Alþýðublaðið - 25.07.1959, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 25.07.1959, Qupperneq 4
& slur - þýzku bátarnir Ctgefancu. AipyOuflokkurlnn. Eitstjörar: Benedikt Gröndal, Gisll J. Aat- J>6rsson og Helgi Særtiundsson (áb.). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálm- arsson. Fréttastjöri: Björgvin Guömundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. á.uglýsingasími: 14906. AfgreiOslusími: 14900. — AOsetur: AlþýOu- húsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10. Einstök ósvífni TÍMINiN hefur undanfarið vefengt úrslit al- þingiskosninganna 28. júní vegna þess að þá hafi ekki verið kosið samkvæmt fyrirmælum Fram- sóknarflokksins varðandi kjördæmabreytinguna. Nú hefur Eysteinn Jónsson tekið í sama streng á alþingi. Boðskapur hans er sá, að kosningaúrslitin sýni, að skylt sé að taka stjórnarskrárfrumvarpið til endurskoðunar. Og Tíminn hnykkir á þessari skoðun Eysteins: Aukaþingið á að leita ráða til þess að bera málið undir atkvæði sérstaklega. Og þetta þylja svo hinir þingmenn Framsóknar- flokksins í skrifuðum ræðum. Framsóknarflokkurinn vill ekki una úrslit- um kosninganna 28. júní af því að hann varð þar í minnihluta. Fyrir kosningar sagðist hann gera þær að þjóðaratkvæðagreiðslu um kjördæmamál ið. Eftir kosningarnar telur hann þær ógildar af því að þær hafi ekki verið þjóðaratkvæða- greiðsla um kjördæmamálið. Og nú á sem sagt að krefjast nýrra kosninga, Hreppsnefndirnar og búnaðarfélögin, þar sem Framsóknarmenn eru í meirihluta, gera sjálf- sagt samþykktir um þetta efni. En því ekki að stíga skrefið til fulls? Framsóknarflokkinn vantar hvort sem er mikið upp á að eiga sigur von í endurtekinni kosningu. Hvers vegna ekki að krefjast þess, að við hreytingu á stjórnar- skránni skuli aðeins leggja til grundvallar at- kvæði yfirlýstra Framsóknarmanna? Með þeim hætti einum getur Eysteinn Jónsson fengið fram vilja sinn. Þessi barnalegi ofstopi Framsóknarflokksins er alger lögfræðileg nýjung. Og víst er athyglis- vert, að Framsóknarmönnum datt ekki þessi skiln ingur í hug 1934 og 1942. Þeir sættu sig við lög- mætar kosningar þá sem úrslit um kjördæma- breytingu. Kosningin 28. júní í vor hefur nákvæm lega sama gildi. En nú unir Framsóknarflokkur- inn ekki því, sem hann sætti sig við 1934 og 1942. Auðvitað tekur enginn mark á þeirri fullyrðingu, að sigur þeirra, sem vilja kjördæmabreytinguna, sé illa fenginn, en atkvæði Framsóknarmanna því sem næst heilög. Deilan er um það atriði eitt, hvort 72,8% þjóðarinnar eigi að vera meirihluti og 27,2 % minnihluti eða 27,2% meirihluti og 72,8% minni hluti og minnihlutinn meirihluti. — En hvar Hann segir, að meirihlutinn eigi að vera minni- hlutinn og minnihlutinn meirihluti. En hvar skyldi maðurinn hafa lært þá reikningsaðferð? Og einstök er sú óvífni að telja annan eins málflutn- ing boðlegan íslendingum. Höfum opnað sérverzlun nfeð osla 09 smjör að Snorrabraui 54. Þar eð undirritaður hefur verið tækniráðunautur við smíði umræddra báta, óska ég að taka eftirfarandí fram: í tveimur Reykj avíkurblöð- um hefur síðustu daga verið minnst á, að framangreindir austur-býzkir bátar bæru helmingi minna en ætlað var, og er þess getið, að þeir séu drekkhlaðnir með tæp 150 tonn. Ekki er mér ljóst hverjir hafa ætlazt til að þessir bátar bæru 250—300 tonn, eða 2500 mál síldar. Virðist hér enn einu sinni blandað saman brúttó- rúmlestatöíu skipa og burðar- hæfni, eh