Alþýðublaðið - 06.09.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.09.1959, Blaðsíða 3
OKKAR Á MlJ.Ll ;SAGT UNDIRBÚNINGUR að framboðum stendur sem hæst . . . Víða mikill vandi hjá öllum' flokkum, þó miestur hjá Riáif- stæðisflokknum og Framsókn, sem verða áð setja þingmenn. í vonlaus &æti sums staðar . . . Sjálfstæðismenn verða líklega að kasta Þorvaldi Garðari fyrir borð í Vetsfjarðakjördæmi. . . . Mikil átök eru líka hjá þeim um 3. sæti í Vesturlandskjör dæmi, og kemur Pétur Benediktsson bankastjóri til greina . . . Þeir eru og f vanda með Jón Pá]mason í Norðurlandskjör- dæmi vestra, en þar eiga þeir nú tvo þingmenn: Séra ti'nn- ar í Glaumbæ og Einar Ingimundarson bæjarfógeta . . . Uh\ 1. stæti í •Austurlandskjördæmi berjast Sveinn á Egilsstöf ■ um og Einar ríki Sigurðsson. Hannibal er farin að skrifa bréf til „kæru vina“ í Vest- urlandskjördæmi . . . Ingi R. er líklegur til að verða eísí- ur hjá kommúnistum í Vesturlandskjördæmi, en Guð- mundur J. mun hafa kvatí þar kóng og prest . . . Hugsan- Iegir kandidatar fyrir annáð sæti kommúnista í Reykja- vík eru taldir Eðvarð Sigurðsson, Magnús ritstjóri Kjartans son og Brynjólfur Bjafnason. Póst- og símamálastjórnin hefur f mörg horn að líta . . . Húsbyggingar á sjö eða átta stöðum . . . Stórhýsi full- gert í Borgarnesi, len í smíðum á Akranesi, Keflavík. Þórs- höfn og Raufarhöfn og byggingarframkvæmdir að hefjast á Eskifirði og í Hafnarfirði . . . Þá er langt komið undirbún ingi að radíóstöð á Skálafgelli við Esj-u, sem reist verður nærri því í 600 m. hæð. Kaupfélagsstjórastaðan á Vopnafirði hefur verið aug- lýst laus íil umsóknar • . . Mælt er eystra, að forysumenn Framsóknar'flokksins ætli þá stöðu Björgvin Jónssyni al- þingismanni og kaupfélagsstjóra á Seyðisfirði . . . Hann kvað eiga að fá fjórða sæti Austurlandslistans, á eftir Ey- steini, Halldóri Asgrímssyni og Páli Þorsteinssyni, en taka þingsæti Halhlórs, sem orðinn er heilsutæpur. Naglaverksmiðjan, sem stofnsetia átti í Sörlaskjóli 85 hætti störfum næsta fliótt, en vélakostur hennar var seldur Naglaverksmiðju.nni á Borgarnesi,. sem nú framleiðir nær aíla nagla, sem notaðir eru í landinu . . . í Sörlaskjóli er nú verk- aður saltfiskur. Kona nokkur í Reykjavík lét fvrir nokkru afmá af upp- handlegg sínum tattooveringu, sem hafði valdið henni j;ung- um áhyggjum árum saman . . . Hún vildi hennar vegna aldrei fara í sundol og aldrei ganga í ermalausum kjól . . . A hand- legg hennár stóð letrað á dönsku: „Þín að eilífu“. Starfsfólk Flugfélags íslands, 60 manna hópur, ætlaði á sunnudaginn var í skemmtiför norður í Mývatnssveií og skyldi lagt af stað með Sólfaxa kl. 7,30 um mórguninn , . . Á síðustu stundu kom í ljós, að skipta þurftj um hreyfil £ vélinni, og var fönnni frestað um eina viku. Þrír athafnamenn frá Akureyri eru fluttir tíl Reykja- víkur . . . Kr. Kristjánsson, sem mun vera að leggja niður alla stairfscmi sína á Akureyri, Bernharð Laxdal, sem rak þar stóra klæðaverzlun og Guðmundur Jörundsson útgerðar- maður. Viðskiptamálaráðuneytið mun vera að koma á laggirnar nefnd til að fjalla um merkingu vara almennt . . . Sú nefnd mun fialla um vöruheiti, svo sem „gæðasmjör,“ og „ítalska Smart Keston“ peysu. ÞrauUeigur maður og hœltulegur DJAKARTA: — Vinir Ab- dul Harris Nasution segja að tígrisdýrið sé tákn þess hversu þrautseigur og hættulegur maður hann er. Og þrautseigja hans hefur borið árangur. Na- sution er nú annar valda- mesti maður Indónesíu og margir álíta, að hann verði næsti forseti landsins. Nasution, sem