrir -sig? Þennan sjónleik á víst að se'tja á svið sumar- þingsins. Tíminn virðist vera að snúa Framsóknar skilvindunni í gang, en það kemur aðeins undan- renna úr pípunum. Gæði mjólkurinnar eru ekki á rjómastiginu. A vei iriiiðfiuim, ný Iféðabó Iraga Sigurjónsson yr penna á blas ÚT ER KOMIN ný ljóða- bók eftir Braga Signrjóns- son, ritstjóra á Akureyri. Nefnist hún Á veðramótum ■ og flytur 45 kvæði. Er þetta fjórða ljóðabók liöfundarins en fimmta bók hans. Fyrri ljóðabækur Braga Sigurjónssonar eru Hver er ; kominn úti? Hraunkvíslar og Undir Svörtuloftum, en auk þeirra hefur hann ittað smá- sagnasafnið Hrekkvísi örlag anna. Hafa fyrri bækur Braga Sigurjónssonar fengið góða dóma. Á veðramótum er prentuð í prentsmiðju Björns Jóns- sonar á AkureyK] og prýði- lega út gefin. Hún er 112 blað síður að stærð. Yrkisefni Braga eru marg vísleg. í þessari nýju bók hans ber mikið á væðum sagnfræðilegs efdis. Ber þar einkum að nefna flokkana Þrjár niðurstöður, sem flyt- ur þrjú kvæði, og Svarthöfða mál Dufgussonar, en þau eru sjö kvæði. sem stungið ÞAÐ KANN að þykja und- arlegt, að Þýzkur prófessor skuli halda fyrirlestur á ís- landi um við horf Maehiavelli, þar sem ísland er vígi demó- kratískra erfðahugmynda og rótgróins siðjgæðis á öllum sviðum opinbers starfs, en Machiavelli aftur á móti boð- beri samvizkulausrar kenning ar, sem afneitar öllu siðgæði í stjórnmálum. En hvernig svo sem því er varið, þá eru hug- myndir Evrópuþjóða um, hvað pólitík er, undir verulegum á- hrifum frá Machiavelli og hafa meira að seigja haft áhrif þar, sem kenningar Flórens- búans sjálfs hafa mætt mót- spyrnu. — Ég vil aðeins minn ast á Friðrik mikla frá Prúss- landi, sem hefur farið eftir kenningum Machiavehi meir en nokkur annar og lét sig samt hafa það að „hrekja“ skoðanir Machiaifelli í riti frá æskuárum sínum. Alkunna er og, að Shakespeare stóð undir áhrifum frá Maehiavelli, og sýnir það, hve gífurleg áhrif hugmyndaheimur þessa m,anns hefur haft, og það á hugi menntuðustu manna. Það, sem mestu máli skiptir í hugsun Machiavelli, er, að hann greinir stjórnmál frá siðgæðislegri guðfræði, hann spyr ekki lengur, hvað manni beri að gera til þess að forða sálarheill sinni frá voða, þótt hann fáist við stjórnmál, held ur hvað manni beri að gera til þess að komast að settu marki á útreiknanlegan hátt. Það eru ekki óskir okkar, segir Machiavelli, ekki hugmyndir okkar um það, sem ætti að vera, sem ráða gangi málanna — heldur staðreyndirnar og þær orsakif, sem til þeirra BORGIN Korsör í Dan- mörku hefur um árabil verið sá staður í landinu, þar sem tennur fólks eru bezt hirtar, enda veitir borgarstjórnin öll- um meðlimum sjúkrasamlags ókeypis tannhirðingu og greið ir auk þess fyrir tanneftirlit sjötta hvern mánuð, svo framarlega sem fólkið sjálft heldur tönnunum í góðu lagi með daglegri umhirðu. Kerfi þess nær nú þegar til meira en 2500 af borgurum Korsör, sem eru 14 ára eða eldri. En þó að yngstu börnin fari öll reglulega til tannvið- gerða í skólunum, telja yfir- völdin, að stöðugt sé þörf fyr- ir frekara eftirlit í þessum efnum. Frá og með byrjun næsta skólaárs verður t. d. útbýtt verðlaunaskjölum til þeirra barna, sem komast hjá tann- skemmdum skólaárið á enda. Einnig verður tekinn í um- ferð ví-rðlaunabikar, sem er farandgripur, og lendir í þeim skóla ,sem sýnir beztan heild- arárangur. Forstjóri sjúkrasamlagsins í Korsör, G. Marott, sem á liggja. Þess vegna á sá, ?em ætlar að breyta pólitískt, cin- göngu að spyrja sjálfan sig: — Hvaða öfl eru hér að verki? Hvað ber mér að gera til þess að hafa þau áhrif á þessi öfl, að þau stefni að því markmiði — sem mér er hagstæðast? Heimur Machiavelil er %a3 Carlo Schmid öllu leyti hér á jörðu. Sem stjórnmálamaður hefur hann engan áhuga á eilífðinni. — Hann segir ekki, að maðurinn verði að breyta illa, en hann segir, .að maðurinn verði að vera fær um að breyta illa, ef hann geti ekki náð nauðsyn- lega marki í pólitík á annan hátt. Þannig