þessar tvær stærðir eru geróskyldar, þannig að þó skip sé 250 brúttórúmlestir, þá er það engin vísbending um að það beri 250 tonn. Brúttórúm- lestatala skips er mæling rúm- máls eftir nánari alþjóðaregl- um innan í skipinu, og er ein rúmlest 100 ensk rúmfet. Þar eð bol-efni á tréskipi er miklu þykkara en á stálskipi, þá er burðarhæfni tréákips með sömu brúttórúmlestatölu meiri en á stálskipi, því burðarhæfni fer eftir stærð á bol skipsins að utan. Ef borið er saman við stóru togarana, þá er talin góð veiði ef t. d. 850 brúttórúmlesta tog- ari kemur inn með 350 tonn af fiski úr veiðiferð, en það er miðað við stærð sama og ef austur-þýzku 250 brúttórúm- lestabátarnir kæmu með 101 tonn úr veiðiferð, og öfugt svara 150 tonn í austur-þýzku bátunum til 510 tonna í 8550 r spurnsng. VEGNA margvíslegra kvik- sagna og blaðaskrifa um 250 tonna a.-þýzku skipin langar mig til að fá það sanna í ljós og legg því eftirfarandi spurning- ar fram: 1. Hver eða hverjir áttu.hug- myndina að þessum skipum? 2. Hvaða skipstjórar og/eða útgerðarmenn voru í ráðum við tcikningar og útbúnað skip- anna? 3. Vildu allir, sem kaupa skip in, hafa þau eins útbúin, og eins og þér segið á einum stað „með óteljandi tækjum og búnaði“? 4. Er það rétt hermt, að einn aðalfrumkvöðull að þessum skipum hafi hætt við kupin, þegar ljóst var að hverju stefndi með þau? 5. Hvað kosta skipin hingað komin? 6. Var togveiðin hugsuð sem númer EITT í rekstri skipanna og allur annar veiðiskapur sem aukaatriði? 7. Er rétt hermt, að 40 tonn séu í hverju skipi sem kjölfesta (ballast), vegna of mikillar yfir- vigtar? 8. Er það rétt, að Austur-Þjóð verjar samþykki ekki neinar breytingar eftir að smíði fyrsta skipsins er hafin? 9. Voru ráðgefandi menn sam(mála um, að þessi skip gætu notið sín, þegar friðunarsvæði fyrir bct.nvörpu st/'kkaði? 10. Það hef ég beint eftir ein- um eigenda þessara sljpa, að hann hafi reiknað með, að allt að 2000 mál síldar kæmust í skipið og talið það mjög mikil- vægt fyrir jákvæðan rekstur skipsins. Getu rslíkur misskiln ingur stafa ðeinungis af fáfræð'i “igenda? brúttórúmlesta togara. Þó er togbúnaður allur hlutfallslega þyngri í minni skipunum en í þeim stærri. Séu þessi 250 rúmlesta tog- skip hins vegar borin saman viþ ca. 140 brúttórúmlesta stál- bátana af norsku gerðinni, þá er ekkert óeðlilegt að þau skip geti borið mun meira miðað við stærð þeirra, því vélarorka og allur búnaður er þar svo miklu fábrotnari, minni og léttari að þar er enginn saman- burður mögulegur. í 250 rúmlesta bátunum er 800 hestafla þungbyggð vél með gírbúnaði, ein 220 hest- afla og önnur 120 hestafla hjálparvél, stór rafknúin tog- vinda, auk hydralskrar akkeris- vindu, losunarvindu, bómu- vindu og línuvindu. Ennfrem- ur er frysting og kæling í lest- um, lifrarbræðsla, auk ótelj- andi tækja og búnaðar. Það er ekkert við því að segja, að menn vilji hafa skip sín fullkomin að vélum og bún- aði, en það er ekki hægt að komast hjá því að þessi búnað- ur krefjist rýmis og hafi þyngd, sem að sjálfsögðu dregst frá burðarhæfni skipsins. Réttmælt mun vera f fyrr- greindum blaða-greinum, að bátar þessir eru ganggóðir og hafa reynzt vel á togveiðum, en að sjálfsögðu takmarkar stærð þeirra útivist í slæmum veðr- um, og má enginn búast við því að skip af þessari stærð geti stundað togveiðar í álíka veðri og stóru togararnir. Ef þessir togbátar hefðu fyrst og fremst verið ætlaðir sem