er aðeiris fertugur að aldri, er varn- armálaráðherra, yfirhers- hdfðingi, hermálaráð- herra og forseti Þjóðfylk- „KAKTUSAR eru mikið að komast í móð, og nú sannast það, sem áður hefur verið sagt, að þeir þrífist bezt á friðártímum. Svo höfum við skemmtilegar „könnur“, sem konur kaupa mikið £ sumar. Það eru fallegar gólfplöntur, sem blómstra eins og liljur. Karlmennirnir kaupa meira sígrænar plöntur, því þeir vilja líka hafa blóm að vetr- inum til. Þeir kaupa mest Cólusinn, eða „Álfamöttul“, eins og Ingólfur Davíðsson kallar hann. Liturinn gengur í augu karlmannanna“. Svona sagði frú Sigríður Michelsen frá blómasölunni í sumar, en hún er eiginkona Páls Michelsen garðyrkju- manns í Hveragerði, sem elur upp ógrynnin öll af potta- blómum. Hann var í Reykja- vík að skreyta samkomuhús- ið „Röðul“, begar fréttamann blaðsins bar að garði, en Sig- ríður þekkir á blómin og er vön að afgreiða með manni sínum. „Við höfum kringum 200 tegundir blóma og 4—5 af- brigði af hverri plöntu“, og ingarinnar til frelsunar hollenzku Nýju Guinfeu. IJann hefur náð þessum stöðum aðeins fyrir eigin dugnað að því að talið er. Nasution sparar ekki sjálf an sig og vinnur meðan aðrir sofa. í föðurlandi hans er síðari hluti dags- ins hvíldartími en þrátt fyrir ofsahita hitabeltis- ins vinnur Nasution allan dagirtn. Eina hvíldin, sem hann leyfir sér, er að leika tennis einstöku sinn um þegar hann hefur frí frá opinberum störfum. Á kvöldin er Nasution gjarnan með fjölskyldu smni og þá leikur hann sér með börnum sínum og á myndinni sézt hann á úttroðnu tígrisdýri, sem félagar hans úr hernum gáfu honum fyrir nokkru. ekk-i er vafi á því að þöttarnir skipta þúsundum. Sama fólk- ið kemur helgi eftir helgi til að skoða blóm og velja sér í nýju íbúðina. „En sumir láta okkur ráða“, segir Sigríður, „stundum hef ég valið blóm í heila íbúð, við fáum bá að vita fjölda og stærð glugg- anna og lit og einn kom urn daginn og bað um hengiplönt- ur á heilan stofuvegg með til- greindum lit. Skemmtilegra er að afgreiða karlmenn. Þeir vita hvað þeir vilja og segja meiningu sína, en aðrir láta okkur alveg ráða. Það er á- hættusamt starf að þurfa að velja blóm fyrir konuna og svo er hún kannske ekki á- nægð, þegar bóndinn kemur í bæinn. Annars er ótrúlegt hugmyndaflug, . sem fólkið hefur. Hengiplöntur eru vinsælar enda höfum við mörg afbrigði af þeim og margar hitabeltis- plöntur, sem ékki hafa verið ræktaðar hérlendis áður. Kró- tónar og slönguskinn og fik- ustegundir og havaí-rósir, nýjar tegundir í mörgum lit- um,,sem aldrei hafa sézt hér ÞESSI skrautlegu blöð eru á plöntunni „Anthur- ium. cirystallinum“, sem mun vera fyrst sinnar te-g- undar hér á landi. Flam- ingóblóm eru henni skyld, en þau eru með Iitskrúð- ugum blómum og munu væntanleg á markað næsta vor. Ennþá vantar innlent nafn á þetta blóm, Ifátt fyrir ótrúliegan fjölda nýrra íslenzkra blómanafna, — Um hverja hel-gi koma hundruð gésta í heimsókn til Pauls Michelsen til að skoða og kaupa blóm, og er stundum miki] þröng á þingi í gróðri.'húsinu, þeg- ar stórir hópar koma í einu. Nýlega kom starfs- fólk Kópavogsbæjar, kon- ur í Det danske selskab, og fjölmennir starfshópar — nokkurra fyrirtækja hafa litið inn í sumar. Og nú er sannarlega hægt að bjóða inn í hlýj- una á ný, eftir óvissuna í sumar. ÁuMHMMHWMWtWUMM áður. Svo erum við með alveg nýtt núna, það er svartur niegrapipar og skrúfupálmi, og enn má nefna nýja ind- verska gerð af árelíum“. Afþýðublaðið — 6. ®ept. 1959 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.