Alþýðublaðið - 08.09.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 08.09.1959, Blaðsíða 11
■■iiiiiiiimnnnmmnnnmnnnnmimnimumiiin 15. dagur ■niiiiiiiiiiiiimiiiimmmiiiiimmmiiiiiimimmiiD greinilega. Eg var ekki bak við sviðið, en hinar sögðu að hún hefði jafnað sig fullkom- lega. Hún sagðist ætla að hvíla sig dálítið fyrir næstu sýningu, en þegar sýningin hófst var hún þar ekki. Við fundum hana hvergi. Það varð að sleppa hennar atriði.1 „Hvar funduð þið hana?“ Linda settist á rúmið og leit á hann: „Vfeiztu það virkilega ékki, Davíð?“ Hann hristi höfuðið en hún sá að hann var farið að gruna eitthvað. ,,'Niei, segðu mér það, Linda.“ „Hún fannst í þinni íbúð, dáin! Fay fann hana, hún heldur að henni hafi verið byrlað eitur.“ Hann var að heyna að kveikja sér í sígarettu en við þetta missti hann hana í gólfið. „Fann Fay hana?“ — endurtók hann. Svo grúfði hann andlitið í höndum sér. „G'uð minn, en hvað þetta er hræðilegt! Veslings Frankie, veslings litla stúlkan! Því lét ég þetta ske?“ Rödd hans var tryllingsleg eins og hann fyrirliti sjálfan sig. „Heldurðu að þú hefðir getað hindrað það, Davíð?“ spurði hún rólega. „Kannske, ef ég hefði verið hér og séð hvað sfceði. „Hann stamaði og faldi andlitið enn í höndum sér. „Vissir þú að þetta gæti skeð?“ Hún gat efcki annað en spurt. „Nei, mér datt það ekki í hug. Það sver ég. Eg hélt ekki að neitt skeði svona fljótt, Linda. Rödd hans var rám og titrandi. „Hefði ég bara verið þar, en ég komst ekki, ég var annað að gera. En nú skil ég lætin fyrir utan íbúðina, lögregl'ubílai", sjúkra ibíll og mikið af fólki. Þess vegna kom ég hingað í stað- inn fyrir.“ „En hvaða máli skipti það ailt fyrst þú vissir ekki að Frankie var þar?“ „Eg vil ekki eiga neitt við lögregluna, ég hef ekki efni á því núna.“ Hún horfði forvitin á hann: „Hefur þú ekki ef-ni á að eiga við lögregluna núna Davíð?“ Hann hristi höfuðið, svo sagði hann reiðilega: „Því heldurðu að ég hafi ekki hjálpað þér við landamsBrin í gær? Heldurðu að ég hafi ekki viljað hjálpa þér? En ég vissi að færi ég að skipta mér af því, færi lög- regluna að gruna ýmislegt“. „Gruna hvað?“ „Ekkert“, muldraði hann. „En ég þarf að gera ýmislegt hérna austantjalds og ég vil helzt ekki að lögreglan kom- ist að því“. „Segðu mér allt sem þú veizt, Linda“, sagði hann og kveikíi sér í sígarettu. Svo sagði hann: „Veslings barn- ið! Eins og hún hefði ekki liðið nóg! Vertu svo væn að segja mér allt, sem þú veizt“, bætti hann við. „Ég veit ekkert meira. Af hverju spyrðu ekki Fay? Hún fann hana?“ „Hvern djöfulinn var Fay að gera í minni íbúð?“ „Hún fór til að segja þér r að Frankie væri horfin. Við vorum öll áhyggjufull þegar hún mætti ekki á sýningu. Fay sagðist vita hvar þú bygg ir“. Hún hikaði en bætti svo við. ,,Hún sagðist hafa lykil að íbúðinni og geta beðið þangað til þú kæmir, ef með þyrfti“. „Kannske hefur hún lykil. Hún er vinkona mannsins, sem lánaði mér íbúðina“. Hann sagði það svo kæru- leysislega að henni létti. Var það allt og sumt? Hafði Fay viljandi talið þeim trú um að eitthvað væri milli þeirra Davíðs? Hún hafði ve'rið svo upptek- in af að tala við Davíð, að hún hafði gleymt manninum sem von var á að sækti hana. Hún leit á úrið sitt og sá gð hann kæmi eftir kortér. Ein- hvern veginn varð hún að losna við Davíð, hún mátti engum segja neitt. En hún óskaði af öllu hjarta að trúa Davíð fyrir því. „Er ekki bezt að þú biðjir Fay um að segja þér allt?“ spurði hún. Hann hikaði en svaraði svo: „Satt að segja barði ég að dyr- um, en hún svaraði ekki!“ Hún varð fyrir vonbrigðum. Svo hann hafði farið fyrst til Fay! „Hún er áreiðanlega sof- andi, hún var úrvinda. Hún tók inn svefntöflur“. „Fíflið litla“, sagði hann. Hún leikur sér að dauðanum. Ég hef margsinnis sagt henni að einn góðan veðurdag vakni hún ekki aftur“. Hann var reiðilegur. „Ég hélt að tvær svefntöfl- ur gerðu henni ekkert mein“, sagði Linda, því henni fannst hann vera að ákæra sig. „Ef hún tæki nú tvær! En hún ber á sér nægilegt eitur til að drepa heila hersveit!