Alþýðublaðið - 08.09.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.09.1959, Blaðsíða 5
• • K. S. THIMAYYA, yfirhers- höfðingi indverska hersins, vakti á sér athygli í fyrri viku, er hann lagði fram lausnar- beiðni sína um sama leyti og Kínverjar héldu uppi tauga- stríði á landamærum Indlands og Tíbet. Hann virðist nú vera aftur sáttur við ríkisstjórnina og mun gegna störfum áfram. Á STÆÐURNAR fyrir af- sögn Thimayya voru einkum gremja yfir framkomu Kris- hna Menons í embætti varn- armálaráðherra og ótti við, að hann tæki ekki nógu ákveðna afstöðu gegn „títuprjóns- stungum11 kínversku kommún istanna á landamærunum. Hershöfðingjarnir vildu losa sig við Menon, sem þekktur er að vináttu við kommúnista og er helzti talsmaður „friðsam- legrar“ sambúðar við þá í Asíu. Þeir telja hann sem sagt meiri vin kommúnista en Indlands. NöRG indversk blöð krefj ast þess nú, að Menon verði látin s%gja af sér áður en hann spillir meir en orðið er sið- ferðisstyrk hersins. En sam- tímis er bent á, að Nehru for- sætisráðherra er í erfiðri að- stöðu. Hann getur að sjálf- sögðu ekki fallizt á, að her- foringjarnir segi fyrir um ráð- herraskipun í landinu. Þá væri ekki langt í herforingja- stjórn í landinu. Krishna Menon gegnir afdrifaríkum embættum, en fullsannað er talið, að hann hafi lagt áherzlu á, að skipa í stöður í hemum eftir öðrum sjónarmiðum en hæfni og embættisaldri. Það geta hershöfðingjarnir ekki fyrirgefið honum. ETTA ER EKKI í fyrsta skipti, að Thimayya vekur á sér athygli. 1953 var hann skip aður formaður hinnar hlut- lausu nefndar, sem hafði það hlutverk, að hafa umsjón með þeim föngum Kóreustríðsins, sem ekki óskuðu eftir að hverfa til sinna fyrri heim- kynna. Var hér um að ræða 23 000 fanga frá N-Kóreu og Kína og 358 úr hersveitum Sameinuðu þjóðanna. Fulltrú- ar frá viðkomandi löndum fengu 90 daga til þess að telja fangana á að koma aftur til föðurlands síns. IhIMAYYA fékk þarna erfitt verkefni. Bandaríkja- nienn grunuðu hann um að vilja neyða fangana til að taka ákvarðanir og stjóm Suður- Kóreu hótaði að nota vopna- vald til þess að aðstoða and- kommúnistíska fanga. En það kom brátt í ljós, að ekki þurfti að gruna Thimayya um græsku. Þegar biðtíminn var á enda höfðu aðeins eitt pró- sent af föngunum ákveðið að snúa til heimalands síns. ThIMAYYA er 53 ára að aldri og er fyrsti Indverjinn, sem fékk inngöngu á hinn fræga brezka herskóla Sand- hurst. Hann stjórnaði hersveit um í Burma í síðari heims- styrjöldinni gegn Japönum. 1947 og 1948 hafði hann á hendi herstjórn í Austur-Pun- djap og skipulagði þá hjálp- arstarfsemi meðal hinna mill- jóna flóttamanna, sem flæddu yfir landið í sambandi við stofnun Pakistanríkis. Mjög lélegur heyfengur í Oræfum sumar Skaftafelli, 13. ágúst (Frétta- bréf). — í SUMAR hefur tíðar- far verið óvenju óhagstætt til heyskapar hér, en grasspretta með albezta móti. Maímánuð- ur var hlýr og jörð klakalaus með öllu eftir veturinn, svo að gróður kom með fyrsta móti. Um miðjan júní gerði hér kuldakast svo mikið, að frost varð hér í Skaftafelli um 4 stig í þrjár nætur, og man ég aldrei eftir að slíkt kuldakast hafi komið hér á þeim tíma árs. Um mánaðamótin júní—júlý var þó komið hér allgott gras í tún, einkum nýræktarsléttur, •og byrjuðu þá sumir bændur 'slátt. Allan júlí