Alþýðublaðið - 08.09.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 08.09.1959, Blaðsíða 9
( iÞréftir '3 KR hefur nfu stig yfir fólnn ?'grai®' nœjlJ ÍGIOy ía með 4:2. íslandsmeistarar KR í knattspyrnu 1959, standandi, talið frá vinstri: — Óli B. Jónsson, þjálf- ari, Þorsteinn Kristjánsson, Bjarni Felixson, Reynir Þórðarson. Heimir Guðjónsson. Gísli Þor kelsson, Óskar Sigurðsson og Ellert Schram. Sitjandi, talið frá vinstri: — Helgi Jónsson, Örn Steinsen, Sveinn Jónsson, Þórólfur Beck, Gunnar Guðmannsson, Hreiðar Arsælsson. Garðar Arnason og Hörður Felixsson. Ingimundur Magnúson tók allar knattspyrnumyndirnar. Sigurðsson og sendi fyrir mark* ið, en dómarin nflautaði hléið, meðan knötturinn var á leið- inni fyrir markið. ★ Er leikurinn hófst að nýju, voru KR-ingar þegar komnir í sókn. Skotið reið að marki, — Helgi Dan. missti knöttinn, — Sveinn fékk stungið við knett- inum, en Guðmundur bakvörð- ur bjargaði á línu._ Rétt á eftir bjargar Guðmundur aftur á línu og nú með skalla. Sókn Akurnesinga rétt á eftir endar á máttlitlu skoti miðherjans. Er 15 mín. voru liðnar-skora Framhald á 10. síðu AÐ LOKNUM leik KR og Akranes, afhenti formaður KSÍ — Björgvin Schram, sigurveg- urunum Íslandsbikarinn og sæmdi Þá heiðurspeningum úr gulli. Veitti fyrirliði KR, Gunn- ar Guðmannss., bikarnum mót- töku. Kvað formaður KSÍ þetta vera 48. íslandsmótið og sigur KR í mótinu þann 16. til þessa, væri sigur liðsins með eindæm- um, þar sem það í tvöfaldri um- ferð hefði ekki tapað neinum leik, en hlotið 20 stig í mótinu. Að baki þessa mikla sigurs ligg- ur mikil vinna, sagði formaður KSÍ, vinna og starf„ ekki að- eins hvers og eins leikmanns, sem væri vissulega til fyrir- myndar heldur vitnaði sigur- inn einnig um góða kennslu og þjálfun, en hana hefði Óli B. Jónsso haft á hendi. Bað hann alla viðstadda að hrópa ferfallt húrra fyrir sigurvegurunum cg var það gert. Þá gat formað- ur þess að Fram, Valur og Ak- urnesingar hefðu orðið jöfn að stigum og hlotið 11 stig hvert, en Keflvíkingar 5. Sagði hann síðan mótinu slitið. rMikil þjálfun, samheldni og agi er áslæða árangursins' segir Óli B. Jonsson, þjálfari K.R. AÐ LOKNUM síðasta leik íslandsmótsins í í. deild milli KR og Akraness, lagði frétta- maður íþróttasíðunnar leið sína í búningsklefa KR-inga og þar var kæti og gleði eins og gefur að skilja. Það tókst samt að ná tali að þjálfara KR, Óla B. Jóns syni, en hann hvað mestan þátt í hinum mikla framgangi liðs- ins í sumar. — Til hamingju með strák- ana Óli og hvað viltu segja les- endum síðunnar um ástæður hins góða árangurs KR-liðsins? — Það tel ég í fyrsta lagi vera miklar æfingar knattspyrnu- mannanna, frá áramótum æfðu þeir fjórum sinnum í viku, •— inni o gtvisvar úti. — Samheldni liðsins bæði innan vallar og utan ásamt góðum aga, er einnig til fyrirmyndar. Leikmönnunum hefur nú einn ig skilist það til .fulls, að eitt þýðingarmesta atriði