“ Hvað vissi hann um það? En hún mátti ekp' vera að því að hugsa um það núna. Hún leit á úrið sitt og stóð upp, en einmitt þá féll miðinn á gólfið. Hún beygði sig til að taka hann upp, en Davíð varð á undan. Hann las hátt: „Faðir yðar hefur verið tek- inn fastur á ný og er í höll skammt héðan frá. Það kemur maður eftir klukkutíma til að sækja yður og fara með yður þangað. Einkennisorðið er: Rósir. Ef þér segið einhverj- um þetta deyr faðir yðar! Hann þarfnast yðar. Treystið mér“. Hann leit frá miðanum til hennar. „Svo þú féllst fyrir þessu! Og þess vegna ertu komin á fætur, þess vegna er búið að pakka niður í töskuna þína? Ertu orðin brjáluð, Linda! Heldurðu að þú getir treyst þessu?“ „Ég veit það ekki, Davíð“, sagði hún. „Satt að segja veit ég það ekki. En ég verð að hætta á það. Ég sagði þér, að pabbi er veikur. Það átti að skera hann upp í þessarf viku, það var búið að vara hann við að bíða of lengi. Hann er í fangelsi einhvers staðar og hvernig geta þeir, sem halda honum, vitað að hann er veik- ur? Ég er viss um að það segði hann aldrei sjálfur. Ég verð að fara — þó ekki sé til ann- ars en að skýra, fyrir þeim hve mikið veikur hann er. Ég verð að segja þeim hvað er að honum og láta þá ná í lækni. Ég fyrirgæfi mér aldrei ef ég færi ekki og hann dæi“. Hann hikaði, svo kinkaði hann kolli. „Ég skil þig. En slapp faðir þinn og er nú fangi? Hvað ef þú verður tek- in til fanga sjálf?“ „Ég vei’ð að hætta á það, þá verð ég að minnsta kosti heima hjá honum. Ég get kannske hjúkrað honum ef hann er mikið veikur. Ég veit að þér finnst það heimskulegt af mér að fara, Davíð, en ég get ekki gert annað. Ég get ekki afborið að hugsa mér hann veikan og einmana“. Rödd hennar brast og hún bætti auðmjúk við: „Reyndu að skilja mig!“ Hann kinkaði kolli og gekk fram og aftur um gólfið. Hún sá-hve þreytulegt og tekið andlit hans var. Hann leit ekki lengur út eins og ungur glaður drengur; heimsborg- ari, eins og fyrst þegar hún sá hann. Hjarta hennar bráðn aði og hún reyndi að minnast þess að hún vissi ekki með vissu, að hann hefði ekki drepið Frankie. Hann hefði vel getað gert það og farið áð- ur en Fay kom. Það var alls ekki víst að það væri rétt, sem hann hafði sagt um Fay, lykilinn og íbúðina. Hún sagði sjálfri sér að hún væri heimsk að treysta honum svo mjög. Hans Sell hefðf sagt henni að það væri heimskulegt —. Hans Sell! Hvers vegna hafði henni ekki dottið hann fyrr í hug? Hann hafði skip- að henni að fara ekki frá Austur-Berlín án þess að biðja sig um leyfi. Hún vildi ekki að Hans reiddist henni, hún kunni ekki aðeins vel við hann sem karlmann, hún dáði hann mjög. Kannske hann væri meira að segja „Riddar- inn“ frægi? En það gat hún ekki sannað og ekki gat hún náð í hann núna. „Þú ert búin að taka á- kvörðun, sé ég“, sagði Davíð þreytulega. „Og það er líka réttast sem þú gerir“. Hann leit á ur sitt. „Hvenær heldurðu að hann komi að sækja þig?“ Hún leit á úr sitt; „Eftir tíu mínútur“. „Þá hef ég nægan tíma, ef ég reyni að flýta mér“. „Tíma?“ Hann hafðf verið svo þreytu legur og daufur, en nú var hann fullur af orku, æstur og glaðlegur. „Ég>fæ lánað mótorhjól. Ég sá að margir af þjónunum komu á hjóli í morgun. Það voru einmitt vaktaskipti og því sá enginn mig. Ég fæ eitt lánað“. „Ætlarðu að stela því?“ „Ég veit að það er ekki lög- um samkvæmt, en ég verð að gera það. Ég er með peninga á mér og set þá í staðinn fyr- ir“. „Kemurðu ekki aftur?“ Hann yppti öxlum og brosti biturt. „Það er aldrei að vita — maður kemur ekki alltaf aftur á þann stað, sem mað- ur fór frá. En reyndu að tefja fyrir þeim sem kemur, eins og unnt er. Spurðu hvert þú farir, láttu sem þú sért ekki á- kveðin, láttu sem þú þurfir að pakka niður, gerðu hvað sem er, en tefðu fyrir honum“. Hann var farinn að ganga fram og afíur um gólfið á ný. „Heyrðu annars, ertu með sígarettur?