Alþýðublaðið - 06.09.1959, Side 4

Alþýðublaðið - 06.09.1959, Side 4
Útgefandl: Alþý'öuflokkurinn. — Framkvæmdastj óri: Ingólfur Kristjánsson. — Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálraarsson. — Fréttastjóri: Björg- vin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs- lngasimi 14 906. — Aösetur: Alþýöuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgata 8—10. Afstaða Krags og Lange UTANRÍKISRÁÐHERRAR Dana og Norð- manna, Jens Otto Krag og Halvard Lange, töluðu báðir við blaðamenn í Reykjavík í fyrradag og ræddu þar meðal annars landhelgismálið. Ummæli þeirra eru ótvíræð og staðfesta það, sem þeir hafa áður sagt opinberlega. Krag og Lange eru vissu- lega reiðubúnir til þess fulltingis við ísendinga í landhelgisdeilunni, sem við getum vænzt. Og stuðningur þeirra er mikils virði. Alþýðublaðið hefur eftir Jens Otto Krag: „Islenzki málstaðurinn í landhelgismálinu nýt- ur samúðar í Danmörku. Danir eiga auðvelt með að skilja aðstöðu íslendinga í máli sem þessu, enda eiga þeir að nokkru við sama vanda- mál að stríða við Grænland.“ Og Reykjavíkur- blöðin hafa í gær eftir Lange: Alþýðubíaðið: „Norðmenn munu eindregið styðja þá niður- stöðu á ráðstefnunni í Genf vorið 1960, að strandríki fái að ákveða fiskveiðilandhelgi sína allt að tólf sjómílur.“ Morgunblaðið: „Ráðherr- ann sagði ennfremur um afstöðu norsku stjórn- arinnar til útfærslu landhelginnar, að hún myndi berjast fyrir því á Genfarráðstefnunni, að sam- komulag næðist um 6 mílna landhelgi og 6 sjómílna fiskveiðilögsögU þar til viðbótar, þann- ig að strandríki hafi rétt til að útiloka fiskimenn annarra þjóða frá því að veiða innan 12 sjó- mílna.“ Tíminn: „Hann kvað Noreg fylgjandi 12 sjómílna fiskveiðatakmörkun og 6 sjómílna land helgi og kvaðst vona, að meirihluti næðist um það skipulag á sjóréttarráðstefnunni í Genf að vori.“ Þjóðviljinn: „Á sjóréttarráðstefnunni sem haldin verður á næsta ári munu Norðmenn fyígja því að landhelgi verði 6 mílur og f iskveiðilögsaga 12 mílur og innan þeirra 12 mílna hafi strandrík- ið allan xétt."“ Af þessu sést, hversu drengileg og skynsam- leg sú framkoma Þjóðviljans var á síðasta fund- ardegi utanríkisráðherra Norðurlandanna að á- varpa þá sem andstæðinga íslendinga í landhelg- isdeilunni og handbendi Breta. En í gær tekur Tíminn mjög í sama streng jafnframt því sem hann skýrir þó frá ummælum Halvards Lange á blaðamannafundinum. Málgagn Framsóknar- flokksins segir, að utanríkisráðherrar hinna Norð- urlandanna skjóti sér með öllu undan því að taka hreina afstöðu í landhelgisdeilunni. Þar fetaði Tíminn í óheillaspor Alþýðubandalagsins í land- helgismálinu. En íslenzki málstaðurinn er langt utan og ofan við þær slóðir. li 11 iH ... ........... Opið í kvöld Sextett Karls Jónatanssonar. Söngkona Anna Maria. Húsinu lokað kl. 11,30. Dansað til kl. 1. Hinar nýju leiðir, sem Eis- enhower forseti Bandaríkj- anna fer nú til þess að tryggja frið með viðræðum við Krústjov, hæstráðanda í Kreml, munu hafa mikil á- hrif á næstu forsetakosning- ar í Bandaríkjunum, en bær fara fram á næsta ári. Ekki einungis koma þær til með að auka líkurnar fyrir sigri repú- blikana í kosningunum, held- ur hafa bær mikil áhrif á val frambjóðenda beggja flokk- anna. Hinar „nýju leiðir11 Eisen- howers er tilraun háns til að verða forseti