Alþýðublaðið - 13.09.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 13.09.1959, Blaðsíða 11
 20. dagur miiiiiiiiiuiuiumimuii 'HUIIIIIIUIIIIIIin að þú sért fegin að sjá mig. Ætlarðu ekki að heilsa mér?“ Vélrænt rétti hún fram hendina, en hún starði enn lömuð á hann. Hann beygði sig yfir hendi hennar og kyssti á hana. „Ég sagði þér víst ekki að Engilbert greifi væri frændi minn. Þú verður að fyrirgefa mér það. En'við höfðum ekki svo mikið tækifæri til aS tala um fjölskyldur okkar. Ég vona að koma mín hingað hafi ekki verið áfall fyrir Þig“; „Ég viðurkenni, að þetta kemur mér á óvart“, sagði hún loks. „kfér datt alls ekki. í hug að þú byggir í Austur- hluta Þýzkalands11. „Ég bý ekki hér, Linda, en ég heimsæki frænda minn stundum hingað. Ég var bú- inn að segja þér, að af við- skiptaástæðum verð ég oft að fara yfir landamærin. Það var heppileg tilviijun að mér datt í hug að heimsækja frænda minn í dag og þá fékk ég að vita að þú værir hér“. Hann brosti þurrlega og bætti við: „Muni ég rétt, þá varstu búin að lofa að fara ekki frá Aust- ur-Berlín án þess að tala við mig fyrst“. „Ég var ekki beint búin að . lofa því“, sagði Linda en hún , roðnaði af sektarvitund. „Þú manst kannske eftir því að ég sagði þér að þú yrð- ir í hættu ef þú gerðir það? Hefurðu nú fengið að vita, að ég hafði á réttu að standa? Það er hættulegt fyrir þig að vera hér og hættulegt fyrir föður þinn“. Hann talaði lágt. „Hvernig er það hættulegt fyrir föður minn að ég er hér? Hann er mjög sjúkur og ég veit að það gleddi hann að ég kom hingað. Kannske hress- ist hann við að sjá mig“. „Við skulum vona það!“ „Dr. Gunther í 'Vestur-Ber- Hn átti að skera hann upp“, sagði hún biðjandi. „Væri ekki hægt að tala við hann, t. d. hringja til hans? Hann veit áreiðanlega hvað á að gera fyrir hann á meðan ekki er hægt að skgra hann upp“. „Það væri hugsanlegt“. Hann brosti lítið eitt. „Ég legg til að þú talir við Kom- mandanten um þetta“. Brytinn tilkynnti að matur- inn væri á borð borinn og þau gengu inn í gamla fallega borðstofu. Á veggjunum héngu myndir af forfeðrum Engibertsf j ölskyldunnar og Linda s ástrax hve Hans Sell líktist þeim. Hann var svo lík- ur frænda sínum, að hann viríist fremur sonur hans en systursonur. Linda settist niður og borð- aði vel. Hún leit á Hans í bjarmanum frá kertunum og henni virtist allt draum- kennt. Henni fannst hún vita meira um Hans en fyrr og .heimsóknir hans hjá frænda hans voru góð skýring á ferð- um hans frá Vestur-Berlín. Hann hafði boðizt til að hjálpa henni og eftir að hún hafði hitt hann hér var hún sannfærð um að hann væri manna líklegastur til að hjálpa henni. Það var augljóst að hann gat farið og verið eftir því sem honum lysti. Hann hafði beðið hana um að treysta sér og það varð hann sig í kofanum til að losna við spurningar lögregl- unnar en ekki til að hjálpa henni? Þetta var leiðinleg hugsun og hún óskaði að henni hefði ekki dottið þetta í hug. En hún gat ekki varizt að hugsa um það og hún var sannfærð- ari en fyrr um það, að henni bæri að snúa sér til Hans S'ell. 14. Eftir matinn sagði greifinn strax góða nótt og þau Hans fóru ein inn í salinn. Hans tók um axlir hennar og fór með hana að arninum, þar sem skíðlogaði. „Þú ert erfitt vandamál,.Linda“, sagði hann rólegur. „Ég veit ekki hvern- ig ég á að hjálpa þér“. „Ö, Hans“, sagði hún iðr- andi og leit á hann. „Ég veit, að ég fór frá Austur-Berlín gegn vilja þínum, en ég fékk skilaboð um að faðir minn hún að gera. Hvað gat Davíð, sem bjó í timburkofa við höll- ina, gert? Það var fallegt af honum að reyna að hjálpa henni. Hún var honum þakk- lát. Kannske hætti hann lífi sínu við það, en samt væri betra að hann snéri aftur til leikflokksins núna, þegar hún hafði hitt Hans Sell. Leik- flokkurinn var áreiðanlega farinn að óttast um hann. Og svo hugsaði hún um Frankie og morðið. Hræðsla hennar um velferð föður síns sem hafði verið horfin, brauzt fram á nýjan leik. Vesalings ofsótta Frankie! Það var und- arlegt að hún skyldi hugsa þannig um hana — ofsótta, en um leið og henni datt orðið í hug, vissi hún að það var rétt. Þar var áreiðanlega að leita orsakarinnar fyrir flóttalegu augnaráði ungu stúlkunnar og hræðslunni áður en leið yfir hana. Og hvað um Davíð?