knatt- spyrnunnar er samleikurinn og að senda knöttinn til leikmanns — sem hefur bezta aðstöðu til að taka á móti honum. Að lok- um vil ég segja þetta, leikmenn meistaraflokks KR eru flestir kornungir og munu allir halda áfram að keppa næsta sumar, þannig að við munum gera allt — til að halda „Bikarnum“ í Vesturbænum. Gunnar Guðmannsson, fyrir- liði KR: Ég er mjög hreykinn af KR- liðinu og mín skoðun er sú, að ein aðalástæðan fyrir hinum góða árangri nú, sé, að flestall- ir meistaraflokksmennirnir hafa frá því fyrst þeir léku sér að knetti, dvalið nærri öll kvöld vestur á KR-svæði. Það er mun nytsamlegra og hollara imgum drengjum að leika sér í knatt- spyrnu á kvöldin, heldur en að stunda „sjoppurnar" og göt- una. -— Hvað með æfingar liðsins? — Strákarnir hafa lagt mikla alúð við þjálfunina og oft mætt á aukaæfingar, en þjálfun og aftur þjálfun er þýðingarmesta atriðið til að ná árangri. í í- þróttum. — Hin liðin í fyrstu deild? — Mér finnst lið. Akraness ennþá hættulegast, en vörn þess er anzi misjöfn -U.WH ww' ■■■■ TTOT.' ■ W W’ Ríkharður Jónsson, fyrirliði Í.A.: — Ég samgleðst KR-ingum hjartanlega með sigurinn, sem var mjög verðskuldaður, svo ekki sé meira sagt. KR lék fram úrskarandi í mótinu og liðið er iafnt og hvergi veikur hlekkur. Samt vona ég knattspyrnunuar vegna, að hvorki KR eða annað íslenzkt knattspyrnufélag vinni slíkan yfirburðasigur í íslands- mótinu framvegis. — Að lokum vil ég segja það, að Akurnesing ar munu reyna að koma sterk- ari til næsta íslandsmóts, en til þess að svo verði, þarf hver ein- asti maður liðsins að leggja að sér við æfinffarnar í vetnr. í tilefni hinnar jöfnu stiga- tölu er rétt að geta þess að í 4. gr. stigareiknings KSÍ fyrir knattspyrnumót segir svo: Samanlagður stigafjöldl reiknast í hlutfalli við út- kljáða kappleiki. Sú sveit, — sem hefuir fengið flest stig, er sigurvegiari. Séu tvær eðai fleiri sveitir jafnar að stiga- tali, er sú sveit sigurvegari, sem hefur unnið flestar sveit- ir. Sé eigi hægt að ra'ða sveit- unum þannig, þá fá jafnstiga- hásir sveitir sömu raðtölu, en verði sveitir með sömu stiga- tölu nr. 1, her þeim að keppa á ný til úrslita. Hér er engum blöðum um það að fletta hver er nr. 1. En hin- ar jöfnu sveitir að stigum, 11 hver, eru með sigra sem hér segir: Fram 4+3 jafntefli. Val- ur 5+1 jafntefli, Akurnesingar 5+1 jafntefli. EB. fréftir: HELZTU íþróttavjiðburðir helgarinnar voru þessir: Rrxssar sigruðu Englendinga í lands- keppni í Moskva með 205 stig- um gegn 136. (Karla og kvenna- keppni). Rudenkov setti Evr- ópumet í sleggjukasti, 67,92 m. og nálgast nú óðum heimsmet Conollys. — Svíar sigruðu Norð men á Bislet með 117 st. gegn 104. Bunæs setti Norðurlanda- met í 200 m. hlaupi — 21,0 sek. — Janke, A.