friðarins, síðasta tilraun hans til bess að ger- ast forseti sem komandi tím- ar minnast sem mikils leið- toga á friðartímum. En fyrir forráðamenn demókrata og repúblikana er „feinkaviðtals“ diplómatía hans erfitt vanda- mál, rétt fyrir forsetakosn- ingar. Ef Eisenhower tekst að ná einhverjum jákvæðum ár- angri í viðræðum sínum við Krústjov, er augljóst að sá fulltrúi, sem þing repúblik- ana velur í framboð við for- setakosningarnar, sem fram eiga að fara í nóvember 1960 hefur miklar líkúr til þess að verða kjörinn forseti. Demó- krötum er þetta ljóst og þeir vita einnig alltof vel, að för Nixons til Sovétríkjanna og Póllands, þýðir aukið traust almennings á honum og gerir ' hann líklegan forsetakandí- dat. Álit manna á Nixon hef- ur tekið miklum breytingum undanfarið, eins og fjölmarg- ar skoðanakannanir hafa sýnt. Það er undir því komið hvort friðarsókn Eisenhowers heppn ast eða ekki hvort Nixon verð ur forsetaefni eða ekki, enda þótt hann eigi sjálfur ekki FORSETA- KJÖR í óbeinan bátt í þeim samning- um, sem nú hafa leitt til hinna gagnkvæmu heimsókna odd- vita stórveldanna tveggja. Kosningasérfræðing- AR demókrata óttast að sig- ur þeiröa í síðustu þingkosn- ingum muni ekki endast þeim til sigurs í forsetakosningum. En repúblikanar eiga í mikl- um erfiðleikum. Á bingi flokksins bar sem forsetaefn- ið verður valið, munu senni- lega eigast við Nixon vara- forseti og Nelson Rockefeller, fylkisstjóri í New York, en hann hefur nýlega svo gott sem ákveðið að hann sé til í slaginn. Eisenhower forseti hefur ekki á neinn hátt að- stoðað Nixon, sem þegar í stað eftir komuna frá Sovét- ríkjunum lagði af stað í ferða- lag um Bandaríkin í þeim til- gangi að notfæra sér hina góðu frammistöðu austan járn tjalds til að hafa áhrif á kjós- endur í heimalandi sínu. För- setinn hefur algerlega haldið sér utan við deilur innan flokksins um forsetaefnið og hvað eftir annað lýst yfir að hann muni ekki reyna að hafa áhrif á val eftirmanns síns. Sömuleiðis er það vitað, að forsetinn lét Nixon ekki í té neinar upplýsingar varð- andi hina nýju afstöðu Eis- enhowers til fundar með Krústjov og vissi Nixon ekk- ert um undirbúninginn að fundum þeirra f.yrr en um leið og hann hélt til Moskvu, og hafði hann fyrirskipanir um að minnast ekki á þá nema Rússar minntust á þessi fund arhöld að fyrra bragði. DeMÓKRATAR, sem ekki geta gagnrýnt utanríkisstefnu Eisenhowers án þess að eiga á hæt+ii að tapa kjósendum, eru enn...,að leita að „mann- inum“, frambjóðanda, sem unnið gæti kosningarnar. Ad- lai Stevenson er enn mjög líklegur og sterkur frambjóð- andi enda þótt hann hafi fall- ið í tvennum kosningum. Hann og John Kennedy eru taldir líklegir til að verða sterkir frambjóðendur, ef þeir verða boðnir fram saman, Stevenson sem forseti og Kennedy varaforseti. Innan skamms verður á- kveðið um framboðin og enda þótt það sé almennt álitið í Bandaríkjunum að heppileg- asta framboð repúblikana sé Nixon-Rockefeller, bá er það óhugsandi þar eð Rockefeller hefur sagt að ekki komi til mála /-5 hann verði varafor- setaefni. Ekki leikur vafi á að forsetakosningarnar í Banda- ríkjunum haustið 1960 verða afdrifaríkar og mikilvægar í sögu landsins og áhrifa þeirra mun gæta um heim allan. Hannes á ho r n i n u ★ Um nýja stórbyggingu við Aðalstræti. ★ Ráðhúsið þar. ★ Það, sem