- Var það hennar vegna sem hann var svo fús að yfirgefa Aust- ur-Berlín? Var það hennar vegna sem hann hafði elt hana, Lindu, hingað? Faldi væri veikur og þarfnaðist mín. Það kom maður — Ru- dolph Mannheim —• til að sækja mig“. „Og það helvíti, lét hann þig í friði?“ spurði hann illi- lega. Henni kom bæði spurningin og málrómur hans á óvart. Hún kinkaði kolli. „Já“, vit- anlega. Auk þess“, hún brosti, „auk þess skyldist mér að hann hefði hugann annars staðar!“ Hann svaraði þessu ekki. „Þér finnst það kannske skrýt ið að ég skuli heimsækja frænda minn“, sagði hann ró- lega. „En þessi staður er svo mikilsverður í hans augum. Hann þolir ýmislegt til að fá að búa hér á meðan hann lif- ir. Þegar hann deyr, erfi ég hann. Þess vegna kem ég hing að til að aðgæta hvernig hon- um líður og til að hjálpa hon- um við að reka búið. Að ég er hér“, hann hikaði lítið eitt, „er ekki vegna þess að ég sé frekar en frændi minn skoð- anabróðir þeirra, sem hér ráða ríkjum“. „Það hef ég aldrei haldið, Hans“. „Ég hef vel heyrt, að þú hefur kallað 17 sinnum og ég hef líka svarað .17 sinnum“. „En ég geri heldur ekki neitt til að leggjast gegn þeim. Ég reyni að koma mér vel við alla, en ég verð að við- urkenna, að mér datt í hug að faðir þinn hefði verið fluttur hingað. Það var jú það senni- legasta. Og þess vegna ákvað ég að fara að heimsækja frænda minn. Þú manst víst að ég lofaði að gera það sem ég gæti fyrir þig“. Hann var hálf ásakandi. „Mér finnst það leiðinlegt að ég hef brugðizt þér, Hans“. „Uss! Við skulum ekki minnast meira á það. Stað- reyndin er sú, að þú ert hing- að komin og undir verði eins og faðir þinn. Ég hefði kann- ske komið honum undan ein- um, en eins og þú sérð, gerir það mér erfiðara fyrir að þú ert hér“. „Ó, Hans!“ sagði hún full iðrunar. Hann tók undir höku henn- 1 ar og lyfti andliti hennar þannig, að brún augu hans horfðu beint í hennar. „Ég fyrirgef þér, Linda. Það er ekki erfitt að gera það; þú ert svo falleg, elskan mín“. Hann beygði sig að henni og kyssti hana. I þetta sinn þvingaði hún sig til að endurgjalda koss hans.Hann andvarpaði. „Þetta er heldur skárra en síðast“. „Hans — ég var svo tauga- æst það kvöíd“. „Vesalingurinn litli. Það skil ég vel“. Hann tók um báð- ar axlir hennar og dró hana að sér. „En þú vildir kyssa mig núna. Elsku litla stúlkan mín, leyfðu mér að kyssa þig aftur. — Kysstu mig!“ Hún gerði það, en hana lang aði ekkert til þess og það fannst henni furðulegt. Einu sinni enn sagði hún sjálfri sér að af öllum, sem hún þekkti, væri Hans sá mest að- laðandi. „Ætlarðu að hjálpa okkur pabba?“ bað hún lágt. Hann hrinti henrii frý sér. „Kysstirðu mig til þess?“ „0, nei! Ó, nei!“ Hún knýtti hendurnar saman. „Þú verður að skilja, að ég get ekki um annað hugsað en ör- yggi pabba míns“. Hann kinkaði kolli. „Ég skil það vel. Ég skal reyna að taka meira tillit til þín framvegis, Linda. En ég er aðeins mann- legur, ekkert annað, og þegar ég verð ástfanginn vil ég helzt að tilfinningar mínar séu end- urgoldnar!“ „Gefðu mér tíma til að kynnast þér, Hans!“ Hann kyssti hana blíðlega á ennið. „Allt í lagi, litlaf' vina. En hvað þú ert feimin — það er auðséð að þú ert ensk“. Hann lét hana setjast í stól og settist við hlið henn- ar. „Viltu biðja Herr Komman- danten að tala við mig?