síldveiðiskip, þá hefði tölu verður hluti þess búnaðar, sem þeir sigla með, einnig á síld- veiðum verið óþarfur, og þá mátt létta skipin töluvert vegna síldveiðanna. og þetta Framhald á 10. síðu. n e n n ★ Ég keypti aspirín og og sakkarín í Skot- landi. ★ Hvað kostaði þetta þar? "k- Og hvað kostar það hér? ★ Nýju þingmennirnir beðnir ásjár. FYRHt NOKKRU minntist ég á lyfjaverð og tók dæmi af víta- míntöflum, sem framleiddar eru hér og seldar lyfjabúðunum. — Lyfsalinn hefur enn ekki kom- þurfa að koma með athugasemd og leiðréttingu við pistilinn og kvað ég hann velkominn og að sjálfsagt væri að birta athuga- semdir hans og skýringar. — Lyfsalinn hefu renn ekki kom- ið. Þess vegna hefur enn engin athugasemd verið gerð við pist- ilinn. EN f GÆR skrifaði ferðamað- ur mér bréf. Hann segir í bréfi sínu: „Fyrir nokkru var ég á ferðalagi erlendis. Ég rakst þar á Alþýðublaðið með pistli þínum um lyfjaverð. Eg kom til Edin- borgar um kvöld og las pistilinn þegar ég hafði tekið á mig náðir. Um morguninn i/'r og gekk um göturnar. Ég gekk fram hjá lyfjabúð og sá þar glös út í glugga. Þar á meðal voru mis- stór glös með aspríntöflum. — Verðið stóð á glösunum og tala taflanna í hverju þeirra. Á EINU stóð að í því væru eitt hundrað töflur — og verðið einn shillingur. Ég trúði þessu ekki, en vegna þess, sem ég hafði les- ið kvöldið áður í pistli þínum og; af því að alltaf er gott að eiga aspirín í fórum sínum, fór ég inn í búðina og kvaðst ætla að kaupa eitt hundrað taflna glas af aspirínu. „Já, vel komið“, — svaraði afgreiðslumærin. •— Ég spurði hvað það kostaði. ;,Einn shilling“, svaraði hún. ÞEGAR ég var búinn að borga shillinginn sneri ég við og ætlaði út, en kom þá auga á önnur glös og í því voru sakka- ríntöflur. Ég ét ekki sykur og nota sakkarín, reyni með því að halda holdum mínum í skefjum, en sakkarín er dýrt hér, og auk þess vill það gleymast hjá mér að kaupa það. Ég bað stúlkuna að selja mér eitt hundrað pillur. i „Hvað kostar það?“ sagði ég.' „Sex pence“, svaraði stúlkan. — „Látið mig hafa tvö hundruð pillur“, sagði ég þegar ég heyrði þetta furðulega verð. ÞANNIG kostuðu eitt hundr- að pillur af aspiríni sem svarar fimm krónum og er þá reiknað með svartamarkaðsverði á pund inu, og eitt hundrað pillur af sakkarini kostuðu sem svarar tveimur krónum og fimmtíu. — Hvað kosta hundrað pillur a£ asperíni hér? Hvað kosta tvö hundruð pillur af sakkaríni hér? Það kostar víst þúsundfallt meira heldur en í Skotlandi. — Fyrr má rota en dauðrota. — Er bókstaflega ekkert eftirlit með álagningu lyfjabúðanna?” ÉG HEF tekið eftir því að nýir þingmenn eru alltaf fyrst í stað vakandi og leitandi eftir því að láta eitthvað gott af sér leiða. Þeir eru þá nýkomnir úr fanginu á fólkinu í logmolluna og gufuna hér í Reykjavík, Mér datt því í hug hvort þeir vildu nú ekki sameinaðir án tillits til flokka flytja tillögu til þingsá- lyktunar þar sem krafist er endurskoðunar á lyfjaskrá rík- isins og endurskipulagningar á allri álagningu lyfjabúðanna. GAMAN væri að minnsta kosti að því ef einhverjir þeirra risu upp á afturlappirnar núna áður en þeir týna sjálfum sér í þokunni — og flyttu svona til- lögu. Þið hafið ekki trú á því, þa ðer eins og ég sjái lesendur mína hrísta hausana vantrúaða. En maður veit aldrei hvað er hægt að búst við af fersku fólki. Við bíðum og sjáum hvað setur. Hannes á horninu. 4 25. júlí 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.