Alþýðublaðið - 08.09.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.09.1959, Blaðsíða 6
Hinn ókrýndi konungur nautabananna, Luis Miguel Dom- inguin, þar sem hann liggur á sjúkrahúsi særður eftir nautaat. Eru taugar og dirfska hins mikla meistara að bregðast? — Ðominguin hefur undanfarin ár nánast ver- ið guð Snánverja og margra fleiri. Meðal aðdáenda hans er til dæmis Ava Gardner. Dominguin er giftur ítölsku leikkonunni Lucia Bose og hefur hún hvað eftir annað beðið hann að hætta þessum blóðuga leik. í síðaslliðnum mánuði bafa 27 naufahanar á Spáni annað hvorf láilð lífið eða særzt hælfulega í hinum blóðuga leik. Á hverjum degi í sumar hefur einn mesti forsvarsmaður nautaatsins, Nóbelsverðlaunaskáldið Ernest Hemingway, heimsótt Ordonez. Hemingway hefur sjálfur tekið þátt í nautaati — og særzt. Myndin hér að ofan er tekin skömmu eftir að Ordonez beið ósigur fyrir nautinu í hinum blóð- uga ágústmánuði, Þeir eru að athuga sárin eftir nautið. MENN ERU farnir að velta því fyrir sér, hvort hin ó- hugnanlega spanska þjóðar- íþrótt nautaatið, sé stöðn- uð. Eða eru hinir heims- frægu nautabanar ekki eins snöggir, öruggir og liðugir og áður fyrr? Spænska stjórnin lítur á nautaatið sem listgrein og setur hana á bekk með ballettinum. En hvers vegna eru menn farnir að efast um nauta- atið? Jú, ástæðan er sú, að síðastliðinn mánuður var heldur betur blóði drifinn og einhver blóðugasti mán- uður í sögu nautaatsins. í honum hafa ekki færri en 27 frægir nautabanar annaðhvort látið lífið eða limlestst í þessum hættulega og grimma leik. Blóðið, sem hefur litað sand leikvangs- ins hefur sem sagt ekki ver- ið nautsins heldur nauta- banans. Meira að segja hinn ó- krýndi konungur nautaban- anna, Luis Miguel Domin- guin, sem hefur þénað mill- jónir á ,,listgrein“ sinni, hef ur þrisvar sinnum í síðast- liðnum mánuði farið hall- oka. Nú síðast særðist hann hættulega í keppni í Bilbao. Hinn skæði keppinautur hans, Antonio Ordonez, og fjöldinn allur af nafnkunn- um nautabönum, eins og t. d. Santiago Garcia, Diego Puerta, Juan Garcia og Ab- eladro Vergara hafa allir særzt meira og minna hættu lega í þessum blóðuga ágúst mánuði. Þ,að er því ekki að furða, þótt menn spyrji, hvort hlutverkin séu að snú ast við og dirfska og taugar nautabananna bregðist í þessum meiningarlausa dauðadansi. Qrsökin liggur kannski frekar í því, að í byrjun síð asta mánaðar kom skipun frá stjórnarvöldunum þess efnis, að hin venjulega ert- ing nautsins, sem fer fram í byrjun hvers ats og er framkvæmd af hinum svo- nefndu „picadorum1-, skuli takmörkuð. Það er nú fast- ar reglur um það, hvar og hvenær „picadorinn“ má stinga nautið. Dýravinir um allan heim fagna þeim fréttum, að nautabanarnir á Spáni kafni nú orðið undir nafni og verði hvað eftir annað að bíða ósigur fyrir nautinu. En ef einhver skyldi hafa alið þá von í brjósti, að hér væri fyrsta skrefið í áttina Dominguin Mieðan hann var upp á sitt bezta. Leikstíll hans er þekktur um heim allan og hann hefur verið nefndur „maðurinn með stál taugarnar". að því, að nautaatið á Spáni legðist niður — þá mun sú von bregðast. Þvert á móti hefur sjaldan verið meiri áhugi á nautaatinu og stafar hann að sjálfsögðu af því, að nú er nautabaninn í meiri hættu en áður var. Spenningurinn hefur aldrei verið meiri og þegar fólkið er búið að hlýða messu á sunnudögum og orðið mett af guðsorði í bili, — þá flykkist það á leikvanginn til þess að horfa á hina blóð- ugu baráttu nauts og manns. Blóðið, — annaðhvort nautsins eða nautabanans — mun halda áfram að lita sand leikvangsins undir gló- andi sól Spánar . . . 1ÍT mujM ÞAD VAR hringt til lögreglunnar 1 Irving- ton í New Yersey og eftir- farandi sagt með skjálfandi röddu: „Við heyrum í manni í síma hérna og hann hlýtur að vera mjög illa á sig kom- únn. Hann talar ekki, held- ur stynur. og gefur frá sér hræðileg angistarkvein.“ — Lögregla og læknir íóru á vettvang, brutust inn í íbúð hins „nauðstadda" manns og fundu hann sofandi í rúmi sínu. Á bi’jóstinu lá símatólið hans. ,,Hin hræði- legu angistarkvein“ voru hrotur mannsins ,og þær voru sannarlega hræðilegar, sagði lögreglan á éftir. ★ NEKTARDANSMÆR- IN Ada Leonard sótti ,um skilnað við mann sinn. Ástæðan: Hún kvaðst vera svo hræðilega reið' yfir því, að maðurinn sinn skyldi ■ekki vera hr.æðilega reiður yfir því, — að hún stundaði slíka atvinnu. ★ ^ JÓHANNES páfi 23. hefur veitt 10 000 þjón- ustustúlkum blessun sína, síðan hann tók við embætt- inu. Mörgum finnst heldur undarlegt af páfa að veita svo lágt settum manneskj- um í þjóðfélaginu svo mik- ilsverð blessun. Svar páfa: „Þær eru í ætt við sjálfan frelsarann, því að hann kom hingað til jarðarinnar, eins og þið kannski viíið, — til þess að þjóna.“ ★ + SLAGORÐ hafa mikil áhrif, en koma því að- eins að gagni, að þau séa vel samin: stutt: og snjöll. Woodrow Platt fékk mikið hrós og álitlega peninga- fúlgu fyrir að finna upp slagorðið: „Akið hægar — lengið lífið“. Fyrir skömmu var hann sektaður um 500 dollara fyrir of hraðan akst ur á Rhodé Island! FANGAR FRUMSKÓGARINS Fréttin um árásina á Georg O’Brien fer eins og eldur í sinu um eyjuna og menn velta því fyrir sér fram og aftur, hver sé tilræðismað- urinn, sem vill Georg feig- an. „Þetta atvik“, segir Ge- org við Frans, „veldur því, að nú er mér ennþá meiri nauðsyn en áður á því, að þú takir þátt í loftbergsför- — affeins I LÆKNIRINN, £ inn og læknisa eru óvenjulegar Générale la Pi Genfarvatnið í Si irinn er hinn 77 dr. Paul Niehaní lingum sínum 1; svo: „Ég vel sjúk! eftir því hvaða hafa fyrir veröldi burt níu af hvf sem til mín leit hinna útvöldu er; látni páfi, Píus inni með okkur. unni hlýtur að ve njósnari og vi koma honum fy nef — hvað sem ; Ætlarðu að korr g 8. sept. 1959 — Alþýðublaðið*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.