Alþýðublaðið - 13.09.1959, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.09.1959, Blaðsíða 2
2 13. söpt, 1959 — Alþýðublaðið Brpzk stjórnarvöld munu, eftir því sem heyrist utan lands frá, vera nokkuð uggandi út af þeirri kynningu, sem íslenzka ríkisstjórnin hefur staðið fyrir, varðandi málstað íslands í deilunni um fiskveiðimörkin, ,,þorskastríðinu“ svokallaða . .. Munu þau telja, að ferðir blaðamanna til íslands í bcðj ríkis- stjórnarinnar og skrif þeirra háskalcg hinum brezka málstað. NýT vandamál er risið hjá kommúnistum urn framboð í Reykjavík . . . Þeim hefur borizt til eyrna, að Þjóðvarnarflokk- urinn hefði boðið Jónasi Árnasyni efsta sæti á lisía sínum . .. og bá ruku nokkrir af valdamönnum kommúnista upp og vildu bjóða honum saeti á listanum hiá sér í Reykjavík, til að forða honum frá Þjóðvörn, en láta Eðvarð Sigurðsson víkja .. . Aðr- ir vilja heldur Magnús Kjartansson ritstjóra. ☆ INDVERSKA stjórnin gaf út sl. mánudag hvíta bók um sambúð Kína og Indlands und anfarin fimm ár. Segir þar, að Sjú En Lai, forsætisráðherra Kína, hafi tvisvar lagt til að MacMahon-línan svonefnda verði viðurkennd sem landa- mæri ríkjanna. En þrátt fyrir það hefur kínverska stjórnin Iátið gera landabréf þar, sem vikið er langt frá þessari línu og það er á þessum svæðum, sem kínverskar hersveitir hafa undanfarið sótt inn í Indland. í hvítu bókinni er skýrt frá því, að Nehru hafi síðan tvisv- ar skrifað Sjú En Lai varðandi MacMahon-línuna, en fengið þau svör, að hún fái ekki stað- izt fyrir alþjóðadómi. Kín- verjar virðast sem sagt stað- ráðnir í að beita valdi í þess- um héruðum, sem þeir hafa dregið inn í Kínaveldi á kort- um sínum. Samtímis berast þær fréttir frá Tíbet, að búast megi við, að allir indverskir kaupmenn í Tíbet verði að hverfa úr landi, þar eð kín- versku yfirvöldin hafa breytt svo gildi indverskra peninga gagnvart tíbezkum, að Ind- verjar í landinu séu nær eigna lausir. Þetta þýðir, að Ind- verjarnir verða að skilja eig- ur sínar eftir, þegar þeir hverfa úr landi. Þessar aðgerðir Peking- stjórnarinnar í landamæpahér uðum Indlands eru lítt skilj- anlegar enn sem komið er og hefur Nehru, forsætisráðherra Indlands, játað, að hann skilji ekki, hvaða ástæður liggi til þess, að Peking velji einmitt þann tíma, sem forráðamenn stórveldanna í austri og vestri koma saman til að ræða um leiðir til að draga úr spennu I alþjóðamálum, til þess að fjandskapast við nágranna iína í suðri. Kínverskir kommúnistar íafa jafnan haldið fram, að uuðyeldasta leiðin til að leggja Así.. undir yfirráð kommún- ísmans væri að halda góðri sambúð við aðrar þjóðir í álf- unni, lata Kína vera hið glæsi- lega fordæmi öðrum þjóðum og bíða þess í rólegheitum, að hinar hungruðu milljónir Ind- lands og Indónesíu tækju kommúnistískri byltingu með hrifningu. Ekkert bendir til þess, að ástandið í Indlandi sé slíkí, að kommúnistar geti gert þar byltingu eins og er, Nehru enda þótt hungursneyð vofi jafnan yfir, ef eitthvað bregð- ur út af með uppskeru. Þá hef- ur viðurkenning kínverskra stjórnarvalda á mistökum í framleiðslu og skömmtun á matvælum í borgum landsins, opnað augu margra Asíubúa íyrir því, að kommúnisminn tryggir ekki velsæld á efna- hagssviðinu. í Dehli er. nú rætt um það af opinberri hálfu, að gagnger síefnubreyting hafi orðið í Peking varðandi nágrannarík- in í Asíu. Talið er, að Kín- verjar ætli sér að koma af stað kommúnistískum óeirðum á Indlandi. Indverskir kommún- istar eru öflugastir í Vestur- Bengal, sem liggur að landa- mærahéruðunum. Kínversk yfirráð í Nepal, Bhutan, Sik- kim og Assam væru nauð- synlegar forsendur fyrir vopn aðri uppreisn kommúnista í Indlandi. Þetta eru að vísu aðeins hugleiðingar, en margt bendir til, að þær séu ekki út í bláinn. Samtímis