Alþýðublaðið - 25.08.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 25.08.1959, Blaðsíða 5
; . ; ■■ % V ‘ >. *ý''$é: - "-, >* / . ;;■ ÍHMÉ ''■'."'■ ■■'•■' '•' ''•■'■ ": ■■.•■■;.• '';''•,.■, "-V íf/, ííj#.; ■}/////// LUDERITS, S.V.-Afríku. — Leurits stendur við Atlants- hafið á strönd Vestur-Afríku og í Atlantshafinu er mikið vatn eins og kunnugt er. En í. Luderits og nágrenni er ferskt vatn sjaldgæfara en hvítir hrafnar og gróður ná- kvæmlega enginn. Ársur- koman er aldrei meiri en hálfur’ þumlungur og allt neyzluvatn verður að vinna úr hafinu. Luderits er á útjaðri Nam- ib-eyðimerkurinnar, og jafn- vel í „rigningartímabilinu“ vex þar enginn gróður og alla fæðu, mjólk og græn- meti verður að flytja frá Transval, 1800 kílómetra vegalengd, Á fyrstu árum aldarinnar var Luderits miðstöð gim- steinaiðnaðarins, en gim- steinanámurnar í grenddinni voru tæmdar fyrir 30 árum. VIÐ erum staddir uppi á Vaðlaheiði, og Fnjóskadalur- inn blasir við, áin hlykkjast eftir botni hans eins og blár saumur á grænu fati. Einu sinni botnaði ég vísu með vetrarmynd af veginum yfir. Vaðlaheiði, en nú er surnar, og ferðin geng- ur eins og í sögu. Vaglaskóg- ur fellur mér ekki í geð frem- ur en bræður hans, og húsa- kosturinn þar minnir á eyði- jörð frammi til dala. Þetta ætti þó að vera tilvalinn gisti- staður, og sízt myndi verra að dansa. hér en í rándýru fé- lagsheimili. En Fnjóskadalur- inn tekur rnann þægilega í faðm sér. Furðulegt, að odd- borgarar Akureyrar skuli ekki eiga hér marga og fallega sumarbústaði, en hvað um það, hver er ég að setla að leggja slíkum og þvílíkum heilræði? Og nú erum við komnir í Ljósavatnsskarðið, sem er eins konar vasaútgáfa af Grafningnum, en vinaleg sveit, ef ekki væri allt þetta skógarkj arr, það fer landinu illa eins og of mikill fatnaður grönnum konum. Sigurður Þórarinsson fræðir mig á því, að eldstorka Bárðardals sé næstlengsta hraun í heimi, og hún er einhvers staðar í ná- mundanum á hægri hönd. Ég læt mér fátt um finnast, þó að góður sé nauturinn að kennslunni og fræðslan at- hyglisverð. Lengsta hraun veraldar er meðfram Þjórsá á Suðurlandi, og þar er mitt ríki. Svo fæ ég að vita, að Hrifla sé þarna úti í mýrinni eða hvað maður á að kalla þetta norðlenzka landslag. í austri blánar fyrir Mývatns- fjöllunum, Vindhelgi, Búrfelli, Bláfjalli Og Sellandafjalli. Vindbelgur er einkennilegt fjallsheiti, en varla trúi ég, að Þingeyingur hafi skírt það nema þá af tilviljunarkenndri gamansemi. Skjálfandafljót er naumast réttnefni, og ein- hver annar skal vegsama Goða foss en ég, hann minnir helzt á væna gusu í bæjarlæk sunn- an fjalla. Þetta er Fosshóll, en við ökum framhjá Sigurði Lúther að þessu sinni. NÆST fer ég að skoða mig um hjá Laugum, en hér er lítið að sjá. Hins vegar er mér minnisstætt, að Sigur- jón Friðjónsson lifði og starfaði á þessum slóð- um. Hann var miklu betra skáld en flestir samtíðarmenn gerðu sér Ijóst, kvæði hans ljóðræn og kliðmjúk, en lit- rík um leið og heit af skapi og tilfinningu þessa skeggj- aða bónda. Þai' var symból- isti, hvað sem Hannes Péturs- son segir í þvermóðsku sinni. Vandvirknislegustu ljóð Sig- urjóns Friðjónssonar ættu HELGI SÆNUNDSSON: Vesfan og ausfan heima í snotru úrvali. Þau mega ekki falla í gleymsku. ÞETTA verður ekki ferða- saga í venjulegum skilningi heldur upptalning þess, sem ég man helzt að leið- arlokum. En Auðnir minna mig á fátækan mann, sem gerðist andlegur leiðtogi Þingeyinga og kenndi þeim að hugsa út í heim, þar sem þeir bjuggu í lágum og þröngum bæjum að gömlum sið, þegar aðrir íslendingar unnu moldarverk hörðum höndum ár og eindaga. Bene- dikt á Auð'num stofnaði til. merkilegrar félagshreyfingar og var svipmikill og persónu- legur uppreisnarmaður gegn smásálarskapnum og fásinn- inu. Hann lét ekki baslið smækka sig og þorði að vera heimsborgari norður í Þing- eyjarsýslum áratugum áður en Samband íslenzkra sam- vinnufélaga færði út kvíarnar undir forustu Vilhjálms Þór. En auðvitað þegi ég yfir þessu við Sigurð Þórarinsson. Honum skal ekki verða það að gamanmáli, að ég sé far- inn að tala eins og