gegnir sagan engu tilgangshlutverki í augum Machiavelli. Hún á sér ekkert takmark, í henni skiptast sí- fellt á ris og föll. Engin æðri stjórn er á rás viðburðanna og engin framför. Þar, sem við Þykjumst sjá eitthvað þess háttar, eygjum við óskir okk- ar, en ekki söguna. Heimur- hugmyndina að þessu fyrir- komulagi, segir um þetta mál: Grundvöllurinn að þessum nýju aðgerðum er algjörlega óopinber rannsókn á því, hvað skólabörn í borginni eyða miklum fjármunum til sæl- gætiskaupa á ári. Þarna er um að ræða um 2000 börn. Okkur brá ekki svo lítið í brún, er við komumst að raun um, að börnin borðuðu árlega sælgæti fyrir um það bil fjórðung milljónar króna (þ. e. danskar krónur). Teljið þér, að verðlauna- veitingarnar geti minnkað sælgætisneyzluna? Það er reynsla fyrir hendi um það, að verðlaun hafa ævinlega áhrif í þá átt að auka áhuga barna fyrir ein- hverju máli. Þá verða teknar upp auknar umræður um vandamálið „holur í tönnum“, en það mun aftur auka áhuga foreldranna, sem er skilyrði fyrir því að árangur náist. Mörgum hér í borg finnst á- hugi okkar á sviði tannhirð- ingar ganga út í öfgar, en sá árangur, sem náðst hefur hing Framhald á 2. síðu. inn er ávallt hinn sami. Kraft- ar þeir, sem eru að verki í heiminum, eru hinir sömu, — þeir eru aðeins að verki með- al mismunandi þjóða á hinum ýmsu tímum. Þannig eru það alfræðileg lögmál, sem ráða ganlgi sög- unnar. Stjórnmálamanninum má þannig hiklaust lí-kja við verkfræðinginn, sem notfærir sér þekkingu sína á lögmálum náttúrunnar við smíði véla, sem ha.nn síðan nclar til að gera sér náttúruna undir- gefna. Machiavelli hefur orð- ið á undan Bacon í því, sem hinn síðarnefndi orðaði: nat- ura parendo vincitur. Því verð Ur þó ekki neitað, að í þessari heimsmynd, sem byggir svo mjöig á aflfræði, eru iþó nokkr- ir háspekilegir „blettir“. Tvær guðlegar verur stjórna rás við burðanna, virtu og fortuna, viljinn, sem stjórnast og bein- ist að ákveðnu marki af skyn- seminni (virtú), 0g raunveru- leiki staðreyndarinnar, sem getur jafnvel grandað hinum marksæknasta manni, áður en hann hefur náð settu marki. Manninum er aðeins fært að vefa úr þráðum for- túnu, en ekki að slíta þá. Und- ir áhrifum þessara krafta ger- ist sagan. Efni hennar er ein- göngu pólítísk hegðun manns- ins, en hún er aftur ekki ann að en viljinn til sjálfsákvörð- unax og mátturinn til að sigra. Sérhver verknaður gerist á tveimur sviðum, á siðgæðis- sviðinu og á alfræðilega svið- inu í rás viðburðanna, þar sem . ekki er um að velja hugtökin „gott“ og „illt“, heldur „rétt“ og „rang,t“. Þetta tvíhliða á- stand hefur í för með sér, að breytingin á pólitíska svið- inu lýtur öðrum lögmálum en breytnin á siðgæðissviðinu. — Sá, sem. ætlar að reynast mik- ill á þessu síðara sviði, verður í breytni sinni að hlýða kalli kærleikans og sannleikans, en það þýðir, að hún má aðeins verka á sigurinn yfir honum sjálfum, en ekki á árangurinn. Sá, sem hins vegar ætlar sér að breyta rétt á pólitíska svið inu, verður að miða gerðir sín ar við* þarfir tæknin:\ar, sem eru skilyrði fyrir áranlgtrinum', án þess að hann taki nokkurt tillit til boðorða siðgæðisins. Pólitíkin, sem þannig ber að líta á sem tilgang eingöngu, leyfir alls ekki, að spurt sé um ,,gott“ eða ,,ifít“, heldur um „verkandi“ og „ekki verk- andi“, eða „r.étt“ og „rangt“. Eniginn er skuldbundinn til að fara inn á svið stjórnmálanna, Það er ef til vil lbetra að gera það ekki, ef mönnum er um- hugað um sálarheill sína. Ef menn aftur á móti fara inn á þetta svið, eru menn dæmdir til að fara eftir lögmálum þeim, sem þar gilda, að við- lagðri algerri misheppnan. Þessi mynd sögunnar kann að virðast ómannleg, en eng- inn mun geta neitað því, að hún hefur vissan mikilfeng- leik tíl að bera. Og það mun hafa verið þessi eiginleki, sem hefur hrifið svo mjög menn ens og Shakespeare, Richelieu, Filippus II., Spánarkonung, Napoleon og Lenin. 4 22- íúlí 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.