var þó mjög lítið um góðan þurrk og . oftast dumbungsveður. Þó náðist víða hér inn nokkuð af heyjum. Fyrstu helgina í ágúst gerði hér ágætan þurrk í tvo daga, en síðan má segja, að ekki hafi þornað af steini hér í vestur- hluta sveitarinnar, og allan þann tíma því ekkert náðst inn af heyi. Bersýnilegt er að heyfengur verður mjög lélegur eftir þetta sumar, jafnvel þótt eitthvað fari nú að lagast með veður- farið. Nú fer að halla sumri og gras orðið úr sér sprottið. í sumar hefur verið najög mikið hér í öllum vötnum, enda úrkomur oft miklar og hlýtt í veðri. Síðan í júlílok hefur verið geysimikið vatn í Skeiðará, svo að ég tel með allra mesta móti sumarvatn í henni. Þann 20. þ. m. gróf hún í burtu símastaur, sem var í vestasta farveginum og er því nú sem stendur símasambands- laust vestur yfir Skeiðarársand og óvíst, hvort hægt verður að koma sambandi á aftur fýrr en kólnar í veðri og vatn minnkar í ánni. Því að ég hygg að áin sé nú alófær yfirferðar. Vest- ur yfir farvegi Skeiðarár er símalínan traustlega byggð. Niður í sandinn eru reknir sex (Framhald á 10. síðu.) um, í skyndingu var sent eftir forstöðumanni forn- menjarannsókna í Grikk- landi, prófessor Papadimi- tros og kom hann þegar í stað á vettvang. — Eftir skamma stund hafði hann fundið þarna þrjár styttur. Ein var af íþróttamanni, Kúios, önnur af Hermesi, úr bronsi. Þessi fornleyfa- fundur hefur geisileg^ at- hygli vakið, en varla var búið að flytja gripina á safn þegar fréttist um 5 aðra gripi, þar á meðal •bronsstyttu af Artemis og aðra af Aþenu, búinni hjálmi og skildi. Þykja lisaverk þessi öll frábær og hafa varðveizt einkar vel. Öll eru þau frá 6.'—3. öld f. Kr. Búist er við að fleiri listaverk finnist þarna í giendinni og er hafin und- irbúningur að víðtækum uppgreftri á þessu svæði. Meðfylgjandi mynd sýn ir Hermesstyttuna. Hermes í kirkjugrunni í Pireus UNDANFARNAR vikur hafa með stuttu millibili fundist átta forngrísk lista verk, sem eru einstæð að fegurð og hversu vel þau hafa yarðveizt. Hér verð- ur í stuttu máli greint frá fundum þessum. Við höfnina í Píreus er gömul kirkja, Hagia Tria (kirkja heilagrar þrenn- ingar). Hún varð fyrir miklum skemmdum í stríð inu og nú er unnið að því að gera við hana. Verka- menn, sem unnu að því, að hreinsa til í grunninum komu allt í einu niður á hvelfingu, sem fyllt var sandi og möl. Þar kom í ljós hönd upp úr sandin- Ifð Gæzluverndarráð Sameinuðu þjóðanna lauk ný- lega tveggja mánaða þingi á aðalstöðvum samtakanna í New York. Var það eitt lengsta þing í sögu ráðsins. Meðal umræðuefna þingsins var það, hvenær gæzluvernd- ar svæði Sameinuðu þjóðanna væru reiðubúin að takast á hendur stjórn eigin mála og ýmis vandamál í sambandi við sjálfstæði þeirra. Löndin, sem um er að ræða, eru Franska Tógóland, Vestur-Samóa og Sómalíland. Umræðurnar byggðust að nokkru á hinum árlegu skýrsl- um, sem ráðinu berast frá þeim ríkjum, sem hafa tekið að sér gæzluverndina fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Þar við bættust svo skýrslur frá sér- stökum rannsóknarnefndum, sem ráðið hefur sent til gæzlu verndarsvæðanna á Kyrrahafi, og loks var rætt um beiðnir og tillögur, sem ráðinu bárust frá sjálfum íbúum gæzlu- verndarsvæðarina. ^ FRANSKA TÖGÖLAND Gæzluverndarráðið sa'm- þykkti .að Franska Tógóland