Framsókn- armaður! MIKIÐ er búið að dásama Laxá, og satt er það, fallega rennur sú elfur um landið. Ehún á víðinum og hólm unum skáldlegt yfir- bragð sitt að þakka, og hraunið fellir hana í ógleym- anlega umgerð. Ég áræði ekki að nefna Sogið til samanburð- ar, en spyr, hver'sé munur- inn á vatnsmagni þess og Lax- ár. Þar hefur Suðurland meira en helmingi betur, en vita- skuld set ég hvorki ást mína né traust á fallhæð og orku, Laxá er yndisleg, Þingeying- ar hafa ekki ofmetið fegurð hennar í ljóðum sínum og þó stundum kveðið fast að orði. Svipað er að segja um Mý- vatn. Það heilsaði okkur vind- gárað þennan fagra sumardag, en mikið þykir mér vænt um, að Þingvallavatn skuli vera helmingi stærra. Ég reika 'aftur í huganum að Grafningnum. Helzt getur hann keppt við Mývatnssveit- ina af byggðum mínum á Suð- urlandi. HVER einn bær á sína sögu. Framundan er Arnarvatn, býli Sigurðar Jónssonar og Jóns Þorsteinssonar. Þing- eyingar mega vera stoltir af þjóðsöng sín- um, sem Sigurður á Amar- vatni lagði af mörkum forð- um daga. Ég veit ekki aðra stælingu betri á Dalvísum. Jónasár, nema þjóðsöng Vest- mannaeyinga eftir Sigurbjörn Sveinsson: Yndislega eyjan mín. En snilldarlega blessaði Sigurður þessa sveit sína. Jón Þorsteinsson var víst aldrei leiddur til sætis hjá stórskáldum Þingeyinga, en góðar eru vísurnar hans. Þess- ari gleymi ég aldrei: Vorið dregur eitthvað út undan frosnum bakka, hefur geymt þar grænan kút. Gef mér nú að smakka. LEIÐIN liggur framhjá Helluvaði og Arnarvatni, og þá munu Gautlönd skammt undan. En mér er Litlaströnd hugstæðust af öllum bæjum á þess- um slóðum. Þorgils gjallandi var einn af ævintýramönnum íslenzkrar alþýðumenningar. Kannski er Heimþrá eina full- komna listaverkið, sem eftir hann liggur, en allur skáld- skapur þessa norðlenzka smá- bónda var fagur óður um átt- hagana og eggjandi hvöt til samtíðar og framtíðar að una ekki ranglætinu, en hjálpa olnbogabörnum jarðarinnar og rækta líf og gróður. Grein- arnar hans í Bjarka Þorsteins Erlingssonar vitja mín í hlýrri og sterkri endurminningu. Guð gæfi, að blaðamennirnir okkar nú á dögum skrifuðu eitthvað í líkingu við Þorgiis gjallanda! Og svo minnist ég þjóðsög- unnar um kvöldið, þegar Þor- gils gjallandi dó. Skáldið seg- ir, að þá hafi náttúran tárfellt og þagnað. En Þorgils gjall- andi er ekki dáinn á sama hátt og danski selstöðukaupmaður- inn á Húsavík eða nízki stór- bóndinn vestur í Akrahreppi. Hann situr á þingi með Sig- urði Breiðfjörð og Bólu-Hjálrn ari. Mér er ekki grunlaust um, að vinátta hafi tekizt með þeim og Jónasi Hallgrímssyni. FRÁ Reykjahlíð ökum við upp á öræfin og ræðum urn landsins gagn og nauðsynjar þangað til Jökulsá ligg- ur fyrir fótum okkar, grett og skítug byltist hún fram, ljótari en nafna hennar á Sólheimasanöi, Blöndu nefni ég ekki af til- litssemi við Guðmund Frí- mann. En landið handan fljóts- ins er engan veginn sú eyði- mörk, sem ætla mætti. Sauð- kindin er talin heimsk, en hún hefur vit á að láta sér líða vel á þessum víðlendu flesjum, þar sem grasrótin er meiri og betri en augað grunar í fljótu bragði. Grímsstaðir á Fjöllum eru víst síðasta mannabyggð í Þingeyjarsýslum. Svo langt teygjast sveitirnar, sem Gísli Guðmundsson hefur verið fulltrúi fyrir á alþingi. 8'vip- mót Grímsstaða verður sama og áður eftir kjördæmabreyt- inguna, en hér mun þörf á liðveizlu samfélagsins. For- sjónin vill áreiðanlega, að hér sé þorp, svo að fólkið uni þess- um mannabústað, sem stend- ur einangraður og afskekktur á krossgötum tveggja lands- f jórðunga. Sigurður Þórarins- son rifjar upp kvæði Haildórs Kiljans Laxness. Hann er sýnu úthaldsbetri en ég í ræktarseminni við íslenzkartf skáldskap. _ Vegir á íslandi munu greiS- færastir í auðn og öræfum. Bæjarleiðin frá Grímsstöðum Helgi Sæmundsson — 4 að Möðrudal er drjúgur spöl- ur, en akbrautin minnir á hvolsvöll eða hlemmiskeið. Og loksins sjáum við síðasta áfangastað dagleiðarinnar. Við erum komnir að Möðru- dal á Fjöllum. JÓN í Möðrudal er lands- (Framhald á 10. síðu.) Alþýðublaðið — 25. ágúst 1959 Jg,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.