“ spurði hún eftir skamma stund. „Ég verð að segja hon- um hvað pabbi er mikið veik- ur og að hann verði umsvifa- laust að fá góða læknishjálp. Það eru aðeins fáir, sem geta meðhöndlað þann sjaldgæfa sjúkdóm, sem hann þjáist af“. „Ég skal gera mitt bezta“. „Þakka þér fyrir, fians‘‘. Hann rétti henni sígarettu- veski og kveikti í sígarettu fyrir hana. „Það var raunar heppilegt fyrir þig að komast frá Austur-Berlín um morg- uninn. Það hefur ekki gengið svo lítið á vegna leikkonunn- ar, sem var myrt“. „Er það rétt, að hún hafi verið myrt?“ spurði hún hvasst. „Já! Ég talaði við lögreglu- stjórann rétt áður en ég fór hingað. Það er ekki vafi á að það var morð. Hún fékk eit- ur“. „En getur hún ekki hafa tekið það sjálf? Hún var svo niðurdregin. Manstu, hvernig hún var við borðið okkar? Hún hlýtur að hafa ætlað að heimsækja Davíð“. „Já“, viðurkenndi Hans. „Það má vel vera. En það er margt, sem virðist brjóta í bága við það. Hver opnaði fyr ir henni t. d.? Það voru aðeins tveir lyklar að íbúðinni — annan hafði Davíð Holden, hinn stúlka, sem kallar sig ensku rósina Fay Montague“. „Getur ekki verið, að dyra- vörðurinn hafi hleypt henni inn?“ Hann hristi höfuðið. „Nei, hann hefur verið yfirheyrður tímum saman. Hann sver að Nýkomið Dekk og slönguir fyrir reiðhjói o-g skellinöðrur: ' 28x1% 28x1,75 26x1,75 26x1% 26x1 3/8 24x1% 24x1 3/8 22x1% 20x1% 18x1% 23x2 26x2 ÖRNINN Spítalastíg 8. Sími 14661. Nýkomið Dinamóar ojr luktir Vasaljós, margar stærðir. Batterí, margar stærðir. Einn'g perur, allar gerðir. ÖRNINN Spítalastíg 8. Sími 14661. fIiffgvéla rnar; Flugfýlae fslands h.f.: Millilandaflug: Hrímfaxi fer til Glasgow og Kaupm.h. kl. 08.00 í dag. Væntanlegur aftur til Rvk kl. 22.40 í kvöld. Flugvélin fer til Oslo. Kaupm.h. og Hamborgar kl. 08.30 fyrramálið. Gullfaxi er væntanlegur til Rvk kl. 16.50 í dag frá Hamborg, Kaupm.h, og Oslo. Flugvél- in fer til London kl. 10.00 í fyrramálið. — Innanlands- flug: I dag ei' áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferð- ir). Egilsstaða. Kópaskers, Siglufjaröar, Vestm.eyja og Þórshair.ar. — Á morgun er áætlað að fljúga til Akur'eyr ar (2 ieiðir), Bíldudaia, Fag- yrhóismýrar, Hornafjarðar, Isafjarðar. Patreksfjarfcar og Ve s tmanuaeyj a. Loftleiðir h.f.: Saga er væntanleg frá Am sterdam og Luxemburg kl. 19 í dag. Hekla er væntanleg frá New York kl. 10.15 í fyrramálið Fer til Glasgow og London kl. 11.45. Slígpms Eimskipafélair íslands h.f.: Dettifoss fór frá Leningr. 8.9. væntanlegur til Rvk 14. 9 Fjallfoss fer frá. ísafirði í dag. 12.9. til Akureyrar, — norð’^" í—-saijsturlandshafna og Vestmannaeyja og þaðan til Hull. London, Bremen og Hamborgar. Göðafoss fór frá Rvk 5.9. til New York. Gull- foss fór frá Rvk 5.9. tl'i New York. Gullfoss fór frá Rvk á hádegi í dag 12.9. til Leith og Kaupm.h. Lagarfos's fer frá Hamborg um 16.9.. til Anf werpen, Rotterdam. Hauga- sunds og Rvk: Reykjafoss fór frá Rvk 3.9. til New York, Selfoss ko.m til Hamborgar 12.9. fer þaðan til Rvk. — Tröllafoss kom til Gd.ansk 11.9. fer þaðán til Helsing- borg, Hull op' Rvk. Tungu- foss fóy frá Keflavík 10.9. til Lyseki], Gautaborgai'. —• Helsingborg. Malmö og Yst- ad og þaðan til Finnlands, Riga og Rvk. Skipadejld S.Í.S.: Hvassafeþ er á Siglufirði, Arnarfell er væntanlegt tií , Rostock í dag Jökulfell lest- ar á Vestfjarðahöfnum. — Dísarfell er í Arhus. Fer baðan til Kalmar. Norrköp- ing, og Stokkhólms. Litla- fell er í olíuflutningum í Faxaflþa. Helgafell fór frá Rvk í gærkvöldi áleiðis til Reyðarf jarðar, Akureyrár og Daivíkur. Hamrafell fór frá Batum í gær áleiðis til Rvk. Alþýðublaðið — 13. sept. 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.