því að Kín- verjar hófu yfirgang sinn á indversku landamærunum stóðu kommúnistar fyrir götu bardögum í Kalkútta, höfuð- borginni í Bengal. Flóttamenn irnir frá Pakistan eru auðveld bráð fyrir áróðursmenn kom- múnista. Ef til vill telja kom- múnistar sig geta notfært sér matvælaástandið í Indlandi til að ná bar völdum með ofbeldi. Atburðirnir í Laos benda til, að svo geti verið. Helzta röksemdin gegn þess ari túlkun atburðanna er, að með þessari stefn.u sé Mao Tse Tung að kinna grundvellinum undan afstöðu Krústjovs gagn yart Bandarikjunum. En sú spúrning hlýtur að vakna, hvort Kínverjar vin'ni í raun réítri gegn hagsmunum Rússa, hvort ofbeldi kommúnista í Tíbet og Laos sé raunverulega háð gegn vilja Kremlherr- anna. Það er vert að minnast þess, að Rússar hafa aldrei gengið að ,,samningaborði“ án þess að leiða um leið athygli almennings að öðrum atriðum með því að standa fyrir of- beldi og uppreisn einhvers staðar í heiminum. Kommún- isminn er útþenslustefna, sem nærist á ofbeldi og árásum. í sambandi við hina versn- andi sambúð Indverja og Kín- verja, er mjög um það rætt, hvórt hlutlausar Asíuþjóðir, og þá fyrst og fremst Indland færist ekki nær vesturveldun- um. Ekkert verður um það sagt að sinni, en óvíst er, hvort vesturveldunum væri nokkur styrkur í að þurfa að halda uppi víðtækri hernaðar- og efnahagsaðstoð í stórum Framhald á 5. síðu. r i Ur heima- Vilhjálmur Þór bankastjóri hefur engan tekjuskatt, eins og komið hefur fram víða, en þegaf svo er ástatt um fjár- hag manna, að þeir þurfa ekki að borga tekjuskatt, geta þeir með því að leggja málið fyrir framfærslunefnd, látið bæinn borga tryggdngargjaldið. ☆ Umferðargrindur verða settar á mótum Austurstrætis og Aðalstrætis * * * Ákveðið er að breikka akbrautir Hringbraut- ar milli Ljósvallagötu og Furumels s' * * Benzínsölu verður væntanlega komið upp við Laugarásbíó. ☆ Eyþór Þorláksson, hljóðfæraleikari, ungur efnilegur og vinsæll, mun hafa sótt um ríkisborgararétt á Spáni. ☆ Sigurður Magnússon bókmenntagagnrýnandi Morgunblaðs- ins ritaði miög lofsamlega um ritverk Matthíasar Jóhannes- sen, ritstjóra Morgunblaðsins ... Nú ritar Matthías lofsamlega um Sigurð í „Heima er bezt“ . . . Kaup kaups. borg Golíats TELL GATH, ísrael. — Heimaborg Golíats lagð- ist í eyði vegna vatns- skorts. Fornleifafræðing- ar, sem unnið hafa að upp- greftri í Gath í Palestínu, segja, að borgin hafi verið yfirgefin, þegar mýrar í grenndinni þornuðu upp. Þeir hafa fundið tólf borg ir þarna, hverja ofan á annarri. Sú elzta er frá ;því um 3000 f.Kr. Þarna fundust margir merkilegir munir, leirker í stórum stíl og leirstytt- ur frá dögum konunganna í Júda. En það, sem mest kom á óvart, var, að í ljós kom að þarna hafði ver'ið mýrlendi. Forsöguborgir Palestínu eyddust flestar í ófriði, er þarna geysaði tíðum. Tell Gath er undantekning. Þar finnast engar minjar um, að borgin hafi eyðzt í styrj öld, en aftur á móti sást, að sérhver ný borg var minni en sú, sem fyrir var. Þetta bendir til þess, að vatnsskorturinn hafi kom ið smám saman. Ekkert er vitað um, hvað varð af íbúum síðustu borgarinn- ar í Gath, en búizt er við, að.þessir frændur Golíats hafi klyfjað drógar sínar þegar vatn þraut endan- lega, og haldið til hjalandi linda einhvers staðar í grenndinni. NFWi?u I JENSÍNA JÓNSDÓTTIR er ein þeirra höfunda, sem mestra vinsælda rijóta í landinu samkvæmt skýrslu um útlán bóka- safna . . . Hún er þó ekki ein höfundar þeirra bóka, sem um er að ræða, heldur eru þær verk hennar og manns hennar, Hreiðars Stefánssonar kennara, beggja .. . Hreiðar hefur smá- barnaskóla á Akureyri. .. Jensína kennir við barnaskóla þar ... Höfundanöfnm á bókum þeirra eru: „Jenna og Hreiðar“.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.