-Þýzkalandi náði 13:44,4 mín í 5 km. á laugar- dag, sem er þýzkt met og bezti heimstíminn í sumar. Aðeins 9,5 sek. lakara en heimsmet Kutz. Nánar á morgun ÞÚSUNDIR manna voru áhorfendur að lokaleik I. deildar á Laugardalsvellinum á sunnudaginn var, milli KR og Akurnes- inga. KR bar sigur af hólmi í leiknum með 4 mörkum gegn 2. KR-ingar unnu alla sína leiki í mótinu, sem eins og kunnugt er, fór nú fram í fyrsta sinn með tvöfaldri umfeirð. Skoruðu þeir alls 41 mark gegn aðeins 6. Hlutu 20 stig af 20 mögulegum og settu það met í mótinu, sem aldrei verður slegið. Þetta er í 16. sinn, sem KR er sigurvegari í íslandsmótinu. Veður vair þurrt og gott er leikurinn fór fram, en rigning hafði verið, meira eða minna, alla vikuna og völlurinn því allþungur og háll. Jörundur Þorsteinsson dæmdi leikinn, sem var ekki sérlega tilþrifamikill. Úrslit leiksins skiptu KR heldur engu máli, að því er tók til sigur þess í mótinu. íslandsmeistaratignin var þeim þegar (iryggð. Hinsvegar skipti hann öllu máli, til að tryggja hinn glæsilega sigur félagsins í mótinu í heild. ÞARNA skoruðu KR- ingar sitt 40. mairk í ís- landsmótinu og Þórólfur Beck sitt 11., en hann varð markahæsti leikmaðurinn — Helgi Hannesson fylg- ist með knettinum. í heild var leikur þessi með lélegri leikjum mótsins, að því er tók til snerpu og fjörs. Hin í gegnum vörn KR og í skotfæri — en datt svo í skotfærinu og missti knöttinn. Þetta fyrsta ráðnu úrslit munu hafa átt, mark leiksins skoraði Ellert sinn þátt í því. Það var auðséð á öllu, að þetta var ekki leikur, sem úrslitum réði. Leikmenn- irnir beittu sér ekki til hins ítrasta. Þeir gátu yfirleitt allir gert betur, en þeir gerðu. Ekki svo að skilja, að ekki hafi við og við bólað á allgóðum tilþrif- um. Það var ekki fyrr en á 32. mín., sem fyrsta mark leiksins Schram, eftir mjög laglega sam slungna sóknaraðgerð, þar sem Gunnar Guðmannsson lagði knöttinn fyrir fætur Ellerts, — sem skaut viðstöðulaust og skor aði. Við þetta mark reis leikurinn nokkuð. Akumesingar sóttu fast á. Helgi Björgvinsson átti sendingu til Ríkharðs, sem kom. Fram að þeim tíma, hafði.'komst innfyrir en missti þar mark hvorugs aðilans kornist i neina teljandi hættu. En það knöttinn of langt frá sér og tapaði þannig af honum. Rétt löngu eða jafnvel stuttu færi. Að vjsu brunaði Rjkharður einu sinni fram, á þessu tíma- bili, og einlék sig hart og títt, AWW%WWWWW%WWW getur vart talist hættuiegt þó | fyrir leikslokin, eða á 44. mín. skotið sé fram hjá og yfir, af skoraði svo KR síðara rnark sitt í fyrri hálfleiknum. Það gerði Ellert einnig, eftir að Sveinn Jónsson, sem var í færi og Helgi Dan hafði hlaupið gegn, hafði rennt til hans knettinum, svo, Ellert skaut í manniaust mark- ið. Aúk þessara tveggja mark-a sem Eller skoraði mað góðri aðstoð, átti hann þriðja tæki- færið, engu síðra en hin tvö, er Örn Steinsen lyfti til hans ■ knetti úr sendingu Þórólfs, en Ellert skallaði framhjá. Gunn- j ar Guðmannsson lék svo á síð- UStll SpknnrlnmiTH á rí-nfímnnrl Alþýðublaðið — 8. sept. 1959 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.