arkitekíinn skrifar árið 2200. ★ Ábyrgðin gagnvart framtíðinni. SILLI OG VALDI tilkynna að þeir ætli að reisa stórhýsi á lóðinni þar sem þeir verzla nú við Aðalstræti. Varla myndu þeii- tilkynna þetta ef bæjaryf- irvöldin væru ekki búin að sam- þykkja bygginguna á þessum stað. Ekki myndi ég gefa sam- þykki mitt til slíkrar stórbygg- ingar þarna. Ég myndi segja við þessa dugmiklu og myndarlegu verzlunarmenn. „Nei, takk, ekki þarna, heldur annars staðar“. ÉG myndi segja: „Þið eigið líka Fjalaköttinn. Rífið hann og byggið þar. Ég vil hafa svæð- ið frá Bröttugötu og alla leið út í Túngötu frjálst og óbundið handa framtíðinni. Ef til vill mun ég fara að tillögu Ágústs Jósefssonar og ætla Ráðhúsinu stað þarna“. — Og ef þeir settu upp skeifu, þá myndi ég segja: „Þið megið ekki vera svona frek ir. Þið verðið að gæta að því, að þið eigið ekki eftir að lifa nema hálfa öld eða svo, en krakkarnir okkar og.krakkarn- ir þeirra og allir krakkar fram- tíðarinnar eiga að, njóta borgar- innar og við verðum öll að búa í haginn fyrir þá“. ÞAÐ verður skrifað um Reykjavík á næstu öldum. Ég þykist viss um, að yfirarkitekt Reykjavíkur Valdó Sillas muni gefa út bók árið 2200 og þar muni standa meðal annars: „Ég hef rannsakað sögu bygginga við Aðalstræti á umliðnum öldum. Rétt eftir miðja 20. öldina voru uppi kayí'men.n í höfuðstaðnum, —• og mun ég einn afkomandi þeirra, þeir verzluðu á hverju götuhorni, og af því að þeir seldu ágætar vörur og voru dug- legustu kaupmenn borgarinnar á þeim tíma, efnuðust þeir vel og höfðu mjög góð sambönd. ÞEIR náðu tangarhaldi á helstu lóðum við Aðalstræti og ruddu þar í burtu gömlum bygg ingum til þess að reisa þær sem enn standa. Þegar þeir kröfðust þess að byggja á lóðinni nr. 10 varð mikill úlfaþytur og var því mótmælt kröftuglega meðal ann ars af ákaflega framsýnum blaða manni, sem kallaði sig Hannes á horninu — og enginn veit hver var, en með því að kaupmenn- irnir neituðu að selja borgar- stjóranum fyrsta flokks vörur, sem þeir einir höfðu á boðstól- um, knúðu þeir hann til þess AF ÞESSUM sökum var hið fyrsta byggingastæði höfuðborg arinnar eyðilagt með þessum stórbyggingum og hefur það orð ið til þess að torvelda allt skipu- lag vesturhæjarins og Miðbæjar ins. Ég legg eindregið til að kjarnorkugeislum verði nú beint að þesum köstulum og þeim eytt á einni nóttu, en síðan verði all- ur Miðbærinn skipulagður að nýju.“ — Vilja þeir Silli og Valdi fá slíkan dóm frá einum af merkustu afkomendum sín- um? ANNARS er þetta alls ekki neitt gamanmál. Ég hygg að hug myndin um-Ráðhús í Tjörninni sé dauð. Ég held að jafnvel þeir, sem léðu samþykki sitt til þess að setja Ráðhúsið þar hafi sjálf- ir fallið frá því, bókstaflega gef- ist upp fyrir almenningsálitinu. Ég hugsa líka áð engin skynsam- legri tillaga hafi komið fram en tillaga Ágústs Jósefssonar um að setja þetta musteri á hornið milli Túngötu og Bröttugötu, — Aðalstrætis og Garðastrætis. VIÐ HÖFUM byggt eins og bjánar. Við munum alltaf sjá eftir því að Herkastalinn skuii hafa verið settur þar sem hann er, og Morgunblaðshöllin mun um alla framtíð verða þyrnir í augum Reykvíkinga. Ilannes á horninu. ÚTGEFENDÖR! Tökum að okkur próf- arkalestur. Upplýsingar í síma 19622 og 19985 fýrir hádegi daglega. 4 6. sept. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.