hlyti fullt sjálfstæði hinn 27. apríl 1960. Áður höfðu franska stjórnin og stjórnin í Tógó- landi komið sér saman um þennan dag. í fyrra samþykkti Barnahjálp SÞ og pólsk börn MAURICE PATE, forstjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóð anna (UNICEF), hefur lagt til að haldið verði áfram að styðja hjálparstarfið meðal pólskra barna, sem hafa bæklazt eða særzt. Árlega særast um 8 þúsund pólsk börn af völdum spreng- inga, þegar sprengjur úr síð- ari heimsstyrjöldinni springa í rústunum. Um 2 þús. pólsk börn fá árlega lömunarveiki, Allsherjarþingið áætlunina um fullt sjálfstæði Franska Tógólands, en þá var ekki á- kveðið, hvaða dag hún kæmi til framkvæmda. VESTUR-SAMÖA Nýja Sjáland hefur á hendi gæzluvernd Vestur-Samóa, og lagði það fyrir Gæzluvernd- arráðið áætlun um, að landið fengi sjálfstæði fyrir árslok 1961. Þar sem þessi áætlun hefur ekki vérið endanlega rædd við yfirvöldin í Samóa, og þar sem búast má við ein- hverjum breytingum á henni, let Gæzluverndarráðið sér nægja í skýrslunni til Alls- herjarþingsins að leggja bless- un sína yfir þann grundvöll, sem þegar væri lagður að væntanlegu sjálfstæði Vestur- Samóa. í áætluninni er gert I AFRÍKU og á öðrum hita beltissvæðum hefur venjan verið sú, að þurrka fisk með því einfalda móti að leggja hann út í sólskinið. Þessi að- ferð við fiskþurrkun er að sjálfsögðu mjög undir veðri enn stærri hópur fær árlega heilablóðfall og bílslysum fer stöðugt fjölgandi. Framlag Barnahjálparinn- ar, sem nemur 51.500 dollur- um er fólgið í alls konar tækj- um til æfinga fyrir lömuð börn og fjárhagsaðstoð við tvær stofnanir sem laga vaxtarlýti og bæklun. Er önnur þeirra í Konstancin nálægt Varsjá, en hin í Poznan í Vestur-Pól- landi. Framiag pólsku stjórn- arinnar til þessara stofnana á árunum 1959—1962 mun nema um 2,5 milljón dollara. ráð’ fyrir nýjum lögum og nýrri stjórnarskrá ásamtþjóð- aratkvæði undir eftirliti Sam- einuðu þjóðanna, sem gefi til kynna vilja íbúanna varðandi framtíðarstöðú landsins. Vest- ur-Samóa verður fyrsta alger- lega sjálfstæða pólýnesíska ríkið á Kyrrahafssvæðinu. t- i $ SOMALÍLAND Italía hefur á hendi gæzlu- vernd Sómalílands, og hefur ítalska stjórnin lagt fyrir Gæzluráðið áætlun um að landið fái fullt sjálfstæði 2. desember 1960. Þessi áætlun var samþykkt af ráðinu, sem lýsti velþóknun sinni yfir því, að nú þegar hefur stjórninni í Sómalílandi verið fengin í hendur stjórn flestra mála. — að undanskildum utanríkis- cg landvarnamálum. kornin, og er erfitt að koma henni við á hinum löngu regn- tímabilum. Nú hefur hins vegar Mat- væla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) skorizt í leikinn og fundið ráð til úrbóta. Dr. Rudolf Kreuzer, yfirmaður fiskverkunardeild- ar FAO, hefur kynnt sér að- stæður i nokkrum löndum Af- ríku og lagt fyrir stjórnarvöld- in þar tillögur um þurrkunar- aðferð, sem er bæði ódýr og handhæg. Aðferðin er í því fólgin, að byggð er eins konar hvelfing, t.d, með trégrind og leir, og síðan er fiskurinn þurrkaður með vélknúinni viftu og tekur þurrkunin með þessu móti einn til einn og hálfan dag, en það gat tekið 10—14 daga að þurrka fiskinn þegar reynt var að nota hinar strjálu sólskinsstundir á regn- tímabilinu. Alþýðublaðið — 8. sept. 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.