“ „Tvo pakka, held ég“. „Það er ekki nóg. Hringdu niður og pantaðu nokkur kar- ton. Það skiptir engu máli hvað þau kosta“. Hann rétti henni peninga. „En heimtaðu að allt sé sama merkið, t. d. Elgert sígarettur. Þær ætt- irðu að fá hér. Og frá því að þú verður sótt, þá reyktu eins og strompur, keðjureyktu. Þú verður að reykja alla leiðina og henda stubbunum út. Þú getur þótzt vera svona tauga- spennt, það kemur honum ekkert á óvart. Hann er jú að fara með þig út í óvissu. Það væru allir taugaóstyrkir í þín- um sporum. Ég ætti að geta fundið þig á stubbunum þó að ég missi af þér við að fara á undan eða lenda í umferðar- töf“. Hann tók fast um axlir hennar: „Viltu gera það sem ég bið þig um, Linda?“ „Hvernig veit ég hvort ég get treyst. þér?“ spurði hún örvingluð. Hann tók fastar um axlir hennar. Hún stundi af sárs- auka. „Mig kennir til“, hvísl- aði hún. „Ég sleppi ekki fyrr en þú hefur lofað að gera það, sem ég segi þér“. „En hvernig veit ég hvort ég get treyst þér?“ spurði hún en ekki jafn örugg og fyrr. Hann notaði ekki mörg orð til að svara. Hann beygði sig niður og kyssti hana. „Spurðu hjarta'þitt og svíktu mig ekki.“ Hann sleppti henni og hún féll á rúmið. Svo var hann á braut og dyrnar lokuðust á eftir honum. 11. Linda var fegin að það leið stundarfjórðungur áður en hún var sótt. Þegar barið var að dyrum, settist hún upp og með hjartað í hálsinum gekk hún til dyra og opnaði. Hár herðabreiður maður, ekki ósvipaður Davíð í vexti, beið fyrir utan. Hann var klæddur í bílstjóraeinkennis- búning og sló saman hælurn og hneigði sig. „Bíllinn, sem #1ugvéiarnars Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug: Gullfaxi fer til Glasgow og Kaupm,- hafnar kl. 08.00 í dag. Vænt- anlegur aftur' til Rvk kl. 22. 40 í kvöld. Flugvélin fer til Glasgow og Kaupm.h. kl. 08.00 í fyrramálið. Hiímfaxi er væntanlegur til Rvk kl. 16.00 í dag frá Madrid og London. — InnanlandsTiug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Blöndu óss. Egilsstaða, Flateyrar, —■ ísafjarðar. Sauðárkróks, — Vestmannaeyja (2 ferðir) og Þingeyrar. — Á morgun er áætlað að fljúga til Akur- eyrar' (2 ferðir), Egilsstaða, Hellu, Hornafjarðar, Húsav., ísafjarðar og Vestm.lyja (2 ferðir). Skiping Skipajitgerð ríkisins: Hekla er í Bergen, á leið til Kmh. Esjavar á ísafirði í gærkvöldi á norðurleið. —■ Herðubreið er á Austfjörð- um á norðurleið. Skjaldbreið fór frá Rvk í gærkvöldi til Breiðafjarðarhafna. Þyrill er á Austfjörðum. Skaftfell- ingur fer frá Rvk í dag til Vestm.eyja. Baldur fer frá Rvk í lag til Sands, Gilsfj,- og Hvammsfjarðarhafna. Eimskipafélag íslands h.f.: Dettifoss fer frá Leningr. 7.9. til Rvk. Fjallfoss kom til Rvk 1.9. frá Hull. Goðafoss fór frá Rvk 5.9. tilNew York — Gullfoss fer frá Leith í dag 7.9. til Rvk. Lagarfoss kom til Hamborgar 6.9. frá Riga. Reykjafoss fór frá Rvk 3.9. til New York Selfoss kom til Rostock 6.9. fer það- an til Gautaborgar Hamb. og Rvk. Tröllafoss fer vænt- anlega fr'á Hamborg 7.9. tili Gdansk, Rotterdam, Ant- werpen, Hull og Rvk. Tungu foss fer frá Siglufirði,7.9. til ísafjarðar og Keflavíkur. ' ;i Skipadeild S.Í.S.: Hvasafell er á Húsavík. —■ Fer 'þaðan til Saúðárkrpks. Arnarfell er í Leningrad. — Jökulfell er í Rvk. Dísarfell fór 5. þ. m. frá Stykkishólmi áleiðis til Eebjerg, Arhus, Kalmar. Norrköping — og Stokkhólms. •—• Litlafell er í Hvalfirði. Iíelgafell er í Gufunesi. Hamrafell er vænt anlegt til Batum í dag. $ 1$ Ji ft lf il I! í! I 8? Þú hefðir að niinnsta kosti getað beðið þangað til ég hafði lesið teiknimynda- sögurnar! Alþýðublaðið — 8. sept. 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.